Alþýðublaðið - 15.01.1950, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÖ
Sunnudagur 15. janúav 1949.
Útgefandi: Alþýguflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
brigðismálin
MORGUNBLAÐIÐ talar í
gær um ..örugga baráttu Sjálf-
Etæðismanna í heilbrigðismál-
um Reykjavíkur“. En það þarf
ekki annað en lesa umrædda
grein til þess að sannfærast
um,- að bæjarstjórnarmeirihlut-
inn hefur algerlega legið á liði
EÍnu í heilbrigðismálunum,
þrátt fyrir öM kosningaloforðin.
íhaldið hefur ekki einu sinni
hafizt handa um þær fram-
kvæmdir í heilbrigðismálunum,
cem samþykktar hafa verið, en
hins vegar uppgötvaði það fyr-
ir skömmu þá sérstæðu nýjung
að láta samþykkja á ný tillögu
í heilbrigðismálum, sem bæjar-
sfrjórnin hafði afgreitt fyrir
hálfu oðru ári og þar með á-
kveðið að framkvæmd yrði.
Re-Jíkjavíkurbær rekur tvö
Sjúkrahús, Hvíta bandið og
Farsóttahúsið. Þar eru samtals
68 sjúkrarúm og starfsskilyrð-
in með þeim endemum, að engu
tali tekur. Hvíta bandið var á
sínum tíma reist sem íbúðar-
hús, en ekki sjúkrahús, enda
leynir aðbúnaðurinn sér ekki.
Farsóttahúsið var úrskurðað ó-
hæft sem sjúkrahús fyrir alda-
mót, en síðan hefur íhaldið þó
notazt við það, auðvitað „til
bráðabirgða". En „bráðabirgða-
ástandið“ í þessum málum
verður vafal'aust jafngamalt
valdatíma íhaldsins í höfuð-
staðnum.
í grein Morgunblaðsins í gær
er frá því skýrt, að bæjarstjórn
Reykjavíkur hafi samþykkt
fyrir einu ári, ,,að bærinn
skyldi þegar hefja byggingu
bæjarsjúkrahúss". Þetta er
rétt. En hverjar eru efndirnar?
Það er ekki einu sinni búið að
gera teikningu að bæjarsjúkra-
húsinu, svo að vitað sé, og Sig-
urður Sigurðsson berklalæknir
hefur upplýst á bæjarstjórnar-
fundi nýlega, að nefndin, sem
veita á byggingu bæjarsjúkra-
hússins forstöðu, áætli, að bæj-
arsjúkrahúsið verði ekki full-
gert fyrr en í fyrsta lagi árið
1953. Þó gætir tvímælalaust
mikillar bjartsýni í þessari á-
ætlun nefndarinnar. Það eru
bví allar horfur á því, að bæj-
arsjúkrahúsið komist ekki einu
sinni upp á næsta kjörtímabili
bæjarstjórnarinnar. íhaldið
getur því áreiðanlega notazt
við þetta gamla og nýja kosn-
mgaloforð sitt enn einu sinni
Við bæjarstjórnarkosningarnar
eftir fjögur ár, og þá eins og nú
mun Hvíta bandið og Farsótta-
húsið verða einu áþreifanlegu
dæmin um áhuga íhaldsins á
heilbrigðismálum bæjarins, ef
Reykvíkingar glæpast til að
framlengja völd þess í höfuð-
staðnum á ný.
Elcki íekur betra við, ef at-
hugaður er áhugi íhaldsins á
byggingu fávitahælis í Reykja-
vík. Einnig það er gamalt og
nýtt kosningastefnumál bæjar-
Gtjórnarmeirihlutans, og íhald-
! 'tð hefur rætt svo mikið um
þessa þörfu stofnun fyrir kosn-
ingar, að sú hugmynd hefur
verið borin fram, að það ætlaði
að gera fávitahælið að flokks-
stofnun, enda ekki vanþörf
i á. Bæjarstjórnarmeirihlutinn
samþykkti fyrir þremur árum,
samkvæmt frásögn Morgun-
blaðsins í gær, að byggja þetta
margumtalaða fávitahæli. En
hverjar eru svo framkvæmd-
Irnar? Svarið er alltaf eitt og
hið sama. íhaldið hefur keppzt
við að lofa fyrir kosningar og
svíkja eftir kosningar.
Morgunblaðið segir, að Sig-
Urður Sigurðsson berklalæknir
hafi á hendi forustu íhaldsins í
heilbrigðismálum Reykvíkinga.
Sigurðar vegna er vonandi, að
þetta sé ekki rétt. Hann er á-
nugasamur og dugandi læknir.
Reykvíkingar bjuggust við
! miklu af honum, þegar hann
varð bæjarfulltrúi við síðustu
i kosningar, því að enginn, sem
þekkir Sigurð, mun efast um
I góðan vilja hans. En íhaldið
; hefur svikið Sigurð Sigurðsson.
Það hefur látið hann bregðast
vonum þeirra fjölmörgu Reyk-
! víkinga, sem gerðu sér í hugar-
iund, að hann gæti vakið bæj-
nrstjórnaríhaldið af svefni let-
innar og áhugaleysisins. Þess
vegna gerir Morgunblaðið Sig-
| urði Sigurðssyni mikinn ó-
' greiða, þegar það heldur því
fram, að hann hafi forustu fyr-
j ir íhaldinu í heilbrigðismálum
Reykjavíkur. Með því er verið
að saka Sigurð um það, að hann
beri ábyrgð á ófremdarástandi
heilbrigðismálanna, sem er
' svartasti bletturinn á bæjar-
i stjórnaríhaldinu. Það er raunar
j rétt, að Sigurður Sigurðsson
hefur borið fram í bæjarstjórn-
inni góðar tillögur og fengið
þær samþykktar. En það er
ekki nóg. Hann hefur ekki
fengið þessar tillögur sínar
framkvæmdar, og þess vegna
hefur starf hans í bæjarstjórn-
inni verið unnið fyrir gýg.
Satt að segja er það furðu-
legt, að Sigurður Sigurðsson
skuli gefa kost á sér til endur-
kjörs sem bæjarfulltrúi íhalds-
!ns, eftir þá meðferð, sem hann
liefur sætt af samherjum sínum
cíðast liðið kjörtímabil. Og
hann skal varaður við því að
fara að dæmi Friðriks Einars-
conar læknis, sem hefur kom-
izt svo að orði, að raunhæfasta
ráðstöfun Reykvíkinga til úr-
bóta í heilbrigðismálunum væri
að framlengja einu sinni > enn
völd bæjarstjórnaríhaldsins.
Það hvílir sem sé þung ábyrgð
á hverjum þeim lækni, er ger-
ist samsekur íhaldinu um ó-
stjórn heilbrigðismálanna. Sig-
urður Sigurðsson á sannarlega
ekki heima í þeirri sveit, þó að
hann hafi glepjazt látið. Til
þess erjhann of góður drengur
— og læknir.
....... •»-----------
khuman ræðír um
i
ROBERT SCHUMAN, utan-
ríkismálaráðherra Frakka, er
kominn til Bonn, og er erindi
hans þangað að ræða við for-
ráðamenn og aðra stjórnmála-
menn Vestur-Þýzkalands um
framtíð Saarhéraðanna.
Ræddi Schuman í gær við
Theodor Heuss,, forseta sam-
bandslýðveldisins á Vestur-
Þýzkalandi. Síðdegis f gær
snæddi svo Schuman með Kon
rad Adenauer forsætisráðherra
og fleiri ráðherrum í stjórn
hans. Schuman mun í dag ræða
við forustumenn andstöðu-
flokka stjórnarinnar.
Að lokinni dvöl sinni í Bonn
fer Schuman til Berlínar, og ef
til vill mun hann ferðast eitt-(
hvað um á Vestur-Þýzkalandi
áður en hann hverfur heim.
Framh. af 3. síðu.
ar og læra af henni. Þar mætir
jafnan hönd hendi.
Alls einu sinni, segi og skrifa
einu sinni, hefur dregið upp:
örlitla ófriðarbliku. Það var á,
þessum j'firstandandi vetri, að
nefndin varð í fyrsta skipti á
5 árum ósammála. Hin vaska
cveit skiptist bókstaflega í
tvennt. Og hvað var það svo,
sem olli þessum klofningi? Var j
hann af því að nú vildu ein-
hverjar nefndarkonur skjóta
eér undan starfi og bregðast,
málstað Hallveigarstaða? Ekkií
aldeilis!
Nei, átökin voru ivt af því,
nð annar helmingur nefndar-
innar vildi hafa til fjáröflunar
í marzmánuði n.k. bazar, en
hinn halda hlutaveltu.
En á réttu augnabliki hvísl-
nði einhver hollvættur lausn-
arorði í eyru nefndarinnar —
og 1 ausnin var sú að halda
Bamtímis og samhliða bæði
bazar og hlutaveltu. Þetta
voru málalok, sem áttu við
þær, konurnar í fjáröflunar-
nefnd Hallveigarstaða. Auðvit-
að hvorttveggja, bazar og hluta
veltu. Þar með allar á eitt sátt-
ar í næstu 5 ár. Húrra! .
100. FUNDURINN
Sagt er að sumar nefndir séu
launaðar. Þær eru eingöngu
fyrir karlmenn. Fjáröflunar-
nefnd fær líka hin beztu laun
— starfsgleðina.
Er nefndin hafði 5. des. 1949
ætið á 99 starfsfundum, datt
henni í hug að hugsa einu sinni
um sjálfa sig og ákvað að hafa
100. fund sinn hreinan og
beinan skemmtifund.
21. des. s.l. fóru svo nefndar-
Þjóðviljinn ter mannavillt
ÞJÓÐVILJINN hefur rétt einu
sinni misst á sér alla stjórn,
— í þetta sinn út af því, að
Alþýðublaðið skuli hafa birt
myndir af nokkrum hinna
mörgu bragga og skúra, sem
enn er búið í hér í Reykja-
vík og eru til merkis um hið
hörmulega ástand, sem enn er
í húsnæðismálum höfuðborg- j
arinnar undir stjórn íhalds-
meirihlutans í bæjarstjórn.
Hefur Þjóðviljinn fengið al-
gert æðiskast út af birtingu 1
þessara mynda í Alþýðublað- I
inu og þeim ummælum, sem
blaðið lét fylgja þeim, og1
segir, að Alþýðublaðinu far-
ist ekki, þar eð Alþýðuflokk-
urinn beri ábyrgðina* á því,
ásamt Framsóknarflokknum
og Sjálfstæðisflokknum, að
„viðhaldið sé heilsuspillandi
íbúðum svo hundruðum
skiptir“ og að „svikin hafi
verið loforð löggjafarþingsins
um skipulagða útrýmingar- I
herferð gegn slíkurn íþúðum“.
ÞAÐ, sem Þjóðviljinn er hér í
vonzku sinni að reyna að
koma yfir á Alþýðuflokkinn,
er sú ákvörðun alþingis vor-
ið 1948, að fresta framkvæmd
þeirra ákvæða í lögunum um
opinbera aðstoð við íbúða-
byggingar í kaupstöðum og
kauptúnum frá 1946, að ríkið
sjálft skulí lána eða útvega
allt að 85% af kostnaðarverði
bæjarbygginga, sem reistar
verði í því skyni að útrýma
'heilsuspillandi húsnæði. En
orsökin til þess að alþingi á-
kvað að fresta framkvæmd
þessa ákvæðis laganna var
blátt áfram sú, að ríkið hafði
ekkert fé til þess að rísa und-
ir slíkum útgjöldum; enda
hafði í lögunum ekki verið
gert ráð fyrir neinum nýjum
tekjustofnum til þess að gera
því það unnt og ekki heldur
verið ákveðið að fjárframlög
í því skyni skyldu tekin upp
í fjárlög.
ÞEGAR litið er á þetta, mun
erfitt að bregða alþingi eða
nokkrum einstökum þing-
manni um þá samþykkt, að
fresta framkvæmd slíks laga-
ákvæðis. Og allra sízt situr
það á Þjóðviljanum, blaði
þess flokks, sem skömmu eft-
ir að lögin um opinbera að-
stoð við íbúðabyggingar í
kaupstöðum og kauptúnum
höfðu verið samþykkt á al-
þingi, stökk úr ríkisstjórn og
skildi eftir þurrausinn gjald-
eyrissjóð þjóðarinnar og rík-
ið með þunga skuldabyrði
sökum fáheyrðrar fjársóunar
og óreiðu hinna kommúnist-
ísku ráðherra. Er það öllum
enn í fersku minni, hvernig
Áki Jakobsson eyddi hvorki
meira né minna en 40 millj-
ónum króna í byggingu
tveggja síldarverksmiðja
norðan lands, sem ekki áttu
að kosta nema 20 milljónir,
svo að aðeins eitt dæmi af
mörgum sé nefnt um ábyrgð-
arlaust fjársukk hans á kostn-
að ríkisins og þjóðarinnar.
ÞJÓÐVILJINN, blað Kommún-
istaflokksins, sem þannig
skildi við fjárhag ríkisins,
þegar hann stökk úr stjórn
haustið 1946, hefur engan
siðferðislegan rétt til þess að
bregða öðrum um það, þótt
þeir neyddust sökum fjár-
skorts til að skera í bili
niður skuldbindingar til stór-
kostlegra fjárframlaga af
hálfu ríkisins til nýrra bæjar-
bygginga. Ríkið gat blátt á-
fram ekki undir þeim risið,
eins og komið var. Og fyrir
því höfðu engir betur séð en
hinir frá förnu ráðherrar
kommúnista. Það eru því
hvoi'ki Stefán Jóhann né Ás-
geir Ásgeirsson, sem Þjóðvilj-
anum ber að þakka fyrir það,
að ríkið hefur ekki getað
staðið við skuldbindingar
löggjafarinnar um útrýmingu
heilsuspillandi húsnæðis,
heldur Brynjólfur Bjarnason
og Áki Jakobsson. Því að af
þeim voru þau skemmdar-
verk unnin í fjármálum þjóð-
arinnar, sem gerðu ríkinu
það ókleift.
e s a
konur saman í leikhúsið, sáu
„Bláu kápuna“ og skemmtu sér
konunglega við söng og leiklist.
Eftir. leiksýninguna myndaðis
Guðmundur Hannesson hópinn
og biritst sú mynd hér með. Áð *
lokum settust nefndarkonur að
viðhafnarkaffi uppi í Iðnó.
Ætla mætti að umræðurnar
yfir þessu kaffi snerust um
glens og gaman. Sú varð þó ekki
raunin á. Fyrr en varði flugu
milli kvennanna frumlegar
hugmyndir um nýjar leiðir til
fjáröflunar. Kænar og snar-
ráðar sem fyrr báru konur.
saman ráð sín um hvaða að-
ferðir myndu áhrifamestar.
Nákvæmlega sami áhuginn,
sama ósérplægnin og á fyrsta
fundinum 12. jan. 1945.
Á þessum 100. fundi
gleymdu konurnar samt ekki
að þakka hver annarri gott
samstarf í þessa orðs fyllstu
merkingu; og með þakklæti var
minnzt allra þeirra, er vel og
drengilega hafa stutt nefndina
ístarfi hennar. Þá hyllti að lok
um nefndin sinn ágæta ,for-
mann.
En fyrst um sinn mun nefnd-
in ekki tefja sig á .leiksýning-
um og viðhafnarkaffi. Hinii
sjöundi dagur hennar, er hún
getur hvílt sig og litið yfir
verk sín, er enn ekki kominn.
Nú lætur nefndin hendur
standa fram úr ermum og vinn-
ur ósleitilega að bazarnum og
hlutaveltunni, er nú stendur
fyrir dyrum.
Sem • fyrr munu bæjarbúar
ckilja og virða dugnað þessara
kvenna og sýna hug sinn til
Hallveigarstaða með því að
Etyrkja bazarinn og hlutavelt-
una sem mest og bezt.
Kvennasíða Alþýðublaðsins
vill að lokum nota þetta tæki-
færi til að þakka fjáröflunar-
nefnd hjartanlega fyrir sín
mörgu vel unnu störf í þágu
kvennaheimilisins Hallveigar-
staða, hússins, sem um árabil
hefur verið draumur íslenzkra
kvenna. .
Soffía Ingvarsdóttir.
Féiagslíf
K.F.U.M.
Hafnarfirði
Samkoma í kvöld í kirkjunni
kl. 8,30. Ungt fólk frá Reykja-
vík sér um samkomuna.
Víkingar
3. og 4. flokkur, fundur í
húsi V. R., Vonarstræti 4,
sunnudaginn 15. janúar kl. 2
stundvíslega.
1. Upplestur.
2. Knattspyrnukvikmynd.
Fjölmenni og . takið með
ykkur nýja félaga.
Knattspyrnunefndin. .