Alþýðublaðið - 07.07.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1950, Blaðsíða 4
4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Kitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Lúxusbílalnn- ílufningurinn ÞAÐ er engin furSa, þótt al- menningur hneykslist á því, að" nýir og nýir lúxusbílar skuli streyma til landsins með svo að segja hverri skipsferð, sem til fellur, samtímis því, að þjóðin verður að vera án margra brýnustu nauðsynja, bæði til daglegrar neyzlu og til heimilisþarfa, sökum gjaldeyr- isskorts. En þegar blöð borgara- flokkanna eru að hræsna vand- iætingu yfir þessum bílainn- flutningi og reyna að velta sök- inni á h'onum yfir á aðra en þá seku, þá fer skörin sannarlega að færast upp í bekkinn. Því að hvar skyldu þeir fyrst og fremst vera, lúxusbílainnflytj- endurnir og IúxusbílaeigenC- umir, ef ekki einmitt í borgara- flokkunum, flokkum Morgun- blaðsins og Tímans? En það er nú svona samt, að það eru ekki nema tveir dagar iíðnir síðan Tíminn birti lang- an og hjartnæman leiðara út af þessum ,,bílahneykslum“ og komst að þeirri niðurstöðu, að ,,frumorsök“ bílainnflutnings- ins, sem nú á sér stað,'væri sú, að stjórn Stefáns Jóh. Stefáns- sonar hefði í fyrravor „opnað nýja flóðgátt11 fyrir þeim með hinni svokölluðu „sjómanna- reglugerð11. En í þeirri reglu- gerð var veitt heimild fyrir sjómenn og nokkra aðrá til þess að flytja inn bíla fyrir gjaldeyri, sem þeir hefðu aflað sjálfir á sannanlega löglegan hátt. í þessu sambandi er vert að rifja það upp, ekki sízt af því, að Tíminn þegir alveg um það, að þetta var sá eini bílainn- flutningur, sem stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar leyfði þau þrjú ár, sem hún var við völd. Hins vegar voru í hennar tíð stöðugt að flytjast til landsins Iúxusbílar, sem innflutnings- leyfi höfðu verið veitt til af stjórn Ólafs Thors, og hefur Alþýðublaðið það fyrir satt, að það hafi ekki hvað sízt verið ýmsir Framsóknarburgeisar. sem gengu eftir því, að þau inn- flutningsleyfi fengjust notuð. En um „sjómannareglugerð- ina“ svokölluðu er það að segja, að hún var ekki gefin út fyrr en eftir þráláta baráttu við- skiptanefndar og fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að nokkur bílainnflutning- ur yrði leyfður áfram. Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra var mjög tregur til þess, eins og hann hefur skýrt frá í mjög ýtarlegri grein um þetta mál hér í blaðinu, og fékk því að mlnnsta kosti til leiðar komið, að þessi bílainnflutningur yrði mjög takmarkaður, og að sjó- mönnum yrði að þessu sinni leyft að verða hans að nokkru aðnjótandi, fyrir þann hluta /auna sinna, sem þeim er greiddur í erlendum gjaldeyri ALÞÝÐUBLAÐIO Föstudagur 7. júlí 1950. fyrir heiðarlegt og vel unnið etárf. En það er athyglisvert, að þá er allt í einu rekið upp rama- vein í borgaráblöðunum, Morg- unblaðinu og Tímanum, yfir lúxusbílainnflutningi, þegar sjómerin fá heimild til þess að flytja inn bíla fyrir vél fenginn gjaldeyri sinn! Meðan braskar- ar og burgeisar einir sátu að bílainnflutningnum, var í þeim blöðum ekkert verið að býsn- ast yfir honum! Annars kemur það úr hörð- ustu átt, þegar Tíminn, blað þeirra Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokks- ins, og Jóns Árnasonar, banka- stjóra, er að hræsna hneykslun yfir lúxusbílainnflutningi til iandsins. Sjálfur er Hermann Jónasson landfrægur að endemum fyrir lúxusbílainn- flutning og lúxusbílaprang, samanber hina marg umtöluðu játningu hans: „Svo keypti ég bíl og seldi hann; svo keypti ég annan og seldi hann og svo framvegis. En sem stendur er vitað, að Hermann Jónasson I að minnsta kosti tvo bíla til lúxusflakks. Og í fersku minni er mönnum sagan af Jóni Árna- svni, bankastjóra, annarri höf- uðstoð Framsóknarflokksins, sem fyrir nokkru flutti hjart- næmt ávarp til þjóðarinnar í ríkisútvarpinu um nauðsyn þess að sýna þegnskap og spara dýrmætan gjaldeyri, en lét fáum dögum síðar slcrásetja í Reykjavík nýjan lúxusbíl, sem hann sjálfur var þá að fá til landsins! Það situr helzt — eða hitt þó heldur — á blaði þessara herra, Tímanum, að vera að belgja sig út af lúxusbílainnflutningnum og brígzla öðrum um það, að eiga sök á honum! Annars færi bezt á því, að stjórnarvöldin birtu hreinlega skýrslu um leyfisveitingarnar til bílainnflutnings undanfar- in ár, svo að þjóðin geti séð, hver veitt hefur leyfin og hverjir Iúxusbílana hafa feng- ið'. Pósfstjórnin selur langferSa- bifreiðar sínar PÓST- og símamálastjórnin er nú að hætta rekstri áætlun- nrbifreiða á sérleyfisleiðinni til Akureyrar og Hafnarfjarðar og er einmitt nú verið að ganga frá sölú bifreiðanna, að því er Vilhjálmur Hlíðdal skýrði blað inu frá í gær. Stofnuð hafa verið tvö hlutafélög, sem kaupa bifreið- arnar og annast rekstur þeirra á þessum sérleyfisleiðum. Hlutafélagið, sem tekur að sér Akurevrarferðirnar, nefnist H.f. Norðurleið. en félagið, serii kaupir Hafnarfjarðar- vagnana, nefnist Hlutafélagið Landleiðir. í dag fyrir hádegi munu verða undirskrifaðir samning- ar milli póststjórnarinnar og H.f. Norðurleið um kaup á bif- reiðunum, sem halda uppi ferðum á norðurleiðinni, en jTeir eru alls 15, en samningum um Hafnarfjarðarvagnana er ekki lokið ennþá. Þeir, sem standa að H.f. Norðurleið, eru flestir héðan úr Reykjavík, m. a. nokkrir bílstjórar og viðgerðamenn, sem unnið hafa hjá póststjórn- inni að undanförnu. Þeir, sem standa að Landleiðum, eru all- ir úr Reykjavík. 4150 mál síldar bár usf á land í gær í GÆRDAG bárust samtals 4150 mál síldar á land, og var veiðin eingöngu á Austursvæð- inu. Til Siglufjarðar komu þrír bátar og lögðu afla sinn upp hjá Rauðku, og er það fyrsta bræðslusíldin, sem kemur til Siglufjarðar á þessu sumri. Matvælaástandið. — Kartöflur? — Saltfiskur? — Vantar framsýni og frairtak. — Furðuieg verzlun með kápur. — Tákn stjórnarfarsins: Vaxandi fátækt hinna fátæku. ÞAÐ ÞARF áreiðanlega sér- fróða menn til þess að skilja matvælaástandið í Reykjavík um þessar mundir. Það er svo erfitt að fá í matinn, að slíks þekkjast varla nokkur dæmi. Borgin hefur verið kartöflulaus í upp undir þrjár vikur, engin leið er að fá saltfisk keyptan og hefur svo verið í marga mán- uði. Smjör hefur ekki fengist til skamms tíma og þannig mætti lengi teija. ÞAÐ ER EKKI góð stjórn á hlutunum hjá okkur, öllu frem- ur óstjórn á öllum hlutum, og það er svo sem ekki ný bóla, þó að óstjórnin færist í aukana. Líkast til skortir okkur íslend- inga tilfinnanlegast rnenn sem kunna að stjórna. Við erum sér- fræðingar í því að eyða •— og, bvo að ekki séu aðeins teknar hinar dekkstu hliðar, líka bráð- duglegir við vinnu, þegar á því þarf að halla að sýna dugnað, en hann sýnum við varla fyrr en við erum neyddir til. ÞAÐ ER HART, að á hverju sumri skuli vera skortur á svo nauðsynlegri vöru sem kartöfl- ur eru, það var aldrei fyrr meir, meðan við vorum fátækir og lít- tls megandi. Hvers vegna hefur Reykjavíkurbær ekki tekið upp á því, að efna til unglingavinnu í kartöflurækt? Bærinn á mik- il óræktuð lönd, þar sem vel væri hægt að ryðja til kartöflu- ræktar og að sjálfsögðu ættu Ilinn aflrjúpaði myndaáróður ALÞYÐUBLAÐIÐ afhjúpaði síðast liðinn þriðjudag eina áróðursaðferð Þjóðviljans, er hann birti myndir af lík- um uppreisnarmanna í Kó- reu, en sleppti myndum af hryðjuverkum kommúnista. Var þar rækilega sýnt fram á, hvernig Þjóðvjljamenn tóku mynd sína úr tímaritinu Life, en slepptu öllum mynd- um, sem þar. birtust og sýndu afleiðingarnar af blóðstjórn kommúnista. Þarna gerðu kommúriistar fyrirvaralausa uppreisn og hófu ægilega blóðstjórn, en myrtu á nokkr- um dögum um 600 manns. Á eftir greip hefndaræði þá ladsmennn. sem urðu fyrir þessari blóðugu uppreisn, og var framkoma þeirra við kom- (múnista eftir á litlu betri en hryðjuverk kommúnistanna sjálfra. ÞJÓÐVILJINN getur engu svarað þessum afhjupunum. Hversu mjög sem ritstjórar blaðsins reyna, geta þeir ekki afsakað það, að þeir tóku að- eins. aðra hlið málsins og slepptu algerlega bæði mynd- um og frásögnum af hryðju- verkum kommúnisía. Þeir geta á engan hátt breitt yfir þá staðreynd, að auðvalds- blöðin Time og Life höfðu í sér manndóm til að segja frá ofbeldisverkum beggja aðila, en Þjóðviljinn sagði aðeins frá annarri hlið málsins. Þannig er allur fréttaburður þessa blaðs. EFTIR SVO AUGLJÓSA upp- ljóstrun leyfir Þjóðviljinn sér að flytja lofgrein um sér- fræðing sinn í erlendum frétt- um og telja mönnum trú um, að hann sé slíkur snillingur í því að grafa upp sannleik- ann um það, sem er að ger- ast í heiminum, að fréttir Þjóðviljans beri af fréttum annarra ■ blaða. Hvemig finnst nú réttsýnum mönn- um Þjóðviljanum hafa tekizt að meðhöndla sannleikann í þessu eina dæmi, sem hér um ræðir? Eða eru hugmyndir kommúnista um sannleikann og góðan fréttaburð þær, að birta skuli aðeins frásagnir af því, sem hægt er að segja til níðs um andstæðinga kom- múnistá, en sleppa öllu, sem segja má illt um kommúnista? Ef þetta er mælikvarðinn, getur Alþýðublaðið tekið undir það, að fréttir Þjóðvilj- ans standist þá prófraun prýðilega, og eftir þeim kokka bókum er vafalaust færð góð einkunn í einkunnabók þessa blaðs hjá Kominform. SVO GERSAMLEGA varnar- lausir eru Þjóðviljamenn í þessu máli, að þeir velja það örþrifaráð að tala sem mirunst um málefnið sjálft, en ein- beita sér að skítkasti manna i miUi til að beina athyglinni frá þeirri uppljóstrun, sem AI- þýðublaðið gerði. Þess vegna er spiluð hin gatslitna plata um það, að Alþýðublaoið eigi í fórum sínum einn ægilegan og þjóðhættulegan Ameríku- agent, sem heiti Benedikt Gröndal og svo framvegis. Þessi plata var fyrst leikin í Þjóðviljanum 1944 og hefur heyrzt þar öðru hverju síðán. Hún er því orðin heldur gagnslítil til að beina athygli manna frá því, að Þjóðvilj- inn hefur verið staðinn að fréttafölsun af ómerkilegustu tegund. Til slíkra vopna þarf nú að grípa málstað Moskvu ' valdsins til framdráttar. unglingar, sem eru atvinnulaus- ir, að vinna þau störf. EN I>A» SKORTIR húg- kvæmni og það skortir framtak. Það vantar fyrirhyggju og það vantarr víðsýni. Okkur skortir menn til að stjórna, fyrirhyggju sama stjórnendur, sem .hafa á- nægju af því að sjá eitthvað liggja eftir sig. ^fið eigurn nóg af mönnum sem hanga við störf sín til þess éins að hirða laun sín og taka sín sumarleyfi. Á þeim er enginn hörgull. „VONSVIKIN STÚLKA“ skrifar mér á þessa leið: „Ný- lega fékk ég að vitaf að í vissri verzlun hér í bænum yrðu seld- ar kápur tiltekinn dag. Eg mætti á staðnum, enda vantaði mig tilfinnanlega kápu. Káp- urnar voru til, og leizt mér sér- staklega vel á tvær, eftir að hafa mátað þær. Ég ætlaði að kaupa aðra,. en þá kom upp úr kafinu, að ekki var hægt að fá þessar kápur keyptar, nema með því að kaupa minkaskinn með þeim, en það hleypti verðinu upp um helming, svo að ekkert viðlit var fjTÍr mig’ að kaupa. NÚ LEYFI EG MÉR að spyrja. Hvers konar verzlunarlag er þetta? Er leyfilegt að reka svona verzlun? Er hægt að krefjast þess af kaupanda, að hann kaupi ákveðna vöru, sem hann þarf ekki á að halda, til þess að hann fái þá vöru, sem hann vanhagar um? •— Það er satt og rétt, að á flestum svið- um er verzlun okkar íslendinga í ólagi, og er í því efni ákaflega jafnt á komið með opinbera verzlun, eða hvað menn vilja kalla það og svokallaða frjálsa verzlun. En þetta finnst mér taka út yfir allan þjófabálk.“ HIN GÍFURLEGA verðhækk- un, sem orðið hefur á mjólk og mjólkurafurðum, þrengir enn kosti fátæks fólks. Enn hefur gengislækkunin þau áhrif, að rverfa að fátækum alþýðuheim- ilum, án þess að koma við hin vel stæðu. Enginn skal halda, að vel stæð heimili þurfi að minka við sig, þó að líterinn af mjólk- inni hækki um 10 aura, smjörið hækki, skyrið hækki og rjóminn hækki. En þegar tekjurnar hrökkva ekki fyrir nauðsvnjun- um. verða þeir, sem þannig eru settir, að höggva af nauðsynj- unum. Og hvaða áhrif hefur bað? Lífsvirðurværi fátæku heiniilanna verður lélegra, sí- fellt lélegra, fátæktin vex og vaxandi afleiðingar verða af fá- tæktinni. Þetta er tákn stjórn- arfarsins um mitt sumar 1950. ELLEFTA HYERFI AI- þýðuflokkfélagsins fer í skemmtiferð á Snæfellsnes á laugardag frá Alþýðuhús- inu kl. 9 árd., komið aftur á sunnudagskvöld. Aðeins örfá sæti laus. Upplýsingar í skrifstofu Alþýðuflokksins sími 5020.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.