Alþýðublaðið - 22.07.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. júlí 1950 ALÞÝÖUBLAÐIÐ 5 "i' HINIR „FLJÚGANDI DISKAR“ hafa orðið eiii mesía gáta síðustu áranna. Þó reynt hafi verið að skýra þá sem skynvillu eða hugaróra, halda margir því fram, að þeir hafi séð þá þjóta um himinhvolfið sem hvítar kúlur. Þessara dularfullu fyrirbrigða hefur orðið vart í Ameríku, í Vestur-Evrópu og jafnvel á Norðurlönd- um. I eftirfarandi grein Henry J. Taylors, hins þekkta ameríska blaðamanns, er gerð tilraun til að lyfta aðeins horni þeirrar blæju, sem hingað til hefur hjúpað leynd- ardóma hinna „fljúgandi diska“. sr afgreitt til fastra áskrifenda og í lausasölu hjá þessum mönnum: Verzlun Gunnar Jónssonar, Olíustöðinni, Hvalfirði. Sveinbirni Oddssyni, Akranesi. Daníel Eyjólfssyni, Borgarnesi. Jóni Gíslasyni, Hellissandi. Ottó Árnasyni, Ólafsvík. Steinari Ragnarssyni, Stykkishólmi. Sæmundi Bjarnasyni, Fjósum, Dalasýslu. Ebeneser Ebeneserssyni, Bíldudal. Kolbeini Guðmundssyni, Flateyri. Verkalýðsfélaginu Súgandi, Súgandafirði. Páli Sólmundarsyni, Bolungarvík. Ólafi Guðjónssyni, Hnífsdal. Jónasi Tómassyni, ísafirði. Jóni Gíslasyni, Súða'vík, Álftafirði. Guðm. Þ. Sigurgeirssyni, Drangsnesi, Steingrímsf. Friðjóni Sigurðssyni, Hólmavík. Jens P. Eiríkssyni, Sauðárkróki. Jónasi Hálfdánarsyni, Hofsós. Jóhanni Möller, Siglufirði. Lárusi Frímannssj'ni, Dalvík. Þorst. Jónssyni, Hafnarstræti 88, Akureyri. Sigurjóni Ármannssyni, Ilúsavík. Guðna Þ. Árnasyni, Raufarhöfn. Guðm. Einarssyni, Þórshöfn, Langanesi. Ingólfi Jónssyni, Seyðisfirði. Ólafi Jónssyni, Norðfirði. Guðlaugi Sigfússyni, Reyðarfirði. Jóni Brynjólfssyni, Eskifirði. Þórði Jónssyni, Fáskrúðsfirði. Bjarna Guðmundssyni, Hornafirði. Birni Guðmundssyni, Vestmannaeyium. Arnbirni Sigurgeirssyni, Sclfossi. Jósteini Kristjánssyni, Stokkseyri. Verzl. Reykjafoss, Hveragerði. Jóni I. Sigurmundssyni, Eyrarbakka. Árna Helgasyni, Garði, Grindavík. Ásgeij-i Benediktssyni, Garði, Efra-Sandgerði. Alþýðubrauðgerðinni, Keflavík. Þorláki Benediktssyni, Garði. Birni Þorleifssyni, Ytri-Njarðvík. Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10, Hafnarfirði. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu mán- aðamóta. — Snúið yður til útsölumanna Alþýðu- blaðsins eða afgreiðslunnar í Alþýðuhúsinu, — Hverfisgötu 8—10, Reykjavík, og gerist áskrif- endur að Alþýðublaðinu. ÁN ÞESS að gefa hernaðar- leyndarmál til kynna, get ég nú skýrt yður frá því, að hinir svonefndu „fljúgandi diskar" €ru í raun og veru til. Þeir eru af mismunandi gerðum og stærðum, að því er fólk held- ur fram, sem hefur séð þá. Minnstu þeirra eru aðeins hvítar skífur um 15 cm. þykk- ir og um 50 cm. breiðir. En svo eru og aðrir þeirra allt upp í 80 metra breiðir — en þeir eru og stærstir þeirra. — Hinar ýmsu gerðir þeirra eru mismunandi að lögum, en nær allir eru þeir þó kringl- óttir. Sumir eru flatir með upphækkuðum brunum, líkt ogdi diskar, en aðrir eru þiykkastir um miðjuna, líkt og kringla (diskar). Nokkrir slík- ir hafa verið ljósmyndaðir af almenningi. Það eru ,fljúgandi diskar“ til, sem þjóta um loftið )íkt og vígahnettir — og sumum er stýrt á vegferð þeirra. Það sem m. a. merkilegt við þá er, að þeir gefa hvorki frá sér reyk né eld — eða hafa sýni- lega skrúfu, þeir'þjóta áfram algjörlega hijóðlaust. Þeir eru þeirrar náttúru, að geta stað- ææmst augnablik í loftinu, en stefna síðan annað hvort, til hægri eða vinstri. Þeir líða af stað í byrjun með næSta leti- legum og slagandi hreyfingum, en smáauka hraðann, þar til þeir þjóta áfram, sem elding. Þeir eru hættulausir með öllu. Það leikur ekki á tveim tung- um, að margar þeirra tilkynn- inga, sem berast og borizt hafa um hina „fljúgandi diska“ eiga rætur sínar í ímynduninni einni saman, þó er ekki svo alltaf, t. d. skýrði flugmaður að nafni Smith, sem stýrði einni af farþegaflugvélum U. A. frá því, að hann hefði séð níu slíka „fljúgandi. diska“. — Þetta staðfesti með honum bæði aðstoðarflugmaður hans og flugþerna. 'Sama er að segja um fimm slíka „fljúgandi diska,“ sem þutu með ofsa- hraða rétt yfir höfði Fred nokkurs Johnson í Oregonríki. Það reyndist engin missýning. Á heiðskírum apríldegi á síð- asta ári, sást 30 metra stór „fljúgandi diskur“ yfir Nýju Mexocó. Það var heldur engin ískynvilla, þegar lögregluþjónn j Madisonville í Kentucky sá „fljúgandi disk,“ sem var hvorki meira né minna en 80 metrar í þvermál. Hinir amerísku „fljúgandi cliskar“ eru liður í margþættri hernaðaráætlun, og þessi til- raun hefur^ú staðið yfir síð- astliðin 3 ár, og sífelt verið aukin og efld. Tilraunirnar hafa farið í gegnum þrjú þró- unarstig, ef svo mætti að orði komast, og almenningur hefur einkum haft tækifæri til að fylgjast með hinum „fljúgandi diskum“ á þrem tímabilum: í júlí 1947, í janúar 1948 og í apríl 1950. Og það hefur verið staðfest, að ,,diskarnir“ verði ætíð stærri og stærri, og að þeir fljúgi í 300—10000 metra hæð — og nokkrir enn hærra. Mér er kunnugt um það, hver er tilgangurinn með hin- um „fljúgandi diskum“ en ég get ekki frekar rætt um það, þar sem mig brestur leyfi til þess. Eg get aðeins sagt það, að hér er um að ræða mjög mikilsvert hernaðarleyndar- mál. Þegar ameríska flug- málaráðuneytið, á sínum tíma, ákveður að lyfta þeirri huliðs- blæju, sem þetta mál enn er hjúpað, mun það sýna sig, að rér er um gagnmerka nýjung að ræða, sem vissulega mun vera öllum hinum vestræna heimi mikið gleðiefni. Þegar ég ákvað að reyna að fá einhverjar raunhæfar upp- lýsingar um hina „fljúgandi diska“, varð ég ekki lítið undr- andi yfir þeim mjög mismun- andi lýsingum, sem þeir, er sáu þá, gáfu af þeim. En við nánari athugun varð mér það ljóst, að hér er að ræða um tvenns konar undur, en ekki eitt, eins og hingað tii hefur verið haldið. Annað þessara leyndardóma loftsins er hinn kunni „fljúg- andi diskur“. En hinn leyndar- dóminum er lýst, sem geysi- Gtóru tundurskeyti, um það bil 30 metra langt. Af því stafaði mikil birta, og það sendir frá f>ér stóra blossa og hreyfist með ofsahraða í háloftunum. Eg veit nú með vissu, að þetta er raunverulega til, en það er ekki um að ræða nema „fljúg- andi diska“ eða neitt þess hátt- ar. Það verður aðeins að láta sér nægja að nefna það leynd- ardóminn nr. 2. Þetta ferlíki kemur æðandi gegnum loftið með miklu öskri, og blár loginn stendur út úr því, um ferköntuð gluggalöguð göt. Ferlíkið hef- 1 ur ehga vængi. Það hefur ver- ið séð á mörgum stöðum víðs- vegar í Ameríku. Margir þess- ara sjónarvotta, hafa verið flugmenn. Hér liggur fyrir staðfest skrifleg lýsing þeirra flugmannanna,Clarens S. Chi- ies og John B. Whitted frá E. H.: „Við flugum yfir Alabama ríki, klukkan var 1.45. Skyggni var ágætt, enda tunglsljós. Allt í einu sáum við bjartan hlut, sem þaut með ofsahraða, rétt fyrir ofan okkur. Skyndi-! iega stefndi þetta beint á okk-1 ur, svo við urðum að víkja til ] hliðar. Ferlíkið fylgdi okkur eftir í skörpum boga, svo sent- ] ist það yfir okkur í um 200 m. ! hæð. | Þessi dularfulli hlutur var | um 30 metra langur, tundur- ^ skeytalagaður og vængjalaus, j og sendi frá sér rauðgula ; blossa. j Við sáum hvernig. ferlíkið hvarf með miklum hraða upp ] í skýin. Loftstraumarnir frá vélum þess eða skrúfunni voru j svo sterkir, að hin stóra flug- ! vél okkar, BCC—3 tók dýfur.“ Báðir þessir flugmenn hafa undirrit.að þessa skýrslu og báðir eru þeir taldir menn á- reiðanlegir. Þetta uggvæna ferlíki var ekki neinn „fljúgandi diskur.“ Það var heldur ekki tundurs- skeytislagað, eins og flugmenn- irnir héldu. Það var nær því alveg kringlótt, en hver kringl I óttur hlutur, sem hreyfist með svo miklum hraða, sem hér um ræðir, sýnist aflangur fyrir sjónum manna. Þar að auki var hann menntur flugmönn- um — en það voru „fljúgandi diskarnir hins vegar ekki, þeir voru mannlausir. Það sem flugmennirnir tveir sáu frá vél sinni, var ný teg- > und amerískrar þrýstiloftsflug- vélar, sem enn að vísu er á til raunastigi. Hún er að útliti eins og pönnukaka og er geysi- hraðfleyg. Á jöðrum hennar eru margir þrýstimótorar, bún ir ferköntuðum útblástursrör- um, sem líta út í myrkri eins og uppljómaðir gluggar. Þeg- ar vél þessi flýgur að nætur- lagi, líkist hún einna helzt glóandi diski. Mér hefur verið- bannað að skýra frá, hversu hratt hún flýgur. Margir Ameríkumenn, sem sjá þetta glóandi ferlíki þjóta um himingeiminn að nóttu til, standa í þeirri trú, að annað hvort sé hér um útsendara Sovét-Rússlands að ræða, eða fyrirbrigði frá Marz. En hvor- ugt er þetta rétt, sannanir liggja fyrir um það, að upphafs þessa sé að leita í bækistöðv- um flotans í Maryland. Allar aðrar upplýsingar þar að lút- andi, verði fyrst um sinn að liggja í þagnargildi. En í sambandi við hina „fljúgandi diska“ má geta þess að þeir eru flestir búnir til úr málmefni, sem smám saman leysist upp og hverfur. Þess vegna finnast þeir svo að segja aldrei á jörðu niðri. •—• Þó getur það komið fyrir, —• og það hefur skeð nokkrum sinnum. Menn, sem finna „fljúgandi disk,“ sjá brátt að á annarri hlið hans er svohljóð- andi tilkynning: AMERÍSKT HERNAÐARLEYNDARMÁL Flugflotinn (númer), Séliver sá, sem skemmir skcyti þetta eða gefur upplýsingar um Framhald á 7. síðu. •*■■ ik Verð á Coca Cola í smásölu í Reykjavík og nágrenni verður eins og verið hefur undanfarið þangað til öðruvísi verður ákveðið. Afgréiðsla frá verksmiðjunni til verzlana og annarra útsölustaða Coca Cola er háð því skilyrði, að hver flaska sé seld á rétt verð. Útsendingu verður hætt til þeirra útsölustaða, sem selja Coca Cola á hærra verð. — Ofangreint verð gildir ekki fyrir veitingastaði. Verksmiðjan VííilSel! U.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.