Alþýðublaðið - 07.05.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 07.05.1950, Side 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Einkaherferð Tíma- riisfjórans gegn menningunni ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Tímaritstjóri stendur í stór- ( ræðum þessar vikurnar. Hann hefur tygjað sig skarpasta penna sínum og lagt upp í her- ferð gegn nýrri ófreskju, sem hann telur nú ógna þjóðinni. Er þetta hin nýstofnaða Sym- fóníuhljómsveit íslands, og Iætur ritstjórinn eins og hann hafi heitið því guði og mönn- um að ganga af henni dauðri. Sf dæma má efíir því, hve oft Þórarinn beinir hinu sv'artletr- aða stórskotaliði sínu að þess- um vágesti, mætti ætla að hann teldi hljómsveitina álíka hættulega og dýrtíðina afla- leysið eða Alþýðublaðið. Þessi herferð Þórarins rit- stjóra er algert einkafyrirtæki hans, og sem betur fer er Fram sóknarflokkurinn ekki svo heillum horfinn að hann standi á bak við slíkan fjandskap við menninguna. Þórarinn gerir sér mat úr því í blaði sínu, að einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins reyni að vinna þing- menn til fylgis við hljómsveit- ina, og þykir þetta mikiö hneyksli. En ritstjórinn gleym ir að geta þess, að hann het’- ur sjálfur heyrzt flytja ræður gegn hljómsveitinni í alþing- ishúsinu, svo að kaffisalir þing hússins endurómuðu. Seið- magn hans var þó ekki meira en það, að einn framsóknar- þingmaður er nú meðílutnings maður að tillögu um styrk til hljómsveitarinnar.og vafalaust munu fleiri greiða henni at- kvæði. * Tíminn hefur á liðnum ár- um veitt mörgum og góðum menningarmálum íslendinga drengilegan stuðning, og rit- stjórar blaðsins hafa yfirleitt* verið taldir menningarvinir. Fram að þessu hefur Þórarinn ekki verið talin undantekning frá þeirri reglu. Hefur ekki borið á því, að Þórarinn fjand- skapaðist við þann sjálfsagða hlut, að ríkið styrkti menning- arstofnanir að einhverju eða öllu leyti. Hann sótti skóla rík isins án þess að kvarta, notar fcókasöfn og önnur söfn ríkis- ins, les bækur gefnar út me'ð ríkisstyrk eftir ríkisstyrkta höfunda og horfir á myndir ríkisstyrktra málara og mynd höggvara í ríkisbyggðum sýn- ingarsölum. Loks hefur ekki annað heyrzt en Þórarinn kunni vel við sig á sýningum í ríkisleikhúsi, þar sem nýskip aðir ríkisstarfsmenn vísa hon- um til sætis, aðrir ríkisstarfs- menn stjórna sýningum og ríkisleikarar koma fram. Hver's vegna stafar þjóðinni þá svo ægileg hætta af því, að ríkið styrkf hina nýstofnuðu sym- íóníuhljómsveit? Ein af eftirlætis ,.röksemd- ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■ • •- Sunmulagur 7. maí 1950. um“ Þórarins gegn hljómsveit- inni er sú, að þjóðin hafi ekk- ert við hana að gera, þar sem hægt sé að fá nóg af miklu betri symfóníuhljómlist á plötum frá útlöndum, og mundi þetta kosta þjóðina miklu minna en hljóm- sveitin. Vill Þórarinn þá ekki leggja ríkisútvarpið niður, af því að íslendingar geta heyrt til erlendra útvarpsstöðva? Vill hann ekki leggja íslenzkar bók- menntir niður, af því aö. það er hægt að þýða erlend verk og flytja inn erlendar bækur? Vill hann ekki hætta að styrkja málaralist hér, af því að hægt er að flytja inn erlendar eftir- myndir? Vill hann ekki selja íslenzku skipin, af því að það er hægt að fá nóg af leiguskip- um? Vill hann ekki leggja ís- lenzkan landbúnað niður (og spara ríkinu milljónir), af því að það fæst ódýrt mjólkurduft frá Ameríku, kjöt frá Argen- tínu, ostar frá Hollandi og smjör frá Danmörku? Hér hefur Þórarinn ritstjóri lagt hættulegan mælikvárða á hljómsveitarmálið. Sjálfstæð þjóð vilja íslendingar vera, ekki aðeins stjórnmálalega, heldur og menningarlega. Og slík sjálfsbjargarviðleitni er einmitt fjöregg menninga'/egs sjálfstæðis. Það skyldi ritstjór- inn íhuga vandlega. Þórarinn kallar symfóníu- hljómsveitina „útlendinga- hljómsveit", og þykist þar með hafa stungið spjóti djúpt í hold drekans. En vill Þórarinn þá kalla mjólkina okkar „útlend- ingamjólk", af því að danskir mjaltamenn og þýzkar stúlkur mjólka sumar kýrnar? Ei smjörið okkar „útlendinga- smjör“, þótt nokkrir erlendir menn starfi við rjómabúin? Það er í raun og veru erfitt að skilja þennan fjandskap við symfóníuhljómsveitina. Þeir ó- gæfusömu menn, sem eru svo af guði gerðir, að þeir hafa ekki ánægju af hljómlist, munu flestir láta það afskiptalaust, þótt tónlistarunnendur réyni að lyfta þjóðinni á sama stig í þeirri listgrein og hún hefur náð í leiklistinni með þjóðle’k- húsinu. Víst kostar þetta fé, en væri það þjóðinni ekki dýrara a.ð eiga ekki þau menningar- tæki, sem nú eiga mestan þátt í að gera þjóðlífið auðugt að fegurð og gleði, frumlegri sköp- un og hvers konar list? Það er lrtilmótlegt að neita þessari hljómsveit um styrk af rparnaðarástæðum. En það er enn smámunalegra af mál- gagni annars stærsta þjóðmála- flokks landsins, að berjast gegn slíkum menningarauka. Eina huggunin er að þessu sinni sú, að flokkurinn stendur ekki á bak við ritstjórann, þetta er einkaherferð hans, og hann verður einn að ggnga undir ok hins sigraða, þegar tónar sym- fóníuhljómsveitarinnar gleðja þúsundir landsmanna á ókomn- um arum. Próf hefjast í barna- skólunum 17, maí PRÓF eiga að hefjast 17. niaí í barnaskólum bæjarins, og verður þeim lokið fyrir hvíta- sunnu. Munu eitthvað í kring- um 4770 börn ganga unáir nróf í öllum skólunum samtals. Af þessum stóra barnahópi eru um 700 tólf ára og eiga að ljúka burtfararprófi frá barna- skólunum, barnaprófi, eins og það heitir síðan nýju fræðslu- lögin komu til framkvæmda. í þeim flokki eru fæst börn. Ellefu ára börnin eru um 710, tíu ára um 730, níu ára um 780, átta ára um 850 og sjö ára börn in eru langflest, eða yfir 1000. Gosbrunnur í Tjarnarhólmann. — Vatnsberinn við Bankastræti. — Sýning arkítektanna. REYKJAVÍKURBÆ eru færðar gjafir. Reykvíkingafé- lagið hefur borið fram gjöf sína, gosbrunn í Tjarnarhólmann. Þetta er fögur gjöf og vegleg og er ekki að efa, að bæjarráð tek- ur við gjöfinni og að gosbrunn- urinn verði settur í Tjarnar- hólmann við fyrsta tækifæri. Um leið tekur Tjörnin og jafri- vel umhverfi hennar miklum breytingum til bóta. Hlakka ég til að sjá þetta mannvirki þegar það er að fullu komið upp. FEGRUNARFÉLAG Reykja- víkur færir enn stærri gjöf, hina miklu höggmynd Ásmund- ar Sveinssonar, Vatnsberinn. Er til þess ætlazt, að höggmynd- in verði sett upp á horninu við Bankastræti og Lækjargötu því sem næst þar sem Bernhöfts- brunnurinn var fyrrum. Ég hef haft tækifæri til að skoða þessa höggmynd og ég verð að íáta að ég varð hrifinn af henni, þó að hún sé mjög sérkennileg og ef til vill ekki við allra skap. MYND ÞESSI er risavaxin. Hún er ekki aðeins mynd af manni með vatnsfötur, heldur er hún að mínu viti fyrst og fremst ,,symbolik“. í henr.i gef- ur að líta lífsstríð kynslóðanna, klakaða brynju íslenzkrar al- þýðu við vatnsburð sinn. Þetta er ekki glansmynd, enda hafa íslenzkir alþýðumenn ekki ver- ið glæst búnir við strit sitt. Það Athyglisverð atkvœðagreiðsla getur verið að spjátrungar og tildurdrósir með skorið hár eða gervibúið, yppti öxlum þegar þeir sjá þessa mynd. En það kæmi mér mjög ó óvart, e£ höggmyndin vekur ekki vegfar- endur til djúprar alvöru og um- hugsunar eftir að hún er komin upp við fjölfarnasta gotuhorn Reykjavíkur. ÉG GENG þess ekki dulinn, að þessi mynd muni vekja deil- ur, enda er svo alltaf þegar -um er að ræða mikil listaverk. En þessi mynd af striti og stríði lið- innar kynslóðar mun fljótt vinna sig inn í hug fólksins, verða þáttur í lífi þess og afl í andlegu lífi komandi kynslóða. - Bæjarráð hefur nú, að því er sagt er, skoðað þessa mynd, og er eftir að heyra dóm þess. Ég vænti þess að það láti ekki hindurvitni ráða dómi sínum. EN IIVAÐ sem þessum gjöf- um líður, þá er það gleðiefni, að nú er að koma nýr skriður á þá viðleitni að koma upp í Reykja- vík minnismerkjum. Vonandi verða þau sem flest og vegleg- ust. Þau munu á komandi árum setja nýjan svip á borgina. ÁHUGAMAÐUR skrifar: — „Allt of hljótt hefur verið uín sýningu arkitekta á listasýning- unni í þjóðminjasafninu. Þetta er ósanngjarnt, því að hún er hin merkasta og áreiðanlegasta það athyglisverðasta á þessari sýningu listamannaþingsins. — Hefði verið rétt af kunnáttu- mönnum að skrifa um verk arkitektanna og vekja athygli almennings á þeim. Ég vil þakka Gunnlaugi Pálssyni fyrir ummæli hans í útvarpinu á 1._______3 „ CS ÞAÐ ER FÖSTUDAGUR, 5. maí 1950. Það er fundur í sameinuðu þingi. Fjárlögin eru til annarrar umræðu og verið er að greiða atkvæði um fjárveitingar vegna aðild ar íslands að nokkrum ai- þjóðastofnunum. Um slíkt er sjaldan ágreiningur á þingi sjálfstæðrar þjóðar, sem vill vera fullvalda' ríki á meðal annarra fullvalda ríkja. Eri hvað er þetta? Þarna eru níu þingmenn, sem greiða at- kvæði allt öðru vísi en aðrir. Það eru þingmenn kommún- ista. Það er eitthvað ein- kennilegt við atkvæða- greiðslu' þeirra. Erum við á fundi í æðsta ráði Sovétríkj- anna austur í Moskvu •—• eða er þetta alþingi íslendinga? Víst er það alþingi íslend- inga. En þingmenn kommún- ista greiða atkvæði eins og þeir væru á fundi í æðsta ráði Sovétríkjanna. Þeir samþykkja aðeins fjár- veitingar vegna þeirra al- þjóðastofnana, sem Rússar eru.í. Þeir segja nei við fjár- veitingu vegna hinna, sem Rússar eru ekki í, þó að ís- lendingar séu aðilar að þeim! ÞETTA ER SVO ÞAULHUGS- AÐ af þingmönnum komm- únista, að Einar Olgeirsson, sem býr sér til gráthreim í röddina, þegar hann segir „þjóð mín“, krefst þess, að greidd séu atkvæði um fjár- veitingu til hverrar alþjóða- stofnunarinnar út af fyrir sig, svo að hin kommúnist- ísku sjónarmið við þeSsa at- kvæðagreiðslu komi sem skýrast fram. Sovétrikin eru til dæmis ekki aðili að ILO. þ. e. alþjóðavinnumálastofn- uninni, — áf því að þau vi’.ja ekki gefa neinar skýrs’ur á alþjóðavettvangi um afkomu og aðbúnað verkafólks síns og ekki heldur vera bundin af samþykktum þessara- stofnunar um kaup og kjör og félagslegt öryggi hins vinnandi fólks. Að vísu þykj ast kommúnistar hér sem annars staðar vilja bæta og tryggja allt þetta. En Sovét- ríkin eru ekki í ILO, þess vegna greiða þingmenn kom- múnista atkvæði gegn nokk- urri fjárveitingu vegna þeirr ar stofnunar, þó að ísland sé aðili að henni. Sama er uppi á teningi við atkvæðagreiðslu um fjárveitingu vegna Ev- rópuráðsins. ísland er að vísu einnig í því, en Rússland ekki. Þess vegna segja þing- menn kommúnista aftur nei. EN SVO KOMA SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR. Og þar er sem kunnugt er Rússland með. Þess vegna segja þingmenn kommúnista hiklaust já við fjárveitingu vegna aðildar íslands að þeim! Hver veit líka nema einhvern tíma verði hægt að leggja atkvæði íslands á vogarskálina þar sömu megin og atkvæði Rúss lands og „alþýðulýðveld- anna“ austan við járntjald? Og þá hefði ísland þó að minnsta kosti ekki verið til einskis í Sameinuðu þjóðun- um! Það er nákvæmlega sama hugsunin og þegar Brynjólfur sagði á’ófriðarár- unum: „íslendingar telja land sitt ekki eftir, ef hægt er að nota það til þess, að veita Sovétríkjunum hjálp, sem að gagni kemur í stríði þeirra við Þýzkaland Hitl- ers!“ ÞANNIG HUGSA KOMMÚN- ISTAR. Það er Rússland, sem þeir lifa fyrir og starfa.fyrir. Sitt eigið ættland meta þeir aðeins með það fyrir augum, að hve miklu gagni það geti orðið Rússlandi. Jón Ólafsson skáld sagði í íslendingabrag fyrir um það bii áttatíu ár- um, að þjóð okkar þekk*i „ei djöfullegra dáðlaust þirig, en danskan íslending“. Eri'hvao skyldi hann hafa hugsað og sagt, ef hann hefði mátt horfa upp á hina hundflötu Rússaþjóna á alþingi á föstu daginn? Gjöf til náltúrulækn- ingalélagsins Á FUNDI Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur 4. maí s. 1. skýrði Jónas læknir Krístjáns- son frá því, að honum hefði þá um daginn verið fengin í hend- ur sparisjóðsb.ók,„in,eð ÍQ,.þús. kr. innstæðu, og væri það gjöf í Heilsuhælissjóð NLFÍ frá manni, sem vild ekki láta nafns síns getið. Afhenti læknirinn bókina frú Arnheiði Jónsdótt- ur, sem er formaður sjóðsins, og þökkuðu þau hinum ókunna velunnara þessa stórhöfðing- legu gjöf. Rætí um björgunar- skip fyrir Norðurland SLY S AV ARNAÞIN GIÐ, sem nýlega er lokið, taldi fulla þörf á því að hafa staðbundið björgunarskip fyrir Norður- landi, og skoraði það í því sambandi á alþingi og ríkis- stjórn að taka upp á fjárlög yf- irstandandi árs fjárhæð til þess að standast' kostnað af rekstri björgunarskips við Norðurland yfir haust- og vetrarmánuðina.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.