Alþýðublaðið - 22.04.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.04.1950, Blaðsíða 6
LO ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 22. apríl 1350 Frú Dáriðut Dulhelma: Á ANDLEGUM ÞJÓÐLEIK- HÚSSVETTVANGI. Jæja, mikið hefur nú gengið á, að því er fólk segir, — og meira stendur víst til. Það er foara ekki um annað talað en þetta eina, þ.ióðleikhús, þjóð- leikhús og aftur þjóðleikhús. jÞað er eins og öll vandamál þjóðarinnar, gjaldeyrisskortur, Vöruleysi og allt það, sé leyst um leið og þeir opna þetta folessað þjóðleikhús. Já, jafnvel að síldarleysið sé búið að vera og stjórnmálakarlarnir allt í einu farnir að haga sér eins og menn og vinna í ást og ein- drægni að öllu, sem þeir eru komnir til að vinna. Og haldið þið ekki að þeir, sem ég hef samband við, sumir sko, hafi kannske ekki líka fengið þessa þjóðleikhússdellu á heilann. Bókstaflega ekki hægt að ná sambandi við einn einasta al- mennilega nanda í allt fyrra- kvöld, — allir í þjóðleikhúsinu. Já, meira að segja karlar eins og Víga-Styrr gamli og Egill Skalla-Gríms, sem ég hélt nú satt að segja að ekki hefðu ver- ið mikið gefnir fyrir leiklist eða svoleiðis. Það er nú auðvitað ekki nema gott og folessað með þetta þjóðleikhús. En samt sem áður finnst mér nú að það sé helzt til mikið tilstand í kringum það. Og hvernig var eiginlega með þessa vígsluhátíð? Já, ég spyr foara! Eftir hvaða reglum voru menn eiginlega boðnir? Ég ætla samt að biðja alla um að taka þetta ekki svoleiðis, að ég hafi þótzt eiga einhverja heimtingu á því að vera boðin. Nei, ég fojóst satt að segja aldrei við þeim heiðri. Ég er orðin því svo Vön, að menn gangi fram hjá mér og vanmeti mitt st'arf og strit í þágu andlegu menning- arinnar, að ég kippi mér ekki upp við það. Raunar, — já, ég segi það bara eins og það er, — þá hafði ég nú komið mér upp kjól fyrir vígsluna, ef ske kynni . .. Já og cape auðvitað líka, og það gerir með öllu og öllu sínar sex þúsundirnar, en hvað um það! Ég gerði þetta svona að gamni mínu og upp á von og óvon, án-þess að hafa aðra á- tyllu en þá, að ég vissi að ég átti þann heiður fyllilega skilið, sem ein af sálrænUstu konum þessarar þjóðar, að vera boðin til vígslunnar. En þar munu nú karlmennirnir hafa ráðið, eins og annars staðar, og það hefur nú aldrei verið þeirra sterka hlið að kunna að meta sálrænar konur. Nú, og svo geri ég ráð fyrir að pólitíkin hafi verið eitthvað þarna á bak við, eins og annars staðar. Það væri víst þá í fyrsta skiptið, sem hún væri fjarverandi, þegar eitt- hvað stendur til. Og ég er svo sem ekkert að kenna þjóðleik- hússtjórnaum eða neinum öðr- um um þetta og ég læt mér auð- vitað ekki til hugar koma, að fara að krefja neinn skaðabóta, þótt sex þúsund krónur séu auövitað talsverðir peningar, — onnþá. Ég get sem bezt notað bessar flíkur, þegar andlega höllin verður vígð. Þar ræð ég, hverjir boðnir verða, og það er ekki víst að þeir, sem réðu boð- unum í þetta skiptið, verði boðriir þangað. Það ér keki víst, segi ég. Annars ætla ég mér hvorki að fara út í pólitík né manngreinarálit þegar þar að kemur. En, —■ hvernig. er það; — eigum við, sem ekki vorum á- iitnar þess verðugar að vera boðnar, ekki heimtingu á því, að fá að vita hverjar og hverjir voru úrskurðaðar verðugar? Er þetta ekki opinbert alþjóðar- fyrirtæki? Er ekki hægt að krefjast þess, að boðslistinn verði birtur, svo að maður sjái, hverjar og hverjir eru rnanni meiri? Það er ekki mín vegna, sem ég hreyíi þessu, en ég veit bara, að ég tala fyrir munn fjölda margra kvenna. Ég sjálf er enginn hégómi, og auk þess stóð mér bæði hjartanlega á sama, — og skildi allar aðstæð- ur. En þetta er menningarleg réttlætiskrafa! Birtið boðslist- ann! í andlegum friði. Frú Dáríður Dulheims. I Smurf brsyð i cg sullur. ■ Til í búðinni allan dag- j inn. — Komið og veljið ; eða símið. Síld & Flskur. Úra-vlðgerðlr. Fljót og góð afgreiðsla. Guðl. Gfslasori, Laugavegi 63, I sími 81218. lesið Alþýðubíaðíð1 fyrir ofan borgina. Það kom í veg fyrir að sólin stafaði á hús in og þau sýndust grá og kulda leg í morgunsárinu. Banat var einn á þilfarinu. Hann stóð þar og athugaði skipaferðirnar. Hann var fuil- ur af athygli og líktist einna helzt undrandi litlum dreng. Það var varla hægt að trúa því, að þessi sami maður hefði ekki alls fyrir löngu komið út úr klefa númer fjögur með hníf í hendinni, sem hann hafði stungið Kuvelti til bana með, að á jsessari stundu væru skjöl Kuveltis í vasa hans, pen ingar hans og skanrmbyssa, sem hann ætiaði að nota inn- an stuttrar stundar til að fremja annað morð með. Þetta var hræðilegur maður og drengslegur sakleysissvipur hans gerði hann enn ógeðs- legri. Hefði Graham ekki verið hættan svo vel ljós, sem hann var sjálfur í, þá mundi hann helzt hafa viljað trúa því, að það, sem hann hafði séð í klefa i:úmer fjögur hefði bara verið íjótur draumur. Nú .far.n hann ekki til neins ótta. Hann fann ao liann var kominn í ástand, sem hann hafði aldrei verið í áður í lífi sínu. Hann skalf örlítið, dró andann tíðara en áður, hann kyngdi oft, var alveg á verði, okkert gat farið fram hjá hon- um, ekki hin minnsia hreyf- ing, ekkert augnatillit. Það var alveg eins og heilinn hefði tap að sambandi við líkama hans. Hsnn varð undrandi yfir því hve hratt hann hugsaði og hve albúinn hann virtist vera t.il hvers sem vera skyldi. Hann fann ekki til neins konar hiks eða ótta. Hann vissi það, að eini möguleikinn til að halda lífi sínu og komast heirn til Englands til þess að samning- urinn milli Breta og Tyrkja gæti komizt í framkvæmd lá í því að sigra Möller og Ban- at með þeirra eigin aðferðum. Kuvelti haf ði sýnt honum fram á það, að Mölíer mundi leggja á það alla áherzlu, að þurfa ekki að ráða hann af dögum, þar sem mikil manna- ferð væri. Þess vegna mundi hann ekki láta skjóta hann á götum Genúa heldur fara eitt- hvað út fyrir borgina. Eftir stutta stund mundu þeir Möll- er, Banat og einhverjir aðrir bíða með bifreið fyrir utan far- þegaafgreiðsluna. Þar mundu þeir skjóta hann niður, ef þeir yrðu hræddir um að hann grunaði nokkuð, annars mundu þeir taka hann í ökuferð og drepa hann á leiðinni til Santa Margherita. Það var aðeins einn veikur hlekkur í ráða- bruggi þeirra. Þeir héldu, að ef hægt yrði að koma lionum inn í bifreiðina, þá myndi hann gera það í þeirri trú, að hann héidi að það ætti að fara með hann í hótel þar sem hann ætti að gera sér upp veikindi. En þar skjátlaðist þeim cg ein- rnitt 1 þessu lá björgun hans ef til vill. Ef hann yrði nógu snar og harðvítugur, þá ætti honum að takast að bjarga sér. Hann gerði ráð fyrir því að þeir myndu ekki koma til dyr- anna eins og þeir voru klæddir strax eftir að hann væri kom- inn inn í biíreiðina. Þeir myndu ekki nefna lygina um Santa Margherita fyrr en rétt áður en þeir dræpu hann. Þeir tnyndu gera ráð fyrir því að auðveld.ara yrði að aka með mann um þröngar götur borg- arinnar, sem héldi að hann væri á leiðinni í sex vikna leyfi á fögrum stað beldur en með mann, sem vissi að það ætti að fara að drepa hann og gæti því ef til vill vakið á sér athygli* vegfarenda. Þeir mundu gera sér far um að halda trú hans við líði. Það gæti meira en verið að þeir færu með hann í hótel og letu bann skrásetja sig þar. Það var mjög ólíklegt að bifreiðin kæmist óhindruð leiðar sinnar, hún mundi þurfa að nema slaðar einstaka sinnum í um- ferðinni. Björgun hans hlaut að liggja í því að hann gæti' komið þeim algerlega á óvart. Ef hann gæti losað sig við þá í mergðinni á götum úti, jiá myndu þeir eiga erfitt með oð hafa aftur hendur í hári hans. Ef hann gæti slopp'ð, þá myndi hann leita sér hælis hjá tyrk- ueska sendiherranum. Hann 'uafði fremur valið tyrkneska -endiráðið en hans eigið vegna þess að hanri myndi ekki þurfa uð gefa eins margar skýririgar bar. Þegar hann nefndi Haki Hershöfðlngja, mundi hann Hkki þurfa að gefa frekari skýr ingar. Ekipið var nú í þann veginn að leggjast upp að og verka- merin stóðu albúnir til að taka á móti landfestunum. Banat virtist ekki hafa komið auga á hann, en nú komu Josette og José upp. Hann flýtti sér til hinnar hliðarinnar. Hann vildi sízt af öllu þurfa að tala við Josette nú. Það gat vel verið að hún legði til að þau tækju 511 sarnan bifreið til miðborg- arinnar. Og þá yrði hann að gefa einhverja skýringu á því, hvers vegna hann færi burt í bifreið með Möller og Banat. Já, það gæti valdið honum erf- 'ðleikum. AUt í einu stóð Möll- or fyrir framan hann. Gamli maðurinn kinkaði kolli vingjarnlega. „Góðan dag- inn, mr. Graham. Ég var ein- mitt að vona að ég rækist á yð-_ ur. Það verður gott að stíga aftur fæti sínum á land, eða finnst yður það ekki?“ „Jú, ég vona það.“ Svipur Möllers breyttist of- urlítið. „Eruð þér tilbúinn, mr. Graham?“ „Já, ég er tilbúinn,11 hann setti upp áhjiggjusvip. „Ég hef ckki séð Kuvetli í morgun. Ég voria að allt íari eftir áætlun.“ Möller deplaði ekki auga. „Hafið engar áhyggjur, mr. Graham.“ Svo brosti hann á- nægjulega. „Eins og ég sagði yður í gærkveldi, þurfið þér ekkert að óttast. Ég sé um hetta allt saman. Kuvetli mun ekki valda okkur erfiðleikum. Ef nauðsyn krefur.“ hélt hann áfram rólegri röddu, „mun ég neyta aflsmunar." „Ég vong að ekki komi til bess.“ „Já, ég vona það einnig, mr. Graham, ég vona líka að ekki komi til þess. En fyrst við minnumst á valdheitingu, vildi ég mega stinga upp á því að þér flýtið yður ekki um of að ganga á land. Þér skiljið, að ef þér farið í land áður en ég og Banat höfum tækifæri til þess að skýra hið breytta viðhorf fyrir þeim, sem bíða eftir okki ur, gæti hæglega orðið slys. Þér berið það með yður í allri yðar framkomu að þér eruð Englendingur. Þeir myndu hekkja yður undir eins.“ ,.Ég hef þegar hugsað um bað.“ „Ágætt. Það gleður mig að hevra hvað vel þér eruð með á nótunum.“ Hann leit til hliðar. ,Jæja, við erum að leggjast upp að. Ég hitti yður þá eftir nokkrar mínútur. „Hann kipr- aði hvarmana. „Þér viljið ekki, mr. Graham, að ég verði fyrir neinum vonbrigðum út af sam- komulagi okkar, eða hvað?“ . „Ég held mig við reglúrnar og ég mæti á réttum tíma.“ „Já, ég veit að ég get treyst yður.“ Graham sneri inn í reyksal- Lnn, sem nu var mannlaus. Hann tók eftir því að hluti af þilfarinu hafði verið ruddur. Mathishjónin og Beronelli- mæðginin höfðu bætzt í far- begahópinn með Josette og José. Svo kom Banat og síðan Möller með „konu“ sína. Jos- ette leit í kringum sig eins og hana vantaði eiíthvað, og Gra- ham gerði sér í hugarlund að fjarvera hans kæmi henni á ó- vart. Það mundi verða erfitt fyrir liarin að forðast að hitta hana aftur. Það gæti meira eri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.