Alþýðublaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.02.1950, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur að Aiþýðublaðinu. Alþýðublaðið inn á 'hvert heimi'li. Hring- ið í síma 4900 eða 4906. Sunnudagur 5. febrúar 1950 Börn og unglingar. Komið og seljið j Alþýðublaðsð. j Allir viljia kaupa j Alþýðublaðið. i' irðuleg rógsherferð íhalds blaðanna um Kolfallin-n bæjarstjóri kveður Akurnes- iniga með svívirðingum í Vísi og Morg- unblaðinu. ÍHALDSBLÖÐIN TVÖ, Vísii og Morgunblaðið, eru nú byrjuð ofstækisfulia rógsherferð gegn hinni nýju bæjarstjórn á Akranesi. Ihaldið beið á Akranesi herfilegan ósigur og sýndu kosningarnar greinilega, að bæjarbúar kæra sig ekki um að það síjórni bænum ófram. Stóryrði og svívirðingar fráfarandi bæj- arstjóra í Reykjavíkurblöðunum geta ekki breytt þessari stað- reyitd. íhaldið skilar bæjarmálum Akraness af sér í hinni mestu óreiðu, og er fullkomin eining í hiniúm nýja meirihluta u;n þau verkefni, sem framundan eru, en á bak við þennan meirihiuta standa 62,3% allra kjósenda á Akranesi. Alþýðttflokkurlnn í hreinum meiri- hiula í Sandgerði - SANDGERÐI í febr. í ALÞÝÐUBLAÐINU 1. fe- rúar er sagt að Alþýðuflokkur- inn hafi unnið 9 sæti við bæj ar- og sveitarstjórnarkosning- arnar — en Bá vantar einn full- trúa, sem flokkurinn vann. Það var hér í Sandgerði. Alþýðu- flokkurinn átti 2 fulltrúa áður, en hefur nú 3. Þessir menn skipa nú hrepps- nefnd Miðneshrepps: Frá Alþýðufk: — Ólafur^Vil- hjálmsson, Karl Bjarnason, Hannes Arnórsson. Frá SjálfstæðisfL: Aðalsteinn Gíslason, Júlíus Eiríksson. í sýslunefnd fyrir Miðnes- hrepp var kosinn af lista Al- þýðuflokksins Ólafur Vil- hjálmsson. Við kosningarnar 1946 var einn sósíalisti á lista Alþýðu- flokksins kosinn. Nú lögðu sós- íalistar fram lista sér og var sá maður efst á þeim lista. Kjörsókn hefur aldrei verið eins góð í Miðneshreppi og að þessu sinni, og sýnir það bezt að heppilegra er að hafa kosn- ingar hér á þessum tíma árs en á sumrin. Sigur alþýðunnar í Miðnes- hreppi er einn hinn mesti, er Alþýðufl. vann í þessum kosn- ingum. Listi Alþýðuflokksins fékk 51% af öllum greiddum atkvæðum. — Atkvæðamagn flokkanna var sem hér segir: Alþýðuflokkur 51% Sósíalistaflokkur 12,2 % Sjálfstæðisflokkur 31,8% Auð ög ögild 5% XV 4 Skrif íhaldsblaðanna um bæjarmál Akraness einkennast af slíkri heift, að þau verða varla tekin alvarlega. Ihaldið hefur undanfarið kjörtímabil haft Guðlaug nokkurn Einars- son bæjarstjóra, og hefur stjórn hans á málefnum bæj- arins verið með þeim endem- um, að reikningar hafa enn ekki verið lagðir fram fyrir ár- ið 1948, hvað þá 1949. Hefur stjórnin á öllum framkvæmd- um bæjarins verið í sama ó- lestri, enda mun þetta eiga sinn þátt í því, að Akurnesingar hafa snúið baki við íhaldinu og kolfellt það við kosningarnar. Brofizl inn í kjötbúð AÐFARANÓTT föstudagsins var brotizt inn í kjötverzlun Hjalta Lýðssonar á horni Ás- valiagötu og Hofsvaliagötu. Hafði þjófurinn á brott með sér um 80 krónur, en annars var ekki saknað. Þjófurinn hafði farið inn um kjallaradyr á bakhlið hússins og þannig komizt inn í verzlunina. Guðlaugur Einarsson ætti aS íhuga það, áður en hann hleypur í Vísi og Morgún- blaðið með róg og svívirðing- ar um einstaka menn og flokka á Akranesi, að í stjórn artíð lians sjálfs hrapaði íhaidið þar frá því að hafa í marz 1946 51,7% gildra at- kvæða í aðeins 37,7 % við kosningarnar nú. Þctta er dómur Akurnesinga um bæj- arstjórn Guðlaugs og íhalds- ins og þeim dómi getá níð- skrif í Reykjavíkurblöðum Sjálfstæðisflokksins ekki lmekkt. Hin nýja bæjarstjórn Akra- ness hefur verið við völd að- eins í eina viku. En á þessari fyrstu viku er Guðlaugur þó búinn að kveða upp stórvrta dóma um þessa bæjarstjórrj, eins og lesa má í Vísi og Morg- unblaðinu. Hann segir, að hún sé „ótraust, veik og spillt“, j.byggð upp á vesaldómi for- heimskunnar“, ásakar hana um „upplausn og framkvæmda- leysi“, „athafnaleysi og úr- ræðaskort“. Þetta eru skrif á borð við það, þegar Vísir birti dóm um útvarpserindi, sem aldrei var flútt, og er bezt að lofa nýju bæjarstjórninni að reyna sig, áður en dómur verð- ur upp kveðinn yfir henni. Guðlaugur Einarsson er nú á förum frá Akranesi. Sjálfstæð- ismenn þar hafa bannað honum að skrifa í blað þeirra á staðn- um, svo að hann kemur til Reykjavíkur til að hella þar úr skálum reiði sinnar yfir Akur- nesinga, með persónulegum svívirðingum um einstaka menn. Þetta er ódrengilegur viðskilnaður, sem varla mun auka vegsemd Sjálfstæðis- manna á Akranesi. Alþýðufiokkurinn í Hafnarfirði heldur sigurhátíð á laugardag ALÞÝÐUFLOKKURINN í Hafnarfirði efnir til hátíða- halds laugardaginn 11. febrúar í tilefni af hinum glæsilega sigri flokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar í’ Hafnarfirði. Allir stuðningsmenn A-listans eru velkomnir í hófið meðan húsrúm leyfir. Hátíðin hefst með sameigin- legri kaffidrykkju, en síðan verða fjölbreytt skemmtiatriði, sem auglýst verða nánar síðar. ---------v— ----- Kvikmyndir Kjarfans 0 Bjarnasonar Nefin rifnuðu hjá síSdarfeifar- skipinu Fanney í Miðnessjó. ... j Mikil síld virtist þar á 7-15 faðma dýpi. —............... UNDANFARNA DAGA hefur síldar orðið vart í Miðnes- sjó, og í fyrrinótt fékk Fanney noklcrar síldar í net, sem húm lagði á 7—8 faðma dýpi, en er hún lagði netin á 15 faðma dýpi fylltust þau og rifnuðu, og missti skipið þannig tvö net. Samkvæmt upplýsingum ♦ .— ~ ~ _ sem blaðið fékk í gær hjá . . , . , . , 1 16 nyjum rafvirkjum afhent sveinsbréf Sveini Benediktssyni hafa bát- ar orðið varir síldar í Miðnes- sjó í síðustu viku. Síðdegis á föstudaginn eða um klukkan 7 fann leitarskip- ið Fanney mikla fiskitorfu um 18 sjómílur vestur af Garð- skaga og var torfan á 20—30 faðma dýpi, en þarna er 65 faðma dýpi. Fanney lagði þarna net en fékk enga síld, en aftur á móti fengu skipverj- ar nokkra þorska á handfæri og virtist því vera þarna um MJÖ MIKIL AÐSÓKN hef- ■ þorskgöngu að ræða. ur verið að kvikmyndasýning- um Kjartns Ó. Bjarnasonar í Nýja Bíó undanfarna daga, en þar hefur hann sýnt kvikmynd sína frá Vestmannaeyjum, Vestfjarðakvikmyndina, „Bless uð sértu, sveitin mín“ og „Blóm móðir bezta“. Um helgina hefur Óskar sér- stakar sýningar fyrir börn klukkan 3 fyrir hálft gjald. Var ein slík barnasýning í gær klukkan 3 og verður aftur í dag á sama tíma. Á miðnætti á föstudags- kvöldið varð vart síldartorfu á svipuðum' slóðum, og var hún á 7—15 faðma dýpi. Lagði Fanney þá tvö net á 7—8 faðma dýpi, en fékk aðeins fá- •ar síldir í þau. Síðan voru net- in lögð á 15 faðma dýpi og þau látin liggja í klukkutíma. Virt- ist mikil síld ganga í netin, og þegar skipverjar ætluðu að fara að draga netin voru þau svo þung, að þau rifnuðu, og misstu þeir bæði netin. 52 þáfífakendur í skákþingi Reykjavíkur, sem hefst kl. 1 dag -.............— ♦ Fjölmennasta þing, sem háð hefur verið ------------------ •».... SKÁKÞING REYKJAVÍKUR hefst í dag kl. 1 að Þórskaffi, og verða þátttakendur samtals 52, og er þetta fjölmcnnasta skákmót, sem nokkru sinni hefur verið haldið hér. í meistara- flokki eru 24 skákmenn, í I. flokki 15 os í II. flokki 13. Vegna fjölda þáttakenda verða tefldar 11 umferðir sam- kvæmt hinu svokallaða „Mon- radskerfi“, en það byggist að- allega á því, að menn með jafna eða svipaða vinningatolu tefla saman eftir þar til gerðum reglum, úr því að fyrstu um- ferð er lokið. Dregið var um töfluröð kepp enda á föstudagskvöldið og verður röðin, sem hér segir: 1. Björn Jóhannesson 2. Ingvar Ásmundsson 3. Baldur Möller 4. Þórður Jörundsson 5. Guðjón M. Sigurðsson 6. Kári Sólmundarson 7. Friðrik Ólafsson 8. Steingrímur Guðmundss. 9. Haukur Sveinsson . 10. Guðm. S. Guðmundsson 11. Pétur Guðmundsson 12. Lárus Johnsen 13. Benóný Benediktsson 14. Gunnar Ólafsson 15. Bjarni Magnússon 16. Árni Stefánsson 17. Jón Ágústsson 18. Hjálmar Theódórsson 19. Eggert Gilfer 20. Óli Valdimarsson 21. Guðmundur Ágústsson 22. Árni Snævarr 23. Steinn Kristinsson 24. Þórir Ólafsson. Samkvæmt þessu tefla þessir saman í 1. umferð (sá sem tal- inn er fyrr, hefur hvítt)): 1. Ingvar Ásmundss. - Björn Jóhannesson 2 Þórður Jörundsson - Bald- ur Möller 3. Kári Sólmundarson - Guð- jón M. Sigurðson 4. Steingrímur Guðmundsson - Friðrik Ólafsson 5. Guðmundur S. Guðmunds- son - Haukur Sveinsson 6. Lárus Johnsen - Pétur Guðmundsson 7. Gunnar Ólafsson - Benóný Benediktsson 8. Árni Stefánsson - Bjarni Magnússon 9. Hjálmar Theódórsson - Jón Ágústsson 10. Óli Valdimarsson - Eggert Gilfer 11. Árni Snævar - Guðmundur Ágústsson 12. Þórir Ólafsson - Sveinn Kristinsson. FÉLAG ísl. rafvirkja og Fé- lag löggiltra rafvirkjameistaræ í Reykjavík héldu árshátíð sína á föstudagskvöldið í Sjálf- stæðishúsinu. Auk ýmsra skemmtiatriða og ræðuhalda fór þar fram afhending sveins- bréfa í iðninni, þar sem hinir nýútskrifuðu sveinar voru boðnir velkomnir í stéttina, og þeim fluttar árnaðaróskir. For- maður prófnefndar, Sigurodd- ur Magnússon rafvirkjameist- ari afhenti sveinsbréfin. Eftirtaldir menn fenga sveinsbréf sjín afhent við þetta hátíðlega tækifæri: Páll J. Pálsson, ágætiseink- unn, Ragnar Björnsson, I. eink- unn. Þorleifur K. Sigurþórsson, I. einkunn. Aage Steinsson, I. einkunn. Sigurður Sigurjóns- son, I. einkunn. Jakob Ágústs- son, II. einkunn. Gunnar Run- ólfsson, II. einkunn. Gunnar öuðmundsson, II. einkunn. Gunnlaugur Þórarinsson, II. einkunn. Yngvi Guðmundsson, II. einkunn. Björn Einarsson, II. einkunn. Hafsteinn Davíðs- son, II. einkunn. Friðrik Stef- ánsson, II. einkunn. í prófnefnd rafvirkja eigai sæti: Siguroddur Magnússora form., Jón Sveinsson, Finnur Kristjánsson. Þessir rafvélavirkjar fengu afent prófskírteini: Sverrir Eggertsson, I. eink- unn. Axel Eiríksson, II. eink- unn. Björn K. Gíslason, IL einkunn. í prófnefnd rafvélavirkja eiga sæti: Ríkarður Sigmunds- son form., Guðmundur Jensson, Eiríkur K. Eiríksson. Yíirlýsing frá stuðningsmönnum r síra Arelíusar Á FJÖLMENNUM fundi, sem stuðningsmenn síra Árelí- usar Níelssonar í prestskosn- ingunum til Fríkirkjunnar héldu 1. febrúar s.l., var eftir- farandi tillaga samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: Að gefnu tilefni skal það skýrt tekið fram, að við viljum vinna að einingu Fríkirkju- safnaðarins í nútíð og framtíð eftir beztu getu samkvæmt ósk- um þeim, er síra Árelíus bar fram í lok ræðu sinnar 15. jan-’ úar s.l. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.