Alþýðublaðið - 22.04.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.04.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. apríl 1950 A* ÞÝÐUBLAÐIÐ 9 FINNUK JÓNSSON, fulltrúi Alþýðufíokksins í sjáv- arútvegsnefnd neðri deildar alþingis, hefur nú lagt fram ýtarlegt álit varðandi frurnvarpiS um tólf stunda hvíld á sólarhring fyrir togaraháseta og leggur hann til, að frum- varpití verði samþykkt, með einni lítils háttar breytingu. Birtir Ælþýðubla’ðið álit Finns Jónssonar hér orðrétt. VÖKUR og takmarkalaus þrælkun togarasjómanna gekk á. sínum tíma svo úr hóf i fram, aó hraustbyggðustu menn urðu heilsulausir á unga aldri. Al- þýðuflokkurinn hóf þá baráttu fyrir löggjöf til verndar sjó- imönnum með þeim árangri, að hin alkunnu togaravökulög, sem formaður • Alþýðuflokks- íns, Jón Baldvinsson, fékk samþykkt á alþingi árið 1921, tryggðu togarahásetum 6 stunda hvíld á sólarhring, meðan skip voru að veiðum. Þetta orðalag var hártogað af sumum skipstjórum. Létu þeir slíta vöktum, þegar lagt var aí stað heim, og settu ekki vaktir fyrr en komið var á fiskimiðin aftur. Baráttunni var haldið á- frara, og með lögunum, sem gengu í gildi 1. júlí 1923, náð- ist hin upphaflega 8 tíma hvíldarkrafa, er átii að fyrir- ^ygg.i3 ofþjökun við þessa ströngu vinnu, sem öft var unnin í verstu veðrum. Einnig var svo kveðið á, að vaktir skyldu haldast, meðan skip væri í siglingu milli inrílendra hafna og fiskimiðanna. í bess- um lögum var ákveðið að skipta sólarhringnum sem hér segir: Fyrst 6 tíma hvíld og 18 tíma á þilfari, en síðan 8 tíma hvíld samfellda og 16 tíma á þilfari. Þogar fyrirkomulag þetta hafði staðið nokkur ár, komust Hienn á þá skoðun að fenginni reynslu, að heppilegra væri að skipta vöktum þannig, að 6 tíma hvíld kæmi eftir hverja 12 stunda vinnu. Er þetta að vísu nokkur frávikning frá lagabókstafnum, en hefur ver- íð framkvæmt átölulaust, enda verður styttra milli hvílda á þennan hátt við hina erfiðu vinnu. Þegar togaravökulögin voru sett, var vinnutími í landi al- rnénnt 10 stundir. Síðar var hann styttur niður í 8 stundir, en vinnutiminn á togurunum hélzt áfram óbreyttur. Þó var tekinn upp sá háttur í ófriðn- um, þegar allir togarar stund- .uðu ísfiskveiðar allt árið, að 4 hásetar sigldu til útlancla í Jiverri ferð, en hinir voru í landi og fengu kaup og fæðis- peninga og unnu við aðgerð á neíum, sem látin voru í land, þó eigi lengur en 16 stundir í söluferð. Þeir, sem í landi voru, fengu á þennan hátt hvíld frá erfiðinu, meðan tog- ararnir voru í siglingu og istunduðu eingöngu ísfiskveið- ar. Meðan svo va rástatt, virt- Sst ekki brýn ástæða til, að lög- gjafarvaldið hefði afskipti af ínálinu, en á þessu héfur nú orðið mikil breyting. Saltfisk- veiðar togara hófust á ný árið 1946, en hafa þó eigi verið stundaðar verulega fyrr en á þessu ári. Og er útlit fyrir, að þær veiðar haldi áfram. Við þessa breytingu hefur erfiði togaraháseta aukizt mjög á ný. Hefur málið því verið rætt af samtökum sjómanna og komið til umræðu á alþingi. Finnur Jónsson. í tilefni af frv. til 1. um tólf stunda hvíld togaraháseta, sem borið var fram á alþi.ngi 1947, en vísað var til ríkisstjórnar- innar, skipaði þáv. forsætis- og félagsmálaráðherra, Stefárí Jóh. Stefánsson, 6 manna milli þinganeínd í málið. í nefnd- inni voru Jónatan Hallvarðs- con hæstaréttardómari og Torfi Hjartarson tollstjóri, skipaðir án tilnefningar, Borgþór Sig- fússon, formaður sjómannafé- lagsins í Hafnarfirði, og Sigfús Bjarnason, starfsmaður Sjó- mannaíélags Reykjavíkur af hálfu sjómanna, en af hálfu útgerðarmanna Skúli Thorar- ensen forstjóri og Ingvar Vil- hjálmsson útgerðarmaður. Væntu menn góðs árangurs af starfi nefndarinnar. Nefndin starfaði í rúmt ár og hefur viðað að sér miklu af gögnum víðs vegar að. Hún klofnaði að lokum í þrennt. Fulltrúar sjómanna lögðu til, að lögboðin yrði 12 stunda hvíld togaraháseta, fulltrúar útvegsmanna lcgðust gegn þvi en tveir nefndarmenn geröu engar tillögur. Af þessu er aug Ijóst, að samkomulag næst ekki með hásetum og útgerðar- mönnum um þetta mál. Kemur því til kasta alþingis að kveða upp úrskurð í mál- inu. Sjávarútvegsnefnd hefur klofnað um frv. Tveir nefndar- menn, undirritaður Ák. J. vilja láta samþykkja frv., und- irritaður þó með lítils háttar breytingu, en þrír nefndar- menn (PO, GG og SÁ) vilja iáta fella það. Sjávarútvegsnefnd hafði undir höndum álit milliþinga- nefndar og upplýsingar þær, er hún hafði aflað. Enn fremur lagði hún bréflega ákveðnar spurningar fyrir Alþýðusam- band íslands og Félag ís- Lenzkra botnvörpuskipaeig- enda. Gætir þar mjög ólíkra sjónarmiða, bæði í nefndarálit- unum og eins í svörum sam- takanna. Fulltrúar útvegsmanna ieggja höfuðáherzlu á, að auk- inn hvíldartími mundi mjög draga úr framleiðslu togar- anna, og mannafjölgun á skip unum, sem nauðsynleg væri til að halda aflamagninu, ef hvíldartími væri aukinn, yrði svo kostnaðarsöm, að ókleift yrði að halda togi.runum úti. Jafnframt benda þeir til frí- stunda sjómanna á ísfiskveið- um, en gera saltfiskveiðarnar lítt að umtalsefni. Fulltrúar sjómanna segja hins vegar m. a. um þessi at- riði: „Átta stunda vinnudagur hefur verið lögleiddur með flestum menningarþjóðum heims og við hér á landi haft hann um árabil. Yíða e.r enn unnið að styttingu vinnudags- ins. Það er því ekki sæmandi, að togarasjómenn þurfi að vinna 16 klukkutírtia á sólar- hring og ávallt við mun verri aðstæður en menn í landi. ís- j lenzk togaraútgerð hlýtur að byggjast á því, að menn fáist til að stunda þá atvinnu, en það verður því aðeins, að menn njóti í þeim starfa þeirrar hvíldar og aðbúðar, sem þeim er nauðsynleg. Seinna atriðinu hefur verið séð fyrir með hin- um nýju og stóru skipum, sem við eigum nú. En að því er hvíldartímann varðar, verður ekki talið, að nauðsyn sjó- manna hafi verið fullnægt. og er þess ekki að vænta, að menn séu fúsir til þess að. ráða sig á togara til 16 stunda vinnu á sólarhring, er fáanleg er vinna í landi, þar sem 8 stunda vinnu dagur er gildándi. Það ér. vitað mál, að togara- vinna er engin íhlaupavinna og stór hópur manna gerir hana að lífsstarfi sínu, en eins og nú er háttað um vinnutíma, er ekki hægt fyrir menn nema á bezta aldri að stunda þessa at- vinnu. Þegar menn eru orðnir miðaldra, eru þeir orðrrír svo til útslitnir, en oft samt neydd- ir til að vera áfram á sjónum, sökum þess að þeir fá ekki vinnu í landi. Líðan þessara manna þarf ekki að lýsa. Útgerðarmenn halda því hins vegar fram, að stytting- vinnutímans mundi þýða fleiri menn um borð í skipunum og þar af leiðandi hærri útgerðar- kostnað. En við teljum miklar líkur fyrir, að þó f jölga þvrf ti mönnum til að byrja meo, mundi það koma fljótt í ljós, að vinnuafköst mundu aukast það mikið við^ aukna hvíld, að fleiri menn en nú eru um borð í togurunum mundu óþarfir.“ Ég fellst á rökstuðning full- trúa sjómanna í máli'nu og tel fengna reynslu sanna, að of langur vinnutími við erfiða vinhu dregui- mjög úr vinnuaf- köstum. Mótbára útgerðarmanna gegn aukningu hvíldartíma hefur eigi við rök að styðjást, hún er nákvæmlega hin sama tiú og þegar Tyrst var borið fram frumvarp um 6 stunda, hvíld og síðar 8 stunda hvíld j togaraháseta. LTtgerðarmenn töldu í bæði skiptin, að afköst- in mundu minnka, en reynslan sýndi, að þau uxu.að mun við tengdan hvíldartíma. Það er sama reynslan og kenndi bændum á sinni tíð, að þeir af- köstuðu meira við túnasláttinn með orfi og ljá á 10 klukku- stundum en á 12—16 stundum áður. Sú ofþjökun, sem togara- hásetar eiga nú við að búa á saltfiskveiðunum, er þess eðl- is, að við hana verður ekki un- að. Til sjósóknar þarf þrek og þor jafnframt fyrirhyggju. Þessa kostií þarf kð örva með hæfilegum hvíldartímum, Við þá hörðu vinnu, sem nú er krafizt af togarahásetum, end- ast fáir lengur en til fimmtugs- aldurs, en flestir miklu skem- ur. Erígin sanngirni mælir með, að togarahásetar séu ckyldir til að vinna 16 stundir á sólarhring, þegar larídmenn vinna 8 stundir, og er múnur- inn nógu mikill samt, þótt hvíldartími þeirra verði ákveð- inn 12 stundir. Bent mun á, að vinnutími annarra fiskimanna sé oft langur og hvíldartími þeir-ra eigi lögákveðinn. Er það rétt, og að því leyti telur Alþýðu- flokkurinn frv. þetta ganga of Gkammt, að það nær eigi til annarra en togaraháseta. Er það skoðun flokksins, að semja þurfi almenna löggjöf um vinnuvernd fiskimanna í sam- ræmi við éamþykktir stjórnar Alþýðusambandsins. Slík lög- gjöf þarf rækilegan undirbún- ing, og telur undirritaður eigi fært að fresta þessu frv. þann tíma, er hann kann að taka. Þar eð ég álít hagnað fyrir tog- araháseta, hagnað fyrir tog- araú.tgerðina og þjóðarheildina að lengja hvíldartíma togara- háseta, legg ég til, að frv. nái fram að ganga. Ég tel þó ekki hentugt að ákveða 12 stunda samfelldan vinnutíma og legg því til, að á frv. verði gerð þessi breyting: Við 1. gr.: Orðin ,,eða tvær tólf stunda vökur, eftir því sem hásetar á viðkomandi skipi kjósa heldur" falli niður. Með því að fyrirhugað er að leysa ríkis- sjóð frá rékstri áætlunarbifreiða, er sér- leyfisleiðm Reykjavík — Akureyri eða Akranes — Akureyri iaus til umsóknar frá og með 1. júní eða 1. jú'lí 1950 að teOjl'. Umsóknir skulu sendar póst- og síma- málastjórninni fyrir 10. xnalí næstkom- andi. Upplýsingar um férðafjölda og annao viðkomándO leiðinni gefur póst- og síma- rhálastjórnin. Póst- og símamálastjórnin, 19. apríl 1950. hefur afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. Hreinósföðki Sími 1273 og 7149 hefur duglega og reglu- sama' menn til hrein- gerninga. Pantið í tíma. Sigurður Sveinsson garð- yrkjuráðunautur hefur beðið blaðið fyrir eftirfar andi orðsendingu til skrúð garðaeigenda: allir TRJÁRÆKTAR- MENN ættu ekki að draga lengur að láta úðá og klippa trén, enn fremur að færa til tré í görðunum, ef þess er þörf, en það er víða sem trén hafa upphaflega verið gróður- sett of þétt og þarf því að grisja þau og færa til í röðun- um. Til liðunar er notað á þess- um tíma árs lyfið Ovicide, sem fæst hjá Grænmetisverzlun ríkisins. Lyfið er blandað í hlutföll- unum 1 líter af lyfinu máti 15 lítrum af vatni og hrært vel í þessari blöndu áður en úðað er, aðeins lauftré má úða með þessu lyfi. Barrtré svo sem greni og fura þola það ekki. Þá eru það vinsamleg til- mæli mín, að garða og lóðaeig- endur geri nú róttæka vor- hreingerningu og hreinsi allt rusl burtu er safnazt hefur saman yfir veturinn. Við erum allir þátttakendur í fegrun bæjarins og því nauðsynlegt að hver og einn geri skyldu sína. Garðyrkjuráðunautur er til viðtals alla virka daga nema laugardaga kl. 1—2,30, skiáf- stofan er í Ingólfsstræti 5, sími 81000. HANNESÁ HORNINU Framhald af 4. síðu. ar, enda mátti a greinileg merkja í máli Vals Gíslasonar og Þorsteirís Ö. Stephensen ein- læga gleði þeirra og stolt yfir hinni vtglegu byggingu og skil- yrðunum, sem hún skapar. Ég hygg líka að afrek. Arndísar Björnsdóttur muni ganga inn í sögu íslenzkrar leiklistar og þjóðleikhúss. í LJÓÐI SÍNU sagði Tómas GnSmundsson: „Landið allt í nótt er leiksvið, skipað annar- legri.drótt, er lýtur aðeins list, er snauðum börnum fær lykla- vald að jörð og himinstjörn- um.“ -— Þjóðleikhúsið verður því aðeins þjóðleikhús, að það fylgi þessari köllun, að það verði leikhús fyrir alla' þjóo- ina. -.{gi Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.