Alþýðublaðið - 18.04.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1950, Blaðsíða 3
Þriðjudagiir 18. æpril 195§ ALÞÝDUBLAÐ8Ð 3 FRÁMORGNITIL KVÖLDS í DAG er Iiriðjutlagurmn 1.8. apríl. Fæddur ivlagiuis Krist- jánsson ráSherra árið 1862. Lúther niætir í Worms árið 1521. Sólarupprás var kl. 5.47. Sól- arlag verður kl. 21.09. Árdegis- háflæður er kl. 6.50. Síðdegis- háflæður er kl. 19.05. Sól er hæst á lofti í Rvík kl. 13.27. Næturvarzla: Laugavegsapó- tek, sími 1618. Næturakstur: Bifreiðastöð Hreyfils, sími 6633, eftir kl. 2: SÍmi 6636 og 1382. FlugfcrSir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gull- faxi fer kl. 9.30 til London og Kaupmannahafnar, Skipafrétíir M.s. Katla er á Vesll'jörðum. M.s. Arnarfell lestar saltfisk á Vestfjörðum. M.s. Hvassafell er á lei.ð frá Neapel til Cadiz. Brúarfoss fer frá Reykjavík kl. 20.00 í kvöld 17.4. til Vest- naannaeyja, Lysekil, Gauta borgar og Kaupmannahafnar. Dettifoss kom til Hull 14.4., fer þaðan til Hamborgar og Reykja víkur. Fjallfoss ier frá Reykja- VÍk kl. 22.00 í kvöld 17.4. til Halifax, N. S. Goðafoss fór frá Antwerpen 15.4. til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss fór frá Her- oya í Noregi 16.4. til Vestmanna eyja og Reykjavíkur. Tröllafoss £ór frá New York 14.4. til Baltim. og Reykjavík. Vatna- jökull fór frá Tel-Aviv 11.4., kom til Palermo 15.4. Hekla er á Akureyri. Esja er i Reykjavík. Herðubreið er Væntanleg til Reykjavíkur seint í kvöld eða nótt að austan og norðan. Skjaldbreið er í Reykja vík. Þyrill er í Reykjavík. Ár- tnann á að fara frá Reykjavík BÍðdegis í dag til Vestmanna- eyja. Foldin er í Palestínu. Linge- Btroom er í Amsterdam. Fyrirlestrar Cand. mag. Hallvard Mageroy sendikennari, flytur fyrirlestur um norska skáldið Aasmund Vinje. miðvikudaginn 19. þ. m. kl. 8.15 e. h. í I. kennslustofu háskólans. Öllum er heimill að- gangur. Blöð og tímarit Voco de Islando, 1. hefti 2. argangs, hefur blaðinu borizt. Efni þess er þetta: Hollenzk kona skoðar ísland (ferðasaga ÚTVARPIÐ 20.20 Ávarp frá Barnavinafé- laginu Sumargjöf (ísak Jónsson skólastjóri). 20.30 Tónleikar: Spænskir dansar eftir Moszkowsky (plötur). 20.45 Erindi: Leon Blum — samtíð hans og sam- starfsmenn; fyrra erindi (Baldur Bjarnason mag- ister). 21.15 Tónleikar (plötur). 21.25 Upplestur: „Áfram alda- veginn“, óprentaður kafli úr bók um íslenzka bóndann (Benedikt Gísla son frá Ilofteigi). 22.10 Vinsæl 105 (plötur). eftir Marianne H. Vermaas (= Fermas), hollenzka stúlku, sem dvaldist hér um skeið. Nótt eftir Þorstein Erlingsson, þýtt eftir Harald Jónsson lækni, Vík í MýrdaL Sálin' hans Jóns míns, íslenzk þjóðsaga þýdd af Árna Böðvarssyni stúdent. Steinbít- urinn, saga eftir Jón Trausta, þýdd af Ólafi S. Magnússyni kennara. Scfji og áýnlngar Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 -15. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13.30—15.00. Málverkasýning Ásgeirs Bjarnþórssonar í Listamanna- skálanum opin kl. 11—23. Skemmtanir Austurbæjarbíó (sími 1384): „Blúndur og blásýra“, amerísk. Cary Grant, Priscilla Lane, Raymond Massey, Peter Lorre. Sýnd kl. 7 og 9. „Meðal mann- æta og villidýr.“ Sýnd kl. 5. Gamla Bíó (sími 1475:) — „Paradísarbörn" (frönsk). Arletty, Jean-Louis Barrault og Pierre Brasseur. Sýnd 5 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Grímuklæddi riddarinn“ (am- erísk). Lynn Roberts, Hermann Brix, Stanley Andrews. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Allt í þessu fína. . .“ (amerísk) Clifton Webb. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó (sími 81936): — „Seiðmærin á Atlantis" (frönsk) María Montez. Sýnd kl. 5, 7, 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — ,,Mowgli“. Sabu. Sýnd kl. 5. Tripolibíó (sími 1182): — ,,Á leið til himnaríkis með við- komu í víti (sænsk). Rune Lind ström, Eivr Landström. -— Sýnd kl. 7 og 9. „Frakkir félagar“ (amerísk). Sýnd kl. 3 og 5. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): „í hamingjuleit" Robert Young og Sylvia Sidney. Sýnd kl. 9. „Sirkusdrengurinn" Sýnd kl. 7. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249): ,,Á hálum brautum“. Tyrone Power, Coletn Grey og Joan Blondell. Sýnl kl. 7 og 9. SAMKOMUHÚS: Hótel Borg: Hljómsveit íeik- ur frá kl. 9 síðd. Cr öíSíhb Frú Guðrún Jónsdóttir frá Auðsstöðum, Vestmannaeyjum, hefur til minningar um mann sinn, Magnús Jónsson frá Hlíð’- arenda, fært Kvennadeild Siysa varnafélags íslands í Reykjavík 500 krónur, sem varið skal tii skýlis á Faxaskeri. Með kærri þökk. — Kvennadeild Slysa- varnafélags íslands í Reykjavík. Breiðfirðingafélagið hefur sumarfagnað í Breiðfirðinga- búð í kvöld, þar verður spiluð félagsvist, Karlakór S.V.H. syngur, einnig verða sungnar gamanvísur um félagsstjórnina að lokum dans. S. V. í. R. Söngæfing í kvöld á venjulegum stað. Alt mæti kl. 8, aðrar raddir kl. 8,30. BÆJARSTJÓRN hefur kos- ið í stjórn Húsmæðraskólans Ragnhildi Pétursdóttur og Helgu Rafnsdóttur, en til vara Guðrúnu Jónasson og Þóru Vigfúsdóttur. FRÚ PÁLÍNA ÞORFINNS-1 DÓTTIR, Urðarstíg 10, er 60 ára í dag. í tilefni af því mun verða gestkvæmt á hinu mynd- arlega heimili hennar og tnanns hennar, Magnúsar Pét- urssonar. Hér skulu ekki rakin æviat- riði frú Pálínu, en hún er fa:dd og upp alin í Kjós, og hin mikla tryggð og ræktarsemi við átt- hagana, sem ævinlega kemur fram hjá frú Palínu, eru alger- lega einkennandi fyrir skap- ferð hennar. Einmitt þessa römu lcosti hennar verða allir varir við, sem kynnaH henni, hvort sem þeir starfa með henni að sameiginlegum á- hugamálum í félagssamtökum eða þekkja hana á annan hátt. Pálínu Þorfinnsdóttur er í blóð borinn myndarskapur td allra verka og mikill dugnað- ur. Það eru gömul sannindi, að hver og einn þurfi á því að balda. sem honum er í upphafi íéð. Þannig er því líka farið með frú Pálínu. Lífsbarátta iiennar, eins og flestra alþýðu- kvénna, hefur verið það hörð, að hún heíur þurft á öllu þreki sínu að halda. Á hverjum tíma hefur hún lagt fram.sinn skerf til þess að sjá heimili sínu og börnum farborða. Enda er mér kunnugt um, að börn hennar hugsa til hennar með ást og bakklæti fyrir allt, sem hún hefur fyrir þau gert fyrr og síðar. Þar sem frú Palína er gædd góðri greind, var ekki nema að vonum, að húrg yrði snortin af verkalýðshreyfingunni. Hún sá þegar og skildi, að í þeim sam- tökum og í jafnaðarstefnunni í heild var hinn eini vegur, sem lá til bættra kjara vinnandi stétta og stefndi að meira ör- yggi og lífshamingju. Ekkert var fjær henni en sitja hjá og horfa á aðra heyja þá baráttu. Ung gerðist hún ótrauður liðs- maður í Verkakvennafélagihu Framsókn þegar á fyrstu árum þess, og minnist ég þess hve Erú Jónína heitin Jónatans- dóttir, fyrsti formaður verka- kvennafélagsins, mat mikils starf hennar þar. Frú Pálína er ávallt starfandi og áhugasöm í því félagi og skipar þar jafnan trúnaðarstöður. í lífi sínu og öllu starfi hefur frú Pálína jafnan notið stvrks frá trú sinni og kristindómi. Þess vegna hefur hún verið og °r traustur meðlimur í sínum röfnuði, fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Hún er góður starfs Pálína Þorfimisdótíir. kraftur í kvenfélagi þess safn- aðar og jafnframt virkur félagi í kvenfélagi Hallgrímskirkiu. Um fleiri áhugamál sín og ai- menn velferðarmál hefur frú Pálína bundizt félagssamtök- iim. Þá má geta þess, að hún er einlægur stuðningsmaður bind- indishreyfingarinnar og hefúr tekizt að láta gott af sér leiða á því sviði. Síðast en ekki sízt vil ég nefna störf Pálínu Þorfinns- dóttur í Alþýðuflokknum, þótt þau verði hér ekki tínd eða tal- in. í Alþýðuflokknum hefur hún eins og margar aðrar góð- ar konur gengið mörg spor og unnið ósleitilega erfið og vandasöm verk án nokkurs annars endurgjalds en vita sig í þjónustu mannúðar og sann- leika. Frú Pálína hefur fyrr og síð- ar gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um í Alþýðuflokknum og á nú m. a. sæti í fulltrúaráði flokks- ins. Nokkur undanfarin ár hefur frú Pálína átt sæti í stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík. Því félagi hefur komið að gagni, hve hún er fé- lagsvön, og hve fijótt og vel hún leysir af hendi það, sem henni er falið. Reynslan þar er r,ú, að taki frú Pálína eitthvað að sér, þá er því máli borgið. Vona ég að Kvenfélag Alþýðu- flokksins og Alþýðufiokkurinn í heild megi sem lengst njóta starfskrafta hennar. Pálína Þoríinnsdóttir er djörf og heil í hverju því máli, er hún veitir stuðning. Því er gott að eiga hana að vini og samherja. Soffía Ingvarsdóttir. verður opnuð þriðjudaginn 18. apríl og starfar í sam- vinnu við Vinnumiðlunarskrifstofuna á Hverfisgötu 8— 10, Alþýðuhúsinu. Starfsmenn sömu og undanfarin ár. Allir, sem leita vilja ásjár ráðningarstofunnar um ráðningar til sveitastarfa, ættu að gefa^ sig fram sem fyrst og eru þeir áminntir um að gefa sem fyllstar upp- lýsingar um allt er varðar óskir þeirra, ástæður og skil- mála. Nauðsynlegt er bændum úr fjarlægð að hafa um- boðsmann í Reykjavík, er að fullu geti komið fram fyiir þeirra hönd í sambandi við ráðningár. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 10—12 og 1—5, þó aðeins fyrir hádegi á laugardögum. Sími: 1327. Pósthólf 45. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS. Sjötugur Jén Eflsifssen sjé- stsa&r HafnarfirSi JÓN EYLEIFSSON Hverfis götu 47 Hafnarfirði verður sjöt ugur í aag. Hann stundaði fyrr- um sjómennsku, en hin síðari árin hefur hann unnið hjá bæj arútgerð Hafnarfjarðar. Góður Alþýðuílokksmaður hefur harn alltaf verið og félagi í Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar frá rtofnun þess. Jón liggur nú á sjúkrahúsi í Hafnarfirði og munu margir verða til þess á þessum afmælisdegi hans að senda honum hlýjar kveðjur. MEÐALALÝSI hefur nú ver- ið hækkað í verði, og nemur hækkunin 50 aurum á V2 flösku af þorskalýsi, en 45 á ufsalýs- inu. Lýsið kostar nú, sem hér seg ir miðað við V2 flösku: Þorskalýsi kr. 3.00. Áður kr. 2.50. Ufsalýsi kr. 3.25. Áður kr. 2.80. Þetta verð miðast við inni- hald, en ef flöskum er ekki skil að barf að greiða þr sérstaklega 40 pr. stykki. Aððifudur Þjóð- ræknisfélagsins AÐALFUNDUR Þjóðrækn- isfélags íslendinga var hald- inn í Oddfellowhúsinu mið- vikudaginn 12. þ. m. I stjórn voru endurkosnir: Herra biskupinn Sigurgeir Sigurðsson, forseti. Ófeigur Ófeigsson læknir. Sigurður Sigurðsson berkia yfirlæknir. Kristján Guðlaugusson hrl. Dr. Þorkell Jóhannesson. Var hinn síðast taldi kosinn í stjórnina í stað Friðriks dóm- prófasts Hallgrímssonar, sem iézt á síðasta starfsári. Fjárhagur félagsins er góð- ur og hefur félagsstarfið verið mikið, einkum í sambandi við komu þerira hingað til lands dr. Vilhjálms Stefánssonar og Guðmundar Grímssonar hæsta léttardómara, en hingað komu þeir ásamt frúm sínum. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á fundinum: Aðalfundur Þjóðræknisfé- lags íslendinga, haldinn 12. apríl 1950, ályktar að fara eigi á þessu ári fram á opinbera styrkveitingu frá alþingi, cins og tíðkast hefur á undan- förnum árum. Telur fundurinn. að sem flest félagssamtök ætíu að leitast við að sækja ekki um styrkveitingar til hins op- inbera, fyrr en úr hefur rætzt þeim fjárhagsörðugleikum, er nú steðja að þjóðinni. ----------«.--------- r Asmundur vann 4 af 10 skákum í f jöiteflinu Á FÖSTUDAGSKVÖLÐ tefldi Ásmundur Ásgeirsson fjöltefli að Þór'sgötu 1. Teflói hann við 10 menn úr meistara- flokki og 1. flokki. Leikar lóru svo að Ásmundur vann 4 skák- ir, en tapaði 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.