Alþýðublaðið - 16.07.1950, Blaðsíða 6
V
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sumiudagur 1S. júlí 1950
Gin a Kaus
-y* '
\
sr afgreitt til fastra áskrifenda og í lausasölu hjá
þessum mönnum:
Verzlun Gunnar Jónssonar, Olíustöðinni, Hvalfirði.
Sveinbirni Oddssyni, Akranesi.
Daníel Eyjólfssyni, Borgarnesi.
Jóni Gíslasyni, Hellissandi.
Ottó Árnasyni, Ólafsvík.
Steinari Rágnarssjmi, Stykkishólmi.
Sæmundi Bjarnasyni, Fjósum, Dalasýslu.
Ebeneser Ebeneserssyni, Bíldudal.
Kolbeini Guðmundssyni, Flateyri.
Verkalýðsfélaginu Súgandi, Súgandafirði.
Páli Sólmundarsyni, Bolungarvík.
Ólafi Guðjónssyni, Hnífsdal.
Jónasi Tómassyni, Isafirði.
Jóni Gíslasyni, Súðavík, Álftafirði.
Guðm. Þ. Sigurgeirssyni, Drangsnesi, Steingrímsf.
Friðjóni Sigurðssyni, Hólmavík.
Jens P. Eiríkssyni, Sauðárkróki.
Jónasi Hálfdánarsyni, Hofsós.
Jóhanni Möller, Siglufirði.
Lárusi Frímannssyni, Dalvík.
Þorst. Jónssyni, Hafnarstræti 88, Akureyri.
Sigurjóni Ármannssyni, Húsavík.
Guðna Þ. Árnasyni, Raufarhöfn.
Guðm. Einarssyni, Þórshöfn, Langanesi.
Ingólfi Jónssyni, Seyðisfirði.
Ólafi Jónssyni, Norðfirði.
standa,“ sagði Lotta. „Það er
bara vest að háralitur þinn
skuli vera orðinn svona brúnn,
því að þá get ég ekki strítt þér
eins og í gamla dgaa. Þú ergir
mig. Ég vil verða leikkona og
hreint ekkert annað.“
„Ef þér gremst að ég skuli
vera að tala um þetta, þá skal
ég aldrei framar minnast á
það,“ svaraði Harry.
Og eftir þessar samræður
komst aftur á ffiður og við
röbbuðum saman í ró og næði,
en eftir að hann var farinn
gerði Lotta boð eftir herra
Schmiedel. Hún spurði um alla
skapaða hluti viðvíkjandi fyr-
irtækinu og að lokum sagði
hún: „Kæri herra ' Schmiedel,
ég veit hve mikið traust pabbi
bar alltaf til yðar, og systir mín
og ég, við báðar berum ótak-
markað traust til yðar. Við
villjum að þér hafið ótakmark-
að umboð hjá fyrirtækinu, og
að þér einn sjáið um hagsmuni
okkar.“
Schmiedel reis á fætur.
Hann stóð teinréttur. Andlit
hans var ákveðið og hörkulegt.
,,Nei,“ svaraði hann. „Fyrir
einu ári síðan naut ég einskis
trausts. Nú er það orðið'of
seint.“
Guðlaugi Sigfússyni, Reyðarfirði.
Jóni Brynjólfssyni, Eskifirði.
Þórði Jónssyni, Fáskrúðsfirði.
Bjarna Guðmundssyni, Hornafirði.
Birni Guðnmndssyni, Vestmannaeyium.
Arnbirni Sigurgeirssyni, Selfossi.
Jósteini Kristjánssyni, Stokkseyri.
Verzl. Reykjafoss, Hveragerði.
Jóni I. Sigurmundssyni, Eyrarbakka.
Árna Helgasyni, Garði, Grindavík.
Ásgeiri Benediktssyni, Garði, Efra-Sandgerði.
Alþýðubrauðgerðinni, Keflavík.
Þorláki Benediktssyni, Garði.
Birni Þorleifssyni, Ytri-Njarðvík.
Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10, Hafnarfirði.
Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu mán-
aðamóta. — Snúið yður tiJ útsölumanna Alþýðu-
blaðsins eða afgreiðslunnar í Alþýðuhúsinu, — '
Hverfisgötu 8—10, Reykjavík, og gerist áskrif-
endur að Alþýðublaðinu.
Auglýsið í Alþýðublaðinu!
„Hver var það, sem ekki bar
traust til yðar?“ spurði Lotta.
Ég svaraði í staðinn fyrir
Schmiedel. „Doktor Tucker gat
ómögulega tekið á sig ábyrgð-
ina, og Lotta var sjálf . ..“
„Nú er það orðið of seint,“
hélt Schmiedel áfram stað-
fastur. „Það, sem ég fyrir einu
ári síðan gat gert fyrir eitt þús-
uncj krónur, þarf ég núna til
allt að fimm þúsund krónur.
Og ef verðið fellur enn á mor'g-
un, þá er það of mikil ábyrgð
fyrir mig að bera.“
Og honum varð ekki haggað.
Ðoktor Tucker hafði móðgað
hann, og nú hugsaði hann ekki
um annað en að láta þa.ð sann-
ast að Tucker hefði haft rangt
fyrir sér.
„Doktor Tucker hefur sagt
að við verðum að selja, aðeins
að selja þangað til meiri kyrrð
kemst á hlutina og verðlagið
verður aftur öruggt. Ágætt —
og þess vegna sel ég. 'fjg er
sæmilega góður sölumaður og
innan skamms verður búðin
orðin eins innantóm og sæl-
gætisbúðirnar eru núna. En til
þess að .geta selt þarf ég ekki
neitt prókúruumboð.“
Það var engu tauti við hann
komandi. Lotta varð að fara að
skipta sér af fyrirtækinu. Það
reyndist líka vera rétt, sem
Schmiedel sagði. Það voru
næstum því engar birgðir til.
Tekjurnar höfðu gengið í það
að borga veðlánið og annan
kostnað og útgjöld heimilisins.
Það sem eftir var voru ógreidd-
ir reikningar.
Skartgripasalarnir, sem fyr-
ir ári síðan höfðu talið sjálf-
sagt að veita hinu gamla og
virðulega fyrirtæki Klehs
gjaldfrest eftir eigin ósk gegn
venjulegum bankavöxtum,
kröfðust nú þrjátíu og jafnvel
fjörutíu af hundraði í vexti.
Þetta varð til þess að dr.
Tucker komst á þá skoðun, að
það væri, þrátt fyrir allt, bezt
að taka nýtt veðdeildarlán ut
á húsið. Þetta lán var borgað
í svissneskum frönkum og af
því þurfti ekki að borga nema
fjögur prósent. Á þennan hátt
fékk Lotta dálítið rekstursfc
cg fyrir það keypti hún ýmsar
söluvörur hjá gömlu viðskipta
vinunum, úr keypti hún og
gullarmbönd, miðlungsstóra
gimsteina og nokkrar perlufest
ar. Schmiedel neitaði jafnvel
að vera með henni í ráðum um
þessi innkaup.
„Maður, sem aðeins gegnir
undirtyllustöðu í fyrirtækinu
á ekki að sletta -sér fram í slík
mál“, sagði hann. „Herra Kleh
tók líka alltaf einn allar á-
kvarðanir um svona lagað“.
Og dr. Tucker hafði lagt á
það ríka áherzlu, að sem al.lra
minnstar breytingar yrðu
gerðar á rekítrinum.
Og þannig gekk það nokk-
urn tíma og Lotta hætti að
skipta sér mikið af verzlun-
inni.
Hvern dag' fyrir hádegi fór
hún í leikskólann. Kennari
hennar var mjög frægur leik-
ari, sem aðallega fór með
sorgarhlutverk. Ég spurði
hann eitt sinn, hvernig Lottu
gengi, og hann svaraði.: „Það
verður mikið úr henni. Hún
hefur neistann í sér“.
Venjulega kom Harry á
kvöldin. Hann reyndi að forð-
ast það að gera Lottu gramt
• geði og venjulega gekk það
vel. Það virtist ekki mundi
líða á löngu þangað til hann
bæði hennar, og það leit út
fvrir að hún mundi gefa hon-
um jáyrði sitt.
Dag nokkurn hitti Lotta
gamla skólasystur sína á göt-
unni og hún bauð henni heim
til sín. Þetta var Mary Mer-
tens, og hún hafði lært, listiðn-
að. Það fór allmikið orð af
henni sem listakonu. Lotta átti
strax um kvöldið að heim-
sækja hana í vinnustofu henn-
ar.
„Ég fer þangað ekki“, sagði
Lotta. „Ég veit, að ég get ekki
samlagast öllu þessu ókunna
fólki“.
Síðdegis þennan sama dag
kom bréf frá Irene. Þetta var
ágætt bréf og hún sagði marg-
ar skemmtilegar smásögur af
drengnum, en það stóð einnig
í því dálítið, sem Irene hafði
áreiðanlega ekki hugsað út í,
enda var hún heldur treggáf-
uð. „Hugsaðu þér“, skrifaði
hún, ,,í gær sagði hann í fyrsta
skipti og mjög greinilega
mamma“.
Ég stóð fyrir aftan Lottu og
las bréfið yfir öxl hennar um
leið og hún las það. Þegar ég
las þessi orð, fékk ég sting í
hjartað, en Lotta virtist taka
því mjög rólega. Og við héld-
um áfram að lesa. í lok bréfs-
ins stóð: „Því miður getur Al-
exander ekki lært að vera fyr-
irmyndar eiginmaður, en hann
er fyrirmyndar pabbi. Hann
elskar drenginn og tilbiður
hann, og dálítið fæ ég, sem er
mamman“.
„Það er alveg dásamlegt,
það gæti ekki verið betra“,
sagði Lotta, og allir aðrir en
ég mundu hafa álitið að geisl-
arnir í augum hennar væru
raunverulegir. En ég þekkti
bana nógu vel til þess að vita
að augu hennar gátu geislað
á margvíslegan hátt. Þessir
hörðu demantageislar, voru
ekki sannir.
Og hvað það var, sem þeir
áttu að hylja, var ekki erfitt
fyrir mig að giska á. Það voru
tár.
Hún mundi gjarna hafa
grátið yfir því, að barnið henn
ar kallaði aðra konu móður
sína, en af því að þessi kona
var systir hennar, sem henni
þótti svo undur vænt um, og
af.því aS þetta gaf henni nýja
iífshamingju, þá grét hún ekki
— og' lét augun geisla eins og
hún gat ,en eðlilega geisla átti
hún ekki í betta sinn . . .
„Ég ætla annars til Mary
Martens", sagði hún einni
klukkustund seinna. Það get-
ur vel verið áð meðaumkun-
ar svipurinn á mér hafi gert
hana órólega. Hún sagði, að
það yrði víst áreiðanlega gam-
an. Og það væri engin mein-
ing í því að loka sig inni.
Hvers vegna mátti maður ekki
við og við hitta nýtt fólk?
Hún kom ekki heim fyrr en
tmdir morgun. Hún svaf yfir
sig og í fyrsta skipti fór hún
ekki í skólann.
„Skemmtir þú þér vel?“
spurði ég, þegar hún loksins
hringdi eftir morgunkaffinu
sínu. „Kynntistu skemmtilegu
fólki hjá Mary?“
„Já, það var bara skemmti-
Iegt“, sagði hún. „Én þér hefði
I líkast til ekki verið um það
Nei, mér hefði líkast til ekki
gefið Eula mín“.