Alþýðublaðið - 16.07.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.07.1950, Blaðsíða 1
Bíó undir heru lofti. Nýlega var opraað í Berlín.. í •'skógarrjóðri í einum borgarhlutanum á hernámssvæði Vestur- veldanna,. bíó undir beru lofti. Þótti þetta merkileg nýjung og var fagnað með flugelduvn kvöldið, sem fyrstu sýningarnar fóru fram. Þcssi mynd var tekin við báð tækifæri. Sýn- ingartjaldið sést lengst til hægri, en áhorfendasætin fremst á mjmdinni. ViðtaS við Erlend Þorsteinsson, sem er nýkominn úr söluferð til Sví- þjóðar, Danmerkur og Þýzkalands --------*------ KEPPINAUTAR OKKAR á síldarmarkaðmum, Norðmenn, Skotar og Holiendingar, bjóða síld sína yfirleitt fyrir lægra verð en við, sagði Erlendur Þorsteinsson í viðtali við blaðið í gær, en hann er nýkominn lieim úr tveggja mánaða söluferð um Norðui’löndin og Þýzkaiand. Ástæðan til þess, að það hef- ur tekizt að seija íslenzku síldina fyrir hærra verð, er eingöngu sú, að hún er talin betur verkúð og hefur nokkra sérstöðu sem gæðasíld vegna stærðar og fitumagns. Verður það því ekki nægilega hrýnt fyrir síldarsaltendum og öðrum framieiðendum, að vanda alla verkun sem framast er unnt. Undir því er það komið, að markaðir haldist og hægt verði að finna nýja. Erlendur Þorsíeinsson. Erlendur Þorsteinsson gerði að þessu sinni samninga um sölu á saltsíld til Svíþjóðar, Danmerkur og Þýzkalands. Með honum við samninga í Svíþjóð var Gunnar Flóventz, starfsmað ur síldarútvegsefndar, og sat hann einnig nokkra samninga- fundi í Svíþjóð. Erlendur skýrir frá því, að tekizt hafi að auka allverulega það magn af saltsíld, sem selt verður til Svíþjóðar, þrátt fyr- ir það, að fiskmarkaður er yfir- leitt daufur og verðlag lækk- andi. Svíar kaupa nú um 80 tunnur, en keyptu í fyrra að- eins 30 000, en samtals munu þau þrjú lönd, sem Erlendur fór nú til, Svíþjóð, Danmörk og Þýzkaland, kaupa liðlega 100 000 tunnur fyrir viðunandi verð. í Svíþjóð hefur hið hálf- opinbera samband síldarkaup- manna verið lagt niður, og var nú samið við tvö sambönd, ann- að í Stokkhólmi, en hitt í Gauta borg. Þá hefur tekizt að gera samn inga við Dani um kaup á all- verulegu magni af saltsíld, en ekki hefur verið gengið frá við- skiptasamningum við þá enn, og hafa því ekki verið veitt inn •í'lutningsleyfi fyrir síldinni enn þá, þótt innflytjendur þar vilji kaupa hana. I Þýzkaiandi er fiskmárk- aður ákafiega erfiður, að því er Erlendur skýrir frá, og eru því miður allar líkur á því, að íslenzku togararnir geti vegna hins lága fisk- verðs ekki notfært sér þann rétt til að landa þar ísfisk, Framh. á 7. siðu. Ifslepwrfoiarin „Hrefna" hleypur af sfokbm í Aberdeen. „HREFNA,, nefnist annar ný sköpunartogari íslendinga, sem hleypt hefur verið af stokkun- urn í Bretlandi á þessu ári, en hann er einn af 10, sem samið hefur verið um smíði á. Var togaranum nýlega hleypt af stokkunum í skipasímastöð- inn Hall Ru’ssel & Co. Ltd. í Aberdeen, en áður hafði ein- um togara verið hleypt af stokk unum og var hann nafnlaus, en það vakti allmikla athygli, að skipið skyldi verða hleypt af ♦ Rússsr hræddir við álitshnekki t Asíu og teila sig hafa betri aðstöðu tii ófri'ð- ar nú9 en þeir-muni hafa sfðar, ■ SOVÉTJRÍKIN mu'nu Táta svcrfa til.stáls, og þriðja heiœsstyrjöldin mun standa í tíu ár, segir hinn heirns- frægi brez'ki S'pckingur og vísindamaður Bertrand Russei'l í viðta'li, sem fc'Iaðið „Sidney Su'n‘‘ í Ástralíu hefur nýlega átt viö 'hann. — Ég held ekki, segir hann enn fremur, að Sovétríkin telji f sig geta þolað neinn álitshnekki; í Asíu; og persónulega er ,ég jíeirrar skoðunar, að forleikur þriðju heimsstyrjaldarinnar sé þegar hafinn. Russell rökstyður í viðtalinu | við „Sidney Sun“ þessa skoð-1 un sína með því, að Sovétríkin muni telja aðstöðu sína til bess að heyja styrjöld við Ame ríku betri nú, en hún myndi verða síðar. Bertrand. Russell, hinn frægi brezki spekingur, friðarvinur og mannvinur, sem segir þetta, ieit í upphafi með mikilli sam- úð á byltinguna á Rússlandi, en hefur hin síðari ár, og einkum eftir aðra heimsstyrjöldina, tekið eindregna afstöðu gegn stefnu sovétstjórnarinnar, sem hann telur alveg hafa brugðizt hugsjónum byltingarinnar og tekið upp aftur heimsvaldasinn aða útþenslupólitík gömlu rúss nesku kcisarastjprivr.rirmar. Hvarveíoa aooars hraktir til baka MacARTHUR tilkynnti í gær, a‘ð innrásarhernum hefði íekizt að komast yfir Kinfljót á einum stað, um 30 km. norð- vestur af Taiden; en ekki taldi hershöfðinginn mikia hættu af því stafa. Hvarvetna annarsstaðar höfðu tilraunir innrásarhersins til að komast yfir fljótið mis- tekizt til þess tíma' og telur MacArthur hann hrAa beðið mikið afhroð við þessar tilraun ir. Stjórn Suður-Kóreu er nú að ílytja sig frá Taiden lengra suð ur í lana sökum nálægðar borg arinnar við vígstöðvarnar. 12 sfunda hvíld reynd meS ióðtriti árangri á togaran- um Bjarna riddara. TOGARINN „BJARNI RIDDARI“ frá Hafnarfirði er nýkominn af veiðum í norður- höfum með góðan afla, eftir fimm vikna útivist. Meirihiuta veiðiferðarinnar \voru vöktum r.kipt þannig, að skipverjarnir fengu 12 klukkustunda hvíld í sólarhring. Unnið var í tveimur G klukkustunda vöktum. Skipstjórinn, Marteinn Jónas son, sagði við tíðindamann Al- þingublaðsins, að þegar skipið hafi verið búið að vera á veið- um í viku, í góðu fiskirii, hafi hásetarnir verið farnir að slæp ast og vinnuaiköstin að minnka, eins og venja hafi verið við mikla vinnu og aðeins 8 stunda hvíld. Hann ákvað þá að skipta hásetunum í tvær vaktir og láta hvora þeirra vinna í 6 r.tundir og hvílast því næst í nðrar 6 stundir, þannig að há- retarnir fengu samtals 12 ntunda hvíld í sólarhring. SkipstjcV'inn segir, að þessi nýbreytni hefði gefizt mjög vel, beinlínis aukið vinnuaf- köst skiphafnarinnar. Kvaðst hann þess fullviss, að þetta fyr irkomulag myndi á saltfiskveið um verða bæði útgerðinni og togarásjómönnum til góðs. 114 hvalir komnir fil slöðvarinnar í Hvalfirði í sumar. SEXTÁN BÁTAR frá Akra- nesi eru nú farnir norður til síldveiða, og tveir munu ef til vill fara síðar á reknetaveiðar. Bátarnir fóru flestir norður í síðustu viku, en sumir voru þó farnir fyrir helgi. stokkunum án þess því væri gef ið nafn. í SUMAR hafa veiðst sam- tals 114 hvalir hér frá Hval- fjarðarstöðinni, en fjögur skip stunda hvalveiðar frá stöðinni. Minna virðist nú vera um hval, en undanfarin sumur og verða skipin að leita á f jarlæg- ari mið en áður, en þá fengu þau oft hvali hér skammt und- 1 an í Faxaflóanum. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.