Alþýðublaðið - 17.08.1950, Side 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. ágúst 1950.
Fillpus
Bessason
hreppstjóri:
NOKKRAR HUGLEIÐINGAR
OG HUGÐETTUR UM SLYSA-
VARNAMÁL OG ANNAÐ.
Samkvæmt þeirri reglu, ætti
að athuga og rannsaka vandlega,
við hvaða störf og af hverju
írverjum og einum sé mest hætta
búin, og draga síðan sem mest
ýr hættunni, eða útiloka hana
algerlega. Að lauslega athuguðu
máli, geri ég ráð fyrir því, að
framleiðslustörfin séu hættu-
legust, og fiskiveiðarnar þó
hættulegastar. Mörg sú hætta,
er slíkum störfum fylgir, er hins
vegar þess eðlis, að hún verður
aldrei útilokuð, meðan sjálft
starfið er stundað, og liggur þá
beinast við að hæt.ta að stunda
þær starfsgreinar með öllu, eða
þá að stunda þær aðeins að sem
allra minnstu leyti. Hvað þetta
snertir, erum við þegar vel á veg
komnir; þarf ekki annað en
benda á kaupin á nýsköpunar-
togurunum því til sönnunar, og
starfrækslu þeirra stórvirku at-
vinnutækja, eins og henni er nú
háttað*.
En betur má, ef duga skal.
Við verðum að setja okkur það
takmark, að leggja öll fram-
leiðslustörf niður, nema kannski
ícartöfluræktina, sem virðist til-
íölulega hættulaus, en fá hins-
vegar öllum landslýðnum starfa
í upphituðum og dúklögðum
skrifstofum, eða í verzlunum,
kvikmyndahúsum, veitingahús-
um og þjóðleikhúsum. Og þá,
sem ekki hafa þroska eða hæfi-
leika til að gegna einföldustu
skrifstofu eða afgreiðslustörf-
um, eigum við að gera að þing-
mönnum, forstjórum eða ein-
hverjum nefndarmönnum. Ætti
©á öll venjuleg slysahætta að
’*Vera útilokuð, einkum ef þess
væri gætt, að hafa stöðugt lyft
*ur í gangi í öllum þeim skrif-
stofubyggingum, sem " væru
tvær hæðir eða meira, sömu-
Ieiðis að hafa mjúkar ábreiður
á gólfum, svo að enginn hlyti
meiðsli af, þótt svo færi að hann
ylíi sofandi úr stól sínum, því
alltaf getur mönnum runnið í
brjóst.
Þegar þannig væri málum
komið, væri að vísu unnin hálf-
ur sigur, en ekki allur. Enda
þótt slysahættan sé lítil í skrif-
stofum og verzlunum, verður
hún aldrei fyrirbyggð með öllu.
Fólk getur msitt sig á skærum,
stungið sig á pennum og blý-
öntum. Úr þessari litlu hættu
mætti enn draga, með því að
j 3V
fækká starfsdögunum til'rauiíÉíJ
tóg.aúka'. hæðl LSwgcij^gyfÞ og
stéttarfrídaga, unz svo væri kom
ið, að af þeim ca: þrjú hundruð
dögum ársins, sem enn teljast
virkir, færu tvö hundruð í sum-
ar og vetrarleyfi, en hundr-
að.í stéttarfrídaga. Þá fyrst væri
hinu mikla takmarki náð, sem
sagt að girða fyrir það, að nokk
ur maður yrði fyrir slysi við
vinnu sína.
En á hverju á þá þjóðin að
lifa? Óttizt þið kannski að ein-
hver kynni að spyrja. Nei, þið
þurfið ekkert að óttast að sú
spurning verði fram borin, ef
einhverjum léki forvitni á að
vita það, mundi hann hafa spurt
fyrir löngu. Ég gat þess áðan,
að þessari gæfulegu og gætilegu
þróun væri þegar alllangt á veg
komið, og við virðumst hafa það
bara gott. Við getum ferðast út
um öll lönd og endasenzt um
um allt landið, hoppað og híað
og drukkið brennivín. Nú, — ef
eitthvað færi að harðna í ári,
getum við alltaf lækkað krón-
una, — og síðan efnt til fegurð-
arsamkeppni. Við höfum þegar,
að ég heyri, efnt til feguröar-
samkeppni meðal ungra kvenna.
Þetta er ekki nema sjálfsagí, og
einhversstaðar varð að- byrja
fyrst við brugðum þeim vana
okkar, að miða fegurðarsam-
keppni eingöngu við hross oklc-
ar, sauðkindur og nautgripi, eins
og við höfum gert til þessa.
Næst er svo að efna til fegurð-
arsamkeppni ungra manna. Því
næst gætum við auglýst.fegurð-
samkeppni eldri kvenna, svor.a
bara til þess, að þær gætu ekki
sagt, að fram hjá sér hefði ver-
ið gengið, enda þótt fyrirfrain
megi vita, að engin kvenmaður
þættist nógu gamall, til þass, að
taka þátt í henni. Og síðast yrði
svo fegurðarsamkeppni gamalla
manna, — og þá ætla ég að biðja
ykkur að gera mér aðvart, því
að hvorki skal þurrkur né rosi
aftra mér frá að taka þátt i
þeirri samkeppni, því að bæði er
það, að ég þykist vera heldur
snotur öldungur og svo hitt, að
þá finndist mér, sem ekkert
myndi skorta í eftirmælagrein-
arnar í blöðunum,, þegar þar að
kemur, ef þar væri að síðustu
upptalið, að ég hefði hlotið
fyrsíu verðlaun í fegurðarsam-
keppni, órið sem verzlunarjöf n-
uðurinn við útlönd var sem ó-
hagstæðastur og krónan stóð i
eitthvað tæpum ssytján aurum
að verðgildi.
Bið ég ykkur svo að skila
kærri kveðju til samkomunnar,
og mættuð þið gjarna senda mér
dálítinn þurrk á heyið með
næstu ferð, ef þiö fáið afgang
af því, sem þið þurfið, til þess
að geta dansað úti, þarna í
Tívoli.
Virðingarfyllst.
Filippus Bessason,
Gin a K au s
n.n í<Ái
«BS5íTTI
honum . . . Og nú vissi ég, hvað
svo hafði borið við. Á einni
sekúndu skildi ég nú allt, sem
ég hafði brotið heilann um ár-
um saman. Martin hafði í raun
og veru farið beina leið heim,
eftír að hafa kvatt Lottu. En
Alexander hafði ekki vakið
dyravörðinn. Ilann hafði beðið
í fordyrinu eftir Lottu. Hún
hafði farið með honum út í borg
ina og síðan út í skóg. Hann
var hermaðurinn, sem Helmut
og vinir hans höfðu séð á ferð
með henni í skóginum.
„Þú hefur líkast til gleymt
þeirri nótt“, sagði Lotta í lágum
hljóðum, „nóttina áður en þú
fórst öðru sinni til vígvall-
anna.“
Það heyrðist stuna eins og
frá þjökuðu brjósti. Hugsuðu
þau ekkert um Irane?
„Hvernig gaztu fengið það af
þér?“ spurði hún. „Alexander,
hvernig gaztu gert þetta?“ Og
allt í einu fór hún að tala með
þreytulegri rödd gamallar upp
gefinnar konu. Ég kannaðist
aftur við þetta hljóm_fall frá því
þegar hún hélt að Alexander
væri að yfirgefa hana fyrir
fullt og allt. „Ég hef leyft þér
allt óg fyrirgefið þér allt. Þú
hefur kannske haldið, að ég
vissi ekki neitt, hvorki um dans
mærina, né um skrifstofustúlk-
una. Ég vissi um það allt sam-
an — og fyrirgaf það. En ég
vissi ekki um mína eigin syst-
ur •— og hún var ung og sak-
laus stúlka í þá daga.“
„Ég elskaði hana,“ svaraði
Alexander. „Ég hef alltaf elsk-
að hana frá því fyrsta, er ég sa
hana — og þangað til ....
Veslings Irene — það getur þú
líkast til aldrei fyrirgefið mér.“
Nei, þau spöruðu ekki hvert
annað. I hálfa klukkusfund
höfðu þau ekki .skeytt neinu,
ekki tekið neitt tillit til neins.
En nú voru þau aftur að kom-
ast til meðvitundar um ástand-
ið. Það var eins -og haglél hefði
riðið yfir landið. Hversu mikið
hafði það eyðilagt? Enginn
hafði nokkra hugmynd um það.
En eitt vissu þau með vissu,
og það var, að Irene leið mest.
Þau höfðu ráðizt hvort á annað
eins og rándýr, Alexander og
Lotta — og þau höfðu sært
Irene svo, að það gekk ’á hol.
En þegar þeim varð það ljóst,
var það orðið of seint. Þau
gengu til hennar. Lotta kraup
á kné fyrir framan hana og
lagði höfuðið í kjöltu hennar,
og Alexander strauk um hár
hennar. — Irene brosti.
Hún var stórfengleg á þessu
augnabliki. Kvölin hgfði gert
hana mikla, látið hana vaxa út
úr sjálfri sér. Hún brosti.
„Það er orðið framorðið,“
sagði hún. „Lotta, þú getur
ekki farið til Eibsee í kvöld.
Alexehder
þína niður í þorpið. Ég ætla að ,
búa um þig í gestaherberginu j
Við skulum láta þetta nægja.“
Hún stóð á fætur og losaði
sig við Lottu, sem hafði lagt
höfuðið á kné hennar, um leið
ýtti hún Alexander frá sér. i
Djúp örvænting var í aúgum
hennar og svip. „Við skulum
bíða og vita hvernig nóttin fer
að .... við skulum bíða eftir
nýjum degi......“
„Nei, ég fer,“ sagði Lotta og
sleit húfuna sína af snaganum.
Villt hryggð og alger örvænt-
ing var einnig í svip hennar. Ef
hún hefði farið þá þegar um
kvöldið, þá er mjög vafasamt,
að hún hefði komizt alla leið
lieil á húfi.
„En þú getur ekki farið
núna, svaraði Irene og þreif af
henni húfuna. „Það er ekki
hægt að neita því, að við heyr-
um hvor annarri til .... Þetta
allt er ekki svo æinfalt, að þú
getir farið og þar með sé þessu
öllu lokið.“
„Hvers vegna ekki?“ spurði
Iiotta.
„Vegna þess, að mér þykir
svo vænt um þig, þráfrt fyrir
allt.“
Irene gekk brosandi út úr
herberginu. Hún var eins og
helg kona, hugsaði ég. Alex-
ander fór á eftir henni.
Lotta gekk út að glugganum
og opnaði hann. Loftið var
saggafullt eftir óveðrið. Það
steig upp ilmur frá skóginum
og af blómunum í litlá garðin-
um fyrir framan húsið. Fyrir
utan girðinguna var svartur
skuggi, sem bar við fjalhð. Það
var bifreið Lottu. Ljósbliki frá
fyrir á himninum. Var þetta
elding langt í burtu? Alex-
ander hafði sagt, að óveðrið
mundi skella á aftur.;
„Slæmur leikstjóri, hann,“
sagði Lotta og horfði upp í him-
ininn. „Lífið hefði getað orðið
svo .einfalt og hamingjusamt."
„Hefurðu elskað hann öll
þessi ár?“ spurði ég.
Hún ypti öxlum. „Já, líkast
til hef ég gert það.“
Alexander og Irene gengu
yfir grasflötina að bifreiðinni.
Alexander hélt um herðarnar
á henni; það var eins og hann
vildi vernda hana gegn kvöld-
kulinu. Ég hafði aldrei séð
hann svona góðan við hana.
„Heldur þú . .. Getur nokkru
sinni aftur orðið gott á milli
Irene og Alexanders?" spurði
Lotta.
„Óskar þú þess?“
Hún dró svarið við sig. „Er
nokkur munur á því að óska og
vilja?“ spurði hún. En svo
sváraði hún sér sjálf. „Það hlýt-
ur það að vera, því að ég veit
ekki hvers ég óska. Hins vegar
veit ég, að ég vil að Irene geti
aftur o.rðið hamingjusöm."
voru kveikt á-Buiek-
bifreiðinni. Alexander hafðii
tekið ferðatösku Lottu út.. úr
henni og borið hana inn í húsið.1
Irene gekk alltaf við hliðina á'
honum, fylgdi honum eftir
Svo heyrðum við þungt íótatak
Alexanders í stiganum. Hann
bar töskuna upp í herbergið.
. . . . Nokkrum mínútum síðar
var hann aftur kominn út að
bifreiðinni. Vélin var sett í
gang og bifreiðin hvarf út í
myrkrið.
„Heldurðu að ég megi nú
fara til Felixar?“ spurði Lotta.
Ég fór með henni fram í eld-
húsið. Eldhússtúlkan hafði haft
ofan af fyrir Felix litla. Hann
sat á háum stóli og var að hýða
grænar baunir.
„Má ég ekki hjálpa þér svo-
lítið?“ spurði Lotta.
Jú, hann leyfði henni það.
Hún hýddi eina baun og fór
klaufalega að því. Til að byrja
með gat hún ekki fundið sam-
skeytin á hýðinu og svo hrukku
baunirnar úr lófa hennar og
niður á gólfið. Hún lagðist á
hnén og reyndi að týna upp
baunirnar, um leið skammað-
ist hún og reifst við þær.
Felix skellihló,
„Af hverju ertu að hlæja að
mér?“ sagði hún og lézt ætla
að fara að gráta. En drengur-
inn hló þá énn meir.
Ég tók eftir því, að nú var
hún orðin róleg.
„Nú verður Felix að fara að
hátta,“ sagði ég! „Ef þig lang-
ar til að hátta hann, þá er ég
•að hugsa um að fara til Irene
og hjálpa henni.“
„Hvort mig langar til þess!“
Irene var í gestaherberginu.
Ferðataska Lottu stóð uppi á
borðinu. Hún var næstum tóm.
Ég hafði tekið með mér sæng-
urföt og fór þegjandi áð búa
um rúmið.
„Það verður að líta eftir und-
irfötunum hennar,“ 'sagði
Irene. „Hún hefur mikið með
sér, en það er eitthvað að þeim
næstum því öllum.“
Skyndilega lagði hún hend-
urnar í skaut sér og sagði lág-
róma: „Þú hefur vitað um
þetta, Eula? — Hvað lengi hef-
ur þú vitað, að þau elskuðu
hvort annað?“
„Fyrir tíu árum . . . . “ sagði
ég. „Þeg. . . . þegar þið voruð
enn ekki gift, þá tók ég fyrst
eftir því. En ég hélt, að' það
væri fyrri löngu búið.“
„Hvers vegna sagðir þú mér
ekk ifrá því? Ég hefði gefið
hann frjálsan.“ ,
„Ég hélt, að Lotta væri
sterkari en þú og staðfastari.
Ég hélt að hún væri meira á
yfirborðinu en þú, og að hún
mundi gleyma þessu ævintýri.“
„Ég hefði gefið hann frjáls-
an,“ endurtók Irene, alveg eins
og hún hefði ekki heyrt hvað ég
GOL-
IAT
•**?*»
fp’/.
W",