Alþýðublaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.07.1949, Blaðsíða 5
Miðvikúdagur 6. júlí Iíi49; ÁLÞYÐUBLÁÐlö -i-—wi--'.■ r s Helga Sigurðardóftir: HELGA SIGURÐARDÓTTIR, forstöðukona Hús mæðrakennaraskóla Islands, flutti erindi það, sem hér birtist, á nýafstöðnu landsþingi Kvenfélagasambands fs- Iands. í ÞETTA SINN hefur það fallið í hinn hlut að tala um húsmæðrafræðsluna í landinu, og mér er ávalt Ijúft að ræða um það málefni, og ég álít að aldrei verði útrætt um mennt- un og störf konunnar. Margir munu halda, að nú sé húsmæðrafræðslan í landinu komin í það horf, að eigi þurfi að hafa áhyggjur af henni um sinn. Húsmæðraskólarnir séu orðnir það margir, að flestar ungar stúlkur, sem , ástæður hafa til, geti fengið skólavist, en svo er nú tæplega enn. Að vísu höfum við nú 1 húsmæðrakennaraskóla, 12 húsmæðraskóla og 4 barna- skólaeldhús, og er hér um mikla framför að ræða, þegar þess er gætt, að tæpur helm- ingur þessara skóla hefur tek- ið til starfa á síðasta áratug. En mikið vill alltaf meira, og við viljum enn herða sóknina í baráttunni fyrir aukinni menntun kvenna, og ég vil nú fara nokkrum orðum um þá hlið húsmæðrafræðslunnar, sem snýr að starfandi hús- mæðrum til sjávar og sveita. Þó að húsmæðurnar hafi fengið góða menntun, þegar þær giftast og taka til starfa sem húsfreyjur, þá er það ekki nóg, því að svo miklar og örar breytingar verða á vinnutækni við heimilsstörf og allri með- ferð fæðunnar, að það er nauðsynlegt að þeim gefist kostur á að fylgjast sem bezt með öllum nýjungum á þess- um sviðum og njóta þannig góðs af þeirri þekkingu, sem nýjust er á hverjum tíma. Síðastliðið sumar kom ég til Danmerkur og dvaldi þá nokkra daga á rannsóknarstofn un ríkisins, eins og venja mín hefur verið þegar ég hefi ver- ið þar á ferð, og kynntist ég þá nýjung í starfi þessarar stofn- unar, sem ég tel mjög mikils- Verða fyrir húsmæðrafræðsl- una, og ég-tel nauðsynlegt, að hafizt verði handa um svip- aða fræðslustarfsemi hér á landi, sem allra fyrst. Rannsóknarstófnun danska ríkisins hefur aðsetur sitt í Kaupmannahöfn, og eru þar starfandi margir húsmæðra- kennarar hver á sínu sviði. Þar eru gjörðar tilraunir með allskonar fæðutegundir og heimilisáhöld, en auk þessa rekur rannsóknarráðið upplýs- Inga- og kennslueldhús í Kaup mannahöfn og ætlar að koma þeim á fót víða í kaupstöðum í Danmörku, því að starfsemi þessi hefur gefizt ágætlega. Þegar rannsóknir á fæðu- tegundum hafa verið fram- kvæmdar á næringagildi. og matartilbúnaði, eru gefin út smárit um niðurstöður beirra, og þegar nýjar fæðutegundir koma á markaðinn þá eru al- menningi gefnar leiðbeiningar um meðferð þeirra og mat- reiðslu. Nú er hér t. d. mjög erfitt að fá annað kjöt en hvalkjöt, og þyrftum við því að borða mikið af því, en það er vandi að matbúa það svo vel sé, og væri því mikil nauðsyn að gefa húsmæðrum glöggar upplýs- ingar um meðferð þess. Rannsóknarstofnunin gefur einni.g út smárit um rannsókn- ir sínár á heimilisáhöldum. Eru í ritum þessum oft myndir af áhöldunum. Sagðir eru kostir og gallar á þessaari eða hinni sleif eða þeytara, og þess getið til hvers þetta eða hitt áhald sé heppilegast. Slík leiðbeiningarstarfsemi væri mjög nauðsynleg hér á landi, því að á tímum slíkum sem nú eru, þegar ekki fæst innflutningur á nauðsynleg- um, vörum, en slíkt kemur öft Helfa Sigurðardóttir. fyrir hér, bæði að því er snert- ir búsáhöld og fæðutegundir. íslenzkar húsmæður eiga að gera kröfu til þess, að þær fái íhlutúnarrétt um það, hvað flutt er inn í landið af þeirri vöru sem eingöngu er notuð af húsmæðrunum sjálfum, og þurfa konur því að fá fulltrúa í þeim nefndum, sem innflutn- ingnum ráða. Ég kem nú að þeim þættin- um í hinni nýju starfsemi dönsku rannsóknarstoíunarinn- ar sem ég var hrifnust af, en það eru upplýsingaeldhús. Rannsóknarstofnunin hefur 2 upplýsinga- og kennslueld- hús í Kaupmannahöfn, og er starfinu hagað þannig: Húsnæðið er stór stofa, þar sem í er vaskur, stórt borð og eldavél, og ennfremur sæti handa 30 — 50 manns. Þarna starfa 2 húsmæðrakennarar, og er stofnunin opin 8 klst. dag- lega. Getur þá hver sem er komið þangað inn eða hringt í símann, og’ fengið leyst úr vandræðum sínum, og er þetta fyrirkomulag mjög vinsælt og afarmikið notað. Leita þangað húsmæður, vinnukonur og aðr- ir einstaklingar svo sem heim- ilisfeður, sem af einhverjum ástæðum þurfa að sjá um heim- ilið. . Er þarna spurt um allt milli himins og jarðar, og takmark- ið er að allir fái greið og góð svör við spurningum sínum. Sem dæmi um spurningarn- ar mætti nefna: Hvernig á að sjóða kartöflur svo þær tapi sem minnst af C-vítamini? Hvaða tegundir af eldhúsáhöld- um er heppilegast fyrir mig að kaupa í búið? Hvað á ég að nota þann tíma sem kartöflur eru ófáanlegar? Hvernig er hægt að búa til berja- og rab- arbaramauk með litlum sykri? Hvernig hreinsa skal alls kon- ar bletti úr fötum eða úr hús- gögnum. ofl. ofl. sem oflangt er upp að telja. Nokkrum sinnum í viku er svo haldin sýningarkennsla um þau efni, sem efst eru á baugi hverju sinni. Á sýning- arkennslur þessar koma jafnt ungar konur og óreyndar sem rosknar og ráðsettar húsmæð- ur, sem segja frá reynslu sinni, og kennarinn reynir að taka til greina allan þann fróðleik, sem að gagni má koma og láta sem flesta njóta. Allar ■ upplýsingar eru ókeyp is, og svo er það einnig hjá hliðstæðum stofnunum á hinum Norðurlöndunum, en þar eru einnig starfandi rannsóknar og fræðsluráð með svipuðu sniði. í húsakynnum slíkra stofn- ana er nauðsynlegt að hafa góðan sýningarglugga, þar sem hægt er að kynna almenningi margvíslegar nýjungar, og veita nytsamar leiðbeiningar. En af hverju er nauðsýnlegt að hafa slíkar upplýsingastofn- anir? Til þess eru margar og gildar ástæður. 1) Húsmóðirin mun verða á- hugasamari í starfi sínu, ef að hún finnur áhuga sérfræðing- anna fyrir því, að miðla starf- andi húsmæðrum af þekkingu sinni, og ef hún á þess ávallt kost að kynnast nýjungum í starfsgrein sinni. 2) Breytingar og nýjungar á sviði mataræðis og vinnu- tækni eru svo miklar, að oft er fullerfitt fyrir okkur sérfræð- ingana að fylgjast með, hvað þá fyrir húsmóðurina, sem á- vallt er önnum kafin við hin daglegu heimilisstörf. 3) Á grundvelli rannsókn- anna á síðan að velja til inn- flutnings hinar heppilegustu vörutegundir, þar með talin mörg búsáhöld og rafmagnsá- höld, og skapa á þann hátt hús- mæðrunum þægindi, en spara landinu gjaldeyri. 4) Þetta fyrirkomulag er mjög heppilegt fyrir ungar húsmæður sem margar hverj- Framhald á 6. síðu. Þessi höggmynd, sem Gunnfríður Jónsdóttir kallar „Á heim- leið“, var sýnd í Stokkhólmi 1947. FRÚ GUNNFRÍÐUR JÓNS- DÓTTIR er nýkomin heim úr ferðalagi frá Norðurlöndum. Hún fór utan snemma í vor vegna Norðurlandasýningar- innar, sem opnuð var í Kaup- mannahöfn 15. maí s. 1. Frú Gunnfríður hefur á seinni árum vakið á sér tals- verða athygli fyrir höggmynd- ir sínar. En fyrst sáust hér myndir eftir hana 1943 á sam- sýningu íslenzkra listamanna í Listamannaskálanum í Reykjavík. Frú Gunnfríður er að sögn ein af víðjförlustu listamönn- um okkar. Hún hefur dvalið árum saman á Norðurlöndum. Enn fremur hefur hún "búið í París, ferðast til Grikklands og ítalíu og alls staðar skoðað listasöfn, fylgzt með þróun höggmyndagerðar og náð sam- bandi við ýmsa núlifapdi lista- frömuði í þessari grein. Sjálf hafðist hún þó ekki handa á þessu sviði fyrr en á seinni ár- um. Fyrsta mynd frúarinnar er þó frá 1931 og heitir „Dreymandi drengur“. Kvennasíða Alþýðublaðsins vildi gjarnan heyra og sjá eitt- hvað af listaverkum hennar og leit því heim til frú Gunn- fríðar á Freyjugötu 41. Frú Gunnfríður hefur verið og er glæsileg kona að ytra úa- liti, lífsglöð og þróttmikil. Gamall vísdómur segir, að allir þurfi á því að halda, sem þeim er lánað, og það mun einnig sannast á frú Gunnfríði. Hún hefur jafnan gengið ó- trauð til starfa og hvergi hop- að á hæli fyrir erfiðleikum. — Hvað er um yðar þekktu mynd „Landsýn“? „Sii mynd vakti fyrst at- hygli á samsýningu listamanna hér 1943. Nú heíur „Landsýn“ verið höggvin í granít í Noregi og er nú nýkomin heim og verður sett upp við Strandar- kirkju í sumar. Stærð myndar- innar er 2 metrar, og hún er gerð, eins og kunnugt er, út af gamalli helgisögn um Strand- arkirkju.“ — Þér hafið einnig tekið þátt í hinum velþekktu Norð- urlandasýningum? „Já; vorið 1947 átti ég á Norðurlandasýningu, sem þá var í Stokkhólmi, tvær mynd- ir. Önnur myndin heitir „Móð- ir mín“, en hin er stúlkumynd, sem ég nefni „Á heimleið“. Blaðaummæli, er frú Gunn- fríður geymir, sýna, að myncl- ir þessar hafa vakið á sér eftir- tekt. Ýmsir listamenn höfðu einnig hvatt frú Gunnfríði til að fá þessar myndir höggnar í marmara. — Voruð þér ekki þátttak- andi í listsýningu þeirri, er konur á Norðurlöndum stóðu að? „Slík sýning var í fyrsta sinn haldin í okt. 1948 í Stokk- hólmi, og var sýningin fyrir margra hluta sakir hin merki- legasta og hefur verið undar- lega hliótt um hana hér heima. Ég sendi þangað fimm myndir, er allar voru teknar. Bezta dóma af mínum myndum hlaut „Dreymandi drengur“, og birtust myndir af henni í sænskum blöðum og tímarit- um. Einnig hlaut „Konumynd“ góð ummæli. — Hvaða myndir áttuð þér á Norðurlandasýningunni á þessu vori? „Á meðal mynda minna þar er lítil mynd, sem ýmsir hafa tekið eftir, er heitir „Fiski- stúlkur“. Myndin „Móðir mín“ hefur hlotið þar lofsamleg um- mæli dómbærra manna.“ í vinnustofu frú Gunnfríðar er allmargt mynda, m. a. ný- gerð sjálfsmynd af frúnni, en mesta athygli vekur þar stór höggmynd, er höf. nefnir „Klerkur á bæn“. Er hún gerð í minningu Guðmundar bisk- Framh. á 7. síðu. er staður hinna vandlátu. Veitingahúsið Laugavegi 28.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.