Alþýðublaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 6
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 1950. Starfssfúlkur Barnaheimilið Vorboðann vantar nokkrar starfsstúlkur á barnaheimilið í Rauðhólum í sum- ar. — Umsóknir sendist til Jóhönnu Egilsdóttur Eiríksgötu 33 fyrir 19. maí. * Stjórnin. ÍÞRÓTTAÞÁTTUR. Heilir Íslandíngar á hestbaki! Dagarnir 8—9. júní verða al- deilis stórmerkilegir í íþrótta- sögu íslenzkra krossa. Þá verð- ur sumsé efnt til eins allsherj- ar hestaþings að Þingvöllum, bravó, bravó, bravó! Ekki þarf að taka það fram, að þetta verður eitt hið merki- legasta þing, sem háð hefur ver ið að Þingvöllum síðaii hio forna alþingi leið undir lok. Mátti heldur ekki seinna vera, að til þess væri efnt, áður en fyrirhugaður þingheimur, hest- arnir, líða undir lok pekkamenn ingarinnar. Annars getur val verið, að benzínhækkunin og aðrar afleiðingar hefji þa stétt aftur til vegs og virðingar, enda er gengislækkunin að allra dómi, hálfgerð hrossalækning. En sleppum því, -— þarna verð- ur fjölhrossað úr öllum sýslum landsns og fjórðungum og verða háðar hinar hörðustu keppn- ir á öllum vettvöngum og görig- um, ■— nema ekki seinagangi, og eru þar með öll opinber nefndastóð útilokuð frá keppni. Nokkur nýsköpunarhross munu fceppa þarna á bægslagangi, og auk þess verður sérstakur keppn isriðiil fyfir pólitísk 'gluggh.ross og keppa þau í víxli. Þá munu. og úrval keppenda úr TFÍ -—■ Tryppafélagasambandi íslands, gangast fyrir sýndarkeppni í vesturheimsku valhoppi og þjóð legu brokki, en L.H.S.f. Lista- hestasamband íslands mun hafa ékveðið að senda til bing'.sins nokkra vængjalausa lullara og glaseygða litvillinga, og verða þeir síðarnefndu bundnir á streng og hafðir til sýnis, og mun sýslumaður Dalamanna sjá svo um, að ekki verði hryssum úr hans sýslu valin beit þar í grend. f stað keppni í stökki og skeiði verða lesnir upp af einhvarju Lögberginu valdir kaflar úr „Horfnum góðhestum“. Að sjálfsögðu verða þarna mörg og glæsileg verðlaun veitt og einnig nafnbætur, eins og við glík tækifæri plagar að vera. Að síðustu verður svo drukkin al- menn hestaskál og keppendurnir reka upp húrrahnegg fyrir sjálf- um sér. Mætumst heilir! Vöðvan Ó. Sigurs. GENGIÐ UNDIR LEKA Stofnfundur SÍKK — Sam- bands íslenzkra keipakvenna, var haldinn í síðastliðinni viku og var hinn fjölkvænasti. M.örg mál voru þar tekin til meðferðar og margar ályktanír samþykktar, mismunandi loðn- ar að orðalagi. Meðal þeirra helztu var áskorun til eig'in- manna almennt um að sitja sem fastast við sinnar kcip, og' til Rannsóknaráðs ríkisins þess efn is, að það verði sér þegar úti um hin fullkomnustu tæki t.i.l þess að það geti skorið úr um af hverrar keip þau hár séu, sem ráðinu kunna að verða send til umsagnar, enda gildi úrskurður ráðsins sem sönnunargagn í hjónaskilnaðarmálum. Þá sam- þykkti og sambandið að =;ækja um upptöku í alheimssamtök keipakvenna, og skoraði stíft á gjaldeyrisyfirvöldin að þau greiddu á allan hátt fyrir því að SÍKK gæti sent fulltrúa á al- heimsþing samtakanna. Nokkrar erlendar ríkisstjórn- Ir hafa beðist óformlega afsök- unar á því leiða, en sem betur sjaldgæfa fyrirbæri, að dipló- mótum þeirra skuli hafa oröið sú taktleysa á við þjóðleikhúss- vígsluna, að bera loðnuna utan á sér. Lo.ð-STEF, — Samband Tófu Eigcnda og Fláningsréttar, — hefur sent þjóðleikhússráði og þjóðleikhússtjóra áskorun þess efnis að endurvígja þjóðleikliús ið’að minnsta kosti einu smni ár hvert. Kaupum fuskur á Baldursgöíu 30. hún hafði orðið að þola,- Svipur hennar var eftir sem áður al- veg eins bjartur, heillandi og glaðlegur. „Ég verð nú að fara að snúa mér að því, að eitthvað geti orðið úr mér,“ sagði hún. „Mér finnst, að ég gæti unnið tíu stundir á sólarhring og hálfa nóttina að auki.“ Sársaukinn vekur nýja krafta í ungu sinni. Og þessir kraftar vilja fá fullnægingu 1 athöfnum. En það var ekki eins létt að finna starfssvið fyrir dóttur herra Kleh, eins og það er að finna starf handa ungum stúlkum nú til dags. Kleh- fjölskyldan hafði átt heima í sama húsinu í 150 ár. Synirnir höfðu lært handverk feðra sinna og dæturnar höfðu gifzt sonum góðra foreldra. Jafnvel þó að herra Kleh gæti af góð- mennsku sinni yfirunnið gamla fordóma, átti hann afar erfitt rrieð að sætta sig við það, að dóttir hans yrði stúdent. Það náði eiginlega ekki nokkurri átt það herrans ár 1915, þegar um var að ræða stúlku af góðu fólki. „Konur eiga að geta séð fyr- ír sér sjálfar ef þess þarf með“, sagði hann kvöld eitt, þegar við sátum saman og ræddum við Lottu. „Það getur komið til þess, að hún eigi engan að til að sjá fyrir henni. Enginn getur vitað fyrirfram, hvað lífið kann að færa hon- um og sérstaklega ekki núna á stríðstímum. Reyndu að finna þér eitthvert verkefni og reyndu að læra það til fulln ustu til þess að þú getir stund- að það, en þú skalt ekki fylla hóp þeirra kvenna, sem fyrir alla muni vilja standa á eigin tótum, því að ég held að þær verði ekki hamingjusamar þeg ar, til lengdar lætur“. Lotta hugsaði sig vel um og var alvarleg á svipinn, en svo svaraði hún- „Auóvitað vil ég helzt verða leikkona og það veiztu. En ég mundi líka vil ja læra læknisfræði og verða kunnur kvenlæknir. Eða ég vildi læra eitthvað árinag, ég held nefnilega að ég hafi hæfi- teika til þess að verða eitthvað mikið. En ef. ég ætti a'o læra eitthvað, aðeins til þess að hafa eitthvað til þess að halla mér að, ef ég giftist ekki, nei, pabbi, þá held ég að ég gæti ckki neitt“. Það getur vel verið, að mað- ur .geti áfellzt herra Kleh af því að hann skildi Lottu ekki. í þessu efni var hann, gagn- vart Lottu, eins og ég var gagn vart Irene. Hér var um að ræða hinn nýja hugsunarhátt, tem á óskiljanlegan hátt hafði hertekið Lottu, og eldri kyn- slóðin gat ekki sett sig inn í hann. „Hún er eitthvað miður sín, ég hygg að það sé taugaæsing- ur síðustu daga“, sagði herra Kleh, þegar Lotta var farin að hátta. „Það er dálítið slæmt- fyrir ungu stúlkurnár nú til rlags, að þær eiga fáa vini. Ástandið er þannig, að blómi ungu piltanna er á vígvöllun- um, þeir, sem þegar hafa ekki látið lífið fyrir fallbyssukúlun- um, og þeir fáu, sem þær kynn ast, eru í þeirrra augum ann- að hvort sjúkir á sál og lík- ama, eða náungar, sem ekki hugsa um annað en ^ð njóta léttkeyptra ástarævintýra á einu eða tveimur kvöldum. Það er því næstum von, að ungu stúlkurnar tapi öllum á- huga á giftingum og hjóna- bandi“. Lisbet Winterfeldt var einn- ig til staðar, þegar þessar sam ræður fóru fram. „Þið verðið að minnsta kosti að láta barn- ið læra eitthvað", sagði hún. ,Hæfileikar eru sama sem á- nugi og afl, og hæfileikar, sem ekki fá að njóta sín geta vald- ið óhamingju. Ég þekki Albert Heine í Burgleikhúsinu. Hann lekur leikskóla. Ef þér vildúð senda Lottu þangað, þá gætuð þér verið eins öruggur um hana eins og hún væri í klaustri". „Leikhúslíf er ákaflega hættulegt“, sagði herra Kleh „Allt er hættulegt og hjóna bandið er hið hættulegasta af cillu sarnan, því að í hjónband- inu leggur maður allt á einr. reit“. Það var ekki fyrr en seinna, eftir að ég kynntist betur hjónabandi Lisbeths, að ég skildi þetta til fullnustu. „Borgaralegt hjónahand rnundi ekki nægja Lottu litlu. Það gæfi henni ekki nægilegt nvigrúm. Annað hvort mundi það eyðileggja hana, eða hún mundi eyðileggja það“. Slíkar og þvílíkar röksemd- ir nægðu lierra Kleh ekki. Hann hugsaði um systui sína, og minntist þess, hvernig hún hefði barizt fyrir hlutverkum og frama á leiksviðinu. Lis- beth áleit, áð þeirri barát+u hefði lyktað vel að lokum, en herra Kleh hristi bara höfuð- ið. „Hún gat aldrei fundið jafn vaági h.ugarfarsins“, sagði hann. Þegar við sátum ein saman, sagði hann mér frá fyrirætlun um sínum, eins og hann vildi allra helzt að þær yrðu. Hann .hafði dreymt um, að þegar herra Ott eða herra Roeder kæmu 'heim úr stríðinu, þá retti Lotta að giftast öðrum hvorum þeirra. Því miður hafði Vinzens Uhl, sonur bezta vin- ar hans, fallið fyrir þremur mánuðum. En hinir tveir voru l:ka bráðduglegir og myndar- iegir ungir menn. Herra Kleh sagði, að hann mundi gera tengdason sinn að meðeiganda í fyrirtækinu af því að sjálfur ætti hann ekki son. Þannig átti fyrirtækið, sem hafði ver- ið grundvallað á hálfrai ann- arrar aldar striti ættar hans, að ganga í arf til eftirkomend- anna. Þessir eftirkomendur'áttu að eiga heima og alast upp í hinu gamla húsi fjölskyldunn ar, og við tvö myndum ekki þurfa að kvíða einmanaleikan- um í ellinni. Ég fann, að ég eldroðnaði, þegar hann talaði um okkur tvö í ellinni, alveg eins og við værum gömul hjón. En sem betur fer er ekki svo gott að r.já roða á gömlum og hrukk- óttum andlitum. Bara að ég hefði þá skýrt nonum nákvæmlega frá mín- um skoðunum og reynt að fá hann til að fallast á þær. En það hefði ég svo sem aldrei getað. Mér hefði ekki tekizt að halda mínum skoðunum fram á móti skoðunum herra Kleh. Og þannig lauk þessu, að allt sem snerti framtíðaruppeldi Lottu var aðeins gert til hálfs. Það er að segja, hún hélt áfram hinum almenna lærdómi sín- um alveg eins og aðrar ungar stúlkur frá betri hefmilum. Ráðnar höfðu verið tvær stúlk ur, önnur ensk og hin frönsk, og þær kenndu henni ensku og frönsku og lögðu mikla áherzlu á samræðulistina. Svo sótti hún opinberan skóla og lærði þar málfræði og uppeld sfræði, en síðan átti hún að ganga undir landspróf. Hún hafði stundað fiðlunám hjá kennara, en hún var nú búin að læra svo mikið, að hann gat ekki kennt henni meira og þess vegna va.r pró- fessor Rechemacher ráðinn til að kenna henni. Hann var á- gætur hljómlistarmaður, þó að iiann væri orðinn gamail, en hann hafði enga hæfileika til að hafa uppeldisleg áhrif á nemendur sína. Hann var gam almennj og tilbað gömlu snill- ingana. Hann var fátækt gam- almenni, sem eyddi miklum hluta af kennslutímunum í það að segja nemendunum frá margs konar óréttlæti, sem iiann hafði orðið að þola. Það eina, sem gerði það að verk- um, að Lotta gafst ekki alveg upp á honum, var það, að hann hafði sæmilegt eyra fyrir söng. Ilann fór í gegnum nokk- ur Mozartlög með her.ni, en þar sem hún hafði ékki fengið neina tilsögn í að nota rödd- ina, geri ég alveg ráð fyrir að þetta hafi orðið henni fremur iil tjóns en gagns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.