Alþýðublaðið - 30.07.1950, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 30. júlí 1950.
Flllpua
Bessason
hreppstjórl:
AÐSENT BR'ÉF
Heill og sæll, ritstjóri.
það. Ekkert að frétta úr sveit
það. Ekkert að frétt aúr sveit-
inni; allt, sem fréttnæmt getur
talizt, verður til í höfuðborg-
inni. Hverjum myndi þykja það
fréttnæmt, þótt farið væri að
segja frá því, að komið hefði
ofan í hjá mér í gær, og um það
bil fimmtíu kaplar af flatri
töðu liggi nú uiidir skemmdum
á túninu hjá mér. Eða þótt ung-
ur vinnupiltur hjá mér hefði
veitt tíu punda lax í ánrti við
túnið, ■— á veika silungsstöng!
Nei, enginn mundi hlusta á
slíka fréttafrásögn, sem ekki er
von.
Hjá ykkur gengur ekki á
öðru en kurteisisheimsóknum,
ferðamannahsimsóknum, íþrótta
mannaheimsóknum, fundum og
þingum með erlendum þátttak-
endum og ég veit ekki hvað", að
ógleymdri allri milliríkjakeppn
inni í öllum hugsanlegum íþrótt
um, frjálsum sem ófrjálsum. Og
sjálfir eruð þið á eilífum þön-
um utan lands og innar, ^með
luxusbifreiðum, Iuxusskipum,
luxusflugvélum (þú fyrirgefur,
ef ég stafa orðið langt), já, og
svo eruð þið á hvínandi kúp-
unni mðe allt saman og sífellt
: að berja ykkur. Við hérna í
sveitinni sitjum hins vegar
heima lon og don, berjum okk-
ur að vísu og ekki að ástæðu-
lausu, en höldum okkur við
okkar starf, hvað sem raular og
tautar. Að einu leyti eigum við
líka ykkur hægara um vik, —
við getum, og það með sanni
kennt ykkur um alla óreiðuna
og óspilsemina. Þið getið aftur
á móti engum um kennt nema
ykkur sjálfum.
Hér eru alltaf á ílækingi ein-
hverjir luxuserindrekar frá
ykkur, okkur stritandi sveita-
mönnum til uppbyggingar og
örvunar. Hjón komu hingað um
daginn, akandi í spegilvagni,
sem endurvarpaði þessum fáu
• sólargeislum, sem tekizt hafði
að brjóta sér leið gegnum þoku-
þykknið, og margfaldaði þá svo,
að sjaldan hefur leikið meira
sólskin um minn bæ. Kvaðst
maður þessi ekki hafa annað er-
■ indi en það, að sýna konu sinni
■ „hvernig fólk lifði“ í sveitinni.
Gat ég ekki fyllilega ráðið í,
hvort heldur hann hug'ðist sýna
konu sinni hvernig það fólk
Væri, er í sveitinni lifði, eða
hvernig það færi að því að tóra
ób'æriíégtí‘þ'rátrt, sem því
væri samfara, að búa í sveit.
kurteis maður og góðgjarn í eðli
mínu, kvað ég þeim mína eigirt
persónu heimilt rannsókriarefni,
svo og híbýli mín, hva.ð þaú
góðfúslega þáðu. Raunar fannst
mér rannsókn frúarinnar á
minni persónu helzt til handa-
hófsleg; þetta var ung og ang-
andi kona og öll glæsileg, en hún
lé tsér nægja að mæla mig með
augunum, hefur sennilega í
skjótu bragði séð hvaða skepnu
flokki ég tilheyrði og lítinn á-
huga haft á því fyrirbæri.
Leiddi bóndi hennar hana síðan
í bæinn; virtist hún hálfhrædd
við að stíga inn fyrir þröskuld-
inn og bað síðan þann almátt-
uga og ýmsa fleiri að hjálpa sér
við hvert spor, er hún steig,
skotraði síðan felmtruðum aug-
um um loft og þil og spurði mig
nokkurra gáfulegra spurninga;
hvort ekki væri agalega ein-
manalegt í sveitinni, hvað við
hefðum okkur helzt til skemmt-
unar á veturna, hvort við döns-
uðum ekki eftir útvarpinu um
helgar, hvort við sótthreinsuð-
um mjólkina ekki alltaf með
því að sjóða hana, áður en við
neyttum hennar, og hvort ekki
væri hætta á því, að maður
fengi einhverja fjósaveiki, ef
það væri látið undir liöfuð leggj
ast. Einnig spurði hún hvort við
værum ekki agalega hrædd við
minkana og hvort þeir dræpu
ekki bæði hesta og kýr. Ekki
spurði hún samt hvort þeir ætu
traktora. Öllu þessu reyndi ég
að svara eftir beztu getu og eins
alvarlega og mér var unnt,
Gengu þau ^íðan út í spegil-
vagninn og kvöddu mig virðu-
lega, eftir að bóndinn hafði boð-
ið mér vindla og whisky, og
rann vagninn mjúkt og hljóð-
lega niður afleggjarann. — Það
er eins og manni líði eitthvað
betur, sé ánægðari með sitt
hlutskipti, sitt strit og sína
heimsku, efir slíka heimsókn.
En lengi dags var annarlegur
ilmur og angan eftir þessa heim
sókn. Og snubbótt þótti mér
það, að unga frúin skyldi ekki
notfæra sér betur boð mitt;
hefði hún gjarna mátt þukla á
mér, þótt ekki væri til annars
en þess að kontast að raun um
hvort sveitakarlar'væru hrygg-
'dýr með heitu eða köldu blóði,
og hef ég, þótt mér litist hún
sjálf glæsileg, satt að segja hálf-
gerða ótrú á henni sem nákvæm
um vísindaiðkanda.
Læt ég svo spjalli þessu lok-
ið. Blessaður.
Filipus Ressason
hréppstjóri.
Úfbreiðið
Gin a K au s
SYST
hann -samt sem áður verða. kyrr
hjá mér ;a£ því að Felix er. hjá
mér. Það er engin kona í öll-
um heiminum, sem getur tekið
hann frá mér, meðan ég á Fel-
ix.“
Hún elsk§.r ekki barnið vegna
þess sjálfs, hugsaði ég. Barnið
er aðeins verndargripur henn-
ar. Hún elskar aðeins Alexand-
er, og þó að það væri hennar
eigiá barn, þá myndi þetta
ekki vera öðru vísi. Um kvöld-
ið reykti Alexander pípuna
sína. Eg tók eftir því, áð það
var ekki alltaf að deyja í
henni glóðin. Hann hafði auð-
sjáanlega lært að halda lif-
andi eldinum í henni, rólegur
og öruggur.
Irene kom með stórt mynda
albúm og fór að sýna mér
allar teikningar manns síns
frá síðustu árunum. Þetta
voru teikningar að fögrum
skrauthúsum, stórum leigu-
húsum og af innréttingum. ,,I
næstu viku á hann að fara að
teikna riýja sjúkrahúsið,“
sagði hún stolt. „Hann vann í
samkeppninni, en í henni tóku
þátt samtals fjörutíu húsa-
meistarar.“
„Það get ég ekki gert í
næstu viku,“ sagði Alexander.
„Eg verð að minnsta kosti
hérna heima þangáð til í mán-
aðarlokin. Fyrst þarf ég að búa
til dúfnahús handa Felix. Eg
er búinn að lofa honum því.
Hann á að fá tólf hvítar dúf-
ur.....“
Irene ljómaði af fögnuði.
Eg átti dásamlega daga í
Felixhof. Það var svo mikil
frjósemistilfinning í þessum
dögum. A hverjum morgni' var
geislandi sólskin. Við ókum í
vagninum með múldýrinu fyr-
ir og sáum hvernig allt óx á
ökrunum. Eftir miðdaginn lá
Alexander með Felix í háu
grasinu. Drengurinn svaf, en
Alexander las. Við og við leit
hann inn til drengsins o^. rak
burtu flugu, sem vildi setjast
á litla andlitið hans.
Við Irene sátum í forsælunni
og drukkum kaffi. Eg hugsa
oft um það," sagði Irene, „hvers
vegna hann skuli bókstaflega
ekki geta séð af drengnum.“
„Það eru margir karlmenn
svona,“ svaraði ég. Og hvað
annað átti ég að segjá? Átti ég
kannski að þegja. Þú þekkir
yfir höfuð alls ekki manninn
þinn, hann er allt öðru vísi en
þú heldur. Hann skortir
hvorki tilfinningu eða ástríð-
ur, hann hefur stórt hjarta, en
finnur til tómleika í því, og
þráir ást og umhyggju, og
hann finnur að barnið er það
eina, sem hann getur elskað og
hefur rétt til að elska. Margir
karlmenn eru þannig. Stundum
leysir lífið sjálft vandamálin
á svona einfaldan hátt. En oft
gerir það það ekki, og,þá fer
illa.
Eg fekk símskeyti frá Lo.ttu
-þegar ég hafði verið ,tíu daga
í Felixhof. Við vorum nýkom-
in heim úr ökuferð og sátum
umhverfis myndarlega eikar-
borðið og drukkum te. Felix
litli sat í kjöltu minni. í sím-
skeytinu stóð: „Við komum
snemma í fyrramálið til Mun-
chen og fáum herbergi á
„Jahreszeiten“. Kærar kveðj-
ur. Lotta.“
Eg lagði símskeytið á borð-
ið við hliðina á bollanum mín-
um og sagði, að ég yrði að fara
daginn eftir. Um leið og ég
sagði þetta, strauk ég með
söknuði um sítt og silkimjúkt
hár drengsins. Hvað mundi
líða langur tími þangað til ég
fengi a,ítur tækifæri til að
strjúka þetta hár aftur. Mér
fannst erfitt að hugsa til þess
að ef til vill mundi það verða
langur tími. Það var eins og
ég væri svipt einhverju, sem
ég ætti fullkominn rétt á og
ég vildi helzt ekki sleppa
neina stund af bernsku hans
og æsku.“
„Segðu við Eulu frænku, að
hún eigi að vera kyrr hjá
okkur,“ sagði Irene við dreng-
inn. Og undir eins setti hann
upp raunasvip og sagði á sínu
barnamáli: ,,Eula frænka á að
vera hjá Felix, ekki fara,
ekki fara.“
„Eula frænka verður að
fara,“ sagði ég. ',Hún verður
að fara til Lottu frænku. —
Manstu eftir Lottu frænku,
Felix?“
Barnið horfði á mig stórum,
dökkum og geislandi augum og
hrissti höfuðið.
„Finnst þér ekki stundum,
að drengurinn sé líkur Lottu?“
spurði Alexander allt í einu.
„Hann líkist henni meir en
Irene.“
Eg varð hrædd, en mér datt
það strax í hug, að það á sér
oft stað, að barn líkist meir
frænku sinni eða frænda en
sjálfum foreldrum sínum. „Já,
hann er alveg eins og Lotta var
þegar ég Jkom fyrst til herra
Kleh,“ sagði ég rólega.
„En hann hefur minn munn-
svip,“ sagði. Alexander hlæj-
andi, „sérstaklega þegar hann
hlær. Eg tók eftir því í spegl-
inum nýlega.“
Við þögðum, Irene og ég.
Alexander varð ergilegur.
„O, ég skil ykkur báðar, allt
'af er kvenfólkið svona, það er
fullt af ættardrambi. Vitan-
lega á hann að vera hundrað
prósent í ætt Irene. En hann
er líka af Wagnersættinni,
ætl,a ég að láta ykkur vita.
Hann getur meira að segja nú
þegar haldið betur á blýanti
en nokkur annar krakki á
hans aldri. Sjáið bara sjálfar.“
Hann. rétti drengnum blýant.
„Héfna, Felix, JJejÁnaðu nú hús
fyrir pabba.“
jJá, .guð kom.i tiL Svona er í-
myndunin, datt mér í 'liug.
Þarna situr þessi stóri og vel
gefni maður, fullur á trúna á
það, að hann sé faðir, sem hann
ekki er.
Alexander var að leita að
pappírsblaði handa Felix og
hafði gripið smískeytið frá
Lottu. Hann las það um leið og
spurði síðan um leið og hann
hleypti brúnum: „Hver er það
sem Lotta hefur ferðast með til
Munchen?"
„Það er starfsfélagi hennar.
Mjög frægur starfsfélagi, —
sjálfur Klaus Rittner.“
Irene hafði tekið stóra tepp-
ið sitt upp úr kistunni og nú
breiddi hún úr því. Alexand-
er var þungt hugsi, eins ög ó-
sjálfrátt greip hann í eitt
horn teppisins og skoðaði það.
,,Er Lotta kannske trúlof-
uð honum?“ spurði hann.
„Nei, hann er bara starfs-
bróðir hennar, ■— og góður
vinur.“
Irene beigði sig lengra yfir
teppið og saumaði af kappi.
•Hún vissi þegar allt, sem hægt
var að segja um Lottu og Ritt-
ner, en það var auðséð að hún
hafði ekki talað um þ&5 við
Alexander.
Það hafði drepizt í pípunni
hans, hann leitaði óðslega í
öllum vösum sínum og á borð-
inu ’ að eldspítum, en eld-
spítnastokkurinn lá beint fj'rir
framan hann á borðinu hjá
cskubakkanum.
„Jæja. Og það virðist sem þú
hafir ekkert að athuga við það
þó að hún fari á hótel með . .
.... með þessum vini sínum,
Eula?“
Eg yppti öxlum.
„Og auk þess er þetta eftir
því, sem ég bezt veit, nýr vin-
ur. í fyrra heyrðum við sagt
frá allt öðrum manni, sem hún
dragi á eftir sér. Kannske að
hún hafi líka verið með hálfri
eða jafnvel heilli tylft af karl-
mönnum frá því að hún hætti
við hann og þangað til að hún
tók þennan?“
Og nú hegðaði hann sér ná-
kvæmlega á sama hátt og hann
gerði kvöldið, sem hann ætlaði
að leggja af stað til vígstöðv-
anna og Lotta var ekki heima.
En það gat varla átt sér stað,
að hann væri enn ástfanginn í
Lottu. Hann hafði ekki séð
hana árum saman. Gat bann
ekki unnt neinum öðrum að
hljóta hana? Það, sem mér
þótti þó einkennilegast, var
að svo virtist sem Irene væri
ekkert hissa á því, hvernig
hann hegðaði sér.
„Já, en kæri Alexander,“
sagði ég. „í fyrsta lagi hef ég
ekkert vald yfir Lottu, og í
GOL'
IA T
■O.
ÞA,- I
i