Alþýðublaðið - 15.01.1950, Page 7
Sunnudagur 15. janúar 1949.
ALí>VÐUBLAÐ!Ð
n s s
Frh. af 5. síðu.
á landi, ef ]>eir fengju h.ér
völd?
Það er ekki einvörðungu í
listum, sem hinn nýi siður, sem
nú ríkir í Austur-Evrópu, hef-
ur tekið að löggilda eina stefnu,
en fordæma aðrar. í vísindum
hefur hið sama gerzt. Nægir
í því sambandi að minna á
hinar nýju erfðafræðikenn-
ingar Lysenkós, sem telur sig
hafa afsannað kenningar Men-
dels og annarra svonefndra
„borgaraJegra“ erfðafræðinga.
Nú sagði Þórbergur Þórðar-
Eon að vísu í ræðu sinni áðan,
að hann hefði uppgötvað þau
Gannindi, að áunnir eiginleik-
ar gengju að erfðum, löngu á
undan Lysenkó, svo að það,
Bem gerzt hefði, væri eigin-
iega ekki annað en það, að
Lysenkó hefði fallizt á sína
skoðun! Ég er hræddur um að
Lys'enkó tæki þessum upplýs-
ingum ekki vel, ef þær bærust
honum til eyrna, því að það er
alkunna, að Rússum er upp á
GÍðkastið orðið hálfilla við að
viðurkenna, að menn af öðru
þjóðerni haíi orðið fyrstir til
að gera miklar uppgötvanir. í
rússneskum ritum er nú ekki
um það rætt eða diskúterað,
hvó.rir hafi réttara fyrir sér,
Lysenkó og fylgismenn hans
eða Mendel og þeir, sem byggja
vilja á þeim grundvelli, sem
m. a. hann lagði. í öUum rúss-
neskum ritum er Mendel for-
dæmdur, en skoðanir Lysenkó
taldar hinar einu réttu.
Ég hirði ekki að nefna um
það fleiri dæmi, að í' Austur-
Evrópu er ríkjandi allt annað
ástand í andlegum og menn-
ingarlegum efnum en í hinum
Vestræna heimi. Mér er ljóst,
að í efnahagsmálum hefur
margt framfarasporið verið
stigið fyrir austan járntjald.
En þeim mun hörmulegra er
það, að á sviði stjórnarfars og
menningarmála skuli jafngeig-
vænleg spor hafa verið stigin
aftur á bak og raun ber vitni.
Hér er um svo mikilvæg
atriði að ræða, að enginn hugs-
andi maður getur komizt hjá
að taka afstöðu til þeirra.-Sér-
nver maður verður að gera það
upp við sig, hvort hann aðhyll-
ist þá menningarstefnu, sem
nú er fylgt í Austur-Evrópu,
eða þá, sem ríkir í vestraenum
löndum. Og almenningur á
heimtingu á að fá að vita um
skoðanir ráðamanna og áhrifa-
manna 1 þessum efnum. Þar
má enginn villa á sér heimild-
ir.
Það kom greinilega fram í
hinni ágætu ræðu Tómasar
Guðmundssonar hér áðan,
hvaða skoðanir hann hefur á
andlegu frelsi. Hins vegar
fannst mér Þórbergur Þórðar-
Bon slá nokkuð úr og í. Hann
Bkilgreindi andlegt frelsi þann-
ig, að manni skildist, að um
, slíkt gæti varla verið að ræða
nema með eilífðarverum. Auk
þess sagði hann, að ekkert
þýddi að tala við Islendinga
um ástandið og aðstæðurnar í
Sovétríkjunum. Þeir gætu ekki
Ekilið þau efni. Til þess væru
þeir ekki nógu fílósófiskir. En
nú er Þórbergur meðal filó-
EÓfiskustu íslendinga. Hann
ætti því að botna eitthvað í
ástandinu austur þar. M. a.
þess vegna langar mig til þess
að fá við því hjá honum greið
svör, hvort hann telur þetta
skipulag henta íslendingum
jafnvel og hann hefur talið það
henta Rússum.
Menn þurfa að vita, á hverju
menn ættu von í menningar-
legum efnum, ef skoðanabræð-
ur Þórbergs Þórðarsonar næðú
hér völdum. Með tilliti til þess,
sem gerzt hefur í Sovétríkjun-
um og öðrum Austur-Evrópu-
löndum, finnst mér, að hægt
sé að láta sig renna grun í,
hvað hér mundi gerast.
Flokkar yrðu leystir upp.
Það yrði einn framboðslisti
við kosningar. Alþingi yrði
skipað fulltrúum eins flokks.
I Reykjavík yrði eitt dag-
blað eða tvö eða þrjú, sem
öll væru eins. Tekin yrði
upp opinber ritskoðun eða
ritvarzla, e. t. v. yrð iMáli
og menningu falið að annast
liana. Utvarpinu yrði komið
undir örugga stjórn. Alls-
herjarhreinsun færi fram
meðal embættismanna og
kennara. Miðstjórn hins
eina flokks gerði ályktanir
um, hvaða skoðanir á vís-
indum og listum væru þjóð-
hollar og marxistískar.
Hreinsað yrði til í bókasöfn-
um. Og þá kynni svö að fara,
að fleiri ýrðu hart úti en
þeir, sem nú eru kallaðir
borgaralegir rithöfundar.
Eins og ég hef skilið marx-
ismann, og þó einkum lenin-
ismann og stalinismann, skilst
mér,- að ýmsar ágætustu bæk-
ur Þórbergs Þórðarsonar, svo
sem ævisaga séra Árna Þórar-
inssonar, Indriði miðill óg jafn-
7el Bréf til Láru séu hvorki
marxistískar, leninistískar né
stalinistískar bókmenntir. Bók-
in Rauða hættan stæðist aftur
á móti áreiðanlega prófið, og
svo kynni því að fara, að það
yrði einkum sú bók, sem varpa
ætti ljóma á rithöfundarnafn
Þórbergs Þórðarsonar í hinu
nýja ríki. Líklega yrði síðasta
hefti Tmarits Máls og menn-
ingar einnig gert upptækt
vegna greinar Halldórs Kiljans
Laxness, þar sem hann fer
litlum viðurkenningarorðum
um það ástand, sem ríkir í list-
tnálum Sovétríkjanna.
Og svo verða kennslubæk-
ur væntanlega endursamdar.
Það er venja í slíkum ríkjum.
Ég skal engum getum að því
leiða, - hverjir yrðu aðalsögu-
hetjurnar í slíkri sagnaritun
hér, en til gamans skal ég geta
þess, að í þessum efnum hafa
furðulegir hlutir gerzt í ríkj-
um þessarar nýju menningar.
Ég las nýlega grein um nýjar
kennslubækur, sem samdar
hefðu verið fyrir barnaskóla í
Rúmeníu og löggiltar af rík-
inu. í sögukennslubókinni var
tneðal annars þessi setning um
fæðingu Leníns: „Þegar Marx
frétti, að Lenin væri fæddur,
sendi hann bandhnykil til móð-
ur Lenins og bað hana að mæla
barnið í hverjum mánuði og
senda sér spotta, sem sýndi,
hversu stór drengurinn væri,
og svo sagði hann: Ég verð að
fylgjast vandlega með upp-
vexti þessa drengs, því að
hann mun gera mikið fyrir
mannkynið*)- Hm endalok
hinnar fyrri heimsstyrjaldar
segir í sögubókinni: „Vilhjálm-
ur Þýzkalandskeisari og Niku-
lás Rússakeisari sendu heri
sína til vígvallanna, en það var
ekkert barizt. Hershöfðingj-
arnir spurðu, hvað væri að. Þá
reis Lenin upp milli herjanna
og sagði: „Hermenn! Þið berj-
ist á röngum vígstöðvum.“ Þá
Bneru hermennirnir heim.
Þannig Jauk heimsstyrjöldinni
miklu“.
En þetta er allt saman að-
eins byrjunin. Reynslan hef-
ur orðið sú í slíkum ríkjum,
að áður en langt um líður hef j-
ast átök innan hins ráðandi
flokks. Þar reynast Títóar eða
a. m. k. titóistar, Petkoffar,
Kostoffar o. s. frv. Slíkum
skaðræðismönnum þarf að
ryðja brott með einhverjum
ráðum. Ef þeir ná ekki yfir-
tökunum sjálfir, er þeim kom-
ið fyrir kattarnef, og á eftir
er síðan hert enn meir á and-
Legu fjötrunum. Það er óþarfi
að hafa þessa lýsingu lengri.
Allir þekkja þessa sögu.
Að síðustu þetta: Allt það,
sem ég hef drepið á, hefur
gerzt í Austur-Evrópuríkjun-
um á síðustu árum. Þeir menn
eru til hér, sem hafa ekki haft
neitt við það að athuga. Þeir
þurfa að svara því skýrt og
skorinort, hvort þeir telja
æskilegt, að slíkt gerðist hér.
Allir íslendingar þurfa að gera
sér grein fyrir því, hvort þeir
æskja slíks ástands hér eða
ekki. Ég fyrir mitt leyti óska
þess ekki, og ég vona, að svo
sé um sem flesta íslendinga.
*) Einn af fundarmönnum
gerði þá fyrirspurn til mín,
tivar ég hefði lesið þetta, og
sagði ég, að það hefði verið í
danska blaðinu Socialdemokra-
ten. Þetta var því miður mis-
minni. Það var í danska blaðinu
[nformation (26. 8. 48), en það
blað er sem kunnugt er óháð
flokkum.
Utbreiðlð
Alþýðublaðlðf
Maðurinn minn og sonur
Karel Gíslason
rakari
andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins 14. þ. m.
Aldís Kristjánsdóttir og
Jónína Þórðardóttir.
Getum afgreitt nokkrar jeppayfirbyggingar í janúar og
febrúar.
Kristinn Jónsson.
Vagna- og bílasmiðja.
á búðunum verða þær lokaðar næstu daga.
Vérzlunin Björn Kristjánsson,
Pappírsdeild — leðurdeild.
NYJU OG GOMLU DANS-
ARNIR í G.T.-húsinu í kvöld
• klukkan 9.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h. Sími 3355.
Hin viiisæla hljómsveit hússins leikur undir stjórn
Jan Moravek.
ALLTAF ER GÚTTÓ VINSÆLAST.
Ingifslð í llþfðublallnu
Coca
verður lokuð um óákveðinn tíma vegna hráefnisskorts
.'Á;
Viðskíptamenn verða látnir vita þegar verksmiðjan getur tekið til starfa aftur.
MÍSSii.
.....
iðian Vífilfell h.f.