Alþýðublaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. febrúar 1950 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Daglega á boð- stólum heitir og kaidir - jggr ****T>.V fisk og kjötréttir. Köid borö og heriur veiiiumaiur ^endur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR. Innfluíningurinn Atvinna Matvöruverzlun vantar duglegan verzlunarstjóra, sem vildi gerast meðeig- andi og gæti lagt fram nokkurt fé. Æskilegt að viðkomandi hefði unnið í kjötbúð áður. Nánari upp- lýsingar (þó ekki í síma) í skrifstofunni eftir há- degi í dag og næstu daga. SALA OG SAMNINGAR Aðalstræti 18. Aiþýðublaðið! Framhald af 5. síðu. flutningsmál heldur en nú eru. En ég vil leggja höfuðáherzlu á eftirfarandi atriði, sem mér finnst að hafi ekki verið tekið nægjanlegt tillit til: í fyrsta lagi: Sá litli gjald eyrir sem þjóðin hefur yfir að ráða, verður að úthlut- ast þannig, að bæði þeir, sem gjaldeyrinn eiga að nota, og allir einstaklingar þjóðfé- lagsins, fái fulla vitneskju um það, hvernig honum er úthlutað, eftir hvaða reglum og hverjir fái gjaldeyrinn, ef þeir óska að vita það. f. öðru lagi: Að allt sé gert, sem hægt er, til þess að verzlunin fari ekki út úr þeim eðlilegu og föstu skórð- um, sem hún hefur verið i og á að vera í, sérstakloga vegna þeirrar hættu, að viss- ir einstaklingar séu ekki eins samvizkusamir eins og hin eldri og rótgrónari fyrirtæki ættu a. m. k. að vera. HVAÐ ER HÆGT AG SPARA? Þegar líkur benda til að gjald eyririnn verði miklu minni á þessu ári en undaníarið, er eðli- legt að fólk spýrji: Hvað or’ hægt að gera til að spara gjald- eyrinn? Ég tel eftirfarandi at- riði athugandi, fyrir utan þá stefnu, sem virðist vera ríkj- landi, að draga sem mest úr fjárfestingu, annari en til at- vinnuaukningar, svo sem til byggingaframkvæmda: 1. Minnka verulega flutninga til landsins með leiguskipum og reyna að flytja sem mest, nema kol, með íslenzk um skipum. Á síðasta ári voru veitt leyfi fyrir meira en 30 millj. til skipagjalda og fragta. Þetta hlýtur að geta lækkað verulega eftir því sem skipum fjölgar. 2. Minnka sjómannagjaldeyr- inn, þótt það sé hrein neyðar . ráðstöfun, og 3. Minnka gjaldeyri til náms- manna og kalla þá heim, sem geta lært hér. Tvö síðastnefndu atriðin eru mjög alvarlegs eðlis og þau ætti ekki að framkvæma, nema allt þryti. Ef umræður um þetta mál gætíi hafizt á almennum grund velli, væri það vel, og ég er sannfærður um það, að þeir, sem um þessi mál eiga að f jalla, vilja gera sitt til að gera mál- in sem nauðveldust og afgreiðsl urnar sem réttlátastar. ! flugvéla frá verksmiðju- og vélaeftirlitinu um olíukyndingartæki Með tilvísun til fyrri auglýsingar eldvarna- eftirlits ríkisins um viðurkenningu olíukyndi- tækja, skal athygli vakin á því, að frá og með 1. jan. þessa árs er óheimilt að selja, setja upp eða taka í notkun utan Reykjavíkur önnur olíukyndi- tæki en þau, sem hlotið hafa viðurkenningu verk- smiðju- og vélaeftirlitsins. Fram til þessa hafa einungis fáar umsóknir um viðurkenningu á olíukynditækjum borizt eft- irlitinu og flestum þeirra fylgt svo ófullkomin gögn, að ekki hefur verið unnt að byggja á þeim umsögn um hæfni tækjanna. Athygli hlutaðeigenda skal vakin á því, að umsóknum þurfa að fylgja fullkomnar vinnu- teikningar, sem sýna alla hluta tækjanna og hvernig tækjunum er fyrir komið í eldfærinu. Þá skal og tekið fram, að óheimilt er síðar, án leyfis eftirlitsins, að breyta á nokkurn hátt gerð eða einstökum hlutum tækjanna frá því, sem teikningar sýna og viðurkenningu hefur hlotið. Yerksmiðju- og vélaeftirlit ríkisins. Framh. af 3. síðu. hefðu lagt niður til þess að fá kjör sín bætt. í dag eru það flugvirkjar sem eru í deilu, næst getur röðin komið að flug mönnum, loftskeytamönnum og skr.ifstofufólki þessara sömu flugfélaga að fára í deilu og fá kjör sín bætt og væri þeim þá gott að eiga aðstoð in'ni í stað hins andstæða, enda gerir þessi aðstoð við flugfélögin það eitt að verkum að deilan dregst á langinn, en lausn hennar hlýt ur’ aðeins að verða á þann veg einan að flugvirkjar fá kröfur sínar að mestu eða öllu. Að því munu flugvirkjar ein- liuga vjnna. Jón Sigurðsson. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.i. „Esja" fer austur um land til Siglu- fjarðar 9. febr. n.k. Tekið á móti flutningi og farseðlar seldir til allra áætlunarhafna tnilli Djúpavogs og Húsavíkur á morgun og þriðjudag. Barnaverndarfélag Reykjavíkur heldur kynningar- og útbreiðslufund í Breiðfirðingabúð piiðvikudaginn 8. febrúar klukkan 8.30 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Form. félagsins, Matthías Jónasson: Stutt ávarp. 2. Frú Lára Sigurbjörnsdóttir: Erindi: Hvar eyða reyk- vísk börn tómstundum sínum? 3. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir: Upplestur. 4. Frjálsar umræður. Velkomnir eru allir, sem áhuga hafa á málum barna. . Stjórnin. w Raflapir Viðgerðir Jarðarför konunnar minnar, EEínar Pálsdótfurr fer fram þriðjudaginn 7. þ. m. Athöínin hefst að heimili okkar, Akbraut, Eyrarbakka, kl. 1.30 e. h. Þorbjörn Hjartarson. Véla- og raftækjaverzluu • % Tryggvagötu 23. í S Sími 91279. > S > Við þurfum ekki að auglýsa SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. Ingólfsstræti 11. Sími 5113. Embættispróf við háskólann : j* ÞESSIR menn luku embætt- isprófi við Háskóla íslands í janúarmánuði: Læknisfræði: Ragnar Karlsson, I. eink. 169 stig. Lögfræði: Ásgeir Pétursson, I. eink. 192% stig. Hermann Jónsson, I. eink. 191 stig. Knútur Hallsson, II. eink. betri, 173 stig. Níels Sigurðsson, I. eink. 197% stig. Valgarð Briem, I. eink. 211% stig. Viðskiptafræði: Árni Fannberg, I. eink. 296 stig. Guðlaugur Þorvaldsson, I. eink. 328 stig, serp er hæsta próf, sem tekið hefur verið í þessari grein við háskólann. GuðmundiY Jóhannsson, II. eink. betri, 241 stig. Gunnar Hvannberg, II. eink. betri, 221% stig. Pétur Pálmason, II. eink. betri, 242 stig. íslendingasagnaútgáfan hefur undanfarna mánuði auglýst og selt bækur sínar gegn afborgun við miklar vinsældir. Nú þegar getið þér fengið allar bækur útgáfunnar mcð afborgunarkjörum. — Klippið út pöntunarséðil þennan og sendið útgáfunni hann. Ég undirrit.....óska að mér verði sendar íslendinga sögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snorra-Edda og Eddulyklar (4 bækur), pamtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í póstkröfu þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155,00 að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11 mán- uðum með kr. 100,00 jöfnum mánaðargreiðslum, sem greiðast1 eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin.. 21 árs og er það ljóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. Litur á bandi óskast Svartur Brúnn Rauður Strikið yfir það, sem ekki á við. Nafn . Staða . Heimili Útfyllið þetta áskriftarform og sendið það til útgáfunnar. Séuð þér búinn að eignast eitthvað af .ofantöldum bók- um, en langi til að eignast það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunarkjörum, þurfið að- eins að skrifa útgáfunni og láta-þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldrei hefur íslenzkum bókaunnendum verið boðin slík kostakjör sem þessi. ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN H.F. Túngötu 7. — Pósthólf 73. — Sími 7508. — Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.