Alþýðublaðið - 07.07.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.07.1950, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. júlí 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Frú Eleanor Roosevelt í Oslo Felur stjórn sinni að iáta reikna út fram- færslukostnað meðalfjölskyldu og auglýsa kaupfaxta í samræmi við hann ELLEFTA ÞING ALÞÝÐUSAMBANDS VESTFJARÐA 1 fól sambandsstjórn að sjá um, að slíráð verði mánaðarlega verð- lag allra helztu nauðsynjavara og annars framfærslukostnaðar almennings á félagssvæbinu, og verði þannig fundinn fram- færslukostnaður meðalfjölskyldu. Á þessum grundvelli byggi alþýðusamtökin á Vestfjörðum kaupgjaldsbaráttu sína og aug- lýsi svo að fengnum umboðum frá sambandsfélögum taxta um þar af leiðandi kaupgjaldsbreytingar á sambandssvæðinu. Þingið gerði ýtárlegar samþykktir í verkalýðsmálum og við- skiptamálum, eihnig um rekstur nýju togaranna og launa- greiðslur til sjómana. Hér verður greint frá helztu samþykktum þingsins, en nán- ar verður sagt frá þinginu í blaðinu á morgun. „Vegna hinnar óheyrilegu og sívaxandi dýrtíðar af völdum gengislækkunarinnar sam- þykkir 11. þing Alþýðusam- bands Vestfjarða, haldið á ísa- firði 27. og 28. júní 1950, að fela sambandsstjófn að sjá um, að skráð verði mánaðarlega verðlag allra helztu nauðsynja- vara og annars framfærslu- kostnaðar almennings á sam- bandssvæðinu. Og verði þanm ig fundinn framfærslukostnað- ur meðalfjölskyldu. Á grundvelli þessarar verð- sskráningar byggi svo alþýðu- camtökin á Vestfjörðum, þegar tímabært þykir, baráttu sína í kaupgjaldsmálum, með það mark fyrir augum, að kaup- gjaldið hækki ávallt um jafn marga hundraðshhita og verð- lagið hefur hækkað næstu mán- uð á undan. Að fengnum umboðum frá verkalýðsfélögunum á sam- bandssvæðinu auglýsi Alþýðu- camband Vestfjarða svo taxta um þær kaupgjaldsbreytingar, sem af þessu leiða.“ SAMRÆMING KAUPS Þingið lýsti ánægju sinni yf- ír þeim árangri, sem náðst hef- ur um samræmingu kjara og kaupgjalds, með hinum sam- eiginlega kjara- og kaupsamn- ingi, sem A.S.V. verði s. 1. vor fyrir hönd verkalýðsfélaganna á Vestf jörðum við atvinnurek- endur þar. Þá taldi þingið, að halda beri áfram á sömu braut og felur því etjórn A.S.V. að athuga, hvort ekki reyndist einnig fært að samræma á eama hátt kjarasamninga sjó- manna á sambandssvæðinu. Þeim tilmælum var beint til sambandsstjórnar, að hún hlut- íst til um, að verkanlenn, sem vinna að opinberum fram- kvæmdum á félagssvæði Verka íýðsfélags Tálknafjarðar, en eru búsettir á öðrum félags- cvæðum, beri ekki minna úr bítum þar en annars staðar á sambandssvæðinu. í tilefni af þessu verði farið fram á, að Verkalýðsfélag Tálknafjarðar salnræmi kaup- og kjarasamning sinn við samninga annarra verkalýðs- félaga á Vestfjörðum. AFLATRYGGINGASJÓÐUR Þingið átaídi harðlega, að íögin um aflatryggingasjóð skuli enn ekki hafa verið látin koma til framkvæmda, og skor- ar þingið fastlega á ríkisstjórn- ina, að hún láti sjóðinn nú þeg- nr taka til starfa eins og lög tnæla fyrir. AÐBÚÐ VERKAMANNA Sambandsstjórn var falið að vinna að því við hlutaðeigandi aðila, að bætt verði úr því ör- yggisleysi, sem af því hlýzt, að: 1. frystitæki í hraðfrystihúsum eru tekin í notkun án þess að prófun á þeim hafi farið fram. 2. ekki skuli að staðaldri fylgzt með ástandi tækjanna. eftir að þau eru tekin í notkun. Svolátandi greinargerð fylgdi: „Með hverju árí hefur hraðfrystihúsum fjölgað, og þau hafa verið endurbætt og þar af leiðandi sívaxandi fjöldi fólks sem við þau vinnur. Sá háttur mun háfa verið á hafð- ur, að þegar ný tæki hafa ver- ið tekin í notkun, hefur ekki farið fram reynsla á styrkleika þeirra. En eins og allir vita er ammoniak aðallega notað til fr>rstingar, en það er eiturefni, sem er lífshættulegt mönnum. Það verður líka að teija það freklegt skeytingarleysi nm ör- yggi verkafólks, að ekki skuli vera gengið úr skugga urc að tækin séu í fullkomnu lagi, þegar þau eru tekin í notkun, og að ekki skuli að staðaldri fylgzt með því með prófunum, að þau séu í fullkomnu lagi.“ Þingig minnti félögin á sam- sambandssvæðinu alvarlega á að sjá um, að gildandi kaup- og kjarasamningum sé strang- lega fylgt og gengið sé ríkt eft- ir að aðbúnaður á vinnustöð- umum sé sómasamlegur, t. d. hvað kaffistofur og hreinlætis- tæki snertir. VIÐSKIPTAMÁL lþ þing Alþýðusambands Vestfjarða beinir þeirri ósk til stjórnar A.S.Í., að hún, eins og að undanförnu, vinni að því að fá lagfæringar í framkvæmd varðandi verðlags-, skömmt- unar-, innflutnings- og hús- næðismál. Og álítur þingið æskilegt að hafa til hliðsjónar við þær lagfæringar eftirfar- andi atriði: Heimilin gangi fyr- ir um kaup ú álnavöru til fata- gerðar á heimilum til eigin nota og yfir höfuð efni til allra heimilisþarfa, er heimilin geta notfært sér með eigin starfs- kröftum. Þar næst gangi fvrir rfniskaupum nauðsynleg iðn- p.ðarfyrirtæki. — Tekið sé það hart á „svartamarkaðsbraski“, að það sé í öllum tilfellum til tjóns þeim, er það stunda. Sama verð sé lá'tið gilda um Þannig sé og tekið á öílum verðlagsbrotum og enn fremur verktökum og húsameisturum, er misnota aðstöðu sína til tjóns þeim, er þeir vinna fyrir, en cjálfum sér til gróða ó svik- samlegan hátt. Þess sé vel gætt, að út á innflutning.s- og gjaldeyrisleyf- in séu fvrst og fremst fluttar inn þær vörutegundir, sem 1 nauðsynlegar eru og skortur er á, og þess gætt, að innkaup hinna ýmsu tegunda séu að magni til í sem beztu samræmi hlutfallslega við þarfirnar. Sama verð sé láti ðgilda um allt landið á öllum vöruteg- undum. í húsnæðismálum séu hafðar til hliðsjónar tillögur þær, er fram koma í skýrslu um víð- ræður milli fulltrúa frá ríkis- stjórninni og stjórn A.S.Í., dags. 7. maí 1949. NÝJU TOGARARNIR Samþykkt var að skora á rík- isstjórnina að sjá svo um, að þeir tíu togarar, sem samið hefur verið um smíði á í Bret- landi, komi til landsins, og sjái útgerðarfélög bæjarfélaga eða einstaklinga sér ekki fært að kaupa skipin vegna þess óhófs- lega verðs sem á þeim er nú orðið, þá geri ríkið þau út og starfræki þau allt árið. Jafnframt mátmælti þingið hverri tilraun, sem gerð yrði, til að selja eða flytja út úr landinu nokkurn nýsköpunar- togara. SKILVISAR LAUNA- GREIÐSLUR TIL SJÓMANNA Þá samþykkti þin,gið að beina þeim tilmælum til stjórnar A.S.Í., að hún beiti sér fyrir því, að ríkisstjórnin veiti sjó- mönnum öryggi fyrir því, að þeir fái skilvísa greiðslu á um- EÖmdum launum þeirra og launatryggingum. Og benti Framh. á 7 síðu. Látið aldrei jafn holla fæðuteg- und og íslenzka ostinn vanta á matborðið. Myndin var tekin er frú Eleanor Roosevelt kom til Oslo á dög- unum til þess að afhjúpa likan manns síns, Franklin D. Roose- velts Bandaríkjaforseta. Með frú Roosevelt siást á myndinni Halvdan Lange, utanríkismálaráðherrá Norðmanna (í miðið) og Einar Gerhardsen forsætisráðherra. Enn um bííainnflntningmn: Maanúsar oa andsvar imband íslenikra safflvinnufélaga Sími 2678. Alþýðublaðið birtir hér með stutt svar Magnúsar Jónssonar prófessors, for- manns fjárhagsráðs, við grein Emiis Jónssonar, fyrr verandi viðskiptamálaráð- herra, hér í blaðinu nýlega um bílainnflutninginn, svo og stutt andsvar Emils við svari Magnúsar: ÉG VERÐ að þakka Emil Jónssyni, fyrrverandi viðskipta málaráðherra, fyrir það, að hann með sinni löngu grein og mörgu bréfum, sem hann birtir í Alþýðublaðinu 28. júní, stað- festir fullkomlega það, sem ég vildi sýna fram á í „Leiðrétt- ingu“ minni: 1. Að fjárhagsráð átti þar engan hlut að, nema að vara við. 2. Að viðskiptanefnd og við- skiptamálaráðherra voru í sam- vinnu um þennán bílainnflutn- ing. Hvort tveggja þetta staðfest- ir grein Emils Jónssonar full- komlega, enaa hljótum við að vera sammála um þetta. þar pem við viljum vafalaust báðir fara rétt með. Hitt er svo annað mál milli hans og viðskiptanefndar, hvor upptökin átti og hvor ákafari var. Hann segist hafa verið ó- fús að veita þeiinan bílainn- flutning. En hvers vegna leit- áði hann þá ekki eftir mórölsk- um stuðningi í þessari baráttu hjá fjárhagsráði, sem hann mátti vel vita, að mundi vera honum sammála um að standa gegn slíku? Og hvers vegna rkrifaðist hann á við viðskipta- nefnd um þetta, þar sem hanr?. þó í grein sinni margendurtek- ur, að hún hafi verið „deild úr fjárh.agsráðí“, en lét fjárhags- ráð ekkert um það vita? Fjárhagsráð, frétti á skot- spónum um þ.essar ráðagerðir milli viðskiptamálaráðhérra og „deildarinnar" og fór þá að r.pyrjast fyrir um málið og fékk tillögurnar (sem ekki voru við- rkiptamálaráðherra heldur til viðskiptamálaráðherra). Þq að margt fleira mætti um þetta bílainnflutningsmál segja og karpa, skal ég láta hér stað- ar numið. Ef til vill væri rétt- ast fyrir ríkisstjórn að gefa út um þetta ,,bláa“ eða „hvíta“ bók, þar sem öll bréf og allar ckrár 'um úthlutanir þessar væru birtar. Gætu menn þá oéð hverjir þar fjölluðu um og hvernig þessum levfum var út- hlutað. Msgnús Jónsson. Svar Emils. RITSTJÓRI ALÞÝÐU- BLAÐSINS hefur góðfúslega leyft mér að lesa ofanritaða at- hugasemd próf. Magnúsar Jóns sonar. — Við þessa athuga- semd vildi ég bæta þessu: Það má vera, að grein mín staðfesti það, sem próf. M. J. vitíi segja i sinni „Leiðrétt- ingu“ 17. júní, og er þá vel; en hitt er alveg víst, að hún stað- festir ekki það, sem hann þar nagði, heldur þvert á móti. Niðurstöður mínar, í greininni í Alþ-ýðublaðinu 28. júní, sem enn standa óhaggaðar, voru þessar: **- 1. Að viðskiptanéfnd átti frumkvæðið að því, að bílainn- fiutningurinh vorið 1949 var leyfður. 2. Að fjárhagsráð var látið fylgjast með því, sem gerðist í málinu, munnlega og skriflega, iafnóðum; og getur því ekki heitið, að ráðið hafi um þetta frétt á skotspónum. 3. Að fjárhagsráð féllst á það í meginatriðum, að innflutn- ingurinn skyldi leyfður, innan þröngs ramma, alveg eins og ríkisstjórnin. Það, sem á milli bar, voru sjómannabílarnir. Framh. á 7. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.