Alþýðublaðið - 27.10.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.10.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ffríimtudagdr 27. ókt. 1949, Útgefanðl: AlþýBuflokkurtna. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Grönda.1. Þing-fréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjómarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hJL Kosningaúrslifin og kommúnisfar KOSNINGAÚRSLITIN hafa orðið kommúnisturn lítið fagn aðarefni. Þjóðviljinn segir í gær, að kosningarnar séu sigur fyrir ríkisstjórnina og er ærið daufur í dálkinn. Sannleikur- inn er líka sá, að kommúnistar hljóta að hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum. Þeir háðu kosningabaráttuna af ofur- kappi og reyndu allt, sem þeir gátu, til að blekkja fólk til fylgis við sig. Þeir breiddu yf- ir nafn og númer, kölluðu sig ,,hina sameinuðu stjórnarand- stöðu“ og reyndu að ala á óá- nægiu kjósenda, en í stað raun hæfra tillagna um lausn hinna aðkallandi vandamála, komu þeir með hvert yfirboðið af öðru eins og þeirra hefur verið siður eftir að þeir hrökkluðust úr stjórn og urðu utan garðs í íslenzkum stjórnmálum. Hins vegar er Þjóðviljinn að reyna að telja fólki trú um, að ósigur kommúnista sé ekki eins mikill og ætla megí í fljótu bragði. Því til sönnunar skýrir hann frá því, að komm únistar hafi bætt við sig 1462 atkvæðum í þeim 15 kjördæm- um, sem fyríd var talið í. En það er síður en svo, að hér sé einhverju af að miklast fyrir kommúnista. Af þessari fyigis- aukningu eru 1143 atkvæði í Reykjavík. Það er að sjáif- sögðu miklum mun meira fylgi en kommúnistar verð- skulda. En þessi atkvæðaaukn- ing nægði þá ekki til að hindra, að kommúnistaflokkurinn tap- aði í Reykjavík einu þingsæti frá síðustu kosningum og skildi einn af þremur aðalmönnum sínum eftir í valnum. Utan Reykjavíkur nam atkvæða- aukning kommúnista í fyrstu 14 kjördæmunum 319 atkvæð- um, svo að flokkurinn hefur þar tapað hlutfallslega fylgi frá síðustu kosningum. Úrslit- in eru glögg sönnun þess, að svo er. Kommúnistar hafa tap- að atkvæðum frá síðustu kosn- ingum í Hafnarfirði, á ísafirði, á Siglufirði, á Akureyri, á Seyðisfirði, í Vestmannaeyj- um, í Snæfellsnessýslu, í Aust- ur-SkaftafellssýsIu og í Vestur- Skaftafellssýslu. Það var því ekki vafi að fylgisaukning hans er stöðvuð úti um land, og hann er byrjaðyr að tapa á sumum þeim stöðum, sem verið hafa meginvirki hans undanfarin ár, svo sem á Akureyri, Siglu- firði og í Vestmannaeyjum. Þjóðviljinn ætti því að fara varlega í öll mannalæti í sam- bandi við þessar kosningar, því að þær sýna þróun gerólíka þeirri, sem kommúnistar ósk- uðu eftir. Ilitt er ekki nema satt og rétt, að kosningaurslitin eru mun hagstæðari ;kommúnist- um en ætla mátti. Sannarlega var ástæða til þess að ætla, að þeir færu eftirminnilega hrak- för hér eins og í öðrum frjáls- um löndum um gervallan heim. Þróun heimsstjórnmál- anna hefur fært þjóðunum heim sanninn um, hvert er eðli og hver tilgangur komm- únismans. Hér á landi eru kómmúnistar hvorki betri né verri en í öðrum löndum. For- ustumenn íslenzkra kommún- ista eru hundhlýðnir og sauð- tryggir þjónar Moskvuvalds- ins. Málgagn íslenzkra komm- únista er á engan hátt frá- brugðið kommúnistablöðunum erlendis, nema ef vera kynni, að það sé orðljótara, öfga- fyllra og hvatvíslegra en þau. Kommúnistar sátu um skeið í stjórn á íslandi. Þeir hlupust brott frá völdum óg ábyrgð vegna ímyndaðra hagsmuna Rússa og ótta við aðsteðjandi ’erfiðleika. íslenzkir komrnún- istar hafa sýnt í verki, að þeir eru svarnir andstæðingar lýð- ræðis og þingræðis. Þeir hafa meira að segja skipulagt aðför að alþingi íslendinga og þar með óvirt helgustu stofnun þjóðarinnar með þeim hætti, nem er einsdæmi í sögu lands- ins. Með tilliti til alls þessa er það vægast sagt furðulegt, að kommúnistar skuli ekki biða stórfelldan ósigur við kosn- ingar hér á landi. Það er því miður augljóst, að fslendiugar ætla að verða seinni en flestar aðrar frjálsar þjóðir til að þvo af sér smánarblett kommún- Ismans. Kommúnistar lögðu mikla áherzlu á utanríkismálin í j hinni nýafstöðnu kosningabar- j áttu. Þeir börðust eins og vit- | iausir menn gegn þátttöku fs- ^ lands í Atlantshafsbandalaginu ^ og Marshallaðstoðinni. En kosn ' ingarnar sýna og sanna, að þjóðin hefur látið þennan á- róður kommúnista sem vind um eyru þjóta. Kosningaúr- filitin eru óvéfengjanleg sönn- un þess, að yfírgnæfandi meiri iiluti íslendinga álítur, að ut- anríkismálastefna núverandi ríkisstjórnar hafi verið rétt og skynsamleg. Reynsla framtíð- arinnar mun líka leiða í ljós, að svo hafi verið. Hún mun vitna gegn áróðri kommúnista hér eins og í öðrum frjálsum löndum. Þá mun koma að því, að íslendingar geri upp við þann stjórnmálaflokk, sem stofnaður var hér til þess eins að gæta hagsmuna erlends stórveldis, en hefur í reynd engu áorkað öðru en því að sundra samtökum alþýðunnar við sjó og í sveit. Fyrst í stað mun fylgi það, sem leitar frá kommúnistum, ef til vill bæt- ast við hinar þegár allt of fjöl- mennu liðssveitir borgara- flokkanna. Kosningaúrslitin á ísafirði og í Hafnarfirði við þessar kosningar bera þeirri óheillaþróun augljóst vitni. En alþýðufólkið mun ekki láta blekkja sig nema um sinn. Það mun smám saman vakna til vitundar um skyldu sína við sjálft sig. Og þá mun það fylkja sér um þann flokk, sem einn er til þess hæfur að vera sverð og skjöldur alþýðunnar á íslandi. Hvað ræðir fólk aðallega um. — Mál, sem enga bið þolir, en fáir ræddu opinberlega í kosninga- baráttunni. — Hörmuleg saga um neyðarástand. Skemmfun Álþýðu- flokksins í ALÞÝÐUFLOKKURINN í Hafnarfirði heldur skemmtun í Alþýðuhúsinu við Strandgötu n.k. laugardag. Skemmtunin hefst með sameiginlegri kaffi- drykkju, en nánar verður skýrt frá skemmtiatriðum síðar. Allt alþýðuflokksfólk er vel- komið meðan húsrúm leyfir. HOLLENZKA flugfélagið K LM er þrjátíu ára um þessar mundir. Það er nú elzta starf- andi flugfélag í heimi, og með þei mstærstu, sem nú starfa. ÞRÁTT FYRIIÍ umræðurnar okkar, eru húsnæðismálin aðal- áhyggjuefni þúsunda manna og kvenna í Reykjavík. Hnndruð af ungu fólki bíður eftir því að geta stofnað heimili vegna þess að það á engan kost á húsnæði, og er þetta næstum því hið allra hörmulegasta við húsnæðis- vandræðin, því að þetta getur valdið ævilangri ógæfu. Auk þess kemur svo mikill fjöldi fólks, sem er á hrakhólum, kuld rast í raunverulega óhæfu hús næði og fær að vera á heimil- um skyldfólks síns og vanda- manna. En með því er í raun veru skert helgi heimilisins til mikilla muna. ÞÓ AÐ ÁRLEGA sé byggt allmikið af íbúðarhúsum, virð- ist sem ekki sjái högg á vatni. Ástæðan er auðsýnilega að við- bótin er ekki nægileg fyrir eðlilega aukningu á þörfinni og þar mað hefur ekki verið létt á neyðinni í þessum efnum þrátt fyrir allmiklar byggingar. Um þessi mál var ótrúlega lítið rætt í kosningabaráttunni néma hvað AlþýðufloKksmenn voru að kiifa á nauðsyn á auknum byggingum verkamannabustaoa af því að þeir eru nógu vitlaus- ir til að vera að tala um raun- hæfar -umbætur á kjörum fólks, og gleyma því alveg auglýsinga- brellunum, sem ganga svo hæg- iega inn í eyrun. OG ÞÓ ER ÞETTA áreiðan- lega mesta vandamál dagsins í dag og veldur óútreiknanlegum Hverjum þykir sinn fugl fagur... KOSNINGABARÁTTAN er > nú liðin, og hefur margt kom- ið fram í hita umræðnanna, sem er þess virði að minnast eftir á og ræða þá áfram við rólegri aðstæður. Eitt af þessu er afstaða flokkanna til hinna ýmsu ríkisstjórna undanfarin ár. ÞESS ER FYRST AÐ GETA, að þingræðið, eins og það hef- ur verið hér á íslandi með fjórum flokkum, hlýtur að leiða til samsteypustjórna. Sjálfstæðisflokkurinn notaði það að vísu óspart í áróðri sínum, að hann hefði von um að fá hreinan meirihluta á alþingi. Það vissu þó allir, sem nokkuð fylgjast með stjórnmálum, að flokkurinn hafði enga von um slíkan meirihluta, enda ætla kosn- ingaúrslitin að leiða í ljós, að Sjálfstæðismönnum verður ekki að þeirri ósk sinni. ALLIR FLOKKARNIR fjórir hafa setið í samsteypustjórn- um undanfarin fimm ár, fyrst sjálfstæðismenn, kommúnistar og alþýðu- flokksmenn, en síðar fram- sóknarmenn í stað kommún- ista. Það er því tilgangslaust fyrir flokkana að reyna að kenna hver öðrum um alla erfiðleika þjóðarinnar, sem þeir auðsýnilega bera allir meiri eða minni ábyrgð á. Auðvitað má kenna einstök- um flokkum um eða þakka einstök mál, en lengra verð- ur varla farið í því að leggja hverjum um sig ábyrgð á herðar. KOMMÚNISTAR eru gott dæmi um öfgar í þessum efn- um eins og svo mörgum öðr- um. Um allt land léku þeir sömu plötuna í kosningabar- áttunni. Hún var þess efnis, að nýsköpunarstjórnin, sem þeir áttu sæti í, hafi verið glæsilegasta og bezta ríkis- stjórn, sem þessi þjóð hafi átt, og hafi ekkert verið gert í landinu, fyrr en þessi stjórn kom til valda, og ekkert síð- an. Hins vegar segja komm- únistar, að núverandi stjórn, sem kommúnistar eiga ekki sæti í, sé mesta ógæfustjórn, sem yfir þjóðina hafi verið sett. FRAMSÓKNARMENN snúa þessu við. Þeir hamra á því, að nýsköpunarstjórnin hafi verið svívirðileg bruðlstjórn, sem hafi ekki gert annað en sóað og eytt. Þeim finnst hins vegar, að skynsemi og stjó’rnsemi hafi haldið inn- reið sína í stjórnarráðið, þegar tveir framsóknarmenn settust í ráðherrastóla. HÉR SKAL EKKI frekar rætt um mat þessara tveggja flokka á tveim ríkisstjórnum, enda óþarft. Það er svo auð- séð, að hvorum þykir sinn fugl fagur og aðrir ekki, að þessir menn verða ekki al- varlega teknir, er þeir flytja slíkt mál. HINU SKYLDU MENN taka eftir, að það er fleira sam- eiginlegt með áður nefndum tveim ríkisstjórnum en hitt, sem er ólíkt með þeim. Þær fylgdu svo til sömu stefnu i dýrtíðarmálunum. Þær fylgdu sömu stefnu í nýsköpunar- málunum, nema hvað seinni stjórnin hafði ekki 600 millj. króna inneignir til ráðstöfun- ar og Áki var nú ekki til að bruðla opinberu fé. ÞESSAR HU GLEIÐIN G AR eru fram settar aðeins til þess að benda á öfgar og vit- leysu í málflutningi, er ein- um er um allt kennt, en öðr- um allt þakkað, þar sem margir hafa lagt hönd á plóg. vandræðum þúsunda manna. Hér er sannarlega þörf á raun- hæfum aðgerðum. Og það þýðir ekki nokkurn skapaðan hlut að Bvara hrópunum um aukið hús- næði með því að Reykjavík vaxi óeðlilega hratt og sé fyrir löngu orðin of stór. Það er að vísu rétt, en fólkið verður ekki rekið héðan, hvorki ég eða þú, og hér vantar húsnæði handa fólkinu. ALDREI VERÐUR ástandið eins ljóst og átakanlegt eins og þegar það kemur fyrir að aug- lýst er liúsnæði til ibúðar. Hef ég hér dálitla sögu til að sýna enn einu sinni, hvernig ástand- ið er. Fyrir nokkrum döguni var auglýst íbúðarhúsnæði. Þetta var þriggja herbergja kjallara- íbúð í sænsku húsi og allir vita hvernig kjallararnir eru. Það eru að vísu sæmilegar íbúðir en gluggarnir litlir. Leigusalinn, sem ef til vill hefur verið kom- inn í alger þrot fjárhagslega við að koma húsinu upp, tók það ráð að stefna öllum til sín á sama tíma og halda þar upp- boð á íbúðinni. FÓLK SAGÐI sín á milli, að þetta væri hægt að leigja á 650 krónur á mánuöi, það væri venj an, en fyrsta boð var 750 krón- ur, annað boð 800 krónur. Fólk kveinkaði sér, því varð hugsað til tekna sinna og möguleika á bví að geta staðið við boð sín. !500 krónur. Þá þögnuðu margir, þúsund krónur. Ýmsir fóru að lýnast út, 1100 krónur. Þá hurfu flestir. Síðasta boðið var 1200 icrdnur og tveggja ára leiga fyr irfram. 28.800 krónur fyrir tveggja ára leigu á kjallaríbúð, sem teljast verður þriðja flokks. ÞETTA ER hörmuleg mynd og ljót. Leigutakinn virtist, eff- ir útliti að dæma, vera verka- tnaður eða iðnaðarmaður. Ef til vill hefur hann á undanförnum 10 árum getað lagt eitthvað fyr ir af tekjum sínum í vonum að geta eignast þak yfir höfuðið einhvern tíma. En ekkert hús- næði er nú hægt að fá keypt án þess að hafa allt að 75 þúsurtd krónur í höndunum. Ef til vill hefur leigutakinn hætt að hugsa vegna neyðar sinnar, hent fé sínu í hlé til tveggja ára. Og eftir tvö árin fer hann aftur út, eignalaust! ÞAÐ ER VARLA um aðra neyð að ræða í Reykjavík en húsnæðisneyðin. Það verður að snúast gegn henni. Það verður í fyrsta lagi, fyrir opinbert frum- kvæði, að byggja góðar íbúðir og eins ódýrar og nokkur mögu leiki er á. Það verður að auka byggingu , verkamannabústaða tnargfalda byggingu þeirra. En auk þess verður að byggja ný bráðabirgðahúsnæðishverfi, jafnvel þó að mönnum finnist það illt. Það er betra að geta stofnað heimili af litlum efnum en að gera það ekki. Ef ekki verður snúizt hart við í þessum málum koma syndir okkar yfir ungu kynslóðina nú þegar, — og í framtíðinni. Hættum kjaft- (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.