Alþýðublaðið - 23.07.1950, Side 4

Alþýðublaðið - 23.07.1950, Side 4
ALf^ÝÐUBLAÐID Sunnudagur 23. júlí 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðupr entsmiðjan h.f. ÞAÐ ER NÚ mikilvægara fyrir íslenzku þjóðina en nokkru sinni áður, að samein- ast um aukinn útflutning og markaðsleit. Virðigt svo sem íandsmenn allir ættu að geta fagt hönd á plóginn í þeim efnum og þessi viðleitni gæti hafizt yfir dægurþras og deil- ur. Svo hefur þó ekki orðið, og hefur því miður reynzt full- komin ástæða til alvarlegrar gagnrýni á hendur nokkrum þeirra fyrirtækja, sem annast sölu íslenzkra fiskafurða er- lendis. Á þetta fyrst og fremst við Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, sem annast sölu á öllum salftiski út úr landinu. * S.Í.F. hefur orðið fyrir harðri gagnrýni tvisvar sinn- um, síðastliðið hálft ár, og er í bæði skiptin um að ræða sama málið: saltfisksöluna til Italíu. Fyrri hríðina, sem gerð var að S.Í.F., gerði eitt þingmannsefni kommúnista i útvarpsumræð- um fyrir kosningarnar í haust. Svo sem vænta mátti var ver- ið að nota málið í pólitískum tilgangi, og í stað alvarlegrar umræðu um það kom pólitískt skítkast af verstu tegund. Sið- ari gagnrýnin á S.Í.F. kom fram í Alþýðublaðinu í byrjun síðastliðinnar viku, er blaðið flutti lýsingu á tilraunum ít- alsks fiskkaupasambands til að fá keyptan saltfisk af S.Í.F. Nú standa engar kosningar fyrir dyrum og blaðið hefur stillt skrifum sínum miög í hóf í þeirri von, að S. í. F. útskýrði málið frá sínum bæjardyrum. Bauð Alþýðublaðið beinlínis rúm fyrir slíkar umræður, en vildi þó að þær færu fram í dálkum blaðsins og þar með fyrir augum alþjóðar. S.Í.F. hefur ekki virt þessa ádeilu í Alþýðublaðinu svars. Þó er hún þess eðlis og svo rækilega skjalfest, að hún gef- ur fulla ástæðu til þess, að S.Í.F. sé krafið svars. Málið liggur þannig fyrir, að Bjarna- son og Marabotti fó allan ís- Ienzkan fisk, sem til Ítalíu fer, en aðrir innflytjendur þar fá ekki svör frá S.Í.F. fyrr en seint og síðar meir og þá algert afsvar án skýringa, þó að um tilboð til saltfiskkaupa sé að ræða. Ef S.Í.F. hefur eðlilegar viðskiptaástæður fram að færa fyrir þessari framkomu sinni, þá ætti ekki að vera mikið erf- íði að gefa fullkomnar skýr- ingar á þéim. En ef slíkar á- stæður eru ekki fyrir hendi, þá hlýtur eitthvað að felast í gruggugu vatni, sem þjóðin á heimtingu á að fá upplýst. Hin algera þögn S.Í.F. hlýtur að vekja grun um að svo sé, enda er hún óskiljanleg, ef fyrirtæk- ið getur: gefið fullnægjandi skýringar. S.LF. hefur einkasölu á öll- um saltfiski út úr landinu. Það má til sanns vegar færa, að hentugt geti verið fyrir svo litla þjóð að hafa slíkt mál á einni hendi, en það verður að vera hafið yfir allan efa, að þetta fyrirtæki annist viðskipti sín með þjóðarhag fyrir augum og sé ekki um of tengt einstök- um mönnum eða hagsmunaklík um. Saltfisksala S.Í.F. til Ítalíu fer þannig fram, að Hálfdán Bjarnason er umboðsmaður sambandsins þar í landi. Fyrir !>að fær hann að sögn 3% af andvirði fiskjarins. Hann hefur aðeins selt fiskinn einu fyrir- tæki á Ítalíu, Bjarnason og Marabotti, sem -hann á sjálfur íilut í, og er það sú einokun, sem aðrir saltfiskinnflytjendur kvarta undan. Þeir vilja kaupa íslenzkan fisk góðu verði, en fá hann ekki. S.Í.F. stendur vörð um þessa einokunaraðstöðu Hálfdáns, en fvrirtæki hans er cagt fá önnur 7% af verði fiskj- arins. Að lokum er svo fullyrt, að Hálfdán sé bluthafi í mörg- urn smásölufyrirtækjum, sem selja fiskinn á Ítalíu. Fyrirtæki það á Ítalíu, sem Alþýðublaðið skýrði frá, hefur haft sölu á rúmlega 60% þess saltfiskjar, sem neytt ér í landinu. Það vill fá íslenzkan fisk, en fær hann ekki, og mun því kaupa fisk frá öðrum lönd- um og selja hann í harðri sam- keppni við íslenzka fiskinn, því að slík einokun, sem er á ís- lenzka fiskinum, verður ávallt til þess að keppinautar gera hatrama hríð gegn henni. Virð- ist því vofa yfir íslenzka fisk- inurn stórum harðari sam- keppni en ella, og önnur lönd fá markað, sem íslenzkur fisk- ur gæti haft. Að lokum virðist aðstaða Hálfdáns Bjarnasonar ekki vera sú, aðjaað sé honum neitt hagsmúnamál að íslend- ingar fái sem mest fyrir fisk- inn, heldur hitt, að hin ítölsku fyrirtæki hans hafi sem mestan arð af honum. Það virðist erfitt að skilja, að slík einokunaraðstaða sé til nags fyrir íslendinga; og ekki bætir það úr skák, þegar S.Í.F. sem er hálfopinbert fyrirtæki, ber ekki meiri virðingu fyrir 1 almenningi í landinu en svo, að það svarar ekki alvarlegum á- sökunum, sem alþýða manna á heimtingu á að fá svör við. * Alþýðublaðið hefur afrit af skjölum, sem sýna tilraunir it- alsks innflytjanda til að fá ís- lenzkan fisk og gefa nokkra mynd af því, hvernig mál þetta lítur út frá ítölskum bæjar- dyrum. Sú mynd er vissulega ekki fögur. Þess vegna óskar Alþýðublaðið eftir svari eða Gkýringum frá S.Í.F. og býður rúm í dálkum sínum til þeirra. En S.Í.F. þegir og stofnar sér þar með í þá hættu, að menn telji þögnina vera játn- ingu á því, að þær ásakanir, rem sambandið hefur orðið fyr- ir í þessu máli, eigi við einhver rök að styðjast. Ef S.Í.F. velur sér það hlut- skipti áfram, að þegja við slík- um ásökunum, verður ekki önnur leið fær en að krefjast opinberrar rannsóknar á salt- fisksölunni til Ítalíu, til dæmis af þingkjörinni nefnd. íslenzka j)jóðin hefur ekki ráð á að út- flutningsviðskipti hennar séu rekin með þeim hætti, sem saltfisksalan til ítalíu virðist vera. um víkurvöll í júní í júnímánuði 1950 lentu 270 flugvélar á Keflavíkurflug- velli. Millilandaflugvélar voru 111. Aðrar lendingar voru einkaflugvélar, svo og æfinga- flug björgunarflugvéla vallar- ins. Millilandaflugvélarnar voru frá eftirtöldum flugfélög- um: Flugher Bandaríkjanna 25 Trans-Canada Airlines 24 Air France 16 American Overseas Aairlines 9 Lockheed Aircratf Overseas Corp. 9 Seaboard & Western Airlines 7 British Overseas Airways Corp. 6 Flying Tiger Airline 6 Trans-Ocean Airlines 3 (Einnig flugvélar frá R.A.F., Pan-American Airlines, K.L.M., danska flughern- um og Aviana) 6 voru samtals 2603. Til Keflavíkurflugvallar' komu 184 farþegar. Frá Keflavíkurflugvelli fóru 205 farþegar. Flutningur með flugvélunum var 45 939 kg. Flutningur til íslands var 28 548 kg. Flutningur frá Keflavíkur- flugvelli var 2963 kg. Meðal þekktra manna með millilandaJlugvélum. voru: Bandarísku öldungadeildar- þingmennirnir John Cabot Lodge frá Massachusetts ríki E S 2 VÍSITÖLUMÁLIÐ: Alþýðusambandsstjórn reyndi vissu- lega „friðsamlegar“ leiðir til að fá stjórnina til að falsa ekki yísitöluna, en það er sennilega einsdæmi í lýðræðislandi, að stjórn alþýðusambands skuli ekki geta fengið að ræða við rlk- isstjórn alla um slíkt mál. * * í: * Samningar renna ekki út og verkföll (ef til þeirra kemur) hefjast ekki fyrr en í fyrsta lagi í byrjun september, svo að síldveiðin truflast ekki af þeim sökum. * Rétt vísitala er nú 117, en á eftir að hækka mikið í haust, þegar landbúnaðarafurðir hækka um 10—20% án þess að nokkrar bætur níegi koma fyrir það. COOLEY, ameríski fiskiðnfræðingurinn, sem hér var í vor, er búinn að skiiá ríkisstjórninni skýrslu um athug- anir sínar á fiskiðnaði íslendinga. Hann Hefur margt að aíhuga, en telur möguleika hér mikla. . BÆKUR'HÆKKA: ,.Það er váfalaust, að bókaverð í fram- tíðinni verður til muna hærra' 'en verið hefur.“ segir í nýút- komnum auglýsingapésá-'fírá Prentsmiðju Austurlands (for- lagi Lárusar Jóhannessonar). Á þessu'árí hefur prentsmiðjan fengið einn fimmta hluta þéss pápþírs, sém hún notaði í fyrra, og mun það eiga að: níegja. FLEETWOOD ér mí búin að sigrast á ólyktinni frá fiski- mjölsverksmiðjum sínuni eftir 25 ára baráttu, en á þeim tíma var borgin alþekkt ólyktarbæli („Stinky Fleetvvood“). Væri ekki rétt að útiloka lýktina hér, úr því að það er hægt, áður en Reykjavík erfir titil Fleetwood? GRINDAVÍK er nú ýmist kölluð „Hollywood" eða ..Litía París“ vegna kvikmyndatöku Frakkanna, seirr þar hefst. innán skamms. * * * Grindvíkingar munu hafa af þessu sæmilegar tekjur, leigja meðal annars barnaskólann fyrir 9000 kr. *; * :i' Fyrir utan Grindvíkinga verða einu íslenzku leikararnir í myndinni Brynjólfur Jóhannésson og Súðin. ÞAÐ ER FULLYRT, að Rússar hafi sést við mynda- töku í Hvalfirði í seinni tíð. * * * Menn á Suðurnesjum fullyrða, að þeir hafi séð furðulegt skip, sem helzt líktist kafbát, úti fyrir Reykjanesi. * * * Það er ekki rétt, að konur og börn hafi verið flutt frá Keflavíkurflugvelli, en dregið hefur verið úr sumarleyfum á vellinum. VERZLUN EGILS JACOBSEN, sem verið hefur á horni Laugavegar og Klapparstígs í mörg ár, flytur bráðlega aftur í hið gamla húsnæði sitt v?’r Lusturstræti, þar sem Búnaðar- bankinn var. Dr. juris BJÖRN ÞÓRÐARSON hefur nú skrifað bók, er hann nefnir: „Síðasti goðinn“, þar sem hann tekur sér fyrir hendur að hreinsa minningu Þorvarðar , Þórarinssonar, sem Barði Guðmundsson telur höfund Njálu. Bókin verður fyrsta frumsamda, íslenzka bókin, sem Prentsmiðja Austurlands gef- ur út, og kemur á þessu ári. ÞAÐ VAR TJÓN, að klukkan, sem snýst, á Verzlun Ragn- ars Blöndals í Austurstræti, skyldi skemmast vegna óreglu- legs rafmagnsstraums. Vonandi kemst hún aftur í gang innan skamms. NORÐMENN voru búnir að ákveða, að senda færri skip til síldveiða við ísland í ár vegna nýju landhelgislínunnar. Þeir hafa nú ákveðið að veiða fyrir utan fjögra mílna línuna, en verka síldina allt inn að þriggja mílna línunni gömlu. Eftir þessa ákvörðun hefur norskum síldarskipum fyrir norðan aftur fjölgað. ÞAÐ gleymdist að sjá fyrir rörum og miðstöðvarofnum í Bústaf* /egshúsin, og iilunu rör aðeins til í 8—10 hús, en sama ‘sem ekkert af ofnum. Þetta getur tafið innréttingar og valdið fólkinu miklum erfiðleikum. og Francis Greene frá Rode Is- land ríki. Morgunblaðið fœr málið. MORGUNBLAÐIÐ lét þar til í gær Tímann og Vísi hafa fyr- ir því óþverraverki að verja vísitölufölsun ríkisstjómar- innar. í Morgunblaðinu var ekki á hana minnzt, og þótt- ust menn af því mega ráða, að því þætti það ekkert keppikefli, að verja gerræði ríkisstjómarinnar. En í gær fær það allt í einu málið og birtir rítstjórnargrein um vísitöluna. ÞAR SEGIR Morgunblaðið með miklum spekingssvip: „Hér skal enginn dómur felldur um það, hver sé hin rétta vísitala framfærslu- kostnaðarins í dag. Um það atriði má sjálfsagt engi deiía og vissulega væri æksilegt, að hægt væri að fela þennan út- reikning einhverjum þeim aðila, sem nyti svo almenns trausts, að niðurstöðumar yrðu ekki vefengdar, þannig, að ekki kæmi til þess, að þjóðfélagið yrði sett á annan endann út af deilu um þessa hluti.“ MORGUNBLAÐLNU ferst, eða hitt þó heldur, að skrifa þannig um útreikning vísi- tölunnar! Flokksráðherra þess, Bjöm Ólafsson, er nýorð inn uppvís að því, að hafa á gersamlega ósæmilegan hátt blandað sér inn í útreikning júlívísitölunnar og beitt á- hrífavál'di ráðherraembætt- is síns til þess að rá hana falsaða stórkostlega til þess að hafa af launastéttum landsins allan síðari hluta ársins um þriðjung þeirrar kaupuppbótar, sem þær eiga, samkvæmt skýlausum fyrir- mælúm gengislækkunarlag- anna, rétt á. Og s\'o kemur Morgunblaðið og segir: Það „væri vissulega æskilegt, að hægt væri að fela þennan út- reikning einhverjum þeim aðila, sem nyti svo almenns trausts, að niðurstöðurnar yrðu ekki vefengdar"! JÁ, VÍST VÆRI ÞAÐ æski- legt! En er það ekki hámark hræsninnar. þegar - Morgun- bláðið er að-gera sí'g mérki- legt yfir því, að kauplags- nefnd, sem e i n á að reikna út vísitöluna, njóti ekki nægi legs almenns trausts til þess, þegar flokksráðherra þess, Björn Ólafsson, er rétt orð- inn uppvís að því, að hafa tekið fram fyrir hendur nefndarinnar af fullkomnu gerræði og beygt flokksmenn sína í henni til þess að- fall- ast á fölsun vísitölunnar?! KAUPLAGSNEFND var öll komin að þeirri niðurstöðu, með venjulegum útreikningi júlívísitölunnar, að hún værí 117 stig. En það passaði ekki í kram og kaupránsfyrirætl- anir Björns Ólafsonar, og því 'skarst hann í leikinn, enda þótt honum kæmi málið. ekk- ert við og hefðf enga heimild ' til að blanda sér í það. En árangurinn af frekju hans er sá, að útreikningi vísitölimn ar er breytt, ellefu ára venj- ur um hann hafðar að engu, þrátt fyrir mótmæli eins nefndarmannsins, og vísital- • - Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.