Alþýðublaðið - 27.10.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.10.1949, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. okt. 1949 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 FRAMORGNIIIL KVOLDS í DAG er fimmtudagurimi 27. október. Þennan dag fæddist Erasmus frá Botterdam árið 1466. Dómkirkjan í Keykjavík vígff áriíf 1848. Sólarupprás er kl. 3.54. Sól- arlag verður kl. 17,28. Árdegis- háflæður er kl. 10,20. Síðdegis- háflæður er kl. 22,50. Sól er hæst á lofti í Reykjavík kl. 13,12. Næturakstur: Bifreiðastöð Hreyfíls, sími 6633. Næturvarzla: Ingólfsapótek, sími 1330. Flugferðfr AOA: í Keflavík kl. 5,25—6,40 frá Helsingfprs, Stokkhólmi og Óslo til Qander Boston og New York. SkSpafréttir Laxfoss fer frá Reylcjavík kl. 7, frá Borgarnesi 11,30, frá Borgarnesi kl. 11,30, frá Akra- nesi kl. 13,20. Frá Beykjavík kl. 16, frá Akranesi kl. 18. Brúarfoss fer frá Leith í dag 26/10. til Reykjavíkur. Detti- í'oss fer frá Hull i dag 26/10. til Reykjavíkur. Fjallfoss er á Ak- nreyri, fer þaðan i dag til Húsa- víkur. Goðafoss fór frá Vest- ínannaeyjum 24/10. til Ant- werpen og Rotterdam. Lagar- íoss fór frá Reykjavík 24/10, til Hull og London. Selfoss fór frá Siglufirði 20/10. til Gautaborg- ar og Lysekil. Tröllafoss fór frá New York 19.10. til Reykjavík. Vatnajökull lestar frosinn fisk á norður og austurlandi. Esja er á Austfjörðum á suð- urleið. Hekla fer frá Reykjavík um hádegi í lag austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið verður væntanlega á Akureyri í dag. Skjaldbreið er á Breiða- . firði. Þyrill var væntanlegur að vestan og norðan í morgun. Foldin fór frá Ðjúpavogi síð- degis í gær, þriðjudag, til Hull. Lingestroom fór frá Reykjavík kl. 3 í gær, þriðjudag, áleiðis til Amsterdam um Færeyjar. Blöð og tííiisiil Víðsjá, októberhefti 1949, er komið út. Efni heftisins er með- al annars: Á slóðum. Runebergs . eftir Elías Mar, Tveir piltar frá Verona eftir Cronin og margt fleira. Messur Hallgrímskirkja: Hallgríms- niessa í kvöld kl. 8,30. Séra Sig- urjón Árnason prédikar, fyrir altari þjóna séra Jakob Jónsson og séra Sigurbjörn Einarsson prófessor. — Gjöfum til Hall- grímskirkju veitt móttaka eft- ir messu. Skemmtanir KVIKMYNDAHÚS: Austurbæjarbíó (sími 1384): ,,Slæðingux“ (ensk). Roland Young, Joan Blondell, Carole Landis. Sýnd kl. 9. „Varaðu þig á kvenfólkinu“. Sýnd kl. 5 og 7. iNEtCLFS l\fH Dtvarplð 19.30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar). 20.45 Dagskrá Kvenfélagasam bands íslands. — Erindi: Rætt við Júlíönu. Sveins- dóttur listmálara (frú Að albjörg Sigurðárdóttir). 21rl0 Tónleikar: Etudes op. 25 eftir Chopin (plötur). 21.40 Tónleikar: Fjögur fiðlu- * lög op. 17 eftir Suk (nýj- ar plötur). 22.10 Symfonískir tónleikar. Gamla Bíó (sími 1475): — ,,Herlæknirinn“ (amerísk. Clark Gable, Lana Turner, Anne Bax- ter, John Hodiak. Sýnd kl. 9. ,,Hnefaleikakapþinn“. Sýnd kl. 5 og 7. Hafnarbíó (sími 6444): — ,,Spaðadrottningin“ (ensk) .An- ton Walbrook, Edith Ewens, Ronald Howard. Sýnd kl. 7 og 9. Nýja Bíó (fiími 1544): — , .Með báii og brandi“ Henxy Fonda, Claudette Colbert. Sýmd kl. 7 og 9. „Merki Zorros". Tyr- one Power. Sýnd kl. 5. Stjörnuln'ó (sími 81936): — „Drottning listarinnar" (amer, ísk). Ilona Massæy, Alan Curtis. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485>: — „Ástarglettur og ævintýri" —- (ensk). Anna Neagle, Michael Wilding, Tom Walls. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): •— „Rauða merkið" (amerísk). Sidney Toler, Ben Carter, Man- tan Moreland. Sýnd kl. 9. „Kon- ungur ræningjanna“ (amerísk). Sýnd kl. 5 og 7. Bæjarbíó, HafnarfirSi (sími 0184): „Olnbogaböm" (sænsk). Adolf Jahr, Britta Brunius, Harry Persson. Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarf jarffarbíó (sími 9249) ..Sonur Arabahöfðingjans“. Ru- dolf Valentino. Sýnd kl. 7 og 9. BAMJiOMUHÚS: Hótel Borg: Danshljómsveit frá kl. 9. Smurf brauð og sniHur. Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR. Opið frá kl. 8,45 árdegis. Dívanar allar stærðir, ávallt fyrir- liggjandi. Húsgagnavinnustofan, Bergþórugötu 11, sími 81830. Engar vcrur, ekkert tíf segja kaupmennirnir. En þúsundir manna lesa dagblöðin á hverj- um degi, og fyrirtæki sem þekkja hug fjöld- ans, halda áfram að auglýsa öðru hverju, til þess að minna fólkið' á það, hvar vörurnar muni fást, þegar þær koma aftur. Firmanafn, sem er á vörum fjöldans, er margfaldur arður fyrir hóf- legt auglýsingaverð, sem vel er varið. í Hringið í síma 4900 og 4906. — Reykjavíkursýningin opnuð í Þjóð- nii a Gefur glöggs mynd af þróun bæjarins og bæjarlífsins fram á þennan dag. UNDIRBÚNTNGI REYKJAVÍKURSÝNINGARINNAR, er haldin verSur í þjóðminjasafnshúsinu nj’ja, er nú að verða lokið og er ráð'gert að sýningin verði opnuð næstkomandi mið- vikudag kl. 3. Á sýning þessi að vitna um þróun Reykjavíkur á sviði menningarmála og atvinnumála. T. d, er þar sýnd þróun atvinnulífsins, bæði í iðnaði, verzlun, sjávarútvegi, margs kon- ar tækniframfara og fleiru, og loks er þarna listasýuing og sýning á þróun bókagerðar og blaðaútgáfu. Sýningin mun verða opin að minnsta kosti 3—4 vikur. Formaður og framkvæmda- stjóri sýningarnefndar gáfu blaðamönnum ‘í gær nokkrar upplýsingar varðandi sýning- una, en hinar einstöku deildir hennar eru ekki tilbúnar enn- þá, en sýningin verður svo að segja í öllu safnhúsinu eða á þrem hæðum á samtals 3000— 4000 fermetra gólffleti. Sýningin verður opnuð með hátíðlegri viðhöfn á miðviku- daginn, og mun Vilhjálmur Þ. Gíslason formaður sýningar- nefndar flytja þar ræðu og t;kýra frá sýningunni og til- gangi hennar. Enn fremur mun borgarstjórinn flytja ávárp. Þá munu kom fram ýms at- riði, -sem á sýningunni verða íramvegis, svo sem klæða- og tízkusýning, og sýndar verða Reykjavíkurkvikmyndir, en að því búnu gefst gestum koátur- á að ganga um sýninguna og ýkoða hana. .Opnun sýnjngar- ínnar fer fram í hátíða- og veitingasalnum, . en sú .ný- breytni er við þessa sýníngu, nýningarferðir út um bæinn til ýmsra markverðra eða sögu- íegra staða, jsvo og heimsóknir ( ýms atvinnufyrirtæki, og geta jteir, sem óska að taka þátt i þessum ferðum, tilkynnt það til skrifstofu sýningarinnar og verður þeim þá séð fyrir bif- reiðum. / i' Á neðstæ hæð hússins verð- ur sýnd þróun iðnaðariris í hænum, allt frá gamla heimil- Ssiðnaðinum til nútíma verk- pmiðjuiðnaðar. Þar er og sýnt gamalt hlóðaeldhús, • og síðan eldhúsin eins og þau geroust í Reykjavík stig af stigi allt tií nútíma eldhúss með hvers kon- ar þægindum og tælcjum. Á miðhæðinni er hátíða- og veitingasalurinn, en í hliðar- völunum eru sýníngardeildir frá ýmsum bæjarstofnunum, r.vo sem rafveitu, hitaveitu og vatnsveitu. frá landssímanum, Rlökkvistöðinni og margt fleira. Þarna er og sjávarútvegssýn- ing. er sýnir margvíslega hluti frá fyrri tímum í sambandi við bæði málverkum og högg- myndum. Einnig eru þarna verk eftír ýmsa látna lista- menn, allt frá dögum Sigurðar Guðmundssonar málara. Ekki eru tök á því að telja upp allar sýningardeildirnar, *em þarna verða, en útlit er fyrir að sýning þessi verði mjög athyglisverð og gefi gott yfirlit yfir þróun bæjarins og bæjarlífsins. Loks má geta einnar nýjung-. Pr í sambandi við sýninguna, fn það er. að þar verður sér- ttakt barnaherbei'gi eða ,.barnageymsla“, þáririig a5 konur, sem ekki komast heim- an að frá sér nema að hafa börnin með sér, geta feng- ið börnin geymd meðan þær »koða sýninguna, og verðut bérstök gæzlukona. sern hugs- r.r um börnin á meðan, en I iiarnageyipslunni verður kom . ;ð fyrir margs konar leiktækj- um og leikföngum, meðal ann- ars litlu húsi og ýmsu öðn;. tem börnin geta unað við. Undirbúningur sýningarinn- ar hefur kostað mjög mikla vinnu, og margir hafa lagt þai? hönd á plóginn. Hefur sýning- arnefndin átt góða samvinnu við þjóðminjavörð og fengið ýmsa hluti að láni frá safninu, en hins vegar hafa ýmsir hlut- ír verið fengnir hingað og þangað að, og þar með verið bjargað frá glötun, sem, sýning þessi er hugsuð sem vísír ao borgarsafni. Framkvæmdastjóri sýning- arínnar er Sigurður Eyjólfsson, en formaður sýningarnefndár Vilhjálmur Þ. Gíslason skólá- rfjóri. Aðrir í sýningarnefnd- inni eru Haraldur Pétursson, Sigurður Halldórsson, Jóhann Hafstein, Ásgeir Hjartarson, Soffía Ólafsdóttir og Einar Ei- ríksson. Arkitekt nefndarinnai? er Þór Sandholt. ferðalagí Lesið Alþýðublaðið I áð þárna verður setiisalur og, útveginn og sjós.óknina, svo og veitingasalur, þar sem sýning-; l.íkön og myndir af nútíma argestir geta dvali'zt um leið og ! r-kipum. í anddyrinu verður beir skoða sýninguna. Þarná munu meðal annars liggja frammi blöð frá ýmsum tím- um, sem gestir geta blaðað í. Ýfirleitt mun sýningin verða opin á eftirmiðdögunum og fram á kvöldin, og verða iðu- lega fluttir stuttir fyrirlestrar nýtízku verzlun annars vegar, og hins vegar gamaldags kram- búð. ' ’ Á efstu hæðinni er blaða- og bókasýning, deildir fyrir skóla- mál, heilbrigðismál, útilíf og íþróttir og margt fleira, en að- alsýningin á þessari hæð er og annað fræðsluefni og einn- listaverkasýningin, en þar ig verða þarna kvöldvökur. vinna listamennirnir nú við að Enn fremur verða skipulagðar, koma verkum sínum fyrir, Þetsa er Friðrik Danakonung-- ur á ferðalagi í járnbrautar- lest. Hann lítur út um glugga járnbrautarlestarinnar. Úibrelðið Alþýðublaðlð!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.