Alþýðublaðið - 18.07.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.07.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Þriðjudagur 18. júií 1950 Sigurður Þingeyingur vann mesta -----------;------------ . SÍÐAST LIÐINN LAUGARDAG fór fram í fyrsta skipti ólympíusun4#agur. Var þá sundkeppni í Nauthólsvíkinni hér í Reykjavík, og víðar um land mun hafa farið fram keppni í sundi. Það er íþróttasamband íslands, sem hefur beitt sér fyrir því, að ár hvert fari fram um allt land íþróttamót í sundi og fjölíþróttum, sem sérstaklega séu helguð ólympíuhugsjóninni. Hafa verið gefnir tveir veg- legir farandbikarar til þess að keppa um þennan dag. Hlýtur sá sundmanna, sem flest stig fær fyrir afrek í einhverri grein, eftir sænskri sundstiga- tö|lu, en sá fjölíþróttamann- anna, sem fær flest stig sam- kvæmd finnsku stigatöflunni hlýtur hinn. Gefendur þessara gripa eru heildverzlun Harald ar Árnasonar og Páll B. Mel- sted stórkaupmaður. Sigurður Jónsson fékk flest stig reyk- vískra sundmanna fyrir 100 m. bringusund, 901,2 stig. Ólympíusundmótið var sett kl. 4,30 af forseta ÍSÍ, Bene- dikt G. Waage. Rakti hann í stuttu máli sögu ólympíuleik- anna og aðdraganda þeirra, og sérstaklega þátttöku íslands í þeim, árin 1908, 1912, 1936 og árið 1948. Hvatti hann íþrótta- menn og áhugamenn um íþrótt ir að strengja þess heit, að gera sitt til þess að vinna að því, að héðan verði framvegis ávallt fulltrúar íslenzkrar í- þróttamenningar á ólympíu- leikunum. Benti ræðumaður á hið stórkostlega landkynning- argildi slíkrar þátttöku, ef þróun á sviði íþróttanna verð- ur sú, sem nú horfir, ’þar eð íslendingar eiga nú orðið all- marga úrvalsíþróttamenn, sem eru fyllilega hlutgengir til keppni hvar sem er í heimin- um. Hér ylti að sjálfsögðu mest á því, að takast mætti að gera íþróttirnar enn frekar að almenningseign en orðið er, og um leið á því, að íþróttamenn irnir sýndu einlægan vilja til þess að þroska með sér hina beztu líkamlegu og andlegu eiginleika, og hefðu viljaþrek til þess að forðast þær freist- ingar, sem ótvírætt hamla gegn áhrifum slíkar viðleitni. Enginn kynni tveimur herrurn að þjóna, Bakkus sjálfur' t. d. væri engin undantekning frá þeirri reglu. Að lokinni ræðu Ben G. Waage var ólympíu- fáninn dreginn að hún, í fyrsta sinn hér á landi og því næst hófst sundkeppnin. Helztu úrslit urðu sem hér segir:: 100 m. baksund vann Rún- ar Hjartarson Ármanni á 1:25,0 mín. 100 m. bringusund karla: 1. Sigurður Jónsson Þingeyingur á 1:19,0 mín. 2. Sigurður Jóns- son KR á 1:20,6 mín. 50 m. sund drengja, frjáls aðferð, vann Leon Karlsson Ármanni á 36 sek. 100 m. bringusund kvenna vann Þórdís Árrvadóttir Ár- manni á 1:34,3 mín. 50 m. stakkasund vann Magnús Thorvaldsen á 1:14,4 mín. 100 m. sund karla, frjáls að- ferð, vann Pétur Kristjánsson Ármanni á 1:9,2 mín. 500 m. frjáls aðferð vann Ólafur Diðriksson Ármanni á 7:39,0 mín, sem er mjög góð- ur tími, aðeins 6 sek. lakari en met Jónasar Halldórssonar á þessari vegalengd fyrir all- mörgum árum. Yfirleitt bera afrekin greini leg merki þess, að hægt er að ná góðum árangri á sundi í sjó. Ætti þetta að verða hvatn ing sundmönnum og öðrum, sem leita sér hressingar og úti vistar að nota sjóinn a. m. k. yfir sumarmánuðina, þegar heilnæmra geisla sólarinnar nýtur. Fyrðyleg saga, sero gerðist í FininlanclÉ SÁ ÓHUGNANLEGI VII)- BURÐUR gerðist nýlega í Jjveeskylá á Finnlandi, að húsráðandinn, sjötíu ára gamall maður, sem drukkið hafði helzt til fast, var graf inn lifandi af veizlugestum. Á síðustu stundu var iífi hans þó bjargað'. Þetta vildi þannig til, að hús- ’ráðandinn sofnaði á gólfinu af áhrifum áfengisins, og veizlu- gestirnir sem einnig voru sterk lega drukknir, héldu að hann væri dáinn, ákváðu þeir þá, að þeir skyldu grafa hann strax. Þetta gerðu þeir og lögðu manninn í kistu og jörðuðu úti í skógi. Því næst fóru þeir að segja frá tíðindunum í umhverfingu; en voru þánnig á sig' komnir, að bóndi nokkrum þótti viss- ara, -að grafa manninn upp og ganga úr skugga um það, hvort hann væri raunverulega dauð- ur. Þetta gerði hann og leið eft ir það ekki á löngu þar til hinn krafni lifnaði við. verið um það gefið, ekld frek- ar en mér leizt á ýmislegt það, sem Lotta tók upp á næstu mánuðina. Eftir að við vorum búnar að borða hringdi síminn. Lotta iagði nei til að byrja með. En það var hringt hvað eftir ann- að og að lokum sagði hún við mig, að hún ætlaði út um kvöldið, hún ætlaoi á knæpu, þar sem væri dansað. ,,En þú getur þó ekki farið alein á knæpu. Eða er mein- ingin sú að ég eigi að fara með þér? Ung stúlka getur alls ekki farig alein á knæpu . . .“ ,,Það eru ekki neinar ung- ar stúlkur til framar“, svaraði Lotta . . . „Veiztu það ekki, Eula“. „Nei, það vissi ég ekki. Og ég trúi því heldur ekki. Það væri að minnsta kosti mjög slæmt“. „Það er ekki slæmt fyrir mig, eða ekki finnst mér það“, svaraði Lotta, „nú, og auk þess get ég tekið Harry með mér, ef ég vil“, bætti hún við. Harry heimsótti okkur um kvöldið. Hann vildi gjarnan fara með Lottu. Hann langaði aðeins að fá að vita hverjir kæmu aðrir. Hún nefndi nokkur nöfn og bar á meðal Timmerman- bræðurna. „Já, þeir“, sagði Harry og það var einhver undirtónn í röddinni. „Þekkirðu þá? Veistu nokk- uð nánar um þá?“ spurði Lotta. „Ég veit ekkert um þá, sem ekki allir aðrir vita“, svaraði hann. „Á síðustu tveimur ár um hafa þeir orðið geysilega ríkir'1. „Er kannske einhver skömm að því?“ „Nei, en það sýnir bara og sannar, að þeir hafa alveg sér- staka skapgerð og sérstæða hæfileika nú á þessum tím- um“. „Hvernig þá?“ „Annar bræðranna tók þátt í stríðinu í þrjú ár og lærði bá að ganga yfir lík. — Hinn hafði ábyrgðarstöðu í stríðs- ráðuneytinu og gat bá gert ýmsum þýðingarmiklum mönnum dýrmæta greiða —. og hann hefur minnzt á það núna eftir stríðslokin.“ „Er þetta alit og sumt.“ „Auk þess kunna þeir að bera kápuna á báðum öxlum. Þeir græða daglega á því að gjaldeyrir okkar fellur.“ Þetta var í fyrsta sinn, sem égvheyrði það, að hægt væri að græða á gengisfallinu, sem eyðilagði verzlunar- og at- vinnulífið og gerði það að verkum, að peningarnir, sem ég átti að hafa til heimilis- þarfa, urðu næstum því að cngu í lófa mínum.“ „Er einhver skömm að þvT að bera kápuna á báðum öxl- u.num?“ spurði Lotta. „Nei, en það er sérkenni sumra manna.“ „Og bér er ekki um það gefið?“ Harry hikaði. „Ef ég neit- aði því, þá segði ég ekki satt, og' ef ég svaraði játandi, þá myndi það ergja þig, þess vegna vil ég heldur ljúga. — Timmermannbræðurnir eru börn síns tíma. Það er allt og sumt.“ 1 Eldri Timmermansbróðirinn kom til að sækja Lottu um kvöldið klukkan tæplega tíu. Hann þeytti bílhornið þrisvar sinnum undir gluggunum okk- ar. Eg leit út urn gluggann um leið og Lotta gekk út á- samt Harry. Bifreiðin var stór, ný og falleg, en það var ekki einkabifreiðarstjóri með hana. Sá, sem sat við stýrið steig út og kyssti á hönd Lottu, svo hélt hann hurðinni opinni meðan hún steig inn. Þetta var Alfred Timmerman. Það var Ijós inni í bifreiðinni og því sá ég að stúlka sat fram *. Næsta dag sagði Lotta mér, að það hefði verið Franzi Braun, einkaritari Timmer- mans. „Hún er fjári myndar- leg“, sagði Lotta. „Hún er 'eggjalöng og gengur með drengjakoll, hún er Ijós- hærð. Hún er alveg eins og þessar nýtízku stúlkur eru.“ „Hvenær byrjuðu menn á því að taka skrifstofustúlkur með sér á knæpur?" spurði ég. „O, hún er í þingum við þá“, Gagði Lotta eins og ekkert væri. „Við þá báða?“ spurði ég steinhissa. „Já, eftir því sem ég bezt veit. En það veldur engu ó- samkomulagi milli þeirra eftir því sem sagt er. Nú á dögum líta menn það ekki svo alvar- legum augum. Auk þess er Franzi trúlofuð“. „Þetta er það versta sem ég hef heyrt,“ stundi ég og sett- ist. „Já, hún er trúlofuð ungum greifa, Khuenberg heitir hann, en _Aiann er fátækur að ég held og á ekki von í miklum arfi. Hann er einhvers ltonar peningamiðlari hjá Timnier- man.“ Eg vissi ekkert hvað pen- ingamiðlari var, en ég fékk að vita, að það væri maður, sem fengi kunningja sína til þess að skipta eingöngu við ákveð- inn banka og fengi prósentur fyr'ir það. „Khuenberg litli þekkir sand af aðalsmönnum og þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera við peninga sína. Hann ráðleggur þeim þvx að skipta við banka Timmer- mans. Skilurðu?“ „Og hann lifir á því?“ „Já,“ svaraði Lotta. „Hann á meira að segja einkabifi’eið.“ Það út af fyrir sig, að eiga einkabifreið, þýddi ekki sér- iega mikið fyrir í þá daga. Elestir hinna nýju kunningja Lottu áttu sína eigin bifreið, jafnvel þó að margir þeirra ^yggju í lélegu herbergi við iéleg húsgögn. Ef þeir komust yfir peninga allt í einu, þá var það fyrsta verk þeirra, að kaupg bifreið. Það var ekki vottur um örugga afkomu, heldur var það fyrsta munað- arkrafa þeirra og hana varð að tippfylla. „Þú verður að kaupa þér bif reið,“ sagði Lotta við Harry dag nokkurn. „Maður, sem ekki á bifreið, er alveg ómögu- !egur.“ Harry sagði eitthvað á þá leið, að hann hefði hugsað sér að kaupa bifreið, þegar færi að vora og hægt væri að aka út um landið. Hann tók pappírs- blað og reiknaði og sýndi Lottu, að það væri ódýrara að aka í leigubifreið innan borgarinnar, heldur en að eiga einkabifreið jafnvel þó að mikið væri ekið. „Þetta er rétt hjá þér“, sagði Lotta en henni gramdist. Hún fór mjög óvarlega með peninga eftir að hún komst inn í þenn- an nýja félagsskap. Næstum því á hverjum degi keypti hún nýja kjóla og nýja hatta. Ég varð bókstaflega skelkuð út af þessum nýju útgjöldum og oft á dag var barið að dyrum hjá okkur með reikninga fyrir slíku. „Harry“, sagði ég einu sinni, þegar Lotta var uppi í her- 'ierginu sínu að pkipta um kjól "yrir kvöldið. „Hvers vegna getið þér ekki komið vitinu fyr ir Lottu? Hvers vegna látið þér nlltaf undan henni hvað dutl- nngum sem hún tekur upp á? Hún er bókstaflega orðin sjúk nf skemmtanafíkn.“ „Finnst yðui’ að ég sé fær um nð tala af skynsemi við aðra?“ sagði hann. „Þér ætlið þó ekki að fara að segja mér, að þér hafið rkemmtun af því að flækjast rvona um knæpurnar nótt eftir nótt, að drekka og koma illa upplagður í skrifstofuna á . morgnana?“ I Harry varð feimnislegur ! hann setti upp tregðusvip. „Ég

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.