Alþýðublaðið - 17.08.1950, Side 5

Alþýðublaðið - 17.08.1950, Side 5
Fimmtudagur 17. ágúst 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 33. þing alþfáða ¥iiiiiöniáIasfofiiyiiariiiiiar: AÐ ÞESSU SINNI. var J)ing alþjóðavinnumálás'tofn- unarinnar haldið í Genf í Sviss. Þingið hófst 7. júní og var slitið. l.-:.júU.,Þi ngs taður inn. var þjóðataandalágshöllin í Genf. Hverju því ríki, sem aðili er að alþjóðavinnumálastofnun- inni, ber að senda f jóra fulltrúa á hið árlega þing stofnunarinn- ar, og skulu tveir þeirra vera fulltrúar ríkisstjórnarinnar, en Jiinir fulltrúar atvinnurekenda- samtaka og verkalýðssamtaka landsins. Alls eru nú 62 ríki aðilar að alþjóðavinnumálastofnun- inni (I.L.O.), en að þessu sinni sendu aðeins 42 ríki fullskipað- ar nefndir á þingið. 10 ríki sendu engan fulltrúa og 10 ríki Sendu aðeins stjórnarfulltrúa, Og var ísland í þeirra hópi. Fulltrúi íslands á þinginu var Jónas Guðmundsson, skrif- Stofustjóri í félagsmálaráðu- Eeytinu. KOMMÚNISTAR GANGA ÚT Þegar þingið hafði verið formlega sett og ganga skyldi lil dagskrár og kjósa forseta, Jsvaddi sér hljóðs aðalfulltrúi Póllands, Henryk Altman, og lýsti yfir því, að fulltrúar Pól- lands á ráðstefnunni gætu ekki fallizt á að kjörinn yrði forseti 2ié gengið að öðrum störfum fyrr en fjarlægðir hefðu verið úr fundarsalnum svokallaðir fulltrúar Kuomingtangstjórn- arinnar. ,,í fyrsta skipti í sögu J.L.O. hefur það nú komið fyr- ir, að hópur manna birtist á ráðstefnunni og geri kröfu til jbess að verða skoðaðir sem full- trúar gerviríkisstjórnar eins aðíldarríkja I.L.O.," sagði hr. Altman, og bætti síðan við: „Hin svo kallaða Kuomingtang Stjórn er ekki annað en klíka, sem einskis fulltrúi er nema Sjálfrar sín.“ Að lokum lýsti hr. Altman yfir því, að þar til jþessi svokallaða Kuomingtang- sendinefnd hefði verið f jarlægð af ráðstefnunni mundu fulltrú- ' ar Póllands engan þátt taka í störfum hennar né telja sig Ibundna af neinni samþykkt hennar. Að ræðu Altmans lok- ínni kvöddu sér hljóðs formenn sendinefnda Tékkóslóvakíu og Ungverjalands og lýstu sig i einu og öllu samþykka skoðun Altmans og bættu ýmsum rök- semdum við, en Iuku báðir fnáli sínu með því að lýsa yfir Jiinu sama og Altman hafðj gert. ,,Við lýsum yfir, að við jveitum að vera undir sama þaki <og' fulltrúar Kuomingtang. Ungverska sendinefndin mun Jiverfa af ráðstefnunni á með- an heiðursmenn þessir taka þátt í störfum hennar, og serr. eðlilega afleiðir.gu þar af mun Ungverjaland ekki telja sig bundið af neinum gerðum þessa þings, meðan svo stendur.’1 sagði Köves, sendiherra Ung- Verja í Bern, sem var aðalfuíl- trúi Ungverja á þinginu. Formaður stjórnar I.L.O., Leon Troclet, fyrrv. félagsmála og verkamálaráðherra í Belgíu, svaraði ræðum þessum á þann veg, að samkvæmt 26. gr. þing- skapa I.L.Q. bæri kjörbréfa- nefnd þingsins að fjalla um tnál þetta, og fyrr en rökstutt álit þeirrar nefndar lægi fyrir þinginu hvorki gæti það né mundi taka afstöðu til þessa ú um samninga verkalýðs og afvinnurekenda atriðis. Þegar formaðui'inn hafði lýst þessu yfir, risu allir fulltrúar Póllands, Tékkósló- vakíu og Ungverjaíands, ásamt fylgdarliði sínu, úr sætum sín- um og gengu út úr þingsalnum. Var síðan þingstörfum haldið áfram og. verkamálaráðherra Indlands, Jagjivan Ram, kjör- inn forseti þingsins. Kjörbréfanefnd þingsins skilaði áliti eftir nokkra aaga og var sammála um, að ekki væri hægt, samkvæmt þing- sköpum I.L.O. að svipta íulltrú- ana frá Kína rétti til þingsetu. Enginn andmælti áliti nefnd- arinnar, því fulltrúar Austur- Evrópuríkjanna mættu ekki á þinginu, og var það því sam- þykkt umræðulaust og án at- kvæðagreiðslu. Tveim dögurn síðar barst þinginu bréf frá. fulltrúum Póllands, Tékkósló- vakíu og Ungverjalands, þar sem þeir lýstu sig andvíga skilninjp kjörbréfanefndar og tilkynmu, að sendinefndir þess ara landa hefðu nú horfið af þinginu fyrir fullt og allt. DAGSKRÁ ÞINGSINS Þau mál, sem tekin voru fyr- ir á þinginu, voru: 1. Skýrsla forstjórans. 2. Fjárhagsmál stofnunarinnar 3. Upplýsingar og skýrslur um framkvæmd á sam- þykktum og álitsgerðum. 4. Samband vinnuveitenda og verkamanna, þ. á. m. heild- arsamningar um kaup og kjör, sættir og gerðir i vinnudeilum og samvinna milli opinberra stjórnar- valda annars vegar og fé- laga vinnuveitenda og verkamanna hins vegar (fyrri umræða). 5. Sömu laun fyrir karla og konur fyrir sams konar störf. (Fyrri umræða). 6. Landbúnaðarstörf (Almenn skýrsla). 7. Ákvörðun lágmarkslauna við landbúnaðarstörf. (Fyrri umræða). 8. Starfsþjálfun fullorðinna. Ákveðið hafði verið að taka til umræðu á þessu þingi orlof landbúnaðarverkafólks, en því var frestað til næsta þings. SÖMU LAUN FYRIR SÖMU VINNU Það mál þingsins, sem á- reiðanlega vakti mesta at- hygli, var frumvarp að al- þjóðasamþykkt um, að sömu laun skuli greidd konum og Jónas Guðmundsson fulltrúi íslands á þingi ILO i Genf. körluni fyrir sömu vinnu. Allt frá upphafi heíur al- þjóðavinnumálastofnunin haft þetta mái á stefnuskrá sinni og tali'ð það sjálfsagt réttlætismál, enda þótt ekki hafi þar til nú þótt tímabært að gera um það alþjóðasam- þykkt. I síðustu styrjöld sýndu konur það, að í rrtörg- um síarfsgreinum standa þær körlum fyllilega á sporði, og hefur mönnum af þeim sökum orðið enn þá greiða þeim ekki sömu Iaun og körlum, þegar þær inna af hendi jafn verðmæt störf. Á þessu þingi fór fram fyrri umræða um þetta mál, og var ákveðið að ljúka afgreiðslu þess á þingi stofnunarinnar næsta ár. Gengið var frá ýmsum atrið- um í væntanlegri samþykkt, m. a. um það, hvernig haga beri framkvæmd ákvæða henn- ar og um eftirlit með því að á- kvæðunum sé beitt. Til léttis við framkvæmd ákvæðanna var samþykkt, að þeim skyldi beitt smátt og smátt. Auk þessa samþykkti þingið, að í endanlegum reglum um þetta mál skyldi kveða á um það, áð konur skuli hafa jafn- greiðan aðgang að starfsþjálf- un og karlmenn. Frumvarp þetta verður nú þýtt á mál allra þeirra þjóða, sem aðilar eru að I.L.Q. og sent til umsagnar samtökum kvenna og alþýðusamtökum og atvinnu rekendasamtökum aðildarríkj- anna, svo þeim gefist kostur á að gera við það breytingartil- lögur, áður en það verður lagt fyrir næsta þing I.L.O. til fullnaðarafgreiðslu. mmtifer M.s. Esja fer skemmtiferð til Akraness n.k. sunnudag kl. 1 e. h. Dansleikur verður > Báruhúsinu og í Ölver. Farseðlar með skipinu verða seldir við suðurdyr Hótel Borg laugardaginn 19. ágúst milli kl. 5—7 e. h.. og við skipshlið frá kl. 10 f. h., verði eitthvað eftir. Ágóðinn rennur til dvalarheimilis aldraðra sjómanna. FulItrúaráS Sjómannadagsins. SAMNÍNGAR VERKALÝÐS OG ATVINNUREKENBA Það mál, sem. þó var mest um deilt og : áhugi rmanna á þinginu--befndist mest að, var frumvarp að alþjóðaályktun um heildarsamninga milli verkalýðssambanda og atvinnu rekendasambanda og sættir og gerðir í vinnudeilum. Hin miklu og tíðu verkföll, sem orðið hafa í ýmsum löndum á undanförnum árum og sem mörg hver eru ólögieg og hef- ur orðið að brjóta á bak aftur með því að bjóða út her til að vinna störfin, hafa mjög ýtt undir þá skoðun, að nauðsyn- legt sé, að heildarsamningum sé yfirleitt komið á í öllum löndum, og að sættir og gerðir í vinnudeilum fari fram sam- kvæmt lögum, til þess að fyrir- byggja að smáhópar geti stöðv- að allt atvinnulíf á stærri og rninni svæðum. Það ýtir einnig undir þá skoðun, að lcggjöf um þessi efni sé nauðsynleg, að vitað er að verkföll þessi eru oft pólitísks eðlis og gera Iaun- þegum oft vafasamt gagn. En mál þetta er viðkvæmt mjög, bæði fyrir verkalýðs og at- vinnurekendasamtökin, og það er fyrst nú, eftir að málio hefur verið í þrjú ár á dagskrá. að út- lit er fyrir að það takist að finna lausn, sem flest allir sætta sig við. Gengið var að fullu frá álits- gerð um starfsþjálfun, sem all- lengi hefur verið á döfirmi, og lýtur hún að þjálfun í ýmsum sérgreinum, þjálfun fatlaðra manna og samvinnu milli ríkja um að skiptast á þjálfuðu starfsliði og upplýsingum í þeim efnum.. Ákveðið var, að Ieggja skyldi fyrir næsta þing frumvarp að samþykkt um grundvallarregl- ur við ákvörðun lágmarksiaura við landbúnaðarstörf. Launa- kjör við slík störf eru mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum og sums staðar er af- Ijósara, að óréítlátt sé að staðan til kynþátta einn erfið- asti þáttur í lausn þessa mikla vandamáls. Fjárhagsmál stofnunarinnar tóku að þessu sinni miklu meiri tíma en oftast áður. Þjóðirnar eru yfirleitt ófúsar á að hækka tillög sín frá ári til árs, ekki sízt þar sem sífellt bætast við ný og ný alþjóðasamtök, sem einnig kosta mikið fé. Nokkur ríki hafa átt erfitt með að standa í skilum, og munar þar mest um vanskíl Kína, sem vegna borgarastyrjaldarinnar og breyttrar aðstöðu hefur átt erfitt um greiðslur. Nú þvkir og tvísýnt um Austur-Evrópurík- in, sem hurfu af þinginu eins og áður getur. Bandaríkin, Bretland og Frakkland bera að- al fjárhagsbyrðar stofnunar- innar, en fjárhagur tveggja þeirra síðarnefndu er erfiður e:ns og alkunnugt er. Útgjöld stofnunarinnar 1651 voru áætluð þau sömu og árið áður, eða um 6 milljónir Banda- ríkjadollara, og borga Banda- ríkin fjórða hluta þeirrar upp- hæðar. Tillag íslands er fyrir árið 195.0 rúmir 6000 dollarar, en verður 1951 rúmlega 7000 dollarar, eða um 110 þús. ísl. brónur. ATVINNULEYSI Þess er. og rétt að'geta, að á I þessú þingi var samþykkt Smurf brauð 09 snfffur. - Til í búðinni allan dag- inn. — Komið og veljið eða símiði .cliÖí l1 ;iíÍ8íi^§0iicS'^L§ií.; Sífd & Fiskur. þingsályktun um alþjóðlegt samstarf til að vinna gegn at- vinnuleysi, og í þeirri ályktun bent á ýmsar Ieiðir í bví efni. Tvö ný ríki gerðust aðilar stofnunarinnar á þessu þingi, Sambandsríki Indónesíu og Viet-Nam. Aheyrnarfultrúar voru frá Vestur->Þýzkalandi og Ja.pan. Verkamannafulltrúanum frá Venezuela var neitað um full- trúaréttindi á þinginu, vegna þess ástands, sem taliS var að ríkti þar í landi í verkalýðsmál- um, en eins og kunnugt er hafa miklar innanlandsdeilur átt sqr stað þar að undanförnu. Aðalforstjóri I.L.O., David Morse, gat ekki mætt á þing- inu vegna veikinda. SAMVINNA NORÐUR- LANÐANNA Stjórnarfulltrúar frá Norður- löndunum fimm höfðu með sér nána samvinnu á þinginu, héldu sameiginlega fundi þegar þurfa þótti, til þess að bera sig saman um afstöðu til einstakra mála og kynna sjónarmið stjórna sinna til mála, sem fjallað var um. Allar sendi- nefndir Norðurlandanna voru fullskipaðar, nema sendinefnd íslands. Norðmenn höfðu þó mun færri menn til aðstoðar sendinefnd sinni nú en verið hefur að undanförnu, og .eins Finnar, en hins vegar höfðu bæði Danir og Svíar jafn fjöl- mennar sendinefndir og undan- farin ár, Danir 12, en Svíar 15 manna sendinefnd. ísland hafði, eins og áður segir, að- eins einn fulltrúa á þinginu, Jónas Guðmundsson, skrií- stofustjóra, og var Haraldu'? Kröyer, fulltrúi við íslenzka sendiráðið í Oslo, honum til' aðstoðar vikutíma. Fjárhagsnefnd þingsins sam- þykkti ályktun þess efnis, að fela stjórn stofnunarinnar að endurskoða fyrir næsta þing all’a stjórnar- og starfsúlhögun stofnunarinnar með það fvrir augum að draga úr kostnaði við reksturinn og gera starfs- tilhögun alla einfaldari og ó- trotnari en hún er nú. Höfuðverkefni I.L.O. um þessar mundir er að gera til- lögur og áætlanir um hvernig koma megi þeim þjóSum til hjálpar, sem tæknilega og menningarlega eru eftirbátar þjóða Evrópu og Norðui-Amé- ríku, og miðast því starfsemin nú meira við- þjóðir Asíu, Af- ríku og Suður-Ameríku en áð- ur var. ■. ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.