Alþýðublaðið - 16.06.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1950, Blaðsíða 1
Mikið magn af íslenzkum freðfiski Salffiskþvoffavél, sem þvær um 2000 fiska á liggur óseldur í öðrum löndum klukkusfund, fundin upp í Hafnarfirði Þetta ástaníJ spilfir rrsjög fyrir söSuhorf- um á hraðfrystum fiski í ár. MÍKIÐ MAGN af íslenzltuni freoiiski frá síðustu tveim árum liggur nú óselt í markaðslöndunum í Evrópu, og er þetta ein ástæðan fyrir því, hversu ug?vænlega horfir um sölu á þessari vöru. SíaSar af þessu þreföld hætta: Gæði vörunnar rýrna heídur við langa geymslu, þjóðirnar, sem birgðir eiga, kaupa ekki meira og síðast en ekld sízt, þjóðirnar reyna að losa sig við þeiinan illseljanlega íslenzka fisk með því að selja hann öðrum fyrir óheyrilega 'ágt verð. Upplýsingar um þetta atriði^ kom fram í ársskýrslu Sölu- sambands íslerizkra hraðfrysti húsa, sem nú heidur aðalfund sinn hér í bæ. Bretar munu lig'gja með mest ar birgðir af íslenzkum freð- fiski, eða. 10—15 000 lestir, en markaður fyrir þessa vöru i 1 Bretlandi hefur fallið niður í svo til ekki neitt. Hafa Bretar reynt að selja þennan fisk, fyr ir mjög lágt verð, til dæmis til Palestínu og hafa þar spillt fyr ir sölu á fiski beint frá Islandi. í Frakklandi mun liggja um 800 tonn af hraðfrystum íslenzk um fiski óseld og gengur mjóg illa að selja hann, svo að varla má búast við því, að mikið verði þangað selt á þessu ári. í Hollandi liggja ennfremur nálægt 100 000 kassar af fiski, og er ekki vitað, hvað verður um þann fisk. Til Finnlands voru á árinu, sem leið, seld 213 tonn af flök um, en fiskurinn kom seint á markaðinn og hefur sala á hon um ekki gengið sem bezt og er nokkuð mikið af honum óselt enn þá. Til Ítalíu voru send 124 tonn af framleiðslu 1949 og fór sá fiskur í marzmánuði siðastliðn- um. Þessi fiskur er að mestu leyti enn óseldur. Frarnh. á 7. síðu. Á sama staö og hin á þriöjiidaginn. FRÖNSK FLUGYÉL hrap- aði í fyrrinótt niður á Persa- flóa á hér um bil sama stað og önnur frönsk flugvél hrap- aði þar síðast liðinn þriðjudag. Um horð í flugvélinni var 51 niaður, þar af 43 farþegar. og var í gær ekki vitað að nema 13 af þeim hefðu bjargazt, en 25 lík voru þegar fundin. Fiugvélin var á leið frá Indó- Kína til Frakklands eins og flugvélin, sem fórst á þriðju- daginn. Með þeirri flugvél fór- ust einnig um 40 manns. SAMBANÖSÞINGIÐ í Bonn samþykkti í fyrradag með 220 atkvæðum gegn 152, að Vestur- Þýzkaland skyldi þiggja boðið um að taka sæti í Evrópuráð- inu, þó að þa'ð fái ekki fyrst um sinn neinn fulltrúa í ráð- htrranefnd þess. AFTURHALDIÐ hefur nú hopað úr fremstu víglínu í togaravökumálinu. í gærkvöldi samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur mcð atkvæðum allra flokka, þar á meðal í- haldsins og framsólmar, að lýsa ánægju sinni yfrir þeirri tilraun með 12 stunda vinnutíma, sem gcrð hefur verið á tögaranum Ingólfi Arnarsyni. Tillaga kom fram á fundinum um að fela útgerðarráði að fyrirskipa 12 stunda hvíldartíma á öllum bæjartogur- nnmn, en íhaldsflokkarnir vísuðu henni til útgcrðarráðs til umsagnar. Þegar þessi tillaga var fram komin báru Jó- hann Hafstein og Birgir Kjaran fram tillögu um að bæj- arstjórn lýsi ánægju sinni yfir tilrauninni á Ingólfi með breyttan vinnutíma á saltfiskveiðum og lýsi þeirri von sinni, að tilraunir af þessu tagi verði til þess að greiða fyrir samkomulagi milli útgerðarmanna og sjómanna um livíldartíma á togurum. Þetta er hiri nýja saltfiskþurkunarvél, sem Haraldur Kristjáns- son, slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði, hefur fundið upp. Stúlk- urnar þrjár til hægri á myndinni eru að láta fisk í vélina, en karlmenmrnir til vinstri taka hann um leið og vélin skilar hon- um. Uppfinningamaðurinn er lengst til vinstri á myndinni..—• Ljósm.: Herdís Guðmundsdóttir. Rtindurinn verðor i London; hefst i dag. ----------«----1---- FULLTRÚAR NÍU ALÞÝÐUFLOKKA f VESTUR- EVRÓPU, Englands, Frakklands, VeStur-Þýzkalands, Belgíu, HoIIands, Luxemburg, Ítalíu (tveggja flokka) og Austurríkis, kóina saman ó fund í London í dag til hess að ræða íillögur Schumans um sameiningu þungaiðnaðarins í Vestur-Evrópu og afstoðu jafnaðarmanna til þeirra. Hinn þekkti brezki hag- fræðingur og jafnaðarmaöur Ilugh Dalton verður í forsæti á fundinum. Það mun vera ætlunin með* þessum fúndi, að reyna að sam- ræma afstöðu alþýðuflokkanna í Vestur-Evrópu til tillagna Schumans; en síðustu dagana hefur það komið í ljós, að al- þýðuflokkarnir á meginlandínu eru jákvæðari gagnvart þeim en brezki alþýðuflokkurinn, þó að allir hafi þeir í yfirlýs- ingum, sínum lagt áherzlu á það, að fylgi þeirra við san.ein- ingu þungaiðnaðarins í Yv.stur- Evrópu væri því skilyrði bund- ið, að verkalýðshreyfingin fengi meðákvörðunarrétí um stjórn hennar. Þá varð það og kunnugt í London í gær, að brezka jafn- aðarmannastjórnin hefur á- kveðið að láta fara fram um- ræður um tillögur Schumans í neðri málstoíu brezka þingsins 26. júní, eða þegar málið er far- ið að skýrast á ráðstefnu þeirri, sem franska stjórnin hefur boðað til í París, til þess að undirbúa sameiningima, og sett verður 20. júní. SMUTS hefur látið af for- mennsku sambandsflokksins í Suður-Afríku. Iðrlarlaíida gjald- eyri vaniar í Spgsvirkjunina SKORTUR á gjaldeyri Norð- urlandanna til kaupa á túrbín um og til vinnusamninga veld- ur því, að enn hefur ekki hafizt vinna við Sogið. Skýrði borg- arstjóri frá því í gær, að fé til efniskaupa í Aemríku, væri fengið og góðar horfur á inn- lendu fé, en norræna gjaldeyr inn skorti. Héldu ríkisstjórn, stjórn Landsbankans og borgar stjóri fund um málið í gær, og takist ekki að fá þær 19,1 mill- jón, er samtals þarf í þessari mynt, á annan hátt, kemur til mála bráðabirgðalán, .avo að verkið- geti hafizt. ——■————-----------— RÍKISSTJÓRNIN hefur mót töku í ráðherrabústaðnum, Tjarnargötu 32, laugardaginn 17. júní frá kl. 5—7. Afkastar á sóiarhring jafnmiklu og 20-25 sfúlkur á 5 dögum NÝ SALTFISKÞVOTTA- VÉL (hefu'r verið fundin upp og s-míðuð í Hafnar- flrði. Ge-tur hún fuliþveg- ið rúmlega 2000 fiska á kluk'kustund, eða á sólar- hring allt að því 50 þúsund. fiska, sem láta mun nærri að séu 450—500 skippund, ef fiskuri-nn er vænn, en þurfa mundi 20—25 stúlk- ur í minnst 5 daga til að ijúka sama verki og vélin afkastar á einum só-lar- hring. Enn þá vantar þó þann Iiluta vélarinnar, sem tekur himnu úr þunnildum og blóð úr hnakka fisksins, en undirbúningur að smíði hans er hafinn, og gerir uppfinningamaðurinn, Harald- ur Kristjánsson slökkviliðs- stjóri í Hafnarfirði, sér von um að geta tengt hann við vél- ina áður en langt um líður. Á vélin þá að geta þvegið og full hreinsað saltfiskinn. Blaðamönnum var boðið að skoða vélina í gær og horfa á vinnubrögð hennar, er hún var reynd í fiskverkunarstöð bæj- arútgerðarinnar í Hafnar- firði. Létu þrjár stúlkur fisk- inn í vélina. og skilaði vélin fiskinum fullþvegnum, jafnvel undir uggum, sem annars stað- ar. Að dómi allra kunnugrá manna, sem viðstaddir voru, er' vélin búin þeim kostum, sem slíkt tæki þarf að hafa. Hún er knúin með raforku, og orku evðsla hennar kostar ekki mei"a en 40—50 kr. á sólarhring í fullu starfi. Hafaldur Kristjánsson er nú slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði, tók við því starfi. á s. 1. ári. Við stofnun Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar gerðist hann starfs- maður fyrirtækisins og síðar verkstjóri og var við það starf í 15 ár. Á þessum árum var venja að verka mestan hluta saltfisks- ins, og fór þá Haraldur að brjóta heilann um, hvert eigi væri hægt að smíða fullkomna saltfiskþvottavél, sem leyst gæti kvenfólkið frá hinu mjög svo erfiða starfi, sem íiskþvott ur alltaf er, sem og jafnframt að skapa betri vinnuskilvrði fyrir verkafólkið á fiskverkun arstöðvunum. Eins og kunnugt er lagðist saltfiskframleiðsla að miklu leyti niður yfir stríðsárin og Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.