Alþýðublaðið - 04.06.1950, Side 11
Simnudagm- 4. júní 1950.
ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ
n
Minningarorð
V
ÞEGAR kapt. • Koch og fé-
lagar hans áttu eftir stutta
ferð til strandar úr ránnsókn-
arferð sinni yfir hájökui
Grænlands, vorið 1913, slóst i
för með þeim hljóðlátux gest-
ur.
Kapt. Koeh lýsir þessu svo:
„Það amaði ekkert að mér, og
samt var ég að því’kominn að
falla í ómegin. Meövitundin
leið frá mér afarhægt, — svo
hægt, að félagar mínir fengu
i'áðrúm til að helia í mig kam-
fórudropum, áður en ég fór al-
veg yfir um.
Svona óhræsi getur verið
smitandi. Vigfús og Larsen
urðu líka að fá dropa, en Weg-
ener stóðst mátið.
■ Þetta aðsvif var hvorki
meira né minna en memento
mori, Við vorum að komast á
þriðja og’ hættulegasta stig
hungursins: líkamlegt og and-
legt magnleysi".
Ilann varð þó viðskila við
þá félaga í það skipti. en seinna
sótti hann þá heim eirrn af
öðrum, og skildi ekki við þá
upp frá því.
Fyrstan kapt. Koch, sem dó
í Danmö'rku, fáum árum eftir
léiðangurinn. Næstan dr.
Wcgener. sem fórst í leiðangri
símim til Grænlands 1930—31.
Og nú síðast Vigfús Sigurðs-
son, sem andaðist í Landakoís-
spítala 28. maí s. I.
Aðeins einn þeirra er enn
á lífi, Lars Larsen, aidraður
maSur í Danmörku.
Vigfús Sigurðsson fæddist á
Gilsbakka í Axarfirði 16. júlí
1875. Foreldrar hans voru
Sigurður Guðrnundssbn, bóndi
þar, og kona hans, Þóra Bjarna
dóttir, bónda í Mýrarseli, Pét-
urssonar, Nikulássonar Buch.
Vigfús missti ungiu' föður
sinn. Ekkjan stóð uppi með
barnahópinn og varð að skilja
mörg þeirra við sig hjá vanda-
lausum, þar á meðal Vigfús.
Lífið tók hann snemma
hörðum tökum, en þá glímu.
þreytti hann æðrulaust. Ung-
ur vandist hann allri algengri
vinnu til sveita eins og hún
gerðist í þá daga. Hugurinn
hneigðist til bóka, en hvorki
var tími, efni né tækifæri til
að sinna þeirri þrá. 16 ára
gamall var hann orSinn vinnu
maður í Möðrudal á Fjöllum.
Það varð hlutskipti hans eins
og svo margra fleiri fátækra
og umkomulausra sveitapilta,
að ráða sig til vinnumennsku,
þegar jafnaldrar hans, sem bet
ur voru settir, voru sendir til
prestsins til að búa sig* undir
skóla.
Hann þótti snemma rösk-
leikamaður, lagtækur, glögg-
ur og eftirtökusamur. Ungur
valdist hann til að gegna einni
erfiðustu póstleið á landinu,
leiðinni milli Seyðisfjarðar og
Grímsstaða á Fjöllum, fyrst
með Einari -Birni, kunnum
pósti á Austurlandi, sem lengi
annaðist þessa póstleið, en síð-
an einn eftir dauða Einars
Björns á vegum ekkjunnar.
Hann flyzt til Reykjavíkur
skömmu eftir síðustu aldamót.
Lærir trésmíði. Giftir sig
1906 Guðbjörgu Árnadóttur
~ féugslíf”
Hringferð í dag um Krýsuvík
kl. 13 með viðkomu í Stranda-
kirkju.
Fer'ðaskrifstofan.
Vigfús Sigurðsson.
járnsmiðs frá Simbakoti á
Eyrarbakka. Sezt að á Brékku
á Álftanesi, stófnar þar bú, en
fæst jafnframt við trésmíðar.
Hann ræðst í Grænlandsleið-
angur kapt. Koch 1912—4.3.
Sæmdur si lf urrnedai íu Pnd-
landsisen í Danmörku 1913.
Gerist vitavörður á Reykja-
nesi 1915—26. Lætur þá ai' því
starfi, þrátt fyrir eindregin til-
mæli Krabbe vitamálastjóra,
sem lauk miklu lofsorði á störf
hans sem vitayarðar, um að
vera kyrr. Flyzt þá aftur til
Reykjavíkur og fæst við srníð-
ar og önnur stcrí; auk þess
sem haiin fékkst við að leið-
beina hópum íerðamanna um
landið, en til þess var hann
prýðis kostum búinn. Hann er
með í Gottuleiðangrinum 1929
og þótti sjálfk-jörinn, og, Weg-
cn^r leiðangrinum 1930, sem
var hann síðasta för til Græn-
lands. Eítir það dvelst hann í
Reykjavík við smíðar, lengst
af hjá syni sínum, Tómasi V:ig-
fússyni byggingameistara. Hjá
honum var hann einnig til
húsa síðasta áratuginn, sem
hann lifði, naut þar yndis á
góðu heimili hjá tengdadóttur
og syni og barnabörnum, em
öll sýndu börn hans og harna-
börn honum einstaka ástúð og
virðingu.
Vigfús eignaðist með konu
sinni átta mannvænleg börn,
fjóra syni .og fjórar dætur,
sem öll eru uppkömin. Eru
fjögur af þeim gift, tvær dæt-
ur og tveir synir.
1948 hætti hann smíðum
um stundarsakir. til að leggja
síðustu hönd á bók sína- „Um
þvert Grænland“, sem kom út
það ár. En eftir það hóf hann
aldrei störf aftur sökum van-
heilsu og.handriðu, sem stöð-
ugt ágerðist.
Hann andaðist sem fyrr seg-
ir í Landakotsspítala 26. maí
s. 1. eftir rúmlega tveggja mán
aða legu, fyrst heima, síðan á
spítalanum.
Þótt Vigfús gengi aldrei í
skóla, var hann fróður og vel
að sér og í rauninni prýðilega
menntaður maður. Hann var
sílesandi frá barnsaldri oe
minnið var frábært. Ársæll
Árnason segir frá því í Gottu-
minningum sínum, að Vígfús
hafi verið mestur bókamaður-
inn í þeirri ferð. Kapt. Koch
gefur honum þennan vitnis-
burð í endurminningum sín-
um: „Hann var hreinn og
beinn í viðmóti, glaðlyndur og
greiðvikinn og varð okkur öll-
um mjög hugþekkur. Hann tal
aði dönsku reiprennandi og
var vel að sér í dönskum þók-
menntum“. Sérstaklega var
hann fróður um Austurland,
um örnefni, menn og sögu þar.
Eflaust hefur farið með hon-
um í gröfina margs konar
fróðleikur, sem vinningur
hefði verið að, að forða frá
glötun.
Lestur hans, fróðleikur og
minni, samfara næmri athygl-
isgáfu og raunsæi í hugsun,
geröu honuni kleift að gera
samanburð á skyldum fyrirbær
um á ólíkum stöðum og draga
af því skarplegar ályktanir.
Þannig segir dr. Bjarni Sæ-
mundsson frá tilgátu á einum
stað í ritum sínum, sem Vig-
fús setti frarn um mvndun Ás-
byrgis. Vigfus var þaulkunn-
ugur Ásbyrgi frá uppvaxtar-
áru’m sínum á Austurlandi, en
hugmyndina fékk hann við
jarðmyndanir og náttúruham-
farir í Grænlandi. Ekki hefði
dr. Bjarni látið þessa getið á
prenti, svo vandlátur og gæt-
inn vísindamaður sem hann
var, hefð.i hann talið tilgátuna
alveg út í hött.
Hann hafSi, á sér það aðals-
merki menntaðs manns, að
hann gaf sig aldrei að því að
ræða það mál, sem hann kunni
ekki á góð skil sjálfur.
Ég, sem þessar línur rita,
kynntist ekki Vigfúsi fyrr en
hann va.r orðinn aldraður mað
ur. Eflaust hefur hann á unga
aldri átt bæði skap og fyrir-
ferð, þegar því var að skipta.
En ég hef fáum mönnum
kynnzt, sem höfðu yfir sér
rneiri frið og prúðmennsku en
hann. Yfir sál hans og lífi
hvíldi slík ró og friður síð-
ustu árin, aij íátítt er. Hann
var gamall maður. Plann hafði
lokið löngu og oft erilsömu
ævistarfi. Æfidagurinn var að
kvöldi kominn. Og kvöldið var
einstaklega friðsælt og milt.
Hver er betur undir það bú-
inn að taka á móti gestinum
hljóðláta, sem varð þeim fé-
lögum samferða á Grænlands-
jökli 1913 og kveður dyra hjá
oss öllum áSur en líkur, en sá,
sem lokið hefur löngu dags-
verki, getur, þegar á allt er
litið, verið ánægður með verk-
ið og á nú aðeins eftir að leggj-
ast út af og taka á sig náðir.
Slíkur maður er líka undir það
búinn, að vakna upp einhvern
daginn með eilífð glaða kring
um sig.
Vigfús var þegar á allt er
búinn, -að: „vakna upp ungur
einhvern daginn með eilífð
glaða kringum sig.“
I. G.
Jarðarför mannsins míns og föður okkar,
ÞórSar Þorkelssotiar
ökumanns, frá Grjóta, fér fram frá Dómkirkjunni þriðjudag-
inn 6. þ. m. og liefst með bæn að heimili hins látna, Norður-
mýrarbletti 33, klukkan 1 e. h.
Petrina Björnsdóttir og börn.
raun réttri er hann vanskapað-
ur gullfiskur, afbrigði, sem
Japönum tókst á~sínum tíma að
ala upp fyrir kynblöndun van-
skapninga og vénjulegra gull-
fiska. Slæðusporði hefur tvö-
faldan, stóran sporð, en skrokk-
ur hans er stuttur og kubbsleg-
ur. Hann á því erfitt með sund
og myndi þega líða undir lok,
færi hann frjáls ferða sinna
meðal annarra fiska.
Leiðrétting. I grein Sæmuncl-
ar Ólafssonar, hafa orðið nokkr-
ar meinlegar prentvillur, og eru
þessar verstar. Fyrsta kaflanum
líkur þannig: „en ekki af af-
burða aflaköstum“, á að vera:
„en ekki á afburða aflaköstum“.
í þriðja kaflanum, annari rnáls
grein fimmtu línu stendur „inn-
an við 30 smálestir á að vera
,rúmar 300 smálesíir1.1 4 línu að
neðan í sama kafla stendur „tog
fiski“ á að vera ,,tregfiski“. Öðr
um kaflanum líkur þannig „fá
dragnótafisk þegar veitt var í
is“, á að vera: „dágóðan fisk.“
í fjórða kaflanum annari máls-
grein níundu línu að neðan stend
ur „þetta allt“ á að vera: „þetta
aftur“.
Einstakar
ir
af ýmsum stærðum til
sölu. — Eignaskipti oft
möguleg.
SALA & SAMNINGAR.
Aðalstræti 18.
Sími 6916.
fii
Framhald af 7. síðu.
gnæg'ð vatns og má fá allt að
88,000 gallon á mínútu upp úr
sumum borholunum.
Sumstaðar má enn líta lang-
ar vatnsleiðslur, síðan úr forn-
öld, skurði mikla og brunna,
sem vinjabúar hafa þá grafið
til þess að ná til neðanjarðar-
vatns og leiða það þangað, sem
þess var mest þörf. Mörg þess-
ara fornu mannvirkja bera
vitni óskaplegri elju og furðu-
legu verksviti horfinna kyn-
slóða.
SædfrasafniS
Framh. af 5. síðu.
Margar eru þær skepnur
skrítnar, sem til fiska teljast.
Sjóhesturinn er smávaxnari en
nafni hans úr þjóðsögunum,
nykurinn. og lýzt mörgum
hann kynlegur ásýndum. Litli
slæðusporðinn er fiska fegurst-
ur, en hann er þó hvergi að
finna nema í fiskgeimum. í
Smíðum og úívegum tæki af nýjustu og;
fullkomnustu gerð í saltfisksþurrkunar-
hús.
Útvegum beztu olíukyndingartæki, sem
brenna jarSolíu, sömuleiðis sjálfvirka
raka- og hitastilla.
Elzía vélsmiðjan hér á landi, tryggir
yður fullkomna og örugga smíði.
Talið við oss.
A \
mar h.f.