Alþýðublaðið - 09.02.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 09.02.1950, Side 6
ÁLÞYÐUBLAÐÍÐ Fimmtudagur 9. febrúar 1950. Friður eða stórstyrjöld ? Framhald af 5. síðu. okkur það, að við glötum hylli Indverja, sökum stefnu stjórn- arinnar í Suður-Afríku gagn- vart þeim. Uraniumnámurnar í Tékkóslóvakíu verða hins vegar til þess, að hver Tékki, sem aðhyllist lýðræði og held- ur tryggð við þjóðerni sitt, er drepinn eða hnepptur í fanga- búðir. Heimurinn þarfnast einskis meira en hagfræðilegrar og stjórnmálalegrar samvinnu, en fjarskyldar hugsjónir eru þar Þrándur í Götu. Slíkar hug- sjónir mætti ef til vill skil- greina sem eggjandi sannfær- ingu um skilyrðislausan rétt til þess að hata mikinn fjölda ná- granna og náunga. Á miðöldum leiddi þessi sannfæring til múgmorða vegna ósættis krist- inna manna og Múhameðstrú- armanna. Á 16. og 17. óid fóru kaþólskir og mótmælendur eins að. Ef illa tekst til í fram- tíðinni, verður þess ekki langt að bíða, að sama sagan endur- taki sig milli kommúnismans og þeirra, sem aðhyllast „ame- rískar lífsskoðanir11. Það eru því ekki sjálfar kennisetningarnar, sem ógæf- unni valda, heldur vissir hóp- ar, sem láta stjórnast af of- stæki og ofsóknaæði. Sannfær- ing mannsins hefur aldrei neitt gott í för með sér, hversu gáfaður sem hann er, ef hann álítur það skyldu sína að boða öSrum þá sannfæringu með valdi og oíbeldi. Við verðum að læra að taka tillit til annarra og skoðana þeirra á samá hátt og þeir lærðu það á árum trúarbragða styrjaldanna. Það eru ekki að- eins Rússar, sem verða að læra þetta. Bandaríkjamönnum verður og að skiljast, að mað- urinn getur verið góður og trúr þióðfélagsþegn, enda þótt hann sé skyldur eða tengdur manni, sem eitt sinn hitti kommúnista nokkurn í samkvæmi. Gagn- kvæmt tillit er nú meir en nokkru sinni áður, brýn nauð- svn, eigi að skapast það við- horf í sambúð og. samskiptum þjóða, er stuðlað geti að var- anlegum friði. í hvert skipti, sem þú hneig- ist til múghaturs, hvort sem það er nú gagnvart kpmmún- istum,. Bandaríkjamönnum, Gyðingum, Aröbum eða Bret- um, má þér vera ljóst, að með því er unnið að styrjöld en ekki friði. Þá ættir þú að lesa söguna um miskunnsama Samverjann, og hugsa þér, að þar stæði allt- af heiti þess, er þú hatar, í hvert skipti, sem Samverjans er getið. Takizt þér það ekki, getur þú ekki kristinn kallazt. Við lifum á viðsjárverðum tíum. Unga fólkið nú, er ekki eins ánægt með tilveruna og við vorum á þess aldri, sökum þess, að því dylst ekki, að ef til fari þeir tímar í hönd, sem sag- an muni kalla þá ógurlegustu, er yfir mannkynið hafa dunið. En engu að síður eru til ráð, er ástæða er til að treysta. Við okkur brosir nú tækifæri til að skapa okkur bjartari og gæfuríkari framtíð en nokkru sinni fyrr, ef við aðeins kærum okkur um að nota það. Tækn- islega séð er það síður en svo ógerlegt að vinna bug á fá- tækt, sigrast á fjölc^a sjúk- dóma, vinna bug á þeirri mar- tröð óttans og öryggisleysis- ins, sem nú þjakar okkur svo að við megum engrar hamingju njóta. Hið eina, sem til þess þarf, er sú hugarfarsbreyting beggja aðila, að þeir megi líta hvor á annan sem samferðamann en ekki fjandmann. Mannkyninu býðst nú tæki- færi til að ná meiri fullkomn- un, en nokkurn getur um dreymt. Það getur lært að tala tungum englanna, seiða himn- eska hljóma til jarðar, afhjúpa leyndardóma frumeinda og stjarnþoku, tileinka sér hina æðstu hugsanagöfgi. Ef menn aðeins gætu lært að líta hverj- ir á aðra, sem maður á mann, ekki Gyðinga eða Grikki, þræla eða friálsborna. bíður þess ósegjanleg hamingja, að öðrum kosti er það ofurselt hinni ógurlegustu ógæfu. Lausnin er ofureinföld, — en mannkynið virðist vera á öðru máli. FÉLAG ÍSLENZKRA RAFVIRICJA. Állsherjarafkvæðagreidslð um kosningu stjórnar, varastjórnar, trúnaðarmanna- ráðs, stjórnar Styrktarsjóðs og varamanna, fyrir yf- irstandandi ár, hefst laugardaginn 11. febr. kl. 13 og stendur þann dag til kl. 21, og á sunnudaginn 12. febrúar frá kl. 13 til 21, og er þá lokið. — Kosningin fer fram í skrifstofu félagsins, Edduhúsinu við Lind- argötu. Kjörskrá liggur frammi á sama stað. Reykjavík, 8. febrúar 1950. Kjörstjórn Félags íslenzkra rafvirkja. af þessum fimmtán, sem ég hef nú áhuga á. Ég setti allar hinar myndirnar með þessari aðeins til að vera viss um, að þér þekktuð þennan eina úr hópnum“. „Hver er hann?“ Hann er innfæddur Rúmeni. Talið er að hann heiti Petre Banat. En þar sem Banat er nafn á héraði í Rúmeníu, þá held ég að þetta sé gervinafn. Annars^ vitum við fremur lítið um hann. En það, sem við vit- um, er þó alveg nóg. Hann er morðingi að atvinnu. Fyrir tíu árum var hann dæmdur í Jers- ey fyrir að hafa hjálpað til við að ráða mann af dögum og var dæmdur í tveggja ára fang elsi. Strax, þegar hann kom úr fangelsinu, gekk hann í „Járn- sveitir11 Codreanus. Árið 1933 var hann tekinn fastur fyrir að skjóta lögregluforingja í Bu- cova. Það er sagt að hann hafi labbað í hægðum sínum inn til hans, skotið hann til bana og sært konu hans og labbað svo jafn rólega út aftur. Hann fer varlega, en hann vissi, að í þetta skipti var honum óhætt. Réttarhaldið yfir honum var skrípaleikur. Dómsalurinn var fullur út úr dyrum af „Járn- sveitarmönnum", og þeir voru allir vopnaðir. Þeir hótuðu að skjóta dómarann og alla þá, sem viðriðnir væru við málið, ef Banat yrði dæmdur sekur. Honum var sleppt. Mörg slík réttarhöld voru í Rúmeníu um þetta leyti. Banat stóð, að minnsta kosti, að fjórum öðr- um morðum í Rúmeníu. Þeg- ar ,,Járnsveitirnar“ vöru bann- aðar tókst honum hins vegar að flýja úr landi og hefur ekki látið sjá sig þar síðan. Um tíma var hann í Frakklandi, eða þangað til franska lögregl- an rak hann úr landi. Þá fór hann til Belgrad, en þar lenti hann í málarekstri og síðan hefur hann flækst um Austur- Evrópu“. „Það eru til menn, sem eru manndráparar af náttúru og Banat er einn þeirra. Honum þykir ákaflega gaman að fjár- hættuspili og hann er allt af í peningaþröng. Eitt sinn heyrði ég að hann hefði fastan taxta fyrir að ráða mann af dögum og að taxtinn væri fimm þúsund franskir frankar að viðbættum kostnaði. En ekkert af þessu getið þér haft áhuga á, Mr. Graham. Þetta er saga. Aðalatriðið er að Banat er hér í Istanbul. Ég get sagt yður, að við fáum reglúlega | skýrslur um það, sem þessi Möller í’Sofia héfst að. Fýrir ' viku síðan eða svo var okkur sagt, að hann hefði haft sam- band við Banat, og að Banat hefði síðan yfirgefið Sofia. Ég skal játa fyrir yður, Mr. Gra- ham, að ég lagði þá ekki mikið upp úr þessari vitneskju. Til þess að segja eins og er, þá var það dálítið annað í athöfn- um þessa njósnara, sem ég hafði áhúga á. Það var ekki fyrr en Kopeikin símaði til mín í nótt, að ég minntist Banats og þá datt mér í hug, hvort hann væri í raun og veru kom- inn hingað til Istanbul. Nú vit- um við að hann er staddur hér. Við vitum líka að Möller hitti hann eftir að upphaflegum ráðagerðum um að ráða yður af dögum, hafði verið frestað. Ég held að enginn minnsti vafi geti verið á því, að það hafi verið Banat, sem beið eftir yð- ur í herberginu yðar í Adler- Palace“. Graham reyndi eins og hann gat að láta líta svo út sem hon- um yxi þetta alls ekki í aug- um. „Hann virtist alls ekki vera svona hættulegur maður“. „Það finnst yður“, sagði Haki hershöfðingi alvarlega, ,,af því að þér eruð ekki vanur að umgangast svona menn. Morðingjar bera morðhug sinn ekki allt af utan á sér. Morð- ingi getur verið kurteisin sjálf. Hafið þér nokkurn tíma kynnt yður sálarlíf afbrotamanna?11 ,,Ég er hræddur um ekki“. „Það er mjög |aman að þeirri vísindagrein. Þegar leynilögreglusögum er sleppt, les ég fyrst og fremst höfunda á borð við Krafft-Elbing og Stekel. Ég hef mínar eigin skoðanir um menn á borð við Banat. Ég hef þá skoðun að slíkir menn hafi sérstakar hug- myndir um hetjuskap, sem myndast af smæðartilfinningu þeirra. Og þegar þeir drepa mann, þá eru þeir að drepa sinn eigin veikleika. Ég held, að enginn vafi geti verið á því, að svona sé það“. „Þetta er' mjög athyglisvert. Getið þér tekið þennan mann fasfan, hershöfðingi?“ Haki hershöfðingi sneri sér við í stólnum á þann veg, að hann lagði annan fótinn upp á stólbrikina. Hann bretti var- irnar. „Þetta er ákaflega erfitt mál, Mr. Graham,“ sagði hann. „í fyrsta lagi verðum við að finna manninn. Hann verður áreiðanlega á ferðalagi með falskt vegabréf og undir fölsku nafni. Ég get, og að sjálfsögðu mun ég gera það, sent lýsingu á honum til allra landamæra- varða svo að við fáum að vita undireins, ef hann ýfirgefur landið. En það, að fangelsa hann, Mr. Graham, það er dá- lítið annað mál. Þetta svokall- aða lýðræðisskipulag okkar bindur hendur manna, sem gegna starfi á borð við það, sem ég' hef með höndum. Það er óhugsandi að hneppa menn í fangelsi án þess að hafa í höndum lögíormlega handtöku heimild11. Hann fórnaði hönd- unum og í hreyfingunni gat að líta uppgjöf þjóðernissinnans gagnvart lögum og fyrirmæl- um þjóðfélagsins. ,,0g á hvaða grundvelli getum við tekið hann fastan? Við höfum engar sannanir á hann. Við gætum að sjálfsögðu búið til sök á hend- ur honum, en síðan yrðum við að biðjast afsökunar eftir að í Ijós kæmi að við gætum ekk- ert sannað. Og hvað væri unn- ið við það? Nei, mér þykir það mjög miður, við getum ekkert gert gagnvart Banat. Ég held líka að það út af fyrir sig breyti ekki til muna aðstöðu okkar. Nú sem stendur verðum við að- eins að hugsa um framtíðina og miða allt við hana. Við verðum að skipuleggja málin þannig, að þér komizt á öruggan hátt heim til Englands“. „Ég hef, eins og ég hef áður sagt yður, tryggt mér svefn- vagn með lestinni klukkan ell- efu í fyrramálið. Ég get ekki skilið hvers vegna ég ætti að breyta áætlun minni. Mér finnst að því fyrr sem ég fer héðan því betra“. Haki hershöfðingi hleypti brúnum. „Leyfið mér að full- vissa yður um það, Mr.‘ Gra- ham, að ef þér farið með þeirri lest eða nokkuri annarri lest, þá mynduð þér verða liðið lík áður en þér kæmust til Bel- grad. Þé skuluð ekki imynda yður, að annað samferðafólk myndi á nokkurn hátt hindra þá, sem sækjast eftir lífi yðar, i áformum þeirra. Þér megið ekki gera of lítið úr fjand- manninum. Það væri ákaflega hættulegt. í lest myndi þeim takast að veiða yður eins óg rottu í gildru. Gerið yður þetta Ijóst. Lestin nemur oft staðar á leiðinni milli tyrknesku og frönsku landamæranna. Á hverjum og einum þessara staða gæti morðinginn stigið á lestiná. Þér skuluð bara hugsa yður sjálfan í lestinni alla þessa leið. Þér farið mjög var- lega. Þér reynið að halda yður vakandi af því, að þér óttist að þér verðið stunginn til bana meðan þér svæfuð. Þér þorið ekki að standa upp og fara fram á ganginn af því að þér

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.