Alþýðublaðið - 16.08.1950, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. ágúst 1956
Útgefandl: Alþýðuflokkurinb.
Riístjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Augiýsingásími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Þrjózkur rifstjéri
RITSTJÓRA TÍMANS dett-
ur sannarlega margt í hug. Nú
er hann kominn á þá skoðun,
að þátttaka Framsóknarflokks
ins í samstjórninni við íhaldið
sé engan veginn hans sök held-
ur Alþýðuflokksins! Samheng
ið í þessum hjákátlega málflutn
ingi Tímans er það, að Albýðu-
flokkurinn hafi neitað að
mynda minnihlutastjórn með
Framsóknarflokknum eftir síð-
ustu kosningar, og þá átti Fram
sóknarflokkurinn ekki annarra
kosta völ en ganga í flatsæng-
ina með íhaldinu. Það er held-
ur ekki Framsóknarflokknum f
að kenna, að hliðarráðstafanir
gengislækkunarinnar eru ekki
komnar til framkvæmda. Það
er sök Alþýðuflokksins, sem
ekki hefur fengizt til að greiða
frumvarpinu um skömmtunar
seðlavitleysuna atkvæði á al-
þingi!
Venjulegt fólk trúir því
naumast, að andlega heilbrigð-
ir menn viðhafi annan ein? mál
flutning, enda þótt þeir séu
rökþrota og á algeru undan-
haldi. En sönnunargagnið er
nærtækt. Feitletursleiðari Tím
ans í gær tekur af allan vafa,
og hinum vantrúuðu skal bent
á að lesa hann gaumgæfilega.
*
Það er alveg satt og rétt, að
Alþýðuflokkurinn var ófús til
þess að gerast aðili að ríkis-
stjórn með Framsóknarflokkn-
um eftir síðustu alþingiskosn-
ingar. Ás\geðurnar voru tvær:
Flokkar þessir höfðu ekki sam
eiginlegan meirihluta á alþingi,
en þar með vantaði grundvöll-
inn fyrir stjórnarsamvinnunni,
þó að samkomulag hefði náðst
um stjórnarstefnu. En því var
svo sem ekki að heilsa. Fram-
sóknarflokkurinn barðist fyrir
gengislækkun í kosningunum,
en Alþýðuflokkurinn tók ein-
dregna afstöðu gegn henni.
Framsóknarflokkurinn sá enga
leið út úr ófærum efnahagsmál
anna aðra en gengislækkunina
eftir kosnijigarnar. Alþýðu-
flokkurinn taldi gengislækkun
ina hins vegar nýjar torfærur
meiri hinum fyrri, eins og
reynslan hef^" líka ótvírætt
sannað. Þess vegna var tómt
mál að tala um stjórnarsam-
vinnu þessara tveggja flokka.
Þessar staðreyndir taka af öll
tvímæli um það, að Alþýðu-
flokkurinn hindraði ekki sam-
starfið, sem Þórarinn Þórarins-
son læzt hafa þráð, þegar síð-
ustu alþingiskosningar voru um
garð gengnar. Alþýðuflokkurinn
hafði samstarf við Framsókrt-
arflokkinn, meðan hann var við
mælandi og til einhvers góðs
nýtur. En nú er Framsóknar-
flokkurinn orðinn haus og hali
afturhaldsins í landmu, þó að
hjarta þess sé auðvitað íhald-
ið. Það er Framsóknarflokkur-
inn, sem hefur hindrað allt
samstarf við Alþýðuflokkinn
méð því að taka upp stefnu,
sem einkennist af fjandskap við
verkalýðshreyfinguna og al-
menning í landinu. Tíminn
sagði raunar fyrir síðustu kosn
ingar, að Alþýðuflokkurinn
fengist til stjórnarsamvinnu
hvenær sem væri. En nú ætti
Þórarinn. Þórai insson að vera
orðinn skynsamari, og hann
ætti að gera sér grein fyrir því,
' hvers yéghá Alþýðuflokkurinn
getur ekki unnið með Frám-
sóknarflokknum, ef hann mæl-
ir þau orð af alvöru, að hann
óski eftir samvinnu þessara
gömlu samstarfsflokka.
Tíminn er einnig sárreiður
Alþýðuflokknum fj’rir að hafa
ekki stutt ,,umbótamál“.Fram-
sóknarflokksins eftir að hann
skreið upp í hjá íþaldinu. En
hver eru þessu „umbótamál“?
Hverju hefur Framsóknarflokk
urinn barizt fyrir á alþingi og
í ríkisstjórn á umræddu tíma-
bili? Hann hefur barizt fyrir
gengislækkuninni, húsaleigu.
hækkuninni og vísitölufölsun-
inni. Hann hefur einnig reynt
að fá skömmtunarseðlavitleys-
una samþykkta. .Alþýðuflokkur
inn hefur verið öllu þessu and
vígur. Hann barðist gegn því i
síðustu kosningum, og hann var
til þess stofnaður á sínum tíma
að berjast gegn óþurftarmálum
sem þessum. Framsóknarflokk-
urinn var raunar stofnaður í
sama tilgangi. En hann er kom
inn svo langt frá upphafi sínu,
að nú hefur hann forustu fyrir
afturhaldinu í baráttu þessara
mála og skilur hvorki upp né
niður í því, hvers vegna Al-
þýðuflokkurinn heldur tryggð
við gömul baráttumál sín!
Þórarinn Þórarinsson heldur
því fram, að Alþýðuflokkurinn
hafi ekki getað hugsað sér
stjórnarþátttöku, nema íhaldið
væri annars vegar. En hvaða
skýringu gefur Tímaritstjórinn
þá á því, að Alþýðuflokkurinn
skyldi ekki taka þátt í núver-
andi stjórn? Sér hann ekki
sjálfur, að þessi málflutningur
hans er langt undir meðallagi
gáfnavísitölunnar? Og enn er
hann að fárast yfir því, að Al-
þýðuflokkurinn skuli eiga full-
trúa í útvarpsráði og fleiri
nefndum og beitir í því sam-
bandi þeim blekkingum, að
þetta hafi stafað af ást Alþýðu
flokksins á íhaldinu.. En sann-
leikur þessá' máls er óvart sá,
að Framsóknarílokkurinn
heimtaði að fá: tvo fullfrúa í
útvarpsráð á kostnað Alþýðu-
flokksins, af því að hann liafði
á grundvelli úreltrar kjördæma
skipunar fengið fleiri þingmenn
en honum bar. Og hvers vegna
vildi Framsóknarflokkurinn fá
tvo fulltrúa í útvarpsráði á
kostnað Alþýðuflokksins? Vakti
kannski fyrir honum að na
meirihlutaaðstöðu í útvarps-
ráði ásamt kommúnistum?
Tíminn hefur hvað eftir annað
verið inntur eftir svörum við
þessum spurningum, en ávallt
færzt undan að svara. Þórarinn
Þórarinsson hlýtur að vera
óvenjulega þrjózkur maður,
fyrst hann getur endurtekið
von úr viti marghrakta blekk-
ingu. Og hann stjórnast af sama
eiginleika, þegar hann telur ó-
þurftarverkin sönnun um frjáls
lyndi Framsóknarflokksins!
En ósköp hljóta lesendur Tím-
ans að vera orðnir þreyttir á
þessum málflutningi Timarit-
stjórans, hafandi Framsóknar-
ílokkinn í núverandi mynd
sinni fyrir augum sér.
Fimm fogarar smíS-
aðir í Þýzkaland)
fyrir Norðmenn
í NORSKUM BLÖÐUM er
skýrt frá því, að um þessar
mundir sé verið að byggja fimm
togara í Þýzkalandi fyrir
Noreg. Þrír af togurunum eru
smíðaðir í Hamborg og íveir í
Kiel.
Norðmenn hafa nú vaxandi
áhuga fyrir togaraútgerð, og
er búizt við, að þeir muni á
næstunni gera samning um
byggingu fleiri togara í Þýzka-
landi.
Skrif um tappa. — Vantar marga naúðsynlega
hluti. — Kvartanir húsmæðra. — Getur áfengis-
verzlunin leyst úr vandræðum beirra? . .
TAPPAR ERU EKKI merki-
Iegir hlutir, en þeir eru samt
nauðsynlegir. Mikinn fjölda
nauðsynlegra hluta vantar hér í
landið og þrengir æ meir að
landsmönnum á ýmsum sviðum.
Það virðist ekki nóg að afnema
kaupgetuna hjá alþýðu manna,
samt sem áður virðist vera nauð
synlegt að til séu nauðsynlegir
hlutir, sem fólk þarf á að halda
í sínu lífsbasli.
TAPPAR ERU EKKI TIL. En
Áfengisverzlunin virðist hafa
nóga tapa, að minnsta kosti hef-
ur hún enn ekki auglýst, að
menn verði að koma með brúsa,
ef þeir ætla að kaupa brenni-
vín og heldur ekkert hefur
heyrzt um það, að farið sé að
selja brennivínið í krúsum til
að drekka við búðarborðin í
Austurríki eða Nýborg. Get-
ur ekki áfengisverzlunin bætt úr
vandræðum þeirra húsmæðra,
sem nú eru að reyna að búa sér
til saft, en geta það ekki af því,
að þær geta hvergi fengið tappa?
Ég spyr af gefnu tilefni af eftir-
farandi bréfi.
HÚSMÓÐIR SKRIFAR: „Nú
fer senn að líða aðiþeim tíma,
þegar við húsmæðurnar förum
að nytja ber og rababara til
heimilisþarfa. í ár kvað vera ó-
venju mikið af krækibsrjum, en
þau eru sérstaklega holl og ljúf
feng í saft. Býst ég við að marg-
ir hugsi sér'senn til hreyfings og
rsyni að safna sem mestum
forða bú sitt af þessari vítamín
ríku fæðu. Því alltaf er drýgst
að heimilin geti búið ssm mest
að sínu. Og við berjatínslu getur
öll fjölskyldan lagt hönd á plóg
inn — jafnt börn sem íullorðn-
ir.
EN VALDHAFARNIR sjá nú
fyrir því, að erfitt verður að
nytja berin, því tappar eru al-
veg ófáanlegir, eins og í fyrra,
en þá komust margar húsmæð-
ur í hreinustu vandræði.
Á SUNNUDAGINN VAR
týndi ég dálítið af krækiberj-
um, sauð saft úr þeim, og skund
aði svo niður í bæ í tappaleit
meðan saftin var að kólna. En
ég kom alls staðar að tómum kof
anum hvað þá snerti, og ennþá
eru flöskurnar mínar tappalaus
ar, svo ég verð að nota þennan
vetrarforða minn strax. Ekki
fékkst heldur bómull, en hana
má nota í neyð.
ÞAÐ GREIP MÍG svo mikil
gremja yfir því, hvað heimilin
eru alltaf höfð útundan, iafnt
stóru sem smáu. Ekki hefur mað
ur orðið var við, að efnagerðar-
varksmiðjurnar væru í vandræð
um með tappa í litaða sykur-
vatnið sitt. Að ég tali nú ekki
um „svarta dauða“ verksmiðj-
una. í þeim herbúðum er áreið-
l anlega ekki grátur og gnístran
tanna^ yfir tappaskorti eins og
hjá okkur húsmæðrunum, sem
höfðum hugsað okkur að matbúa
holla og vítamínríka fæðu hánda
fjölskyldum okkar í vetrar-
skammdeginu. En okkur er gert
það alveg ókleift ef ekki verður
séð fyrir því, að tappar verði fá-
anlegir hið bráðasta.
Látið kúluvarpið vera9 stúíkur!
BARÁTTA KVENNA fyrir
frelsun úr viðjum hleypidóm-
anna og jafnrétti við karlmenn
á öllum sviðum hefur nú stað-
ið lengi og verið háð af atorku
og dugnaði, bæði af konum
sjálfum og velunnurum þeirra
af hinu óæðra kyni. Konur
hafa orðið jafnokar karla í
hjónabandi, og þær hafa
sprengt þröngsýnina í loft upp
með því að bregða sér í síð-
buxur og kveikja sér í sígar-
ettu (eða jafnvel vindli), þeg-
ar þeim býður svo við að
horfa. Þær fljúga flugvélum
og aka bifreiðum, og þær taka
forustu á framboðslistum
stjórnmálaflokkanna.
ÖLLU ÞESSU taka karlmenn-
irnir með mestu ró, enda eru
þeir nú allflestir búnir að fall
ast á það, að kvenfólkið eigi
rétt á að gera það, sem því
sýnist, ekki síður en þeir.
ÖÐRU HVERJU gengur þetta
þó of langt og karlmennirnir
reyna að stappa í sig stálinu
og bénda á, ao ekki fari vel, að
konúr geri eitt eða annað. Þeir
segja auðvitað ekki, áð kon-
urnar hafi ekki rétt til áð gera
hvað, sem þeim sýnist. En þeir
benda auðmjúklega á, að kon
an sé nú einu sinni ekki eins
af guði gerð og karlmaðurinn
(og hafi skaparinn þakkir fyr-
ir), og þess vegna geti farið
illa á því, að konan hegði sér
alveg eins og karlmaður, rétt
eins og það þætti varla vioeig
andi, að karlmaðurinn hegð-
aði sér alveg eins og konan.
ÞANNIG ER ÞAÐ, að mörgum
blöskrar að sjá til kvenna í
frjálsum íþróttum. Það dett-
ur engum í hug að banna þeim
að stunda þessa leiki, en þær
mundu gera mörgum karl-
rnanni greiða með því að láta
þá vera. Konur geta tekið
upn alla háttu karlmanna, en
það er mönnum óskiljanlegt.
hvað þær telja sig bættari við
það að feta í fótspor Husebys
eða hoppa upp í Jíftið og koma
niður á bakhlutann fyrir aug-
um þúsunda. Það er jafn
hvimleitt eins og að sjá Huse
by, Skúla og Clausenbræður í
kvennaleikfimi með undirleik
og trumbuslætti. Ættu bless-
aðar stúlkurnar að læra af
reynslunni á meistaramótinu,
þar sem íþrót'tir þeirra Vöru
af öllum þorra áhorfenda tekn
ar sem skopnúmer.
ÞAÐ ER YNDISLEGT, að sjá
stúlkur synda, mýkt þeirra og
fegurð njóta sín í fimleikum,
og mörgum öðrum íþróttum.
En ekki í kúluvarpi, og hver
veit nú, hvenær bær byrja á
sleggjukastinu líka! Enda þótt
hollenzk frú geti hlaupið
hvern meðal karlmann af sér
á milli barneigna, bá er, jafn
hvimleitt að sjá stúlkukindur
á fyrsta þroskasti’gi engjast
fram eftir hlaupabraut.
KARLMENN eiga vissulega að
leyfa konum að iðka frjálsar
íþróttir. En þær eiga sjálfar
að hafa bann skilning á sínu
eigin eðli, þeirri guðsgjöf, er
þeim er gefin með líkamsbygg
ingu, sem er önnur en hjá
karlkyninu. Konur hafa frelsi
til að þjálfa á sig knútótta
vöðva í staðinn fyiþr silki-
mjúka handleggi, og þær mega
vissulega, ef þær vilja, gretta
sig og skæla í hlaupi eða stökk
um. En ef þær vilja ekki missa
hylli og ást og aðdáun karl-
manna, sem vonandi er þeim
einhvers virði, þá ættu þær að
láta frjálsíþróttir eiga sig.
ÉG ER EKKI það iligjörn, að
halda að það sé með ráðum gjört
að hafa tappa ekki til sölu handa
heimilinum. Ég held að það sé
gleymska hjá þeim, sem með
innflutninginn hafa að gera.
Tappar kosta mjög lítið í inn-
kaupi, svo það hlýtur að vera
hverfandi gjaldeyrir, sem fer
fyrir kaup á þeim.
VIÐ HÚSMÆÐURNAR skor-
því á þá, sem sjá um innflutning
á þessari nauðsynlegu smávöru,
að úr þessu verði bætt strax.
Það er krafa okkar, að heimil-
unum verði séð fyrir því magni,
sem þau þurfa með til saftgerð-
ar, ekki síður en t. d. efnagerð-
arverksmiðjunum og áfengis-
verzluninni.
AÐ ENDINGU vil ég mælast
til þess við skömmtunaryfirvöld
in, að sýna okkur þann velvilja
og skilning, að úthluta ríflegum
sykurskammti til sultugerðar, úr
því við erum svo heppinn, að
svo gott berjaár er, sem nú.
Næsta ár verða ef tíl vill engin
ber. Það er þjóðarhagur að
nytja sem mest af þessum á-
vöxtum ok-kar“.
♦ ----—-—
EVRÓPUÞINGIÐ í Strass-
bourg ræðir enn Schumaná-
ætlunina, og hafa fulltrúar
brezkra íhaldsmanna lagt fram
margar bréýtingartillögur við
hina fröhsku áætlun.