Alþýðublaðið - 14.07.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.07.1950, Qupperneq 4
alþýðublaðið Fösíudagur 14. júíí 1950 tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. AlþýðuprEntsmiðjan h.f. Það, sem ávarpið ir jre HÉR ,VESTUR í EVRÓPU einnig á íslandi, ganga komm- únistar og ginningarfífl þeirra þessa daga hús úr húsi með svo kallað „friðarávarp", sem þeir kenna við Stokkhólm af' því, að þar var það sett saman á á- róðursmannafundi þeirra síð- astliðið haust. í þessu ávarpi er þess krafizt, að notkun kjarnorkuvopna í stríði sé bönnuð og að hver sá, sem til þeirra grípur, skuli dæmdur sem stríðsglæpamaður. Undir þetta reyna kommúnistar nú að fá sem flesta til þess að skrifa. sþ En meðan þessu fer fram hér restur í Evrópu og blöð komm únist^ þar eru dag hvern full af áróðri fyrir „friðarávarp- inu“, hafa flokksbræður þeirra austur í Asíu hafið blóðugt stríð gegn einu af sjálfstæðum smáríkjum hennar, Suður- Kóreu; og sömu dagana og ver ið er að safna undirskriftum undir ,,friðarávarpið“ í Evrópu bruna hinir rússnesku stríðs- vagnar kommúnista suður Kór- suskagann, spúandi eldsprengj um og tortímingu yfir varnar- iitla íbúa hans. En í „friðará- varpinu“ er ekkert á það minnzt, að þetta skuli bannað. Ekki heldur er þar vikið einu orði að því, að þeir, sem ekki ftalda alþjóðalög um meðferð stríðsfanga, skuli dæmd-ir sem stríðsglæpamenn, — enda iiggja nú fyrir áreiðanlegar fregnir um það ,að innrásarher kommúnista í Suður-Kóreu er byrjaður að skjóta varnarlausa stríðsfanga. Þarinig hafa að minnsta kosti átján amerískir stríðsfangar fundizt myrtir þar, á vígvelli, sem kommunistaher- inn varð um skeið að hörfa af; og voru þeir all'ir með hendur bundnar á bak aftur og með byssukúlu í hnakkanum. Allt þetta vilja kommúnistar leyfa. Það er aðeins notkun kjarnorkuvopna í stríði, sem þeir vilja banna samkvæmt „friðarávarpinu“. Þeir „ óttast nefnilega, að hægt kynni að vera ao binda enda á árásir þeirra, stríðsfangamorð og önn. ur illræðisverk með amerískum kjarnorkusprengjum. Og þetta kalla þeir baráttu fyrir friði! Það var máske afsakanlegt, að hrekklaust fólk léti hingað og þangað, og þá ekki hvað sízt í andlega lokuðum og myrkv- uðum löndum kommúnismans, blekkjast af slíku „friðará- varpi“ áður en árásin á Suður-Kóreu var hafin. Þannig - er það nú til dæmis upplýst, að um helming- ur allra íbúa Norður-Kóreu hafi verið búinn að skrifa und- ir „friðarávarpið" í góðri trú, þegar hin kommúnistísku stjórn arvöld þeirra létu vígveíar sín- ar brjótast inn í Suður-Kóreu! Vera má og, að þeir haldi enn, þrátt fyrir þá árás, að þeir hafi verið að vinna eitthvert friðar- afrek með því að skrifa undir ávarpið; því að vissulega hafa kommúnistar sagt þeim, að það hafi verið Suður-Kóreustjórn- in, sem byrjaði stríðið. En hér vestur í Evrópu þarf enginn lengur að ganga þess dulinn, að söfnun -undirskriftanna undir „friðarávarp“ kommúnista er einhver sá viðbjóðslegasti lodd- araleikur, sem um getur í allri veraldarsögunni; því að hún er bókstaflega hugsuð sem skálka skjól fyrir menn, sem af ráðn- um hug eru að kveikja bál aýrrar heimsstyrjaldar og ekki svífast þess, að þverbrjóta sjálfir alþjóðalög um hernað með því að myrða varnar- lausa stríðsfanga, svo sem að- farir þeirra austur í Kóreu nú sýna. Allt stríð með vopnum er vissulega hryllilegt. Og hver vildi ekki eiga þátt ‘í að firra mannkynið hörmungum ,þess? En það er ekki stríð, sem ,fri.ðarávarp“ kommúnista fer 'tram á að bannað verði, held- . ur aðeins ein tegund vopna, sem þeir sjálfir eiga annað hvort ekkert eða lítið af. Þeir vilja hafa frjálsar hendur til þess að ráðast með skrið- drekum, flugvélum, fallbyssum, vélbyssum og handsprengjum á varnarlausar eða óviðbúnar þjóðir til þess að brjóta þær und ir sig, eins og árásin á Suður- Kóreu sýnir. Og sjálfir hafa þeir alþjóðasamþykktir um hernað að engu, eins og hin svívirðilegu morð á varnarlaus um ar þá enn þá sjálfa, en vita af þeim í höndum Bandaríkja- rnanna og óttast að með nokkr- um kjarnorkuspréngjum væri hægt að stöðva hinar komm- ánistísku árásir og yfirgang í eitt skipti fyrir öll. Tilgangur „friðarávarpsins“ ;r því ekki að tryggja friðinn, heldur að tryggja kornmúnist- um frjálsar hendur til vopn- aðra árása á lýðræðisþjóðirnar sneð því að banna notkun beirra vopna, sem lýðræðisþjóð irnar eiga öflugust sér til varnar. Og undir þetta eru þeir, nú að reyna að véla, lýðræðissinn að og heiðarleg.t fólk til þess að skrifa, undir því yfirskini, að með því væri það að berjast fyrir friði! 8 stip hiti í Reyfcja r I í GÆRDAG var 18 stiga hiti í Reykjavík, og er það með því heitasta, sem verið hefur í sum ar, þó hafa nokkrir dagar í júní verið álíka hlýjir eða jafnvel heitari. Hvergi á landinu var jafn hlýtt og í Reykjavík í gær. A Akureyri var 12 stiga hiti, í Bolungavík 13, stig og á Hól- um í Hornafirði 15 stig. 215 farþepr fcom; ssi. Enn bréf um saurgun Þingvalla. — Um eðlis- fræðibók. — Svar frá höfundi til verkamanns. GULLFOSS kom til Reykja víkur frá Leith og Kaupmanna amerískum stríðsföngum j höfn klukkan 9 í gærmorgun. 'þar eystra hafa leitt í Ijós. Þess Með skipinu voru 205 farþeg- vegna er í „friðarávarpi" j ar, þar á meðal allmargir út- þeirra forðast að minnast á lendingar. bann við stríði og vopnuðum j Gullfoss á að fara héðan á árásum. Það eru aðeins notk- i hádegi á morgun áleiðis til an kjarnorkuvopna, sem þeirÍLeith og Kaupmannahafnar o'g vilja banna. Og hvers vegna? ; mun skipið vara fullskipað far- Vegna þess, að slík vopn vant- þegum. FRÁ B. S. fékk ég þetta br-éf í gær: „Ég vil þakka fyrir bréf í dálkum sínum um mótin á ÞingvöIIum, og ég vil einclregið taka undir þá áskorun bréfrit- arans til Þingvallanefndar, að bún láni ekki þjóðgarðinn und- ir nein slík mót, hvorki pólitísk æsingamót eða hestamót, því að engin þessara móía hafa verið okkur til sóma. Það gei ég dæmt um. HINS VEGAR vil ég taka það fram, að þau mót, sem skát- ar hafa haft á Þingvöllum, hafa öll farið prýðilega fram, og mér finnst, að það væri mjög slæmt ef til dæmis það yrði að neita CJMFÍ um að hafa æskulýðs- mót þar, eðá til dærnis íþrótta- sambandi íslands. En það sem verður að tryggja í hvert skipti, sr að fullkomin regla sé og mjög öflug lögregluvérnd. BLÖÐin HAFA BIRT nokkr- ar sögur frá Þingvöllum, sem gerðust þar um síðustu helgi og þó eru ekki allar sögur sagðar enn, það er mér líka kunnugt um, Enda fer víst bezt á því að þær liggi í þagnargildi. Hins vegar má ekki fljóta sofandi ða feigðarósi. Við verðum að koma i veg fyrir . saurgun Þingvalla. Og Þingvallanefnd, sem annars virðist gera sáralítið og aldrei heyrist neitt frá, ætti að gera sér það ljóst, að þjóðin mun iæma hana ef hún sefur á verð- inum. En það hefur hún gert. bví miður. Engin mót fyrir oólitiskar klíkur á Þingvöllum. s s s s C Gatnagerð í Reykjavík, GATNAGERÐ BÆJARINS er nú hafin af fullum krafti á þessu sumri, og er unnið á mörgum stöðum, en stærstu verkefnin eru kafli af Hring- braut og nyrzti hluti Selja vegar. Er enn sem fyrr unnið svo til eingöngu innan Hring brautar, en hin víðáttumiklu og fjölmennu úthverfi verða að bíða, þar til byrjað verð- ur að Iagfæra aðalbrautirn- ar, sem til þeirra liggja, og götui’nar í hverfunum sjálf- um. Gatnagerð er nú langt kotníð innan Hringbrautar, enda er það venja borgar- stjóra, er hann talar um göt- ur teæjarins, að segja að svo og svo mörg prósent gatn- anna innan Hringbrautar hafi verið malbikaðar. Hann minnist ekki á það, að bær- inn er víðáttumeiri utan Hringbrautar og bar hefur svo til ekkert verið rnalbik- að. GATNAGERÐIN í Reykjavík hefur oft verið rædd, og kom það fram í bæjarstjórn í haust, að enn er lítið um það vitað, hvernig hentugast er að gerá götur hér, og hvernig hægt er að leggja þær, svo að þær endist vel. Viður- kenndu jafnvel elztu bæjar- fulltrúar íhaldsins þessa stað reynd, sem raunar má vera hverjum manni ljós. Var þá kosin nefnd til að athuga gátnagerðina. og hefur hún skilað borgarstjóra bráða- birgðaáliti, en ekki hefur heyrzt frekar um störf henn- 1 ar. MOKKRAR TILRAUNIR hafa verið gerðar undanfarna mánuði með gatnagerð, og er það mjög lofsvert, því að reynslan ein getur skorið úr því til fullnustu, hvers kon- ar götur endast bezt við reykvískar aðstæður. Blá- grýti var notað í stað grá- grýtis í Lækjargötuna, og reynist það betur, verður að hagnýta þá reynslu og haga gatnagerðinni í framtíðinni eftir henni. Þá þarf að gera stöðúgar tilraunir, þar til nægilega góð bindiefni finn- ast til þess að halda saman þeim bergtegundum, sem bezt ar reynast til gatnagerðar. MALBIKUNARVÉL var not- uð á Lækjargötunni og sýndi húu ágæti sitt aftur á Lauga- vegi í vikunni, sem leið. Er það einkennilegast við þá til- raun, að slíkar vélar, sem hernámsliðið mun hafa flutt hingað í fyrstu, hafi ekki ver- ið keyptar fleiri og notaðar fyrr, meðan betri tækifæri voru til vélakaupa en nú eru. ATHYGLISVERÐ TILRAUN hefur og verið gerð með að leggja malbikslag yfir malar- götu án þess að púkka göt- una. Ef þessi tilraun gefst vel, getur hún valdið byltingu í gatnagerð bæjarins. Þá verð- ur hægt að malbika miklum mun hraðár og komast yfir meira á hverju sumri, enda þótt aðal umferðagötur yrðu endurbyggðar eftir sem áður. Mundi þetta gefa úthverfun- um von um mannsæmandi götur árum ef ekki áratugum fyrr en ella mundi, því að kostnaður við líka gatnagerð yrði miklu minni, en nú er. GÖTURNAR hafa mikla þýð- ingu fyrir svip bæjarins óg fegurð. Þær hafa mikla þýð- ingu fyrir lífsgleði borgarbtTa. sem gjarna vildu losna við polla í rigningum og ryk í þurrkum. Þær hafa loks geysimikla þýðingu fyrir sam göngur og mundu spara stór- fé í sliti farartækja. Ber því að fagna slíkum tilraunum á þessu sviði, og vona, að þær gefi góða raun. Engin drykkjuslarksmót þar.“ JÓN Á. BJARNASON hefur rent mér eftirfarandi bréf: „Vegna pistilsins frá verka- manni í Alþýðublaðinu 1. julí ,im Eðlisfræði mína, langar mig að biðja þig að birta nokkrar iínur frá mér. Ég er verkamanni pakklátur fyrir athugasemdir iians, en hefði helchsr kosið að bær hefðu verið fram settar með minna yfirlæti og án skýr- inga frá hans hálfu, sem _auk bess eru rangar. KÓRVILLAN er, að skrifað stendur ,,þvermál“ í stað „þver- ;kurður“. ,,Flatarmál“ hans er jafn fráleitt og ,þverniál“, og þarf ekki annað en að skoða myndina í bókinni til að sann- Færast um það. Skýringin á tjórgengisvél kann að vera ó- fullnægjandi, en ekki sé ég að hún brjóti í bága við tregðu- iögmállð. EÐLISFRÆÐI MÍN er nú níu ára gömul, og hef ég sjálfur enga kennslu haft með höndum í þeirri grein, síðan bókin var ckrifuð, svo að vel kann að vera að einhverjar villur leynist í henni, sem ég hygg þó að séu ekki margar. Verkamaður segir að lokum: „Ég ætla ekki að nefna fleiri dæmi,“ og gefur þar með í skyn, að úr nógu sé að moða. ÉG VÆRI honum þakklátur fyrir fleiri athugasemdri, og mun ég gjarnan ræða þessi mál við liann, ef hann vildi gjöra cvo vel að hafa samband við mig, enda tel ég það farsælla en r.ð VVa með skýringartiraunir á einstökum atriðum, slitnum úr samhengij í dálk'um þinum. VERKAMAÐUR segir að vísu, “enda gramdist mér mest vegna eðlisfræðinnar“, og virði ég það honum til betri vegar. í byrjun máls síns segir hann: „Við skuluni taka dálítið af „bullufræði“ þeirrar bókar.“ ,,Bullufræði“ er dálítið tvírætt orð, en við getum haft báðar merkingar í huga. ,,Sé ann arri merkingunni beint per- sónulega til mín, heimta ég að £á á því frekari skýringar. An-n- ars vona ég að verkamaður geti leitað sér hugarhægðar í göml- um bókum, sem honum þykir vænt um. Læt ég svo útrætt um þetta mál, á þessum vettvangi." Minnisigarsjpjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd nú um tíma Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti, BókabúS Austurbæjar — og framvegis einnig í Bóka- búð Þór. B. Þorlákssonar, Bankastræti 11.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.