Alþýðublaðið - 16.06.1950, Blaðsíða 5
Fösíudagur 16. júní 1950.
AJ ÞÝÐUBLAÐSÐ
/
Álþjóðaþing jafnaðarmanna \ Kaupmannahöfn: Önnurgrein
KHÖFN í júní.
ANNAN DAG alþjóðaþings
jafnaðarmanna í Kaupmanna-
þöfn flutti varaformaður
jbýzka Alþýðuflokksins, Erich
Ollenhauer ýtarlegt erindi um
íangabúðirnar og ofsóknir fas-
Hsta, nazista og koinmúnista
gegn lýðræðissinnum. Milljón
Sr manna ala enn í dag aldur
tsinn í fangabúðum. Kommún-
ástar hafa tekið í notkun hina
alræmdu kvalastaði frá valda-
tíma Hitlers. svo sem Buchen-
■wald og Sachsenhausen. Þar
er taeitt sömu vinnubrögðun-
irn og fyrrum, þrátt fyrir
húsbændaskiptin.
í Rússlancli or leppríkjum
Rússa austan járntjalclsins
er lýðræðissinnum í dag bú-
i ið sama hlutskipti og' Hitlc.r
valdi andstæðingum sínum.
Þetta er gleggsta simnnn
þess, að nazisminn og kom-
múnisminn eru hliðstæðar
stefnur. Þjóðirnar, sem naz-
istar kúguðu, iúta nú nýrri
liarðstjórn. Myrkvun Evrópu
lieldur áfram. Brúnn skuggi
Hitlers er liorfinn, en rauð-
ur skuggi Stalíns kominn í
staðinn.
15 MÍLLJÓNIR f FANGA-
BÚÐUM RÚSSLANDS.
Erich Ollenhauer-byrjaði á
að ræða hlutskipti sjálfrar
rússnesku þjóðarinnar og kvað
tngan vafa leika á því. að
jnilljónir manna og kvenna í
Rússlandi þjáist í fangabúðum
og þrælkunarvinnu. Vitnaði
fcann í þessu sambandi í um-
mæli rússneskra ráðamanna
og ákvæði rússneskra laga,
svo og til vitnisburðar pólskra
borgara, er hnepptir voru í
rússneskar fangabúðir, meðan
Stalín og Hitler voru enn vin-
ir í árdögum seinni heims-
styrjaldarinnar. Þegar árið
1930 var þrælkunarvinna við
3ýði í Rússlandi, og eftir styrj
öldina hefur fórnardýrum
hennar fjölgað að miklum
mun.
Rússnesku valdhafarnir beita
þrælkunarvinnunni í tví-
þættum tilgangi: annars veg
ar til að ganga milli bols
og höfuðs á stjórnmálalegri
andstöðu eða gagnrýni og
hins vegar til a.ð sjá ríkinu
fyrir ódýru vinnuafli. Tæk-
ið og tilgangurinn er sama
og Hitlers og Mussolinis. '
Ollenhauer ■ kvað örðugt að
segja til um, hver sé fjöldi
þeirra, er þjást í fangabúðum
og þrælkuriarvinnu sovétstjórn
Erinnar. Allar slíkar upplýs-
ingar eru vandlega varðveitt-
ar sem rússneskt ríkisleyndar-
mál. En samkvæmt því, sem
næst verður kopiizt, er ástæða
til þess að ætla, að allt að
íimmtán milljónir manna og
hvenna verði að una þessu
íegilegá hlutskipti. Aðbúðin í
fangabúðunum er slík, að þeir,
se.n þar dveljast, hrynja nið-
ur. Meðal þessa fjölaa er ein
mil’jón manna og kvenna frá
Eystrasaltsríkjunum, en þess-
ir fyrrverandi borgarar hinna
óhamingjusömu grannríkju
Rússlands voru fluttir í fang.a-
fcúðir af kúgurunum eftir inn-
limun ættlanda þeirra í sovét-
ríkin. Frá Póllandi hafa verið
fluttar til Rússlands á sama
hátt og í sama tilgangi 1 230
000, en þar af hafa 445 000
horfið með öllu, svo að ekkert
hefur til þeirra spurzt. Af
fjórum milljónum þýzkra
stríðsfanga og borgara, sem
Rússar hnepptu í fangabúðir
á ófriðarárunum, hafa 700 000
ekki átt afturkvæmt. Þær eru
íallnar í valinn eða kveljast
enn í rússneskum fangabúð-
um.
AÐEINS HÚSBÆNDASKIPTI
í FANGABÚÐUM HIILERS
Leppríki Rússa austan járn-
tjaldsins reyna dyggilega að
feta í fótspor lierraþjóðarinn-
ar í þessu efni eins og meðal
annars hefur eftirminnilega
sannazt í umræðum í efna-
hags- og félagsmálanefnd
bandalags hinna sameinuðu
þjóða. Eftir valdarán komm-
t.nista í Tékkóslóvakíu í febrú-
avmánuði 1948 voru sett þar
í landi sérstök lög um nauð-
ungarvinnu, og talið er, að í
tékknesku námunum starfi að
rninnsta kosti 400 000 fangar.
Yitað er, að í Póllandi eru
starfræktar átta nafngieindar
fangabúðir, og auk þess er
æskan þar í landi látin inna
af hendi sérstaka nauöcngar-
vinnu. Fólk, sem er yngra en
13 áia, verður að þola ;aun
hernar um hálfs árs skeið, en
þeir, sem eldri eru, margir
hverjir eins lengi og þeir
gegna herþjónustu eða lengur.
Forseti Póllands hefur opin-
berlega viðurkennt, að þess-
um störfum gegni 75 000 þar
í landi og að meirihluti þeirra
sé sjálfboðaliðar, en hinir hafi
verið kvaddir’ til þjónustunn-
ar. í Búlgaríu er tala þrælkun-
arverkamannanna um 50 000.
Þeir, sem aldurhnignir eru eða
Iieilsubilaðir, eru ltánir vinna
hin léttari störf, en æskublóm-
inn er sendur í kolanámurnar.
t Rúmeníu er skipaskurður.-.nn
frá Dóná til Svartahafs byggð
ur í þrælkunarvinnu.
Þessu næst vék Ollenhauer
að viðhorfum þessara mála í
Austur-Þýzkalandi.
Þar hefur verið komið upp
ellefu fans'abúðum eftir ó-
friðarlokin, og hinir al-
ræmdu kvalastaðir nazista,
svo sem Sachsenhausen og
Buchenvvald, eru þar enn við
Iýði, þar hafa aðeins orðið
húsbændaskipti.
Talið er, að fjöldi þeirra Þjóð-
verja, sem hnepptir hafa verið
í fangabúðir þessar frá því ár-
ið 1945, nemi að minnsta kosti
200 000. Fast að því helming-
ur þessa fólks mun hafa lál-
izt, en allt að 40 000 verið
fluttar austur til Rússlands.
Auk 'þessa hefur fjöldi
manna á Austur-Þý.zkalandi
verið dæmdur til þrælkunar-
vinnu, og er til dæmis talið,
að í Uran í Saxlandi starfi að
jafnaði 400 000 slíkra vinnu-
þræla. Þeir lúta rússneskum
herlögum, og rússnesk ríkislög
regla gætir þeirra. Ströng refs
ing liggur við því að brjóta
settar reglur eða óhlýðnast
gefnum fyrirskipunum.
Þýzku fulltrúarnir á jafnaðarmannaþinginu í Khöfn: Yzt til
hægri Erich Ollenhauer.
VERRA EN FYRIR 100 ÁRUM
Ollenhauer lýsti aðbúðinni í
fangabúðum nazista og komm-
únista sem vis't í jarðnesku víti
og bætti við, að Franco, ein-
valdsherra Spánar, feti í þessu
efni dyggilega í fótspor Ilitl-
ers og Stalíns.
Fyrir hundrað árum skor-
uðu beir Karl Marx og
Friedrich Engels á verka-
menn allra landa að samein
ast: „Þið hafið engu að glata
nema hlekkjunum“, voru á-
lyktunarorð þeirra. Þeir,
sem nú ala aldur sinn í
fangabúðum Evrópu eða
vinna þrælkunarvdnnu, geta
tekið sér sömu orð í munn.
Þeir hafa engu að glata
nema hlekkjum, kúgun og
kvölunum. En aðstaða þeirra
til áð rísa upp gegn ofsækj-
endum sínum er miklum
mun lakari en verkalýðsins,
sem Marx og Engels hvöttu
lögeggjan til viðnáms og
gagnsóknar fyrir hundrað
árum. Fangelsi Evrópu fyr-
ir einni öld voru gerólík
þeim kvalastöðum sem
fangabúðir nazista og komm
únista eru í dag. Það sann-
ast á því, að frumherjar
rússnesku byltingarinnar
héldu ótraúðir áfram barátt-
unni gegn harðstjórunum
innan fangelsisveggjanna.
En andstæðingar nazismans
og kommúnismans eru kvik
settir í fangabúðunum og
eiga ekki afturkvæmt þaðan
nema sem lík eða ólæknandi
sjúklingar á sá! og Iíkama.
Eðli kúgunarinnar var að
vísu hið sama af hálfu
Rússakeisara og Hitlers og
Stalíns. En tækniþróun heiil
ar aldar vældur því, að
árangur Hitlcrs og Stalíns
er margfaldur í samanburði
við ofsóknir fyrirrennava
þeirra.
Slík er harmsaga samtíðar-
innar. Þeir, sem njóta lýðræð-
is og frelsis, gera sér ekki í
hugarlund, hvert er .hlutskipti
hinna, er dvalizt hafa eða
dveljast í fangabúðum nazism
íins og kommúnismans. En það
er heilóg skylda þeirra að
að hlusta á kvalaópin úr fanga
búðunum og minnast þess, að
nazisminn og kommúnisminn
keppir að því að kalla þetta
ægilega hlutskipti yfir alla
andstæðinga sína. Heimurinn
má ekki soía, niéðan kúgararn
ir vaka og færast í aukana.
Lýðræðið er sjálfu sér sundur-
þykkt og fær ekki staðizt, ef
það flýtur sofandi að feigðar-
ósi.
Jafnaðarmenn vinna að þvi
að vekja allan hinn siðmennt-
aða hemi til umhugsunar um
þessar hræðilegu staðreynd.r.
Þeir heita á alla lýðræðissirna
að gera sév grein fyrir hlnni
yjjrvmfandi hættu og koma til
liðs við þá í baráttunni gegn
narðstjóruinni og kúgúnimn.
Og sú barátta er háð á tveirn-
ur vígstöðvum, gegn tveimur
grimmum og voldugum óvin-
um — nazismanum og komm-
únismanum.
ITÍÁSÖGN SPÁNVERJANS.
Ræða Erichs Ollenhiuers
hafði mikil áhrif á alla við-
stadda, en að henni lokinni
kvöddu sér hljóðs fjölmargir
landflótta jafaðarmenn úr
leppríkjum Rússa austan járn-
tjaldsins og kúgunarríki Fran-
eos og röktu harmsögu þjóða
sinna. Eftirminnilegust var
greinargerð spænska jafnaðar-
Nunið bílahappadrætíi FUJ!
Úra-viðgerðir.
Fljót og góð afgreiðsla.
Guðl. Gíslason,
Laugav-egi 63,
sími 81218
Smurf brauð
og snillur.
Til í búðinni allan dag-
inn. — Komið og veljið
eða símið.
Síld & Fiskur.
mannsins R. Llopis. Hann lýsti
hörmungum þjóðar sinnar,
sem ber hið ægiþunga ok fas-
ismans um háls sér. En hörrn-
ungar Spánverja eru ekki síað
hunanar við ríki Francos.
Fjöldinn allur af landflótla
spænskum lýðræðissinnum
hefur verið hnepptur í rúss-
neskar fangabúðir. Stalín var
ekki aðeins samherji og griða-
vinur Hitlers. Hann er söriau-
4giðis fóstbróðir Fráncos, þótt
hann hafi ekki gert við har.n
opinberan vináttusamning.
ÓFRXÐARBLIKAN ÚR
AUSTRI.
Að umræðum þessum lokn-
um samþykkti alþjóðaþingið
ýtarlega ályktun um afstóðu
jafnaðarmamia til heimsfrið-
1 arins. Þar er lögð rík áherzla
á hættu kapítalismans, sem
ærið oft ryður kommúnisman-
um brautina. En ályktunin cr .
fyrst og fremst beint gegn
kommúnismanum, sem í dag
gegnir sama hlutverki og naz-
isminn fyrir seinni heimsstyrj-
öldina. Nú er ískyggileg blika
á lofti heimsstjórnmálanna
ekki síður en haustið 1939,
þegar fellibylur . ægilegasta
hildarleiks veraldarsögunnar
fór í hönd. Þessi blika er í
austri. Lýðræðisríkin óska þess
að mega lifa og starfa í friði,
og jafnaðarmenn hafa víðast
hvar forustuna í þeirri göfugu
viðleitni. Þeir vita, að ný
styrjöld er böl alþýðu alha
landa. Þeir munu aldrei eiga
frumkvæði að þvu að kalla það
böl yfir heimfnn. En þeir gera
sér grein fyrir hættunni.
Fari Stalín a‘ð dæmi Hitlers
og hleypi veröldinni í nýtt
ófriðarbál, mun alþýða lýð-
ræðisríkjanna heýja gegn
kommúnismanum sams kon
ar baráttu og hún háði gegn
nazismanum. Raunsýnir
. jafnaðarmenn sjá hættuna,
sem aðsteðjar, og gera nauð-
synlegar ráðstafanir til varn
ar, ef í odda skerst milli
lýðræðisins og kommúnism-
ans. Bændur og verka-
menn Vestur-Evrópu mtmn
yfirgefa akrana og vinnu-
staðina og taka sér vopn í
hönd til að berjast fyrir
frelsinu, lýðræðinu og menn
ingunni, ef kommúuisminn
reynir að framkvæma það,
sem nazismanum rnisvókst í
seinni heimsstyrjöldinni.
En það er undir Rússlandi
og valdhöfum þess kornið,
hvort þessi hildarleikur verð-
ur sviðsettur eða ekki. Þess
vegna er friðartal kommún-
ista og nytsamra sakleysingja
i Vestur-Evrópu marklaust, ef
það er ekki annað og verra:
Frh. á 7 síðu.