Alþýðublaðið - 13.04.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 13.04.1950, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. apríl 1950. Útbo Tilboð ósk'ast um smíði steinsteyptra íbúðar- húsa við írafoss í Sogi. Uppdrátta og lýsinga má vitja í teiknistofu Sigurðar Guðmunds'sonar og Eiriks Einarssonar, Lækjartorgi 1, í dag og á morgun kl. 5-—6. Skiiatrygging kr. 200,00. T MEÐAN VIÐ BÍÐUM. Monodrama í einum þætti. Framhald. „Þér eruð áreiðanlega ekki komin mikið yfir þrítugt“, sagði ungi læknirinn við mig um daginn. Og þegar ég hló, bætti hann við. „Þetta, að miða aldur fólks við ár og mánuði, er eitt af því heimskulegasta, sem fundið befur verið upp á. Réttast væri, að læknarnir á- kvæðu aldur manna, eftir lík- amshreysti og lífsfjöri. Og ég fullvissa yður um það frú, að þér eruð aðeins þrjátíu og tveggja . . . á bezta aldurs- skeiði lífsins. En jafnvel það varir ekki að eilífu“, nei það sagði hann nú ekki. Ef ungur glæsilegur og vel menntaður maður . . . já, og vel efnaður . . kæmi hingað inn í stofuna, tæki í hönd mér og segði: „Þér eruð aðeins þrjátíu og tveggja ára, frú, — en karl- fauskurinn sem þér eruð fjötr aðar við, er orðinn svo kalkað- ur, að hann situr yfir spilum þann tíma sólarhringsins, sem fleygum og færum mönnum ber að eyða í bólinu hjá konu sinni, og stokkar, gefur, gefur og stokkar mislit pappaspjöld í stað þess að vefja hana örmum. . . hann er orðinn áttræður frú mín góð, — ekki að árum kannski, en hann er orðinn átt- ræður. Og áttræður verður hann héðan af, — nema hann skyldi komast yfir nírætt og taka upp á því að sofa og hrjóta á legu- bekknum allt kvöldið, með Morgunblaðið eða Tímann yfir snjáldrinu. . . Komið með mór, frú . . . Langt, langt í brott frá áttræðum körlum, sem stokka og gefa og leika sér að mislitum pappaspjöldum. . . hafið þér kom ið 'til Ítalíu? Eða komið með mér eitthvað upp á heiðar, þar sem mosahvammarnir verða glóð heitir í sólskininu . . Og ég mundi spretta upp úr sæti mínu, ekki . . . farðu ekki. . . . Eg kem með þér upp á heiðar. Og á með an karlfauskurinn stokkar og gefur og þambar whiskysjússa ligg ég í faðmi þínum, ástin mín . . . ástin mín. . . Og ég væri bara seytján ára telpa . . hrædd og titrandi seytján ára telpa. . . Nei, nei . . . ég væri þrítug kona, heit og þyrst, ólagandi af ástríðu. . . . Komdu, við skulum flýja . . flýja . . . flýja. . . Frúin rís skyndilega á fæt- ur . . . hlustar . . . og svip- ur hennar verður ótta þrung inn. „Hvað var þetta. . . . Fóta- tak . . . Það var fótatak. Það var einhver að ganga um stigann. Ekki Björn, •— hann mundi hafa hringt. . . . Hamingjan góða . . . Þey. . . þey. . . Nei, — jú. . . Það er fótatak . . . Og nú var einhver að fara . . .“. Hún stendur kyrr og hlust. ar. Síðan gengur hún út að gluggaunm tekur í jaðar gluggatjaldsins, en hikar við. „Nei, ég þori ekki. . . ég þori ekki að líta út í myrkrið. Þetta var fótatak. . . Það. . . Það skyldi þó ekki vera fyrirboði. . . Skyldi eitthvað hafa orðið að Birni? Hann fer alltaf svo ógætilega yfir götur. . . Hann skyldi þó ekki hafa . . . einmitt þegar fóta takið heyrðist. . . Nei, hvaða vitleysa. Þetta var ekki fóta- tak. Þetta hefur bara verið ein- hver súgur. Rraunar hef ég aldrei orðið vör við súg' hérna í húsinu, en bað er sama. Þetta ter bara hugarburður. Bara hugarburður. . . Björn situr og stokkar og gefur og hlær og spjallar. . . Tekur bakföll í sæt inu og hlær. Hann hefur fengið góð spil á hendi, núna rétt einu sinni . . . Hann er alltaf svo heppinn í spilum . . . Framhald. reka honuð lögrung og segja: „Skammist þér yðar ekki, lodd- inn yðar. Þér viljið tæia unga og saklausa konu á bro’tt 'frá manni hennar, sem ann henni hugástum . . . Með kjökri. Það er ekki satt, að haim sé orðinn áttræður. Það er ekki ýatt. Snáfið á brott og takið ein- hverja rauðhræða kvéríshift í hárauðum kjól með yður upp á heiðar og faðmið hana og kyss- ið í glóðvolgum mosahvammi . . Ó, ég er svo óhamingjusöm . . . ég er svo óhamingjusög. . . Ég er orðin f jörutíu og sjö . . . hugs- ið yður, — ég er að verða ker’,- ing. . . Engum ungum manni gæti komið til hugar að reyna að draga mig á tálar. . . Farðu iesiS Alþýðublaðið! Smiirt brauð og snliiur. Til í búðinni allan dag- inn. — Komið og veljið eða símið. Síld & Fískur. Eric Amhler GREIPUM DAUÐANS „Jú.“ Nú var komið að því, að hann varð að grípa til lýg- innar. ,,Ég ætla að fara beint til hans. Eftir það þarf ég að hitta nokkra menn í viðskipta- erindum. Lestin fer ekki fyrr en klukkan tvö um dagmn, svo að ég held, að ég hafi tíma til þess. Við getum hitzt í lest- inni.“ Hún andvarpaði. „Þér hafið svo mikið að gera, alltaf verða þessi viðskiptamál að ganga fyrir öllu öðru. En ég ætla að tala við yður aftur í fyrra málið.“ „Ég er hræddur um, að það verði. erfitt. Ég er hræddur um, að ef við ákveðum það, þá muni ég ekki geta haldið áætlun. Það er bezt að við hittumst í lestinni.“ Hún sneri sér nokkuð snögg- lega að honum. „Eruð þér að segja satt? Þér segið þetta ekki af því, að yður hafi snúizt hug- ur?“ „Kæra J.osette." Hamr opn- aði munninn til þess að skýra þetta fyrir henni og hversu á- ríðandi erindum hann hefði að gegna. En hann hætti við það. Það var bezt að koma ekki með of miklar útskýringar. Hún þrýsti, handlegg ,hans. „Ég ætlaði ekki að þreyta yður, chéri. Það er bara þetta, að ég vil vita vissu mínaj Við mun- um hittast í lestinni, ef þér vilj ið hafá það svo. Við getum fengið okkur glas saman í To- rino. Við munum koma þangað um klukkan fjögur, og við munum standa þar við í hálf- tíma. Það stafar af flutninga- lestunum frá Milano. Það eru ágætar knæpur í Torino. Það væri tilbreyting að héimsækja einhverja þeirra eftir þessa leiðinlegu sjóferð.“ „Já, ég hlakka til þess. En José. Hvað um hann?“ „O, við skulum engar áhyggj- ur hafa af honum. Hann getur setið einn að drykkju. Það er mátulegt á hann fyrir ókurt- eisina gagnvart yður í morgun. Mér er alveg sama hvað José hefst að. Eruð þér búinn að skrifa öll bréfin, sem þér ætl- uðu að skrifa?“ , „Ég ætla að ljúka við þau í kvöld.“ „Og að því loknu eigið þér frí?“ „Já, eftir að hafa lokið við bréfin hef ég ekkert fyrir stafni.“ Hann fann, að hann gat varla þolað meira af þessu og þvílíku. Hann sagði: „Yður verður lcalt, ef þér standið hérna miklu lengur. Eigum við ekki að koma inn?“ Hún nam staðar og sleppti handlegg hans, svo að hann gæti kysst hana. Hún sveigð- ist aftur á bak um leið og hún þrýsti sér að honum. Nokkrum sekúndum síðar færði hún sig frá honum hlæjandi. „Ég verð að muna, að framvegis verð ég að segja „Viskí og sóda“, en ekki „Viskí sóda“. Það er á- ríðandi. Er það ekki?“ „Mjög áríðandi.11 Ilún greip handlegg hans. „Þér eruð dásamleg'ur. Ég er ákaflega. hrifin af yður, chéri.“ Þau lögðu af stað eftir þil- farinu í áttina til reyksalsins. Hann var þakklátur fyrir, hvað skuggsýnt var. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir Möller. Þýzki njósn- arinn var vanur að fara frá borðinu og ganga til klefa síns undir eins og hann var búinn að borða. En að þessu sinni stóð Banat fyrstur upp, og það var auðséð, það var með ráðum gert. Rætt var um einskis verða hluti þangað til ítölsku mæðg- inin stóðu upp og fóru. Möller hafði rétt áður farið að tala um fornleifar, en auðfundið var, að hann var ánægður, þegar hann gat sleppt því umræðu- efni. „Þér verðið að viður- kenna, Mr. Graham, að mér hefur tekizt vel að læra þessar- romsur utan að. Ég hef alls ekki komið upp um vanþekk- ingu mína á þessu sviði. Ég ef- ast um, að sjálfur höfundurinn hefði þekkt aftur orð sín. Ég hef bætt við ýmsu frá eigin brjósti, bara til að gera um- ræðuefnið dálítið skemmti- legra. Ég vona, að yður hafi ekki leiðzt um of“. „Ég var einmitt að hugsa um það, hvers vegna þér væruð að leggja þetta á yður. Ég er al- veg viss um, að það var eins og þér töluðuð latínu hvað snertir Baronellimæðginin. Þau höfðu að minnsta kosti engan áhuga á því, sem þér voruð að segja.“ Það var eins og Graham hefði sært Möller. „Ég var ekki að tala til þess að skemmta mæðginunum, heldur aðeins til þess að sýna, hvað ég væri dug- legur að læra utan að. Það er heimskulegt að segja, að miixn- ið minnki með aldrinum. Trúið þér því, Mr. Graham, að ég sé sextíu og sex ára?“ „Ég hef engan áhuga á aldri yðar.“ „Nei, vitanlega ekki. Kannski við ættum að tala saraan undir fjögur augu. Ég sting upp á því, að við löbbum saman úti á þilfari. Það er að vísu rigning, en það gerir ekk- ert til.“ „Frakkinn minn er þarna á stólnum." „Þá ætla ég að hitta yður uppi á bátadekkinu eftir nokkr- ar mínútur.“ Graham stóð og beið á þil- farinu, þegar Möller kom upp. Þeir færðu sig upp að einum björgunarbátnum og stað- næmdust þar. Möller sneri sér beint að efn- inu. „Ég geri ráð fyrir, að þér hafið talað við Kuvetli.“ „Já, ég hef talað við hann,“ svaraði Graham stuttlega. „Jæja?“ „Ég hef ákveðið að taka til- boði yðar.“ „Stakk Kuvetli upp á því?“ Graham fór að hugsa, að þessi yfirheyrsla yrði ekki neinn barnaleikur. Hann svar- aði: „Nei, ég afréð þetta sjálf- ur. Mér leizt ekki á manninn og ég skil ekkert í því, áð tyrk- neska stjórnin skuli hafa falið slíkum heimskingja svo vanda- sarnt starf. Það er furðuleg ráð- stöfun." „Hvers vegna.álítið þér hann vera heimskingja?" „Hann virðist álíta, að þér ætlið að svíkja mig, og að ég sé neyddur til að taka við pening- unum. Hann hótaði að kæra mig fyrir brezku stjórninni. Þegar ég minnti hann á, að ég væri í braðri hættu, þá hélt hann, að ég væri að gera til- raun til þess að blekkja hann. Ef það er yðar skoðun, að þann ig eigi vitur maður einmitt að hegða sér undir svona kringum- stæðum, þá verð ég að játa, að ég hef ekki haft rétta skoðun á yður.“ „Ef til vill er hann ekki van- ur að fást við brezkt sjálfsálit,11 svaraði Möller glottandi. „Hve- nær hittust þið?“ ,,í gærkveldi, nokkru eftir að við töluðum saman.“ „Og nefndi hann mig á nafn?“ „Já, hann varaði mig við yður.“ „Og hvernig tókuð þér þeirri aðvörun?“ „Ég svaraði, að ég mundi skýra Haki hershöfðingja frá. því, hvernig hann hefði hagað sér. En ég verð að segja, að mér virtist, að hann tæki sér það ekki mikið nærri. Ég verð að segja, að ef ég hef haft ein- hverja von um, að ég gæti notið verndar frá honuum, þá sleppti ég alveg þeirri von. Ég treysti honum ekki. Ég get ekki séð, hvers vegna ég ætti að leggja líf mitt í hættu fyrir fólk, sem hegðar sér gagnvart mér alveg eins og ég sé glæpa- maður.“ Hann þagnaði. Hann gat ekki séð svip Möllers, af bví $ð hann stóð inni í dimmu skotinu, en honum fannst, að maðurinn væri ánægður. „Og þér hafið ákveið að samþykkja tillögu mína?“ „Já, ég hef ákveðið það. En,“ hélt Graham áfram, „áður en við höldum áfram er það eitt eða tvö mál, sem ég vil gjarna ræða við yður.l‘ „Já?“ vestur um land til ísafjarðar hinn 18. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á morgun og laugardag. Farseðl- ar seldir á mánudag. er símanúmerið okkar. Sækjum. — Sendum. ÞVOTTAHÚSIÐ FRÍÐA. Lækjargötu 20. Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.