Alþýðublaðið - 18.07.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLABID Þriðjudagur 18. júlí 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Al’pýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Eldraun samein- uðu þjóðanna. MÖRGUM eru enn í minni dagar hinna miklu vonbrigða fyrir alla friðarvini, er gamla þjóðabandalagið sýndi sig ger- samlega vanmáttugt til þess fyr ir aðra heimsstyrjöldina, að stöðva árásarríkin, Japan, ítal íu Mussolinis og Þýzkaland Hitlers, sem þá tóku að ráðast á hvert smáríkið eftir annað Dg leggja þau undir sig í ber- höggi við þjóðabandalagið, sem vitanlega átti að vera þeim skjól og hlíf. Þjóðabandalagið hafði engan her til þess, að verja Mansjúríu gegn Japan, Abessimu og Albam'u gegn ít- alíu, eða Austurríki og Tékkó- slóvakíu gegn Þýzkalandi. Og bær viðskiptalegu refsiráðstaf anir, sem það reyndi að fram- kvæma gegn Ítalíu eftir að hún réðist á Abessiníu, báru lítinn árangur og sýndu sig gersam- lega ófullnægjandi til þess að stöðva árásarríkið. Það var þá, sem vinir þjóðabandalagsins og friðarins urðu með hyggð að viðurkenna, að þjóðabandalag ið væri ekki nema „friðartíma verkfæri“, það væri þess van- máttugt að gera sig gildandi gagnvart árásarríkjum, sem ekki skirrðust þess að láta vbpn in tala. Þjóðabandalagið var eftir þessa reynslu ekki nema svipur hjá fyrri sjón og leystist með öflu upp í byrjun annarrar heimsstyrjaldarinnar. Fyrir bandalag hina samein- uðu þjóða, sem reis upp í lok þeirrar styrjaldar og svo mikl- ar vonir voru bundnar við þá, virðist nú vera kominn svipað- ur reynslutími. Hin dulbúr.a ’rnnrás Rússlands í Suður- Kóreu verður eldraun þess; og menn spyrja í dag um allan heim, hvort það muni standast hana. Bandalag hinna sameinuðu bjóða hefur ekki, frekar en gamla þjóðabandalagið,. neinn her, enn sem komið er; og margt í skipulagi þess, svo sem neitunarvald stórveldanna í öryggisráðinu, sem Rússland hefur í tíma og ótíma misnot- að, benti frá upphafi ekki til þess, að það myndi verða miklu kröftugra en það gamla, af öflugri árás, sem eitthvert stórveldið stæði að, þyrfti að hrinda. En þær sterku undir- tektir, sem áskorun öryggis- ráðsins um að koma Suður- Kóreu til hjálpar hefur fengið hjá hér um bil öllum meðlim- um bandalagsins, nemp Rúss- landi og leppríkjum þess, sýna þó, að lýðræðisríkin að minnsta kosti hafa lært svo mikið af raunalegum örlögum gamla þjóðabandalagsins og annarri heimsstyrjöldinni, sem því tókst ekki að hindra, að þau ætla sér ekki, að láta fara eins með bandalag hinna sam- einuðu þjóða, að óreyndu. Svo augljós er lýðræðisríkjunum og öllum þeim, sem halda vilja frið í heiminum, nú orðni nauðsyn þess, að slík alþjóða- samtök séu til og sýni sig nægilega öflug til þess, að engu ríki þyki árennilegt að rjúfa friðinn og fá þau á móti sér. * í Suður-Kóreu er því nú ekki aðeins barizt um frelsi og sjálfstæði þesp litla lands, heldur og um framtíð og á- hrifavald bandalags hinna sam einuðu þjóða. Stjórn Suður- Kóreu var á sínum tíma mynd uð fyrir framkvæði þess og viðurkennd af því sem eina löglega stjórnin í Kóreu yfir- leitt, með því að það var hindrað af setuliði Russlands í Norður-Kóreu, að kosningar gætu farið fram þar um leið og gengið var til kosninga í Suður-Kóreu, svo að hægt væri að mynda stjórn á lýð- ræðisgrundvelli fyrir allt land ið. Með hinni dulbúnu árás flússlands á Suður-Kóreu frá Norður-Kóreu nú er því bein- línis vegið að bandalagi hinna sameinuðu þjóða; og það er augljóst, að slíka árás geta sam einuðu þjóðirnar ekki þolað án þess að bíða við það varan- legan hnekki eins og gamla þjóðabandalagið, er því mis- tókst að stöðva árás Ítalíu á Abessiníu. Enda gengur víst enginn þess dulinn, hvað á eft- ir myndi fara, ef árásin á Suð- ur-Kóreu fengi að hafa sinn gang og Rússland að leggja landið undir sig með aðstoð íeppríkis síns í Norður-Kóreu. Árásirnar myndu halda áfram eins og Mussolinis og Hitlers fyrir aðra heimsstyrjöldina, hvort sem það yrði nú Indó- Kína austur í Asíu eða Júgó- slavía hér vestur í Evrópu, sem röðin kæmi næst að. Og endirinn gæti ekki orðið ann- ar en ný stórstyrjöld, — þriðj i heimsstyrjöldin. ■* Það er því vissulega mikið, r.em veltur á því, að banda- lag hinna saméinuðu þjóða ítandist þá eldraun, sem árás- in á Suður-Kóreu er fyrir það Undir því er það komið, hvaða vonir önnur smáríki veraldar- tnnar mega framvégis gera sér um vernd hinna samein- uðu þjóða gegn sams konar árás. Og undir því er það vafa iítið einnig komið, hvort hægt verður að varðveita heims- (riðinn, eða mannkynið verð- ur enn að þola allar þær ægi- legu hörmungar, sem ný heims styrjöld — þriðja heimsstyrj- öldin — myndi hafa í för með sér. Hafi árásarríkið sitt fram með innrásinni í Suður-Kór- eu, er sannarlega lítil von til þess, að þriðju heimsstyrjöld- inni verði afstýrt. Heilbrigðisskýrslur ársins HEILBRIGÐISSKÝRSLUR fyrir árið 1946 eru nýkomnar út, samdar af landlækni, Vil- mundi Jónssyni, eftir skýrslum héraðslækna og öðrum heim- ildum. Skýrslurnar eru í þrem aðalköflum, sem skiptast aftur í marga undirkafla. Sem aðal- efni fyrsta aðalkafla má nefna: I. Árferði og almenn afkoma. II. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði. III. Sóttarfar og sjúkdómár, sem skipt er niður í yfirlit yfir farsóttir, aðra næma sjúkdóma, ýmsa sjúk- dóma, kvilla skólabarna, að- sókn að læknum og sjúkrahús- um, augnlækningaferðir. IV. Barnsfarir. V. Slysfarir. VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir^heyrnaríausir, blind- ir og deyfilyfjaneytendur. VII. Ýmis heilbrigðismál, þar má telja t. d. heilbrigðislöggjöf, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkra- hús og heilbrigðisstofnanir, húsakynni og þrifnað, fatnað og matargerð, áfengisnautn, með- ferð ungbarna, íþróttir, alþýðu- fræðslu og heilbrigðismál, með- ferð þulfalinga, slysavarnir, meindýr, störf heilbrigðis- nefnda, húsdýrasjúkdóma, fram farir til almenningsþrifa og margt fleira. í öðrum aðalkafl- anum eru töflur yfir efni fyrsta kafla. Þriðji kaflinn fjallar um form heilbrigðissamþykkta, 3 embættiserindi. Því næst er Enn um smánarblett á Revkjavík. — Hlut- verk fyrir lögregluna. — Hverjir standa fyrir sorpritaútgáfunni? ÞAÐ ER EKKI skemmtilegt hlutverk að vera að amast við vesalingum. En stundum verður þetta óhjákvæmilegt. Oft o g mörg'um sinnum er búið að tala um það opinberlega, að það sé óhæft að ölóðir menn hafi Arn- arhól fyrir dvalarstað. Hefur ástandi þessara manna verið lýst og það hefur ekki verið falleg lýsing. Hefur því heinlínis ver- ið haldið fram, að svo slæmt væri ástand þessara manna og framferði á stundum, að ekki næði nokkurri átt að hafa börn í nálægð þeirra á hólnum. KVÖLD EITT fyrir nokkru ætlaði ég með hóp erlendra Cerðamanna upp á Arnarhól. Þaðan er fagurt útsýni til Esju og jökulsins og yfir höfnina og vildi ég sýna þeim það. En ég hröklaðist á burt með þá og hraðaði mér. Dauðadrukknir menn veltust undir bárujárn- inu, flaska gekk á milli — og orðbragðið var ekki á ?narga fiska, en það gerði ef til vill minnst til. MÉR VARÐ það enn betur íjóst en nokkru sinni áður, að þessir ölóðu menn mega ekki vera á Arnarhóli. Allt af. þeg- ar þetta hefur verið sagt, hef ég haft tilhneygingu til þess að taka undir talsháttinn. „Einhvers Gtaðar verða vondir að vera“. Og þarna er góður staður og fáir munu þessir memi eiga gott at- hvarf. En þetta dugir ekki. Til- litið til heildarinnar verður að ráða meiru en tillitið til þess- ara fáu vesalinga. viðbætir, læknaúrskurðir, og að lokum er stutt yfirlit á ensku yfir meginefni ritsins. Frysting karfans KARFAVEIÐAR hafa nú verið stundaðar í allstórum stíl í fyrsta sinn í mörg ár, og hafa togarar lagt karfann upp í fiskimjölsverksmiðjur til vinnslu. Hefur þetta gefizt allvel, þar eð togararnir njóta sín vel við slíkar veiðar. Þeir hafa getað fy-llt sig á mjög . stuttum tíma, svo. að kostnað- ur verður ekki of hár miðað við afla. Þá hefur verið all- gott, en þó 'lækkandi, verð á mjölinu, svo að sæmilegar gjaldeyristekjur ættu að fást af þessari vinnslu, og loks hef ur skapazt nokkur atvinna við verksmiðjur í landi, og hefur það komið í góðar þarfir. ÞAÐ ER SKÓÐUN margra fiskifræðinga, að meira sé af karfa, en nokkurri annarri fiskitegund í hinu víðáttu- mikla Atlantshafi. Þó hefur lítið verið.gert af því að veiða hann hér á-landi, nema þegar staðið hefur á eins og nú og hann verið setfúr í mjöl- vinnslu. Hefur lítið sem ekk- ert verið veitt af karfa til manneldis og íslendingar munu yfirleitt ekki hafa borðað karfa að ráði. AÐRAR ÞJÓÐIR hafa sumar hverjar meira dálæti á .karfa en við. Bandaríkjamenn telja hann til dæmis hinn ljúffeng- asta matfisk, og mun frystur karfi eiga miklu meiri vin- sældum að fagna vestra en þorskur eða ýsa. Virðist því einsætt, að hér verði að at- huga gaumgæfilega alla mögu leika á frystingu karfa, þar sem sölumöguíeikar hans virð ast vera miklir, en frystur þorskur liggur óseldur í land- inu í stórum stíl. KARFINN er úti fyrir strönd- um landsins, og það í stórum stíl, eins og hver maður getur sannfærzt um, er séð hefur togara drekkhlaðna af þessum fiski leggja að lanai í vor og sumar. Frystihúsin eru til.og geta afkastað miklu meira magni en þau hafa gert. Mark aðurinn er til og verðið gott. SAGAN ER ÞÓ ekki öll sögð. •Karfamiðin eru alllangt frá landi og það þarf að koma fiskinum fljótlega í frystingu. Mun þ*tta vera. sá vandinn, sem erfiðastur er viðfangs, en vonandi verður hægt að leysa þessa hlið málsins á viðun- andi hátt, svo að hinir miklu möguleikar, sem eru á fram- leiðslu og sölu á þessu sviði, verði notfærðir. FISKVEIÐAR íslendinga hafa undanfarin ár verið um of ein hæfar. Stríðið átti að vísu sinn þátt í þessu, en þá þurfti að afla sem mest og koma afl anum sem fljótast til Bret- land.s. Nú gera neytendur um heim allan meiri kröfur og það þarf að grandskoða óskir þeirra og reyna að haga fram Ieiðslunni. eftir því. Þess végna verður að hafa opin augun fyrir nýjum framleiðslu háttum, og frysting karfans virðist vera tækifæri, er gæti Ieitt til aukinnar framleiðslu, atvinnu og gjaldeyri.stekna. Slík tækifæri verður að noía. ÞAÐ VERÐUR ÞVÍ að reka fylliraftana af Arnarhóli í hvert Binn, sem þeir stunda þar drykkju. Það er ekki hægt að leyfa þeim að flæma fólk af hólnum. Þeir verða að finna sér einhvern annan samastað. Bezt væri að lögreglan fer.gi fyrir- mæli um að ganga um hólinn við og við, enn fremur ætti að miðja varðmanninn að gera lög- reglunni aðvart. BÓKABÉUS SKRIFAR. „Ail ir tala um pappírsskort og prent smiðjueigendur og útgeferidur eegja að þeir verði að draga mjög úr útgáfu bóka vegna þessa skorts. Ég efðst heldur ekki um að skörtur sé á pappír eins og öðrum gjaldeyrisvörum og það má kannske segja það, að það megi draga nokkuð úr pappírsflóðinu, þó að ég taki okki undir allt skraf um það efni. EN MIG FURÐAR á að hægt Bjkuli vera að gefa út fjölda tnargt af því, sem rutt er á markaðinn í þessum pappírs- Bkorti. Það færist í vöxt að sorp- rit séu gefin út hér og önnur enn fremur sem nálgast það að vera sorprit. Það i.iir og grúir af glæpasögum og bjálfaíegum ást arvellusögum í bókabúðunum. Pappírsskorturinn keniur ekki niður á þessum bókmenntum þvert á móti. ■ NÚ MUN ÞAÐ VERA svo að prentsmiðjurnar fái megin hlut- ann af pappírsleyfunum og það eru því þær, sem standa að þess um sorpritaútgáfum. Það er ekki hægt að stemma stigu við þessu m?ð öðru móti en því, að láta fara fram rannsókn á því hvaða prentsmiðjur bað séu, sem þann Ig fara með pappírslevfi sín. Og síðan að stöðva leyfisveitingar til þeirra. ÞAÐ VÆRI SVO SEM trú- legt, að það yrði að hætta um íjinn að gefa út bezta rit okksr vegna þess að það þarf að gefa út „Djöfulóða prinsinn“ eða „Fjör í hjónarúmi.“ Vilja ekki gjaldeyrisyfirvöldin athuga þetta mál hið bráðasta“. son úr Nansenssjéði. MENNT AMÁLARÁÐU - NEYTIÐ hefur að fengnum meðmælum háskólaráðs lagt til, að Steindóri Steindórssyni menntaskólakennara, verði veittur styrkur sá, að fjárhæð 3000 norskar krónur, er stjórn Nansenssjóðsins í Osló hefur heitið íslenzkum vísinda- manni í ár til fræðiðkana í Noregi. Steindór hyggst vinna úr efni því, er hann hefur viðað að sér við gróðurrannsóknir á íslandi, og jafnframt nýjustu aðferðir og vinnubrögð við rannsóknir í plöntulandafræði og plöntufélagsfræði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.