Alþýðublaðið - 14.07.1950, Side 8

Alþýðublaðið - 14.07.1950, Side 8
t 4 LEITIÐ EKKI GÆF- UXNAR langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðaliapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Föstudagur 14. júlí 1950 ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! Takið höndum saman viS unga jafnaðarmenn og að- stoðið við sölu happdrættis- miða í bifreiðahappdrætti Sambands ungra jafnaðar- manna. J Tíminn kvartar undan að bændur vanti hjólbarða á jeppa sína af því, aÓ líran fæst ekki skráð. TIMINN gerði í gær athyglisverða árás á ríkisstjórn- ina. Kvartar b’aöjð sáran yfir því, að hjólbarðar á jeppa bændanna hafi ekki fengizí lengi, en stór sending af þeim hafi komið til landsins fyrir 9 vikum. Hafi sendingin ekki fengizt leyst út,. þótt gjaldeyrir sé til fyrir henni, vegna deilunnar um gengi lírunnar, sem Aiþýðublaðið hefur oft skýrt frá, en deila stendur um það. hvort lækka cigi aftur gengi krónunnar gagnvart líru, eða ekki. « Tíminn segir það von manna, að lausn finnist á þess- ari „deilu valdhafanna og innflytjenda“ og finnst blað- inu deilan að vonuni „einkennileg“. Það mætti máske minna Tímann á það, hverjir eru forsætis-, fjármála- og landbúnaðaróðherrai- í núverandi ríkisstjórn! Eru ekki hæg heimatökin hjá framsóknarmönnum að leiðrétta þetta hneyksli, eða eru þeir Steingrímur, Eysteinn og Hermann gersamlega valdalausir menn, þótt þeir sitji í ráðherrastójum? Skyldi bændum landsins ekki þykja Htið gagn i þessum fínu herrum, er þeir geta ekki fengið því ráðið, að líran sé skráð lögum samkvæmt, svo að bændur geti fengið hjólbarða á jeppa sína tafarlítið og án stórkostlegrar verðhækkunar, sem leiða myndi af nýrri lækkun krónunnar ijagnvart lírunni? Sumarleyfi í ReykjaSondi: Gesfir dveljasf þar meðan mmir vislmaniia eru s bssrfú MikSar jarðræktarframkvæmdir í sum- ar á laodi vionuheimilisins. —.—----<>---—- UM ÞESSAR MUNDIR standa yfir sumarleyfi hjá vist- fólkinu á Reykjalundi, en það fær tveggja vikna sumarleyfi eins og aðrir á fullum launurn. Sumt af fólkinu hefur farið í burtu, en við það hefur losnað pláss í heimilinu, og er það á meðan rekið sem nokkurs konar sumarhótel, ög dvelja þar nú um 20 manns í sumarle.yfi sínu. Þegar það vitnaðist, að þarna yrði .um tveggja vikna skeið tekið á móti gestum til dvalar, bárust þegar fjöldi um- sókna, frá fólki, er sjálft var að fara í sumarfrí og vildi eyða því á þessum kyrrláta og góða stað, en þeir einir kom-, ast, að sem einhvern tíma hafa verið berklaveikir. Síðustu daga hafa dvalizt um 20 að- komumenn á Reykjalundi, og dveljast sumir í eina viku, en aðrir í hálfan mánuð, eða all- an tímann, sem sumarleyfi standa yfir hjá vistfólkinu. MIKLAR JARÐABÆTUR Á REYKJALUNDI. í sumar hefur mikið verið unnið við jarðabætur í Reykja lundi, landið verið sléttað og ræst fram, og enn fremur hef- ur verið þar nokkur garðrækt, ,cn þetta er svo að segja fyrsta sumarið, sem nokkuð að ráöi hefur verið unnið í landinu. Þá er nú að fullu lokið við stóru bygginguna, en eftir að hún var tekin í notkun í vet- ur, hefur verið gengið frá ýmsu, sem ógert var, svo sem ’málningu og öðru slíku. Þó vantar enn nokkuð af hús- munum. Ætlun SÍBS, var að byrja á byggingu vinnuskálanna á þessu ári, en úr því mun ekki geta orðið vegna þess, að enn hefur ekki fengizt fyrir þeim fjárfestingarleyfi. ----------■■■»— • ■ ■ ■ -■ ■■ ■ Verkföllin gegn Leo pold hefjasl á ný. ALÞÝÐUSAMBAND BELGÍU, sem er undir stjórn jafnaðarmanna, boðaði í gær allsherjarverkfall í hinum vall ónska hluta landsins til þess að mótmæla fyrirhugaðri heim- köllun Leopolds konungs. Allsherjarverkfallið á að Það eru „OIympíudagarnir“, er eiga að verða fastir liðir í íþróttum þjóðarinnar. Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG fer fram liér í Reykja vík, sem og viðar á landinu, fjölbrevtt íþrottakeppni með þatt- töku flestra beztu íþróttamanna landsins. Verður þessi keppni helguð þátítöku ísiands í ólympíuleikjunum, og verður tekj- um hennar vari'3 til þátttöku íslands í þeim. Hafa þessir dagar hlotið nafnið ,,01ympiudagar“ og er ætlunin að þeir verði fastir lið ir í íþróttalífi framtíðarinnar. Þykja slíkir dagar orðnir sjálf sagðir meðal allra þeirra þjóða, sem afskipti hafa af, olympiu- leikjunum og kynna vilja hina fögru olympiuhugsjón. SUNDKEPPNIN. Á laugardaginn kl. 4.30 e. h. fer fram sundkeppni og verður hún í Nauthólsvík. Þar er hent ugt um vik til slíkrar keppni í góðu veðri og ekki síður þægi- legt fyrir áhorfendur að sitja í hinum grasi grónu brekkum kringum baðstaðinn. Meðal þátttakenda verða flestir beztu sundmenn lands- ins. f 100 m. bringusundi keppa m. a. nafnarnir Sigurður Jónsson Þingeyingur og Sig- urður Jónsson K.R. svo og Atli Steinarsson. í 100 m. skrið- sundi keppa Ari Guðmundsson, Ólafur Diðriksson og Theódór Diðriksson, Pétur Kristjáns- son í 50 m. skriðsundi drengja, Hörður Jóhannesson í 100 m. baksundi og Þórdís Árnadóttir í 100 m. bringusundi kvenna. Einnig verður keppt í stakka- sundi o. fl. Ferðir að sundkeppninni verða frá Ferðaskrifstofu rík- isins og verða aðgöngumiðar seldir við innkeyrsluna á Reykj avíkurflugvöllinn. FRJÁLSÍÞRÓTTAKEPPNI OG KNATTSPYRNA Á sunnudaginn kl. 3 hefst svo keppni á íþróttávellinum og verður þar bæði frjálsarí- þróttir og knattspyrna. í kringlukasti er meðal keppenda Gunnar Huseby og mun marga fýsa að sjá hvern- ig honum tekst upp, en eins og kunnugt er/ er Gunnar í mjög góðri þjálfun nú. 400 m. hlaup ið verður eigi síður skemmti- legt, en þar eru m. a. Guð- mundur Lárusson, Magnús Jónsson og Reynir Sigurðsson. í stangarstökkinu verður gam- an að sjá hvað Torfa tekst að fara langt yfir 4 metra, og í 1500 m. hlaupinu er m. a. Pét- ur Einarsson. í 100 m. hlaupi kvenna keppnir Hafdís Ragn- arsdóttir K.R., auk fleiri efni- legra stúlkna. Enn fremur er ekki ósennilegt að nokkrir beztu íþróttamenn í nágrenni Reykjavíkur verði með í mót- inu. Að síðustu fer svo fram knatt hefjast í dag og standa í tvo daga. spyrnukeppni „Old Boys“ milli Austur og Vesturbæjar og eigast þar við margir gamlir knattspyrnumenn, sem fyrir 7 —10 árum og lengra síðan, voru aðal „stjörnurnar11 á vellinum. Meðan leikhlé verður á kapp- leiknum fer fram skemmti- leg boðhlaupskeppni í 5x200 m. hlaupi karla og 4x100 m. hlaupi kvenna, þannig að áhorf endum verður séð fyrir stöð- ugri skemmtun. Ætti þetta því að verða hin ánægjulegasta skemmtun yfir helgina og vonandi verður af þessu fjárhagslegur ágóði því allir mun sammála um ágæti málefnisins, sem verið er að vinna fyrir. Merki Olympiudagsins verða seld á báðum mótsstöðunum svo og á götunum og er þess vænzt að þau beri sem flestir. Ármann Snævarr skipaÖHr prófess- or vlð háskólann. Frá ríkisráðsritara: Á RÍKISRÁÐEFUNDI í DAG 13. júlí skipaði forseti íslands Ármann Snævarr prófessor í laga- og hagfræðideild Há- skóla íslands og Gunnlaug Pét ursson sendiráðunaut við sendi ráð íslands í London. Staðfestar voi-u skipanir Þorgeirs Gestssonar héraðs- læknis í Húsavíkurhéraði og Jóns Gunnlaugssonar héraðs- læknis í Reykhólahéraði. Enn fremur fullgilti forseti íslands, fyrir íslands hönd, al- þjóðasamþykkt um félaga- frelsi og verndun þess. Ferð F.UJ. í Heið-i mörk um helgina.i SVO sem auglýst er íl blaðinu í dag efnir F.U. J. í; Reykjavík til vinnu- og* skemmtiferðar að Heiðmörkj nú um helgina. Verður far-I ið af stað kl. 3 síðd. á laug-; ardag og komið á sunnudags; kvöld. Á laugardagskvöld« verður kvöldvaka. I F.U.J.-félagar notið þetta; tækifæri. Jón Sfeingrímsson { farinn á síld. ! m ■j TOGARINN JÓN STEIN-: GRÍMSSON, sem áður hétjj Barmen, lagði af stað frá» Reykjavík laust eftir há-" degi í gær áleiðis norður fyr ; ir land og verður gerður út » á síldveiðar í sumar. Barm- ” en var þýzkur togari, sem; strandaði við Suðurland i ■; fyrra og eignuðust íslending » ar hann eftir strandið. Núverandi eigendur skips * ins eru Bergur Lárusson frá i Kirkjubæjarklaustri og; fleiri, bæði Skaftfellingar og ■ Reykvíkingar. Það er nú í skráð í Reykjavík. ; Skipverjar á togaranum; voru 15, er hann strandaði • 1. maí í fyrra við Eldvatns- ós á Meðallandssandi. Var þá ofsaveður um Suðurland.» Vindur s\íð af hafi, svo að» tiltölulega auðvelt varð að; bjarga öllum skipverjum. Ekki hefur skipið verið» gert út síðan það strandaðií fyrr en nú. Það er 298 tonn.;: Björgun flugvélar- innar feksf. SAMKVÆMT frétt, sem blað inu barst seint í gærkveldi frá Þinðvöllum, eru nú taldar mikl ar líkur til að takast muni að bjarga flugvél þeirri, sem sökk á vatninu þar um helgina síð- ustu. Nokkur alda hefur verið á vatninu og í gær var þar auk þess úrhellisrigning með köfi- um og tafði þetta hvort tveggja starf björgunarleiðangursins. Svo var þó komið á tólfta tím. anum í gær að búið var að rétta flugvélina við og koma henni hálfa leið til lands, og yf- ir versta hluta leiðarinnar, að því er formaður leiðangursins taldi. ítit Hekla kemur frá Skoflandi á morgun. HEKLA er væntanleg úr þriðju Skotlandsferðinni um hádegi á morgun, og mun hún vera fullskipuð farþegum. Þar af eru milli 60 og 70 útlend- ingar. Skipið hefur hér viðdvöl í fjóra daga, en fer aftur miðviku daginn 19. júlí, og verður hvert farþegarúm fullskipað, og eru nokkrir á biðlista, sem ekki komast með í þessari ferð. FLEST SKIP, sem gera á út á síld úr Reykjavík í sumaiy eru nú farin norður. Eftir eru þó þrír bátar hér, sem fara munu norður, þar af tveir reyk vískir. Eru það Heimaklettur og Nanna og Jón Valgeir frá Súðavík. Forseti er eihn eftir af togurunum, s/m fara eiga á síldveiðar. % m

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.