Alþýðublaðið - 07.02.1950, Qupperneq 7
Þriðjlidagur 7. febrúar 1950.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
KR og ÍR. Æfingar deild-
anna verða framvegis á eft
irtöldum dögum:
Þriðjudaga 9—11 e. h.
Fimmtudaga 8—10 e. h.
Laugardaga 8—9 e. h.
Þjálfari.
Byltingin, sem brást
Framh. af 3. síðu.
um fundarstjórn og öll umráð
í félaginu til næsta aðalfundar.
Sjálfur átti Guðmundur Pét-
ursson að vera áfram stýrimað-
ur á togaranum Goðanesi frá
Norðfirði.
Einar Guðmundsson, sem
látinn var bera fram breyting-
artillögurnar á félagslögu,num,
hafði einnig lært ræðu, samda á
Þórsgötu 1. Samkvæmt áætlun
átti Einar að tala tvisvar, en ó-
lukkans atkvæðatalan varð
þess valdandi, að hann neydd-
ist til að fara þrisvar upp í
pontuna. í þriðja sinn fór allt í
handaskolum fyrir honum, svo
að fundarmenn spurðu hann
margir, hvort hann hefði ekki
ætlað að segja eitthvað. Eftir
15 mínútur gafst svo Einar upp
án þess að hafa nokkuð haft að
ségja. Við þessa útreið hinna
langskólagengnu aerðust kom-
múnistarnir, sem smalað hafði
verið á fundinn, svo að fundar-
mönnum gafst færi á að sjá
þessa mektarbokka frá Þórs-
götu 1 og Stýrimannaskólanum
og víðar að í „allri sinni dýrð“,
og fannst flestum lítið koma til
forustunnar og fylgdarmann-
anna, og sögðu margir, að þar
færi vel saman karl og kýll.
Eftir aðalfundinn hefur öll
framkoma kommúnista skipt
um svip. Þjóðviljinn hefur síð-
an skrifað um þá Sigurjón og
Sæmund af mestu hógværð, og
ktennir nú nokkurrar virðingar
í skrifum blaðsins fyrir þeim
félögum .
Einar Guðmundsson hefur
verið látinn skrifa undir vel
gerða og virðulega grein um
lagabreytingar þær, sem hann
er látinn flytja. í greininni tal-
ar hann um málefnin eins og
rök standa til, og um Sæmund
Ólafsson eins og hann sé merk-
ismaður. Þessari grein mun ég
svara einhvern næsta daginn.
En að lokum vil ég segja þett'a:
Eru kommúnistar nú farnir
að skilja það, að sjómenn hafa
viðbjóð á aðförum þeirra í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur og
framkomu þeirra gagnvart for-
ústumönnum félagsins.? Ef svo
er, þá er það ekki vonum síðar,
því vitað er, að hinn uppæsti
lýður þeirra á aðalfundi félags-
ins á þriðjudaginn var, opnaði
augu f jölda sjómanna fyrir því,
hverjar dauðans mannleysur
og markleysur þessi strákagrey
eru, sfem þeir nefndarmennirn-
ir, Eggert og Áki hafa nú á að
skipa í skemmdarstarfsemi
sinni í Sjómannafélaginu þetta
árið.
Sæmundur Ólafsson.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
Tekið á móti flutningi til
Vestmannaeyja alla virka
daga.
Aðaífundur Slysavarnadeildarinn-
„Ingólíur” haldinn á sunniídag
uí
AÐALFUNDUR SLYSAVARNADEILDARINNAR „ING-
ÓLFS“ í Reykjavík var haldinn á sunnudaginn, og voru þar
gerðar ýmsar ályktanir um slysavarnamál. Fundurinn lýsti
ánægju sinni yfir ákvörðun stjórnar slysavarnafélagsins um
kaupin á helicopterflugvélinni, og taldi nauðsynlegt, að rekstur
hennar yrði tryggður. Þá skoraði fundurinn á fjárhagsráð að
leyfa óhindraðan innflutning á björgunartækjum, og loks gerði
fundurinn ályktun varðandi öryggisútbúnað skipa.
Höfuðmarkmið þessarar * ~
deildar, eins og annarra deilda Guðjóni Þorieifssyni, þá 15
félagsins, er að glæða hjá al-
menningi áhuga fyrir öryggis-
málunum og afla fjár til starf-
semi Slysavarnafélags íslands,
sem hefur stórum aukizt með
hverju ári.
Árangur af staríi deildarinn-
ar s.l. ár var tnjög góður, tekj-
urnar námu samtals 60 579,82
kr., en útgjöld kr. 3661,30. Þá
var og tilkynnt á fundinum, að
búið væri að afhenda stjórn
Slysavarnafélags íslands kr.
40 000,00 af tekjum ársins til
hinnar ýmsu starfsemi, svo sem
reksturs og viðhalds björgunar
ára (f. 1./5. ’28 samkv. mann-
tali)r
Guðbjarti Þorleifssyni, þá 13
ára (f. 24.,/4. ’31 samkv. mann-
tali).
Kristínu, þá 7 ára (f. 29./7.
’37 samkv. manntali).
Áttunda barnið, Amalía, 33ja
ára (f. 21./9. 1911, var gift
kona og bjó ekki í húsinu.
Þorleifur, Oddur, Pálína,
Sigurður og Guðjón voru öll
fullvinnandi, ýmist við verzlun
móður sinnar, „Amatörverzlun
ina“, og ljósmyndaframköllun,
. , . i eða aðra vinnu. Guðbjartur og
stoðva felagsms, en þær eru nu: y ... , , , . ' , ö
___1,. « í sit. | Kristm voru þvi emu omag-
arnir; þó var Guðbjartur send-
orðnar samtals 75 á öllu land-
inu, fyrir utan björgunartæki á
bryggjum og brúm.
Stjórn deildarinnar var öll
endurkosin, en stjórnina skipa:
Síra Jakob Jónsson form. Þor-
gr. Sigurðsson gjaldk., Henry
Hálfdansson ritari og með-
stjórnendur Ársæll Jónasson
og Jón Loftsson.
Þá voru og kjörnir 10 full-
trúar deildarinnar á Landsþing
Slysavarnafélags íslands, sem
halda á í Reykjavík um miðjan
apríl n. k. Þessir hlutu kosn-
ingu: Ársæll Jónasson, Sigur-
jón Á. Ólafsson, Árni Árnason,
Guðbjartur Ólafsson, Jón Lofts
son, Jakob Jónsson, Þorgrímur
Sigurðsson, Þorsteinn Árnason,
Geir Ólafsson og Sæmundur
Ólafsson.
ill í búð hið umrædda sumar.
Ég sagði frú Elínu upp hús-
næðinu fyrst 14. maí 1943 (með
bréfi 11./2. 1943), en, hún tók
það ekki til greina. Ástæðan
fyrir uppsögninni var sú, að
systir mín og Þorvaldur, mað-
ur hennar, voru væntanleg frá
útlöndum snemma um sumarið
og-höfðu ekki að öðru húsnæði
að hverfa. Heimkoma þeirra
dróst þangað til í september,
og af hendingu bauðst þeim í-
búð til bráðabirgða eitthvað
frameftir vetri, þó ekki lengur
ep til vors. Þó að þeim kæmi
þáð mjög illa á margan 'hátt,
þá kusu þau að flytja í þessa
íbúð svo að frú Elín fengi enn
meira svigrúm til að útvega
sér húsnæði. Þann 14. maí urðu
þau að fara úr íbúðinni, en
ekkert fararsnið var á frú Elínu
| eða hennar fólki. Ég benti
henni á húsnæði, sem hún hefði
getað fengið með sæmilegum
kjörum, en hún sinnti því ekki.
í júnímánuði fór ég svo
fram á að borgarfógeti losaði
íbúðina samkvæmt gildandi
logum, og var úrskurður um
það uppkveðinn hinn 18. sept-
émber. Húsaleigunefnd hafði
séð frú Elínu fyrir húsnæði til
að flytja í, en þar sem ekki var
útlit fyrir að það yrði tilbúið í
tæka tíð, bauð ég f jölskyldunni
að vera um kyrrt í húsinu
nokkra daga, en það vildi hún
Föðursystir mín,
Öiöf Jórssdóitir,
sem lézt í Landakotsspítala laugardaginn 4. þ. m.
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 10.
febrúar klukkan 1,30 eftir hádegi.
Guðrún Sigurðardóttir.
Innilegustu hjartans þakkir til allra nær og
fjær, sem auðsýndu okkur hluttekningu og hjálp við
andlát og jarðarför unnusta míns, sonar og bróður,
Gunnars Benediktssosiar
bifreiðarstjóra, Hafnarfirði.
Olga Benediktsdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir
og systkini.
Ósvaldur Knudsen;
Útburðarsagan um
^orvald Þórarinsson.
Frá Ósvaldi Knudsen hef-
ur blaðinu borizt eftirfar-
andi:
VEGNA hinna síendurtekna
árása dagblaðanna á Þorvald
Þórarinsson lögfræðing í sam-
bandi við „útburð á fátækri
ekkju með átta börn“ vil ég
taka þetta fram:
Það var ég, en ekki Þor-' ekki þiggja.
valdur, sem ákvað að fara þess | Útburðurinn var framkvæmd
á leit við borgarfógetann árið ur af fulltrúa borgarfógeta
1946, að frú Elín Sigurðar-1 hinn 29. september. Óskar
dóttir yrði látin fara með fjöl- I Gíslason ljósmyndari tók mynd
skyldu sína úr húsinu nr. 6 ir af innanstokksmununum við
Fornleifafundur
Framh. af 1. síðu.
kennslutöflur eða „skólabadí-
ur“. Er því talið líklegt, að ná-
kvæm rannsókn muni gefa yf-
irlit yfir þekkingu Sumera um
það bil 2000 árum fyrir Krist,
og getur þetta leitt til ger-
breytinga á sögu mannsand-
ans.
Ein taflan, sem er mjög skýr
og hefur þegar verið lesin, er
með stærðfræðidæmum, og sýn
ir, að Sumerar hafa þekkt
Pythagorasarregluna og fleiri
stærðfræðireglur, sem hingað
til hefur verið talið að Gríkkir
hafi fyrstir manna fundið rúm-
lega 1500 árum síðar. Auk þess
mun hinn mikli fjóldi af töfl-
um, sem fundizt hafa, veita
margs konar upplýsingar um
þekkingu Sumera og sögulega j
viðburði. Amerískar stofnanir
hafa undanfarin ár sent leið-
angra til rannsókna í Iraq og
fleiri nágrannalöndum, og me'ö
al þeirra vísindamanna, semj
hafa staðið fremst í rannsókn- ■
unum, er Daninn dr. Thorkil
Jakobsen.
við Hellusund. Ég hafði alla
umsjón með húsinu fyrir hönd
móður minnar, en hún var eig-
andi þess.
Frú Elín hafði ekki átta börn
á framfæri sínu, eins og sagt
er í blöðunum, heldur bjó hún
með þessum sjö börnum sín-
um:
Þorleifi Þorleifssyni verzlun
armanni, þá 27 ára (f. 17./2. ’17
samkv. manntali).
Oddi Þorleifssyni verzlunar-
manni, þá 21 árs (f. 19./11., ’22
samkv. manntali).
Eyju Pálínu Þorleifsdóttur
verzlunarm., þá 19 ára, (f. 27.
8. ’25 samkv. manntali).
Sigurði Þorleifssyni, þá 17
ára (f. 22./3. ’27 samkv. mann-
tali)« ^
húsvegginn (ekki þó af barna-
hópnum), og voru þær birtar í
Alþýðublaðinu og Morgunblað
inu fyrir bæ j arst j órnarkosn
ingarnar 1946 með ærumeið-
andi ummælum um Þorvald
Brigslyrðum um þetta hefur
'Éíðan skotið upp aftur og aft-
ur og nú fyrir og eftir hinar
nýafstöðnu bæjarstjórnarkosn-
Ingar hefur þetta borið mjög á
góma í Morgunblaðinu, Vísi og
Alþýðublaðinu. Þess vegna bið
ég nú þessi blöð fyrir leiðrétt-
ingu.
Reykjavík, 3. febrúar 1950.
Ósvaldur Knudsen.
Lesið Alþýðublaðið I
Frjálsíþróttamenn
KR settu 53 met
á síðasta ári
AÐALFUNDUR frjálsíþrótta-
deildar KR var haldinn síðast
liðið mánudagskvöld að Café
Höll, fundarstjóri var Erlend-
ur Ó. Pétursson. Samkvæmt
árskýrslu deildarinnar hefur
starfið á s. 1. ári verið umfangs-
mikið og staðið með miklum
blóma.
Meðlimir deildarinnar tóku
þátt í 30 íþróttamótum á árinu
og settu 53 íslandsmet, eða
fleiri en öll önnur íslenzk í-
þróttafélög til samans. Á Meist
aramóti íslands í frjálsum
íþróttum fékk KR flesta meist-
ara eða 14 alls.
Flestum mun í fersku minni
hin velheppnaða Noregsferð
frjálsíþróttamanna KR, þar
sem Gunnar Huseby, meðal
annars, setti Norðurlandamet í
kúluvarpi, 16,41 m.
Fjárhagur deildarinnar stend-
ur sæmilega, þrátt fyrir mik-
inn kostnað vegna hinnar um-
fangsmiklu starfsemi.
Ársskýrslunnar mun nánar
getið að afloknum sameiginleg-
um aðalfundi allra íþrótta-
deilda KR, sem haldinn verður
í febrúar. Fráfarandi formað-
ur deildarinnar, JBrynjólfur
Ingólfsson, baðst undan endur-
kosningu sökum mikilla anna
við önnur störf. Stjórn deild-
arinnar skipa nú. Gunnar Sig-
urðsson formaður, Sveinn
Björnsson varaformaður, Ás-
mundur Bjarnason ritari, Björn
Vilmundárson gjaldkeri og
Trausti Eyjólfsson meðstjórn-
andi. Varamenn voru kosnir
María Jónsdóttir, Birgir Frið-
riksson og Þórður Sigurðsson.
Þjálfari frjálsíþróttamanna
og kvenna KR er eins og að
undanförnu hinn góðkunni í-
þróttakennari Benedikt Jakobs
son.
—----------*-----------
Fyrsta skiðamót ársins
ásunnudag.
FYRSTA skíðamót ársins fór
fram að Kolviðarhóli á sunnu-
daginn. Var það svigmót KR,
hið svokallaða ,,Stefánsmót“,
og voru þátttakendur um 70 frá
fjórum félögum.
Úrslit í einstökum flokkum
urðu sem hér segir;
A-flokkur:
1. Ásgeir Eyjólfsson, Á. 113,0.
2. Þórir Jónsson, KR. 113,5.
3. Víðir Finnbogason, Á. 127,6.
B-flokkur:
1. Óskar Guðm.ss., KR. 108,8.
2. Kr. Eyjólfsson, Á. 114.6.
3. Bjarni Einarsson, Á. 115,9.
C-flokkur:
1. Kristinn Magnúss., KR. 77,6.
2. Gísli Jóhannesson, Á. 79,2.
3. Steinþór Guðm.s., KR. 83,0.
A-flokkur kvenna:
1. Ingibjörg Árnad., Á. 67,7.
2. Solveig Jónsdóttir, Á. 76,4.
3. Sesselja Guðm.d., Á. 105,9.
B-flokkur kvenna:
1. Unnur Sigþórsdóttir, Á. 93,4.
2. Ólína Jónsdóttir, KR. 99,3.
3. Stella Hákonard., KR. 110,3.
C-flokkur kvenna:
1. Þóra Björgólfsd., KR. 54,7
2. Ásthildur Eyjólfsd., Á. 54,7.
3. Þuríður Árnadóttir, Á. 58,4.
Dreng j aflokkur:
1. Pétur Antonsson, Val 47,6.
2. Sæmundur Ingólfss., Á. 65,5.
3. Snorri Welding, Á. 79,4.
' ■' 1 ■ *»' " ..
Leikfélag Hveragerð-
is sýnir gamanleik
______
LEIKFÉLÁG Hveragerðis
sýndi gamanleikinn Tengda-
pabba tvívegis um helgina er
leið, við ágætar undirtektir á-
horfenda. Leikstjóri er Gunnar
Magnússon, en með aðalhlut-
verkin fara: Ragnar Guðjóns-
son, Guðrún ívarsdóttir, Her-
bert Jónsson og Inga Wíum.
Fréttaritari, .