Alþýðublaðið - 09.07.1949, Qupperneq 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laugardaguriim 9, júlí 1949.
Úígefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan hX
ÞEGAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ
benti á dögunum á þann dæma
lausa skrípaleik bæjarstjórn-
aríhaldsins í Reykjavík, að
samþykkja fyrst í bæjarstjórn
að leita fjárfestingarleyfis hjá
fjárhagsráði fyrir byggingu
200 nýrra bæjaríbúða, en láta
svo flokksmenn sína í fjár-
hagsráði koma í veg fyrir, að
fjál'festingarleyfi fengist fyrir
nema 100 íbúðum, varð sem
vonlegt er lítið um vörn hjá
Morgunblaðinu og öðrum mál-
svörum þess. Það varð helzt
fyrir, að láta Birgi Kjaran,
annan fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í fjárhagsráði, sem
nú gegnir formannsstörfum
þar í fjarveru Magnúsar Jóns-
sonar, skrifa borgarstjóralanga
og loðna greinargerð um af-
greiðslu málsins í fjárhagsráði,
þar sem það var að vísu viðuv-
kennt, að þeir Magnús hefðu
báðir beitt sér gegn því, að
fjáríestingarleyfi yrði veitt
fyrir nema 100 íbúðum, en
reynt var að afsaka það með
því, að þeir hefðu ekki vitað,
að fulltrúi Alþýðuflokksins í
ráðinu, Óskar Jónsson, hefði
verið reiðubúinn til að sam-
þykkja fjárfestingarleyfi 'fyrir
200 nýjum bæjaríbúðum fyrr
en atkvæðagreiðslu um málið
var lokið og Óskar lét bóka
yfirlýsingu þar að lútandi.
Með þessari afsökun hugði
bæjarstjórnaríhaldið sig geta
þvegið sig hreint og róað
Reykvíkinga, sem í pólitísku
skrumauglýsinga skyni höfðu
verið vaktar vonir um óvenju-
legt átak til þess að bæta úr
húsnæðisvandr'æðunum í höf-
uðstaðnum.
En nú hefur bæjarstjórnar-
meirihlutinn misst einnig af
þessu hálmstrái eftir yfirlýs-
ingu þá, sem Óskar Jónsson
birti í Alþýðublaðinu á mið-
vikudaginn varðandi af-
greiðslu málsins í fjárhagsráði.
„Það er rangt hjá Birgi
Kjaran“, segir Óskar í yfirlýs-
ingu sinni, „að honum hafi
ekki verið kunnugt um af-
stöðu mína til umsóknar
Reykjavíkurbæjar, um að fá
að byggja 200 bæjaríbúðir,
áður en málið fékk fulln-
aðarafgreiðslu í fjárhagsráði.
Sannleikurinn er sá, og það
veit Birgir Kjaran fullvel, að
áður fen atkvæðagreiðsla fór
fram . . . lýsti ég þeirri bók-
un, sem ég sagðist óska að fá
bókaða að lokinni atkvæða-
greiðslu. . . Með því að lesa upp
þessa bókun áður en atkvæða-
greiðsla færi fram um tillögu
formanns (um 100 búðir) vildi
ég kanna, hvort fyrir hendi
væri óskir um fleiri íbúðir
handa Reykjavíkurbæ, en svo
virtist ekki vera, þótt hægð-
arleikur hefði verið að taka
frest í málinu, þar sem yfir-
lýsing mín bar það skýlaust
með sér, að ég myndi geta fall-
izt á fleiri bæjaríbúðir, ef ósk
Um bulina í úívarpinu. — Beðið um breyíingu.
— Blaðalesandi segir blaðamönmtm íil syndanna.
4
FRÁ HLUSTANÐA hef ég
fengið eftirfarandi bréf. „Um
langt skeið virðist Ríkisútvarp-
ið hafa verið á hrakhólum með
þuli. Pétur Pétursson, bezti
þuíurinn, sem starfað hefur við
útvarpið frá iipphafi, hefur ver-
ið fjarverandi mjög Iengi, og er,
að því að sagt hefur verið veik-
ur erlendis um þessar mundir.
Jón Múli hefur annast sitt þul-
arstarf og er allt gott um það
að segja, því að hann er ágæt-
ur þulur, þó að hann hafi ekki
eins hreina rödd fyrir útvarp og
Pétur.
EN Á MÓTI HONUM hafa
starfað, auk Ragnars Árnason-
ar, sem er mjög sæmilegur þul-
ur, ýmsir aðrir, sem hafa haft
það að starfi undanfarin ár að
flytja morgunfréttir, en ekki að
stjórna aðaldagskrá. Engir þess-
ara manna eru góðir þulir og
sumir alveg ófærir.
RÍKISÚTVARPIÐ VERÐUR
að ráða í sína þjónustu sæmileg-
an þul til þess að taka við
starfi Péturs meðan hann er
fjarverandi. Það er hægt að
þegja við því, þó að ýmsir komi
fram í skyndilegum forföllum.
En þegar bezti þulurinn.er for-,
fallaður svo mánuðum skiptir,
þá verður að ráða sæmilagan
þul í staðinn fyrir hann. Voná
ég nú að útvarpsmennirnir all-
ir, sem undanfarið hafa setið á
ráðstefnum erlendis, fái nú
tíma til að athuga þetta mál
strax“.
BLAÐALESANDI SKRIFAR.
„Ég hef verið að hugsa um það,
hvernig ég ætti að fara að því
að komá dálitlu á framfæri við
blöðin, sem snertir þau sjálf.
Útkoman varð sú að, að snúa
mér til þín, af því að, þú færð
orfr fyrir að vera frjálslyndur.
(Takk) Ég les blöð mikið, en
alltaf kvíði ég fyrir efni þeirra
á sumrin. Ég er lenginn íþrótta-
hatari, langt frá, mér þykir
meira að segja gaman að ýms-
um íþróttum. En mér þykir
ekki gaman að blöðunum á
sumrin þegar þau eru að einum
fimmta eða jafnvel einum
fjórða, íþróttafréttir.
ÞETTA HEFUR VERIÐ afar
slæmt undanfarið, svo slæmt, að
ég hygg að nú hafi blöðin sleg-
ið öll met. Ég fer ekki í sam-
jöfnuð milli blaðanna um þetta,
því að þá myndir þú kannské
ekki birta bréfið, en öll eru þau
slæm og' má varla á milli sjá.
Íþróttaíréttir eru einmitt þann-
ig lagað efni, að það má og á, að
þjappa því saman, en svo virð-
ist að mörg blaðanna leg'gi ein-
mitt áherzlu á að flenna þetta
út eins og þau geta.
ÞAÐ TEKUR ÞÓ út yfir all-
an þjófabálk þegar birtir eru
margir dálkar um íþróttamót
upp í afdal þar, sem bezta af-
rek er að lilaupa 100 metrana
á 12 sekúndum og þar fram
eftir götunum. Ég tala nú ekki
um það, þegar birtir eru
kannske tveir dálkar um úrslit
í kappreiðum einhvers staðar í
fjáranum. Það er mikill mis-
skilningur hjá þeim blaða-
mönnum ,sem halda að lesend-
um þyki gaman að svona kjaft-
æði. Ég vænti þess að þeir sjái
að sér. Eg' vil segja að það sé
eitthvað bogið við þá ritstjóra,
sem leyfa svona efni í blaði
sínu“.
ÞARNA FENGU BLAÐA-
MENNIRNIR þetta í höfuðið.
Erlendis er talað um þurrka-
tímana í blaðamennskunni. Og
þeir koma allt af á surnrin. Þá
koma upp sögurnar um vatn-
skrímslin og sjóormana og allt
það, og hér virðast íþróttirnar
og kappreiðarnar koma í stað-
inn. En þetta er alveg rétt hjá
„Blaðalesanda".
„Hannes á horninu.
Siátlur hófst í s.l.
viku í Eyjafirði.
SLÁTTUR hófst í síðastlið-
inni viku sums staðar í Eyja-
firði og í Holtakoti í Ljósa-
vatnshreppi, að því er blaðið
Alþýðumaðurinn á Akureyri
skýrir frá.
Grasspretta er nú mjög ör á
túnum nyrðra, þar sem kal er
ekki til skemmda, en svo er því
miður allvíða, til dæmis í
Svarfaðardal, Mývatnssveit og
Bárðardal.
Öllum kennurum er heimil
þátttaka í kveðju samsæti, sem
haldið verður norsku kennur-
unum í Tjarnarcafé á þriðju-
daginn og hefst kl. 8,30, þátt-
taka tilkynnist í síma 5378.
um það ltæmi fram, og þá fyrst
og.fremst frá þeim, er ríkasta
skyldu höfðu til þess að gæta
hagsmuna byggingarmála
Reykjavíkurbæjar“.
Eftir þessa yfirlýsingu Ósk-
ars Jónssonar má segja, að
fokið sé í flest skjól fyrir þæj-
arstjórnaríhaldinu í þessu
máli. Það er uppvíst að því, að
hafa sagt ósatt um ástæðuna
til þess, að flokksmenn þess í
fjárhagsráði fóru ekki fram á
fjárfestingarleyfi nema fyrir
100 bæjaríbúðum í stað þeirra
200, sem bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn hafði lofað Reykvík-
ingum. Það vissi, að fulltrúi
Alþýðuflokksins var reiðubú-
inn að greiða atkvæði með því
að veita fjárfestingarleyfi fyr-
ir 200 íbúðum og að meirihluti
með því var þannig tryggður,
ef fulltrúar Sjálfstæðisfíokks-
ins hefðu staðið við loforð bæj-
arstjórnarinnar. En það gerðu
þeir ekki. Þeir létu möguleik-
ann til að fá fjárfestingarleyfi
fyrir 200 íbúðum ónotaðan af
því, að það vantaði heilindin í
málið af hálfu bæjarstjórnar-
meirihlutans.
Hann ætlaði að slá sér upp í
augum Reykvíkinga með sam-
þykktinni um 200 nýjar bæjar-
íbúðir, en treysti jafnframt á
að hánn þyrfti aldrei að standa
við hana og gæti varpað sök-
inni yfir á aðra. En þetta mis-
tókst og loddaraleikurinn hef-
ur nú verið afhjúpaður.
frá viðskiptanefnd
Nefndin hefur tekið ábvarðanir um af-
greiðsfu þeirra gjáldeyrils- og innflutnings-
leyfa, sem gert var rláð fyrir að veita fvrstu
átta mánuði þessa árs.
Til 31. ágú.st verða því engar umsóknir
um gjaldeyris- og innflutningsleyfi teknar til
afgreiðslu, neima um sé að ræða brýnustu nauð-
synjar, aðallega ti'lheyrandi útflutningsfram-
leiðslunni.
Svör við eMri urnsóknum, sem ákvarðanir
bafa verið teknar um, verða send næstu daga
eða svo fljótt sem áuðið er.
7. júlí 1949.
VIÐSKIPTANEFNDIN
Munið eftir að tryggja nótabáta, nætur og far-
angur skipverja hjá oss.
Almennar íryggingar hí
Au'sturstræti 10. — Sími 7700.
Að gefnu. tiiefni auglýsist hér með, að í
sumar verða engin veiðileyfi seld fyrir Vogs-
ósalandi.
Nýr hamflettur
LUNDI
Kjötbúðin Borg
Laugaveg 78.
Myndavélar
Filmur 6x9.
Bókaverzlun Böðvars Sigurðssonar
Strandgötu 3, Hafnarfirði.
Smurðssfofan BJörninn
Njálsgötu 49. — Sími 1733.