Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.12.1949, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. dcs. 1949 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.1 Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Öðruvísl mönn- um áður brá. • ÞAÐ er segin saga, að kom- múnistar reyna að gera sér ( pólitískan mat úr því, þegar Al- þýðuflokksmenn, sem unnið hafa langan og strangan starfs- dag að opinberum málum,1 draga sig í hlé. Þá linnir ekki aðeins árásum á hlutaðeigandi menn, fordæmingunni er snúið í lof í þeim tilgangi að veikja Alþýðuflokkinn og gera hann tortryggilegan. Andstæðingar, j sem áður voru óalandi og ó-, ferjandi, verða að pólitískum englum á svo til einni nóttu.. Þetta kemur glögglega fram ( í langhundi Þjóðviljans í gær í tilefni af bæjarstjórnarkosn- ingunum í Hafnarfirði. Þrír af fyrrverandi bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins þar draga sig nú í hlé eftir langt og vel unnið starf í bæjarstjórn. Þá loksins vaknar Þjóðviljinn til vitundar um, að þetta séu mæt- ir menn og merkir og ber 'á þá hástemmt lof. En það er svo eem ekki gert í þeim göfuga til- gangi að unna andstæðingum sannmælis, þegar þeir leggja' niður vopnin og víkja úr orra- hríð stjórnmálanna eftir vask- lega frammistöðu. Tilgangur- ínn er sá einn að reyna að vinna Alþýðuflokknum tjón og gefa í skyn, að viðkomandi menn hafi annað hvort misst trú á hann eða flokkurinn vilji ekki nýta ágæta starfskrafta þeirra lengur. Það er athyglisvert í þessu sambandi að ímynda sér, hvaða vitnisburð Þjóðviljinn myndi gefa Ásgeiri G. Stefánssyni, ef hann væri í framboði til endur- kjörs sem bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði. Kommúnistar hafa sem Bé lágt mikla áherzlu á að rægja og svívirða Ásgeir G. Stefáns- son, hinn ötula brautryðjanda bæjai-útgerðarinnar í Hafnar- firði. Hann hefur átt að vera talandi tákn auðvaldsins og sér- gæðingsskaparins. En nú er vitnisburðurinn ærið breyttur. Ásgeir er að vísu kapitalisti að dómi Þjóðviljans, — en hann ír góður kapítalisti! Um Björn Jóhannesson og Kjartan Glafsson er sömu sögu að segja. Þeir hafa ekki verið lofaðir af kommúnistum til þessa, heldur þvert á móti ver- iS ofsóttir og svívirtir. En nú ckortir ekki Iofsyrðin, þegar þessir gömlu og glæsilegu baráttumenn taka sér hvíld og draga sig í hlé. Nú fá þeir meðal annars þá ein- kunn, að þeir hafi unnið ómet- anlegt starf í þágu verkalýðs- hreyfingarinnar í Hafnarfirði. Þetta veit alþjóð að er satt og rétt. En illa mundu kommún- istar þessi sannindi, þegar þeir samfylktu íhaldinu í Hafnar- firði til að vinna það óþokka- Verk að reka Björn Jóhannes- Eon og Kjartan Ólafsson úr verkamannafélaginu Hlíf, sem þei'r höfðu unnið mikil störf og góð. Með tilliti til þessa lætur (of Þjóðviljans um þessa merk- ismenn nú í eyrum aðeins sem Eals og fláræði. Víst er það líka Eatt, að Björn og Kjartan hafa harizt skelegglega gegn íhald- inu í Hafnarfirði. En kommún- istar hafa ekki viðurkennt þá staðreynd fyrr en nú og þá að- eins í illum tilgangi. Sú var tíð- in, að kommúnistar komu í veg fvrir það með sprengiframboði, að Kjartan Ólafsson yrði þing- maður Hafnfirðinga. En nú eiga þeir ekki nógu sterk orð til að lýsa ágæti hans. Þetta er lærdómsríkt út af fyrir sig, en þó er umrædd Þjóðviljagrein athyglisverðust Vegna þess, hveriar eru óskir kommúnista í sambandi við bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði. Greinarhöfundur spáir því, að Alþýðuflokkurinn tnuni tapa meirihluta sínum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og aðeins fá þrjá bæjarfulltrúa í þinni nýju bæjarstjórn! En í- haldið á að fá fjóra bæjarfull- trúa og kommúnistar tvo! Svo mæla börn sem vilja, má segja í þessu sambandi. Um- mæli greinarhöfundar um arf- taka Ásgeirs, Björns og Kjax-t- ans og þá tvo bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, sem aftur eru í kjöri, eru svo sem ekkert samfylkingarleg. En hugur hans stendur aftur á móti greinilega til íhaldsins. Draumur hans er sá, að í Hafn- arfirði verði á næsta kjörtíma- bili sams konar samfylking um stjórn kaupstaðarins og verið hefur að völdum á ísafirði síð- asta kjörtímabil með þjóðkunn- um árangri. Fimmta síða Þjóð- viljans í gær er sem sé helguð draumnum um samstjórn í- mwrmwmt haldsins og kommúnista í Hafn- arfirði. Alþýðublaðið ætlar sér ekki að vera með neina spádóma um úrslit bæjarstjórnarkosning- anna í Hafnarfirði. En bað er ólíklegt, að Hafnfirðingum þyki eftirsóknarvert, að þar verði við völd á næsta kjör- tímabili sams konar óstjórn og retið hefur við stjórnarvöl ísa- fj arðarkaupstaðar kj örtímabil- ið, sem er að líða. Það lætur sér í léttu rúmi liggja, þó að kom- múnistar skammti Alþýðu- flokknum þrjá bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, en íhaldinu fjóra og sjálfum sér tvo. Alþýðu- flokkurinn ber svo mikið traust til Hafnfirðinga, að hann tekur clíkar hpakspár fyrir þeim ekki’ alvarlega. En gaman verður eftir kosn- ingar að rifja þennan draum upp fyrir greinarhöfundi Þjóð- viljans, svo táknrænn sem hann er fyrir hugsunarhátt kommún- ista. Maðurinn pr áreiðanlega ekki berdreyminn, en hann biður um það, sem hann þráir, og er svo fljótfær að ljóstra því upp, að hann lifir í voninni um samvinnu íhaldsins og komm- únista í Hafnarfirði næsta kjör- tímabil. Hann selur ekki ,,höf- uðborg kratanna“ í óvinahend- ur með óskum sínum. En hann hefur boðað Hafnfirðingxmx á hverju þeir eiga von, ef þeir fylkia sér ekki fast um merki Alþýðuflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar í janúar- lok, og um gervallt land mun draumur greinarhöfundar Þjóð- viljans verða glögg sönnun þess, hver eru heilindin í sam- fylkingarfleðulátum kommún- ista við Alþýðuflokkinn urn þessar mundir. Jólatrén, sem lýsa borgarbúum. — Dálítil saga rifjuð upp. — Aðvörun. — Staðið við búðar- glugga og reiknað í huganum. BJARTUR skirfar á þessa leið: „Jólatré hafa nú verið reist í %orginni og ljós hafa Iogað á beim um jólin. Jólatrén eru gjöf, sem Reykjavíkurbær fær að þessu sinni frá Norðurlönd- um. Það er fögur hugsun, sem liggur á bak við þessar gjafa- txendingar og her oss að sýna þeim fulla virðingu. í þessu cambandi hefur íterkað hvarfi- að að huga mínum atvik, er ég sá á Austurvelli fyrir 2—3 ár- um. ÞÁ VAR ÞAR reist jólatré eins og nú — á sama stað eða því sem næst. Það var snemma morguns að ég átti leið um Vallarstræti, og veitti ég þá nftirtekt ferðaklæddri ungri konu, er kom gangandi ská- tiallt yfir Austurvöll frá Kirkjustræti vestanverðu. Það ór að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi þó að ferðabúin kona gangi yfir Austurvöll á leið til hafnar eða langfsrðabílastöðv- nr að morgni dags. En er kona þessi kom á móts við jóltréð, lagði hún lykkju á leið sína, gekk að trénu, braut af því etóra grein og hafði á brott nxeð pér. Um löndin frelsið fer . STOFNUN Bandaríkja Indó- nesíu er einn af stói-viðburð- um eftirstríðstímabilsins. Meira en 300 ára nýlendu- kúgun Hollendinga austur á Indlandseyjum er lokið, og stór þjóð, sem telur um 70 milljónir manna, hefur feng- ið fullveldi sitt viðurkennt og frelsi til þess að ráða mál- um sínum. Af sambandínu við Holland er raunverulega aðeins konungssambandið eftir. ÞAÐ ER SAGT, og það með réttu, að þessi lausn deilunn- ar milli Hollendinga og Indó- nesíumanna um framtíð Indó nesíu, sem kostað hefur svo mikinn ófrið og blóðsúthell- ingar austur á Indlandseyj- um eftir stríðið, sé mikill sigur fyrir bandalag hinna sameinuðu þjóða, sem frá upphafi beitti sér fyrir því, að Hollendingar beygðu sig fyrir frelsiskröfum Indónesíu- manna, og stöðvaði að síð- ustu með valdboði öll vopna- viðskipti þar eystra. En í því sambandi má heldur ekki gleyma því áhrifaríka for- dæmi, sem skapað var af Utezku jafnaðarmannastjórn- inni, er hún viðurkenndi eft- ir stríðið fullveldi og frelsi Indlands, Pakistan, Burma og Ceylon og braut þannig blað í sögu alli-a samskipta Evrópuþjóðanna við Asíu- þjóðir. Eftir það fordæmi gat deilunni um framtíð Indónes- íu ekki lokið nema á einn hátt, þó að líklega hefði hún kostað mikinn ófrið og blóðs- úthellingar enn, ef bandalag hinna sameinuðu þjóða hefði ekki skorizt í leikinn. ÞAÐ ER MIKIL FRELSIS ALDA, sem nú fer um Iönd Suður- og Austur-Asíu. Þar eru þjóðirnar nú að heimta frelsi sitt úr höndum ný- lenduríkjanna í Evrópu og sameinast í þjóðríki eins og hver þjóðin eftir aðra í Ev- rópu á 19, öld og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Enn á það þó langt í land, að nýlendu- pólitíkin og nýlendukúgunin hafi sungið sitt síðasta vers. Enn er öll Norður- og Mið- Asía eitt samfellt nýlendu- svæði Rússlands og spennt járngreipum þess. Og enn eru stórir hlutar Afríku meix-a og minna ófrjálsar; nýlendur Bretlands, Frakklands, Belg- íu og Portúgal. Af þeii-ri stefnu, sem brezka jafnaðar- mannastjórnin hefur tekið í viðskiptum sínum við hinar gömlu brezku nýlenduþjóðir í Suður-Asíu, rná þó ráða, að það sé ekki nema tímaspurs- mál þar til að minnsta kosti allar brezkar nýlenduþjóðir hafa fengið frelsi sitt, hvort sem þær þá kjósa, að vera ( sem frjálsar þjóðir áfram innan brezka samveldisins eða segja að fullu og öllu skilið við það. ÞAÐ ER STUNDUM HÉR Á LANDI, einkum í einu sér- stöku blaði, Þjóðviljanum, verið að reyna að núa Bret- um því um násir, að þeir séu nú sem áður nýlendukúgarar. Ekkert er þó ómaklegra, þeg- ar á það er litið, hvernig brezka jafnaðarmannastjórn- iix hefur með samkomulagi gefið hvei'ja nýlenduþjóðina eftir aðra, sem áður laut Bret- um, frjálsa og meira að segja látið þær algerlega sjálfráð- ar um það, hvort þær viídu sem frjálsar þjóðir vera á- fram í brezka samveldinu eða ekki. Og gérstaklega situr það illa á Þjóðviljanum, þar eð af hinum stóru nýlenduríkj- um í Evrópu er það nú Rúss- land eitt, sem engan lit sýnir á því, að viðurkenna fullveldi og frelsi hinna gömlu ný- lenduþjóða. Þvert á móti: Þegar aðrar þjóðir eru að gefa nýlenduþjóðir sínar frjálsar, er Rússland að leggja undir sig nýjar, jafn- vel hér vestur í Evrópu. En skammgóður vermir hlýtur það að verða. Þegar frelsið fer um löndin, eins og það gerir í dag, mun það ekki til lengdar fara fram hjá bæj- ardyrum kúgaramxa í Kreml, hversu rammbyggilega sem reynt er að halda þeim læst- um. Jólagjafir til blindra: N. N. kr. 80, Gömul koxxa 50, G. G. 50, V. H. 100, Ónefnd 50, H. B. 100, Ónefnd 200, S. P. 50, N. áheit 50, N. N. 50, Gömul kona 45, N. N. 30, K. K. K. 100, Ester og Gteingr. 100, N. 50, V. G. 50, S. B. 50, G. A. S. 100, Á. E. 20, S. 50, Óixefnd 25, U. Ó. 500, I. Á. 100, B. J. 100, S. í. B. 50, G. B. 100, N. N. 100. Kærar þakkir. Þ. Hj. LÍKLEGA MÁ SEGJA, að það skipti ekki miklu máli þó að eiix grein hyrfi neðan til af trénu. Það væri jafn fallegt eft- tr sem áður. En ef 50—100 manns hefðu fylgt dæmi þess- arar konu — hver hefði þá orð- íð ánægja bæjarbúa og sæmd cxf tré þessu? Og lxver sá, sem leyfir sér líka framkomu því, sem hér er sagt frá, ætti að geta hugsað sér, að einhvern annan — einn eða fleiri — kynni líka að langa til þess að fá sér grein. VÆRI ÞAÐ EKKI gaman að cjá jólatréð á Austurvelli, þeg- ar búið væri að rífa af því allar greinarnar, sem hægt væri að ná til? Það er vonandi að atvik sem þetta endurtaki sig ekki, Ðg að allir, sem leið eiga fram hjá jólatrénu á Austurvelli, Ixafi þann þroska til.að bera, að þeir sýni því þá virðingu, sem því ber, unz hlutverki þess er [okið.“ MAÐUR KONU skrifar: „Mig iangar að bæta nokkrum orð- um við það, sem þú hefur skrif- að um verðlag undanfarið. Við hjónin gengum armkrækt niður í bæ eitt kvöldið fyrir jólin til að skoða jólasýningar verzlan- axxna. ÉG MUN HAFA gleynxt mér sem snöggvast við veðurathug- anir, ^ða við að líta útundan mér á ,,jóðlurnar“, en þær minna mig alltaf svo innlega á æskudagana heima í sveitinni, þegar blessaðar sauðkindurnar komu jórtrandi heim stekkjar- götuna í kvöld kyrrðinni. — En allt í einu var stungið við fót- um svo hastarlega, að ég sner- ist í há'lfhring og steixd nú and- spænis uppljómaðri kjólaverzl- un. KJÓLARNIR voru víst ákaf- lega fallegir, því að þeir kost- uðu frá kr. 800,00 til kr. 1500,00 eða það sagði konan. Hún sagði enn fremur að efnin í þessa kjóla kostuðu frá kr. 100,00 til kr. 350,00 og konan mín veit rxllt um kjóla og kjólaefni frá ,,tyll til moll“. ÉG FÓR NÚ AÐ REIKNA í huganunx, á meðan konan var að athuga snið kjólánna, fell- ingarnar við hálsmálið, bog- ►miðið undir brjóstunum og litla blómið á öxlixxni. Átta hundruð og eitt hundrað frá, eftir eru 700, 1500 og þrjú hundruð og fimmtíu frá, eftir eru 1150. „Kversu leixgi er verið að sauma svona kjóla?“ segi ég. «*,Æfð saumakona ieikur sér að því að sauma þessa kjóla, hvern fyrir sig, á einum degi,“ segir konan. ,Þetta getur xxú ekki verið rétt hjá þér,“ glappaðist út úr mér. ÞÁ SNERI KONAN SÉR al- v-eg að mér, horfði beint í augu mín og sagði: ,,Þú ert kamxske búinn að gleyma því, að ég sauma alltaf kjólana mína- cjálf? “ Nú ætlaði allt að fara í graut í hausnunx á mér. Sauma- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.