Alþýðublaðið - 07.07.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.07.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fösiudagur 7. júlí 1950. Ritstjóri sæll. Ljótt er að heyra fréttirnar frá Kóreu og sundurþykki hinna sameinuðu þjóða. En hvað er það þó, þegar allt kemur til alls, og frá ykkar eigin bæjardyrum séð, saman- borið við okkar innbyrðisdeilur og ósamkomulag. Er nú svo langt komið ok-kar ógæfu, að okkur nægja ekki lengur stjórn málin og höfundur Njálu til rifrildis og friðslita, heldur hef ur skírlífi hrossa bætzt í flokk deilumálanna, og þó heldur hestanna. Getur þetta, ef ekki koma fram óvæntar og órækar sannanir, orðið álíka yfirgrips- mikið deilumál og vandrætt og ætterni Smiðs sáluga Andr- éssonar, sem enn hefur, mér vitanlega, ekki fengizt, úr skor- ið. Hefði ég gaman af því, að hinir sömu aðilar, sem deilt hafa um ætterni Smiðs af mestu skerpu og rökfimi, tækju nú ætterni Skarðs-Nasa til ná- kvæmrar, vísindalegrar, -—- athugunar og gagnrýni og' rök- ræddu síðan niðurstöður sínar og getur þá starfið að lau$n annarar gátunnar stuðlað að lausn hinnar. Kæmi mér ekki é óvart, þótt þarna væri á upp- sigling ný sagnfræðigrein, enda væri þess nú, satt að segja, fuljl þörf, þar eð hin gömlu mið sagnfræðinnar hljóta þá og þegar að verða uppurin eftir dragnót sagnfræðinnar, og þá vitanlega ekki lengur neinar neinar doktorsnafnbætur upp úr þeim veiðum að hafa. Hins- vegar eru hrossætternismiðin með öllu óskafin; þar þlýtur því að verða rifrildisveiði, að minnsta kosti um nokkurra áratuga skeið; mundi jafnvel mokafli á gamaldags færaskaki, svo að ekkl þætti mér ólíklegt, að þar stæði hver krókur í magistersþorski, doktorsflyðru, — eða prófessorsstofnlúðu, svona fyrst í stað. • Þessi deila um móðerni Skarðs-Nasa er í alla staði hin merkilegasta. Hún markar aldahvörf í íslandssögu ís- lenzkra hrossa. Um leið og ís- lenzkir afreksmenn og garpar eru aldauða í landinu, er tekið að rita sögur þeirra. Allmörg- um öldum síðar fara lærðir menn að deila um uppruna garp anna, móðerni, faðerni eða þá hitt, — h'vort þeir muni ekki uppspuni einn. Um leið og bif- reiðar og akbrautir gefa þarf- asta þjóninn skyndilega óþarfa ,,lúxus“-hjú, og tími hans virð- ist á þrotum, er tekið að skrifa íslendingasögu hrossanna, -— minnist ég að hafa séð að minnsta kosti þrjár slíkar. Hitt er svo bara fyrir hinn aukna hraða á öllum sviðum, að menn láta ekki margar aldir líða, áð- ur en þeir fara að gagnrýna þær sögur, sér til nafnbóta. En hvað um það. í svipinn skiptir það mestu máli, að Hólm járn takist að krækja í að minnsta kosti magistersnafnbót í dýrasagnfræði, þar eð ólíklegt er, að hann hljóti nokkru sinni þá nafnbót, er honum sé til vegsauka, fyrir afrek sín í dýra- fræði, fyrst minkskrattinn af- neitaði náttúrulækningafélag- inu — eins og Pétur — og tók að eta lömb, þvert ofan í allar tullyrðingar Hólmjárns míns. Og svo er það Kóreustríðið Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. Hafnarf jörður. Gtiðjón Steingrímsson Iögfræðingur.. Málflutningsskrifstofa. Reykjavíkurvegi 3. 5ími 9082. Viðtalstími 5—7. Síraujérn koma í þessum mánuði. Sýnishorn fyrirliggjandi. Tökum á móti pöntunum. Véla og raftækjaverzlunin. Tryggvagötu 23. Sími 81279. hefur afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. engum manni eins vel og hún treysti honum. Ég hugsaði svo mikið að ég hafði stöðugan höfuðvek. Ég þóttist sjá þær báðar á gisti- húsi í Berlín, og að þær hefðu skipt um hlutverk. Hin þung- aða Lotta var orðin að frú Wagner, en Irene var ungfrú Kleh. Já, þannig mundi það vera; læknirinn heimsótti þær og þær pöntuðu herbergi í sjúkrahúsinu. „Irene hefur eignazt falleg- an dreng. Móður og barni líður ágætlega, Lotta.“ Þetta símskeyti kom tuttug- asta og fimmta marz. Við sát- um við miðdegisverðarborðið. Herra Kleh varð svo hrærður, að hann fór ekki til vinnu sinn- ar. í hálftíma stóð hann við gluggann og mælti ekki orð af vörum. Ef til vill var hann hræddur um að hann færi að gráta; ef til vill baðst hann fyr- ir; hver veit um það? Og á meðan reiknaði ég út í hundr- aðasta sinn tímann, sem liðinn var frá ógæfukvöldinu, þann íjórtánda júní, og það voru ná- kvæmlega níu mánuðir og tíu dagar. Þa ðgat svo sem verið tilviljun — og hvers vegna gat það ekki verið tilviljun. Sjálf hafði ég vitað um svo furðuleg- ar tilviljanir, að ekki nokkur rithöfundur eða nokkurt skáld hefði getað búið þær til. Og Voru ekki þessi hlutverka- skipti, sem ég hafði ætlað systr- unum enn þá ótrúlegri heldui en það, að Irene hefði orðið móðir síðast þegar Alexander var heima? Ég hafði heyrt um konur, sem áttu í stríði við að verða frjósamar, en urðu það þegar þær óskuðu þess heitt og innilega að verða mæður, og þar í er líkast til fólginn leynd- ardómurinn um verndargripi, galdrastafi og kraftaverkameð- ul. Og ef Irene hefur nokkru sinni óskað þes heitt og inni- lega að verða móðir, þá hlýtur hún að hafa óskað þess þegar Alexander var hjá henni í síð- asta sinn, því að þá óttaðist hún að hún væri að missa hann fyrir fult og allt, „Þér eruð víst ekkiallsendis ánægð, Eula“, sagði herra Kleh. „Eruð þér hræddar um að fæðingin kunni að hafa ein- hver eftirköst?11 Ég hristi höfuðið. og revndi að fullvissa hann um að ég væri mjög glöð. En með sjálfri mér var ég óánægð með mig og kallaði mig bjána. Ég reyndi að losa mig við hinar heimsku- legu tilgátur mínar, og mér tókst það líka næstum því. Herra Kleh bauð Lisbeth að koma til okkar og þau komu bæði hjónin. Ég bar allt það bezta á borð, sem ég hafði náð í þar á meðal síðustu flöskurn- ar af góðu víni, sem við áttum í kjallaranum. Við skáluðum fyrir Irene og fyrir Alexander. Og svo skáluðum við fyrir litla dréngnum, sem enn hafði ekki einu sinni verið gefið nafn. Ég horfði oft rannsakahdi á Winterfeldt, en ég gat ekki séð neinn grun í svip hans. Ég er heimsk og vitlaus, hugsaði ég, gömul náttugla. Ég hef reynt of lítið á þessum fimmtíu ár- um og þess vegna er mig farið að dreyma dagdrauma og sé alls konar furðusýnir. Því meir sem gamla vínið sveif á mig, því heimskulegr ifundust mér hugmyndir mínar, já, ég gat næstum því farið að brosa. að öllum andvökunóttunum mín- um. Ég var víst orðin svo hrædd eftir öll vandræðin, sem dunið höfðu yfir okkur á síð- ustu árum, að ég var líkast til farin ^að tapa trúnni á hamingj una. Ég gat ekki trúað því, að Irene hefði eignast barn og að Alexander mundi að líkindum koma aftur heim til sín. Þar sem herra Kleh var allt- af að ympra á því, að hætta væri á því, að fæðingin mundi hafa einhver eftirköst, stóð Winterfeldt allt í einu á fætur og símaði til Hederers stéttar- bróður síns alla leið til Berlín- ar. „Það er allt í lagi sagði hann á eftir. „Hún er frísk og frá, og hefur ekki fengið neinn hita. Og drengurin ner einhver sá myndarlegasti, sem fæðzt hefur hjá honum í marga mán- uði“. Og enn lyftum við glösum okkar. „Hederer gamli er næst um því ástfanginn í sængur- konunni sinni. Hann sagðist yfirleitt aldrei hafa hitt íyrir jafn elskulegar systur". Ég fékk sting. í bjartað, þeg- ar ég heyrði þetta, og ég varð mjög glöð í hjarta. Ég sagði við sjálfa mig: „Þarna sérðu. Svona er allur grunur þinn, eintóm vitleysa og hugarórar. Hvers vegna ættu menn ekki að geta orðið hrifnir af Irene. Engurn öðrum en þér finnst það nokk- uð athugavert“. ,,Þú ert eitthvað svo kyrrlát í dag, Eula“, sagði Lisbeth. „Hvernig finnst þér eiginlega að vera orðin amma?“ Það var bara sagt í gamni, og þau hlóu líka öll að því. Ef til vill var líka bara gaman áð bví. Já, það var bara sagt í spaugi, en það vakt.i eithvað innra með mér. Skyndilega fann ég að langt í burtu, í Ber- lín, var lítil mannvera, sem ekki einu sinni hafði enn ver- ið gefið nafn, og að ég elskaði þessa litlu veru. Hvað segja menn' um blóðbönd og ástina til eiginaíkvæmis? Ég veit það ekki, mér hefur ekki verið gef- in sú gjöf að þekkja það af eigin raun. En ég hef fengið v að reýna það, að ást til óvið- komandi smáveru getur orðið svo sterk, að hún bindur mann við það um alla eilífð. Það hef ég fengið að reyna og það er dásamleg uppfylling lífsins, já, svo er það . . . Næsta morgun, þegar herra Kleh lét í ljós þá ósk sína að fara til Berlínar til þess að sjá dóttursoninn, varð ég aftur á- hyggjufull. Það þýddi ekkert fyrir mig að vyna að fá hann til að breyia ákvörðun sinni. Hann var svo óþolinmóður. Ég sagði við hann, að það væri slæmt fyrir sængurkonu að verða fyrir geðshræringum. hún yrði að fá að vera í al- gerri ró og næði. Ef það væri ekki gert.*þá yrði það skaðlegt fyrir ástand móðurinnar og um leið skaðlegt fyrir mjólkina. Það væri líka bezt fyrir barn- ið að fá að liggja í friði í vögg- unni sinni. Hann yrði að bíða þanga ðtil Irene væriaftur kom in til Miinchen, enda væri bað miklu meira gaman að heim- sækja þau og fá að sjá barnið, þegar það væri búið að fá svo- lítið meiri þroska. En allar for- tölur mínar urðu ti leinskis, hann tók ekki mark á mér, og að lokum fór ég að vona að hann fengi svolítið giktarkast eða að hann fengi snert af kvefi, svo að hann færi hvergi. Ég vona að guð heyri ekki 'allar óskir mannanna, en taki sínar ákvarðanir með okkur án þess að taka tillit til duttlunga okkar. Ef ég hefði ekki innst inni trúað á það, að guð léti heimskulegar óskir mínar eins og vind um eyrun þ.jóta, þá hefði ég ekki afborið næstu tíma, heldui’, óskáð að ég hefði dáið þennan morgun. Um bað bil átta dögum eft- ir að drengurinn fæddist fékk herra Kleh slæmt kast, hann Iagðist ír úmið með skjálfta og andþrengslum. Læknirinn nefndi sjúkdóminn og engin hætta virtist vera á ferðum. Hann sagði að þetta væri in- flúenza, en <upp á síðkastið hafði svona inflúenza reynzt ótrúlega hættuleg. Margir sögðu líka, að svona veiki væri ekki. veniuleg inflúenza held- ur drepsótt, en það væri bann- að að segja eins og væri til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.