Alþýðublaðið - 07.05.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.05.1950, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Sunnutlagur 7. maí 1950. Vöðvan Ó. Sigurs: UM VERÐLAUNAPENINGA Hsilir íslendingar! Vér lifum til verðlauna. Það er lögmál lífsins og stigatafla hvað sem hver segir, bravó, bravó, bravó! Við keppum allir og öll eftir verðlaunum í einhverri mynd, og ef það væri ekki, þá væri maður heldur ekkert að lifa. Lífið er allt ýmjst samsett eða ósamsett keppni til meta og verðlauna. Og hvers vegna setti maður þá að vera að ljúga öðru að sjálfum sér, — ja, nema um einhverja lygakeppni væri að ræða, uppá verðlaun auðvitað! Þess vegna ber að efla verð- launakeppni og verðlaunaveit- ingar á öllum sviðum til þess að efla lífið og menninguna og inn- lendan iðnað á öllum sviðum og allt þess háttar. Og þeir, sem vakið hafa máls á þessu á opin- berum vettvöngum, eiga skilið fyrir það verðlaunaskjöld eða belti eða bikar til fullrar eig'n- ar og mefltaratitilinn meö, — en hinir, sem eru að derra sig á móti svona skynsemi, þá á bara að dæma atvinnumenn. Hver mundi til dæmis iegg'ja á sig að læra eitthvað, ef hann feng'i ekki prófeinkunnir og at- vinnuréttindi og allt það)? Eng- inn, og það eru verðlaun, sko! Og hýjsr mundi leggja á sig að verzla, ef hann ætti ekki von á því að þurfa ekki að telja allan gróðann fram til skatts? Og hver mundi nenna að bjóða sig fram, ef hann ætti ekki von á bitlingum, þegar hánn kæmist á þing? Og hver rrtundi nenna að eltast við stelpur, sf hann ætti ekki von á því að það hlaup endaði með sigri, enda þótt allt- af megi búast við hinu, — hjónabandinu, sko? Þetta eru allt að minnsta kosti vonir um verðlaun. Og svo er það sjálft aðal- markmið lífsins, — íþrótta- keppnirnar og peningarnir a brjóstið! Þar hefur sjájfur lífs- andinn, kapþnis- og verðlauna- andinn, náð sinni fegurstu full- komnun, bravó, þrávó! Tak- markið: met! Lausnarorð afrek- anna á öllum sviðum ef rétt væri á haldið! Hver myndi nenna að þjálfa sig til keppni í langstökki og hástökki, nema einhver stæði hjá með málband, eða hiaupa sig hálfdauðan éf enginn væri þar með klukku? Nei, — afrek, verðlaun, met! Lögmál lífsíns! Þess vegna, — verðlaun á öll- um sviðum. Ef meðlimir eggja- sölusamlagsins vissu að þéir ættu að fá verðlaunapeninga á brjóstið, .myndu þeir kreista úr pútunum þrjú—fjögur egg á dag og margfalla þannig fram- leiðsluna fyrir óbreyttan kostn- að! Og refaeigendurnir mundu í þrígang eða fjórgang flá sama skinnið af sömu tófunni, ef þeir ættu í vonum heiðursbikar frá SÍK — (Sambandi íslenzkra keipakvenna) —! Og sjómenn- inrir myndu sópa þorskinum flökuðum og frystum í fagur- litum umbúðum upp úr sjónum, ef þsir ættu von á svolitlu gylltu dinglumdangli og ræou frá Bennó, þegar þeir legðu að bólverkinu. (í raun og veru er þetta ekkert meira afrek heldur en að fiska saltfisk!) Og svona yrði þetta á öllum sviðum. í hverju héraði yrði að stofna verðlaunanefnd með full trúum allra stétta, sem verð- launuðu allar stéttir fyrir afrek á öllum sviðum. ■— Verðlauna- pening fyrir stærstu kartöfluna, — já, en á hvern ætti bara að hengja hann? Þá, sem setti nið- ur kartöfluna, eða þá, ssm tók hana upp, ■— þetta verður spurning, en að svo stöddu, þarf ekki að svara henni. Verðlauna- pening fyrir stærstu kálfana, — en þá vaknar bara sama spurn- ingin, á hvern ætti að heng'ja hann, án þess nokkur móðgað- íst? Jæja, við látum neíndivnar um það allt saman. Og nú, þegar krónan er að verða verðlaus, er þetta í raun og veru eina ráðið til koma henni í verð, alltsvo túköilun- um og krónköllunum. Bora gat á þá og hengja þá a barminn. Og þá verða peningarnir loks líka stórkostlegt menningarat- riði. Msð íþróttakveðjum. Vöðvan Ó. Sigurfs. Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd 1 Verzlun Augustu Svendsen, Bókabúð Austurbæjar. Aðalstræti 12, og i á Baídursgöfu 30. Leslð Alþýðublaðið G ina Kaus inu“. Svo kom hljómlistarher- tergi, bókaherbergi og dyngja frúarinnar. Auk þess voru svo hin önnur venjulegu herbergi. ,,Dásamlegt“, hrópaði Irene, þó að í raun og veru væri ekki annað að sjá en nokkur blý- antsstrik. Alexander breiddi úr ann- arri örk og teiknaði aðra hæð- ina. „Hérna er svefnherbergi þitt, og hérna er mitt, það eiga að vera rennihurðir á milli. Svo kemur baðherbergið og leikfimiherbergið. Já, mig iangar til að hafa gott leik- íimiherbergi m eð alls konar íþróttatækjum“. „Já, fyrir svona húsameist- ara eins og þig hlýtur þetta. að vera eins og æfintýri“, sagði Lisbeth. ,,Þú teiknar óskir þín- ar beinustu leið inn í raun- veruleikann. En hvar á barna- herbergið að vera?“ „Hérna, við hliðina á leik- fimiherberginu“, sagði Alex- ander, „ætla ég að hafa inni- lokaðar svalir. Ég held að það sé ekki viturlegt að fara a£ eignast börn fyrr en að stríð- mu loknu. Þó að ég sé sem stendur úr hei'þjónusto þá get pg a-ldrei vitað, hvoyt r'g ve.rð aftur kallaður. Og auk þess veit maður ekki hvernig það muni ganga að hafa nóg af lífs- nauðsynjum í styrjaldarlokin. Ef við eigum að eignast börn, þá vil ég að . minnsta kosti vita, hvernig mér muni ganga að útvega allt það, sem þau þurfa með. Ef okkur lar.gar til að eiga börn, þegar stríðið er búið, þá ætla ég að búa til barnaherbergi úr svölununi.. Og um leið tók hann þriðju pappírsörkina. „Og hérna. á þriðju hæð, á vinnu- og teíkrii- stofan að vera“. Hann teiknaði hratt stóra vinnustofu með miklum gluggum og myndar- legu útskoti og þar setti hann fallega og þægilega stóla. „Qg hérna er gestaherbergið“ bætti hann við og strikaði fyrir framan báðar hliðar vinnu- stofunnar. „Annað handa Lis- beth og hitt handa ungfrú' Eula“. ,,En Lotta?“ spurði Irene. „Hvar á Lotta að vera?“ „Við verðum ekki allar í heimsókn í einu“, sagði ég. „Það hlýtur að vera nóg að hafa tvö gestaherbergi“. „En ég vil hafa Lottu í heimsókn“. sagði Irene. „Ég. verð að fá leyfi til að hafa hana hjá mér að minnsta kosti í nokkrar vikur árlega. Þá get- um við rabbað saman á kvöld- in alveg eins og við höfum gert alltaf hérna heima“. Líkast til var ég eina mann- eskjan, sem skildi hana til fulls.- Mér skildist, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hún gerði sér það ljóst, að hjóna- bandið mundi skilja hana frá systur sinni, sem henni þótti svo vænt um. „Það er ekki hægt“, sagði Alexander. ,,Ég get ekki kom- ið neinu gestaherbergi fyrir á annarri hæð“. Hann lagði frá sér blýantinn og horfði á- hyggjufullur á l’rene. „Ég hef í tíu ár samfleytt hugsað um þetta hús. Þetta átti að verða fyrirmyndarhús. Þegar systir þín kemur í heimsókn, þá get ég látið henni eftir herbergið mitt, en sjálfur get ég sofið í vinnustofunni“. „Já, það væri fallega gert af þér“, svaraði Irene. Alexander tók nú eina örk- iiía enn og fór að teikna innri gerð vinnustofunnar. „Það er þá bezt að ég búi það þannig út, að hægt sé að sofa í því“, tagði hann. „Þetta er ák.aflega einfalt. Hérna, þa:? sem hæg- indastólarnir áttu að veta, teikna ég dáhtið rúm, sem get- ur litið út eins og legub-T'.íxur á áaginn og hérna við hliðina á því teikna ég dálítinn skáp“. Hann teiknaði hratt og var með allan hugann við verkið. „í raun og veru get ég ekki hugsað mér neitt þægilegra en að sofa í vinnustofunni sinni. Þá er hugurinn bundinn við starfið um leið og maður festir blundinn og eins þegar maður vaknar á nýjum morgríi. Hér langar mig. til að hafa tjald úr þungu silkiefni, svo að hægt sé að taka til í vinnustofunni meðan ég sef“. Hann teiknaði dálítið borð við hliðina á rúm- inu sínu og dálitla bókahillu fyrir þær fáu bækur, sem hann þurfti alltaf að hafa við hendina. „Ég held næstum því, að ég geri þetta að blívanleg- uni samastað fyrir mig í fram- tíðinni“, sagði hann að lokum. Irene var orðin náföl. „Blív- anlegum samastað?“ spurði » hún. Röddin titraði. En Alexander virtist ekki t.aka eftir því. „Já, hvers vegna ekki? Þetta verður dásamlegt •herbergi. Ég er alveg viss um að þið verðið allar sólgnar i það, að ég bjóði ykkur upp á te hérna upþi“. „Þú mátt ekki vera reiður við mig“, stamaði Irene, — „af því að ég . . . 'Lotta er eina systirin, sem ég á. Ég ætlaði mér ekki' að móðga þig“. Lisbeth tók undir handlegg mér og við gengum út úr her berginu. „Þao er bezt að þau tali saman í ró og ilseði“, sagði hún. Við' fórum inn í eitt fjar- lægasta hcrbergið. Ég hafði þungar áhyggjur og það var geigur í mér. Gagnvavt Lis- oeth gat ég ekki dulið bessar tilfinningar. ■ ,,Ég skil þetta heldur ekki almennilega sjálfsagSi Lis- beth. „Alexander er ákaflega tilLnninganæmur og. þáð get- ur vel verio að það hafi sært hann að Irene skyldi heidur vilja hafa systur sína hjá sér iiokkrar vikur árlega en ha.nn. En það getur líka vel ver.ið, að hann vilji heldur halda sig í vinnustofunní en í herberg- inu við hliðina á hennar her- bergi“. Ég hef líkast til verið úymd- arleg á svipinn, því ao hún þrýsti hönd mína alúðlega. „Það þarf alls ekki að merkja það, að honum þyki ekki vænt um hana. Það kemur oft fyrir að beztu karlmenn eru hrædd- ir við stöðugt samlíf með könu sinni“. Ég stamaði eitthvað hjálp- arvana, en Lisbeth skildi strax hvað ég meinti. „Ég hef sjálf hugsað um það“, sagði hún, „hvort bróð- ir minn elskar Irene, eða hvort hann telur það skyldu sína að kvænast henni. Hann er- éin- rænn og einþykkur, þegar því er að skipta, já, ei-nnig gagn- vart mér. Og ef til vill Veit hann það ekki sjálfur með fullri vissu. Hann sagði aðeins við mig: „Ég ætla að fara að gifta mig“. Um unnustu sína sagði hann lítið annað en þaí), að hún væri mjög mvndarleg og væri ág'ætis stúlka. Ég geí: vel ímyndað mér, að hann mundi ekki hafa talað öðruvísi þó að hjarta hans vær'. íleyti- fullt af ást. En það getur líka vel verið, að hann, án þess að hika, taki aíleiðingunum af — af fljótfærni sinni“. Ég fékk verk fyrir hjartað. Ég vildi óska, að herra Kleh væri. kominn heim, hugsaði ég. „Að- líkindum liggur sann- leikurinn þarna mitt á milli“, sagði Lisbeth. „Alexander er áreiðanlega hrifinn af þessari fallegu stúlku. Það eru ekki allir, sem búa. yfir þeirri guðs gjöf, eða eigum við heldur að segja, yfir þeirri taölvun, að elska af „öllu hjarta sínu og allri sálu sinni. Ég veit ekki til þess að hann hafi nokkru sinni lent í alvarlegu ástar- .ævintýri, Og að líkindum á það heldur ekki fyrir honum að liggja að lenda í neinu siíku. Hann er ekki þannig gerður“. Einn daginn kom bréf . í'rá herra Kleh. Ksnn ha.fði ekki heyrt annað en allt það bezta urn Alexander í Mönchen. Efenn hafði talað við kennara hans, hinn fræga byggir.ga- .meistara Rott, og hafði séð teikningar að nýja sjúkrahús- iru, sem byggt hafði yerið rétt fyrir stríðið eftir sjálfstæðum teikningum Alexanders. „Það mun koma að því að Hahn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.