Alþýðublaðið - 13.04.1950, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1950, Síða 3
Fimmtudagur 13. apríl 1950. ALÞÝÐUBLAÐfÐ sc FRAMORGNITÍL KVOLDS í DAG er fimmtudagurinn 13. apríl. Látinn Stefán Gunnlaugs son landfógeti 1883 og Hándel tónskáld árið 1759. Sólarupprás var kl. 6,05. Síð- degisháflæður verður kl. 20.53. Árdegisháflæður.er kl. 3,05. Síð degisháflæður <er kl. 15,25. Sól er hæst á lofti í Reykjavík kl. 13,28. Næturvarzla: Ingólfsapótek, sínii 1330. Næturakstur: Bifreiðastöð Hreyfils, sími 6633, eftir kl. 2: sími 6636 og 1382. Skipafréttfr Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss kom til Rotterdam 9.4. fer þaðan væntanlega 12.4. til Hamborgar, Hull og Reykjavík- tir. Fjallfoss er á Hvammstanga, £er þaðan til Skagastrandar. Goðafoss kom til Antwerpen 12.4., fer þaðan til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Searsport 7.4. til Reykjavíkur. Selfoss kom til Heroya í Noregi 11.4. frá Akureyri. Tröllafoss kom til New York 8.4. frá Reykjavík. Vatnajökull kom til Tel-Aviv 6.4. M.s. Arnarfell lestar saltfisk a Eyjafjarðarhöfnum. M.S. Hvssafell er í Neapel. Foldin er væntanleg til Pal- estínu á föstudag. Lingestroom er í Amsterdam. Hekla fer frá Reykjavík um hádegi á morgun austur um land til Siglufjarðar. Esja er í Reykjavík. Herðubreið var á Akureyri í gær. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkveldi á Húnaflóahafnir til Skagastrand- ar. Þyrill ér í Reykjavík. Ár- mann fer væntanle*ga frá Rvík um hádegi í dag til Vestmanna- eyja. Blöð óg'tímarit Tímaritið Úrval. Nýtt hefti af Úrvlai er komið úr. Efni þess er: Reynsla mín af sálkönn- tin“, Brauðbiti og líkkista úr tini,' smásaga eftir Ignazio Sil- one, Síðasti geirfuglinn eftir Julian Huxley, Rommel gegn Hitler1 Þegar sandeðlan missir halann* Þar sem feðurnir liggja á sæng, Heiðarleikapróf, Fram tíðarmöguleikar erfðafræðinm- ar eftir Julian Huxley, Flugið, sem breytti heiminum, f lang- ferðabíl um Ameríku, Rósemi dauðans, Hverjar eru óskir æsk unnar?, Kynfæri yngjast upp, í leit að týndum börnum Ev- rópu, Hið fljótandi gull, 'Ævi og ást ívars grimma, Mesti leyni- lögreglumaður Fraltka og bók- in: Leiðir til að sigtast á áhyggj um og kvíða' eftir Dale Carn- egie. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stj.). 20.45 Lestur fornrita: Egils saga Skallagrímssonar (Einar Ol. Sveinsson prófessor). 21.15 Dagskrá Kvenréttíndafé- lags íslands. — „Konan á krossgötum“, hugleið- ingar Elínar Wágner (Britta Björnsson cand, mag.). 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Þýtt og endursagt (Ólaf- ur Friðriksson). 22.10 Sinfónískir tónleikar (plötur). ALLT til skemmtunar og fróð- leiks, 2. h. er komið út. í heftinu eru margar s’másögur, framhalds saga, kvikmyndasíða, flugsíða, tónlistarsíða, íþróttir, skáksíða (birtir skák, sem Friðrik Ól. og Lárus Johnsen tefldu), bridge- síða, krossgáta, húsmæðrasíða, íslenzk tízkumynd, myndasaga, myndasltrýtlur og ýmis skonar myndir aðrar bæði innlendar og erlendar. Söfn og sýningar Bókasafn Alliance Francaise: Opið kl. 15—17. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 —15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. L3.30—15.00. Skemmtanir Austurbæjarbíó (sími 1384): „Meðal mannæta og villidýra. (amerísk) Bud Abbott og Lou Costello. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gamla Bíó (sími 1475:) — „Páska-skrúðgangan“ (amerísk) Fred Astaire Judy Garland, Pet- er Lawford og Ann Miller. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Æskuástir tónsnillingsms“ Mariella Lotti. Sýnd kl. 7 og 9. „Vinirnir“ Sharyn Moffett og Jerry Hunter. Sýnd kl. 5. Nýja Bíó (sími 1544): — „Allt í þessu fína. . .“ (amerísk) Clifton Webb. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó (sími 81936); — „Seiðmærin á*Atlantis“ (frönsk) Maria Montez Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — „Quartet" (ensk). Mai Zetter- ling og Susan Shaw. Sýnd kl. 5 og 9. Tripolibió (sími 1182): — „Leðurblakan“ (býzk). Sýnd kl. 7 og 9. „Jumbo og ég“ og kóngs dóttirin sem vildi ekki hlægja11. Sýnd kl. 5. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): „Humo.resque11 (ame- rísk). Joan Crawford, Johan Carfield og Oscar Levant. Sýnd kl. 9. „Litli og Stóri og smyglar arnir. Sýnd kl. 7. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): „Þar, sem sorgirnar gleymast11. Tino Rossi. Sýnd kl. 7 og 9. SAMKOMUIIÚS: Hóíel Borg: Hljómsveit leik- ur frá kl.,9 síðd. Ingólfscáfé: — Hljómsveitin leikur frá kl. 9.30. Or öll&im éttvw Bólusetning gegn . barna- veiki. Pöntunum veitt móttaka í síma 2781 fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl. 10—12 f. h. Fólk er minrít á að láta bólu- setja börn sín. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, verður fram- vegis opin á þriðjudögum og föstudöguhi kl. 3,15—4 síðd. H.TÓLREIBAMENN og aðrir ökumer.n. Þegar . farartæki mætast á gatnamótum, ber þeim að bíða, sem hefur öku- tæki á vinstri hönd. VARÚÐ TIL VINSTRI er setning, sem þér .skuluð hafa í lmga í hvért EÍnn, sem þér nálgist gatnamót. ÞesSi regla leysir þó engan undan þeirri skyldu að sýna fyllsíu nærgætni á báða bóga._ Slysavarnafélagið. Skömmfunarstjóri segir fjárhagsrá hafa hreyff fyrri ákvörðun sinni Sjállfsmynd eftir Kathe Kollwitz. KÁTHE KOLLWITZ er ein- stæð í heimi myndlistarinnar, og sýning á verkum hennar hér í Reykjavík hlýtur að vera einstæður listviðburður. Þessi sýning á því meira erindi til Islendinga á þessu herrans ári, sem þeir hafa nú lifað við góð og auðfengin lífskjör um margra ára skeið, en ævilangt strit án veraldlegra gæða í aðra hönd, fátækt og undirok- un hverfa æ lengra aftur í heim gleymskunnar í hug þjóð arinnar. Myndirnar, sem sýndar eru í sýningarsal Ásmunaar þessa dagana hljóta því að vekja ó- skipta athygli þeirra, sem gefa sér tíma til að skoöa þær. Hinir yngstu meðal vor munu stara á þær eins og skugga úr algerlega óþekktum heimi. Hinir eldri muna þá daga hér á landi, er gera þeim kleift að skilja þessar myndir betur, hvað efni þeirra snertir. ITvert sem viðhorf manna kann að 'vera til þess heims, sem mynair Kathe Kollwitz sýna, þá er það aoeins ein hiið málsins. Myndirnar eru lista- verk, einstæð listaverk á sviði svartlistarinnar.. Þær spegla ekki aðeins. einstæða sál lista- konunnar, hatur hennar á stríði, kúgun og pyntingum, skilning og samúð hennar með bláfátækri alþýðunni ög um- hugsun hennar um dauðann, heldur sýna þær einnig ein- staka snilld í meðferð pensíls og krítar. Formið, línurnar, samsetning myndanna — allt er þetta með handbragði snill- ingsins. Kathe Kollwitz kom árið 1878 til listnáms í Berlín, þá 18 ára að aldri og ættuð frá Austur-Prússlandi. Hún nam list sína í hinni þýzku höfuð- horg og i Múnchen, en 24 ára giftist hún lækninum Karl Kollwitz, og settust þau að í einu af fáta;krahverfum Ber- línar. Þar bjó iistakonan í nærfellt hálfa öld, ávallt í sama húsinu. Hún kynntist nú æ betur fátækri alþýöunni og list hennar þroskaðist. Naut hún ‘æ meiri viðurkenningar og varð fyrst kvenna kjöriri í þýzka listakademíið. Heims- styrjöídin fyrri hafði djúp á- hrif á Káthe, enda missti hún þá annán son sinn. Þegar nazistar komu til valda, var eitt fvrsta verk Göbbels, að banna sýningar á verkum Káthe Kollwitz og reka hana úr akademíinu. Hún fékk þó að búa í húsi sínu, þar til það var eyðilagt í sprengju- árás í styrjaldarlok. Þá hrökki aðist hún burt frá Berlín, suð- austur á bóginn. Ekki biðu hennar þó betri örlög þar. Enda þótt k.ommúnistar væru þá að komast þar til valda í skjóli rússneska byssustingja, bjó hún við þröngan kost, og lézt árið 1945; en skorturinn og hungrið, sem hún hafði á áhrifaríkan hátt sett fram í myndum sínum, stóðu við hennar eigin dánarbeð. Það er einstakt tækifæri, sem Reykvíkingum gefst með sýningunni á verkum Káthe Kollwitz, og ætti enginn sá, sem áhuga hefur á lífsbaráítu alþýðunnar, á listum, eða hvoru tveggja, að láta það tækifæri sér úr greipum gsnga. Við sækjum iiin í Hafnarfjörð, Reykj avík og nágrenni. ÞVOTTAHÚSIÐ FRÍÐA Sími 9832. Frá Elís Ó. Guðmunds- syni skömmtunarstjóra hefur blaðinu borizi: eftirfarandi yfirlýsing: VEGNA ÞRÁLÁTRA* BLAÐASKRIFA, ummæla í útvarpi og nú síðast persónu- legrar árásar á mig út af því, að ég auglýsti 31. marz s. 1., að úr gildi fél’u þá skömmtunar- reitir frá fyrra ári fyrir vefnað- arvörum og sokkum, þykir mér rétt að taka fram eftirfarandi: 1) í bréfi fjárhagsráðs til skömmtunarstjóra, dags. 24. febr. s. 1., segir, að vefnaðar- vörureitir ársins 1949 og sokka- miðar frá s. 1. ári, sem fram- lengdir voru um s. 1. áramót, skuli falla úr gildi. Þessi ákvörð un fjárhagsráðs, sem gerð var á fundi þess 22. febr. s. 1., var raunar aðeins ný staðfesting á fyrri ákvörðun ráðsins um þetta sama atriði. 2) Eftir að hafa meðtekið þetta áminnzta bréf fjárhags- ráðsins sagði ég svo auðvitað hverjum, sem um það spurði, að umræddir reitir ættu að falla úr gildi 31. marz, án þess þó að ég gæfi út um það nokkra sér- staka auglýsingu. Frásagnir blaðanna um þetta atriði síðustu dagana í marz voru því efnis- lega réttar, þótt ekki væru þær nein tilkynning frá mér, heid- ur aðeins rétt svar mitt við fyr- irspurnum. 3) Um hádegisbilið 31. marz s. 1. fékk ég að vita í símtali við einn meðlim fjárhagsráðs- ins að ráðið hefði þá þann sama dag breytt fyrri ákvörðun sinni í þessu efni og samþykkt að íramlengja enn á ný gildi þess- arra umræddu skommtunar- reita. Auglýsti ég svo um kvöldið þessa nýjustu .ákvörð- un fjárhagsráðsins, eins og mer bar skylda til. Af framansögðu ætti það að vera hverjum manni Ijóst, að ég hef á engan hátt gefið út rangar né blekkjandi tilkynn- ingar til almennings, heldur að- eiris skýrt rétt frá þeim ákvörð- unum, sem í gildi voru á hverj- um tíma, og ekki auglýst neitt annað en. það, sem mér bar skylda til. Samkvæmt gildandí reglugerð um vöruskömmtun. fer.fjárhagsráð með ákvarðan- ir sem þessa. og hef ég engari atkvæðisrétt þar um. LesiÓ Al þýiul íial m Reykjavík, 12. apríl 1950. Elís Ó. Guðmundsson. skömmtunarstjóri. m |^| .di ir Þeir, sem enn hafa ekki greitt leigu eftir garðlönd sín, þurfa að gera það nú þegar, þar sem dráttur á greiðslu leigug-jaldsins skoðast hér eftir sem uppsögn á garðland- inu og því útfelutað til annarra. Gjöldunum veitt móttaka á skrifstofu bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, sími 81000. Ræktunarráðunautur Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.