Alþýðublaðið - 14.10.1950, Page 6

Alþýðublaðið - 14.10.1950, Page 6
s ALÞÝftUBLAöiÐ Laugartlagur 14. október 1950 S. A. R. Almennur dansleikur í Iðnó í kvöld klukkan 9 siðdegis. Einsöngur með hljómsyeitinni: Þorkell Jóhannesson. .ic!.- Ný-skipulögS Jhljómsveit undir stjórn Óskars Cortéi. Aðgöngumiðar í Iðnó frá kl. 6. — Sími 3191. F r anh Y erb y r r AÐSENT BRÉF. Ritstjóri sæll! Þá er nú alþingi sszt á rök- 'stóla, og er gott til þess að vita; fer nú að sjálfsögðu eitthvað að rofa til, því að til.þess eru þing menn kosnir, að þeir grípi endr- um og eins reku röggseminnar í hönd forsjálninnar og moki s£yjum áhyggjunnar frá sól úr- ræðanna á vorum þjóðarhimni, Og þegar þeir eru nú þetta marg ir saman komnir, ætti að muna um þá við moksturinn; það þýðir ekki minnstu vitund að treysta lengur á snjóýtu gengislækkunarinnar til þess að ryðja um bólstrunum; hún er gagnslaus með öllu, enda ýnja- brumstiltæki of hálferlendum rótum runnin, — nei, þið verðið sjálfir að ganga á hlóm við slæð inginn, piltar. Annars held ég, að þjóðina skorti nú einna tilfinnanlegast trúna — á hið háa alþingi. Ég heyrði sögu sagða um daginn; sel hana ekki dýrara en ég keypti; að nokkrir menn hefðu verið á máli um hitt og þetta og hefði tal þeirra borizt að manni nokkrum sem sagt heföi til sín fyrir skömmu, annað hvort í blöðum eða útvarpi. „Hann er alþingismaður“, varð einum þeirra að orði, og hafði hann áður dregið málflut.ning þsss, er um var rætt, í efa og hugðist renna stoð undir dóm sinn með þessum upplýsingum. „Já, — en hann getur nú verið gegn rnaður, þrátt fyrir það“, mælti annar, og þó ekki af á- berancli sannfæringu. Þessi saga kann að vera ýkt jafnvel upp- spuni frá rótum, og er það sennilegast. En hún getur líka verið sönn, og sannar þó ekki neitt fyrir það. Hið eina, sem máli skiptir í sambandi við hana, er það, að menn seg.ja hana sem sanna og viðurkenna hana sem sanna--------— Satt að segja, þá er ég ekki frá því, að Helgi minn Hjörvar eigi nokkra sök á þessu. Það var einu sinni kerling, sem notaði andarnefjulýsi sem ]yf gegn öll um sínum tilfallandi kvillurn, innvortis sem útvortis, og fékk jafnan bata. Kvað hún andar- nefjuna vera kynjaskepnu; eins konar finngálkn með andarnef, selshaus og hrossfætur, en -að Öðru leýtr sém naut, og dræpu danskir skepnu þessa á; Græn- landi. Þegar ungur prestur var vígður til sóknarinnar, heyrði hann þessa sögu; þótti honum nóg um fáfræði kerlingar, svo og tröllatrú hennar á þessari furðuskepnu, gerði sér ferð til að hitta þá gömlu að máli og sagði henni allt hið sanna um andarnefjuna. ,,Og er hún bara réttskapaður hvalfiskur, ódám- urinn!,, sagði kerling, ,,og veit ég nú, að ekki þýðir rhér fram- ar að nota lýsisskrattann mér til heilsubóta“, og þar reyndist hún sannspá. Hafði prestur, óafvit- andi og í beztu meiningu unn- ið þarna skemmdarstarf. Svipað skemmdastarf hygg ég að Helgi minn vinni og hafi unnið utn áraskeið, að sjálfsögðu óafvit- andi og í beztu meiningu, er hann kemur að hljóðnema sínum á hverju kvöldi, meðan þing stendur, og lýsir dagsverki þess, skilmerkilega og nákvæmt eins og honum er lagið. Fyrir bragið nauðþekkir hver lands- maður stofnuun þessa og allt hennar starf og iðju, svo og iðju leysi, og geta því ekki myndazt neinar furðusögur um hana til átrúnaðar. Fer því svo, að mönn um þýðir ekki að reyna að not- færa sér neitt af hennar ráðum, sér til heilsubótar, fremur en kerlingunni þýddi að maka ó sig andarnefjulýsinu, og gefast því þjóðinni lög þess, reglugerð ir og tilskipanir í samræmi við bað. Nei, Hjörvar ætti að hætta þingfréttum sínum. Fundi sína alla ætti alþingi að halda fyrir iuktum dyrum, varast umfram allt að útvarpa nokkrum umræð um, fyrirboðið skyldi þingmönn um að ræða störf þess við nokk urn mann, og allt skyldi það um vafið og umgirt þeirri dul, að um það tækju að myndast furðu sögur og kynjar. Drægist þá varla lengi, að fólk teldi starf bingmanna fyrst og' fremst í Í5VÍ fólgið, að vekja upp drauga, fremja seið og fara með ramma galdra. Að sama skapi mundi og virðing almennings og trú- in á það fara vaxandi, löghlýðni aukast, svo og allur þégnskap- ur, en þjóðarhagur fara stórbatn andi. Sem stendur er hag þ.ióöar- innar og virðing alþingis þann- ig farið, að vart getur versriað til muna. Þegar svo er komið, er sjálfsagt að láta einskis ó- freistað sem hugsanlegt er. að •orðið geti til bóta. /g held því, að reynand.i væri að'draga lær- dóm af kerlingunni og andar- nef.iulýsinu, en skoða lderlcinn unga og Hslga minn Hjöryar sem víti -—- til varnaðar. Virðingarfyllst. Filipus Bessason. -hreppstjóri,- — <•'■ ,ini- -jir^r- ■ öi-.- "'Á’/Ég sk’al 'l'éyna að' vera hug- 'H¥áuát“, sVaraði húh:i.„Þéý. , hann kemur aftur.1 Ég heyri fótatak hans. Ó, láttu hann ekki koma, Laitd . . fyrir ósíllá muni, lattu hann ekki koma“. „Vertu öldungis róleg,“ mælti Laird. Síðan steig hann út úr vagninum og gekk til móts við ísak í myrkrinu. ísak var að koma frá læknum og hélt á fullri vatnsfötu. Þegar Laird sagði honum upp al'.a söguna, gerðist hann þung- brýnn og hugsi. „Vesalings konan“, varð hon um að orði. „Allt í lagi, herra Laird. Ég skal gæta þess, að hún sjái mig ekki það sem eftir er ferðarinnar. Ég held mig uppi í ekilssætinu, nema þú kallir á mig.“ „Mér þykir þetta leitt,“ sagði Laird. „Við skulum vona, að hún verði farin að jafna sig, þegar ferðinni lýkur. En þang- að til það verður, hlýt ég að biðja þig að gæta ýtrustu var- úðar, ísak minn.“ „Hún jafnar sig áreiðanlega áður en langt um líður, herra Laird,“ svaraði ísak hughreyst- andi. „Það líður öllu kvenfólki svo vel í návist þinni.“ Síðar vildi Laird helzt ekki muna þetta ferðalag. Það var honum áþekkast þungri mar- tröð. Honum reyndist erfitt að fá húsaskjól og næturgistingu. Á þessum slóðum var yfirleitt ekki um nein gistihús eða aðra slíka staði að ræða, nema í stærstu borgunum. Áður hafði ferðamönnum þennan skort, en gestrisnin á búgörðunum bætt nú voru þau heimkynni víða í rústum, og Laird varð að treysta á vináttu og fórnarlund þeirra bænda, er hann þekkti persónulega á þeirri leið. Það gerði honum þó erfiðara fyrir, hvað það snerti, að flest- ir þessara bænda, voru vinir hans eða kunningjar, fyrst og fremst vegna föður hans, en það gerði honum náúðsynlegt, að leyna því, að hann hefði tekið bátt í styrjöldinni sem hermað- ur Norðurríkjamanna. Auk þess kunni hann því illa, að 'Jjggía gistingu og beina af þeim, sem hann vissi að áttu örðugt með að sýna þá gest- risni, sökum fátæktar og ann- arra vandræða, er þeir áttu sjálf ir við að stríða. Greiðvikni þeirra og hjálpsemi særði metn að hans, enda þótt hann hlyti að viðurkenna. að þessir menn bæru fátækt sína og ósigur með karlmennsku og vissum glæsibrag. Hann hafði barizt gegn þess- um mönnum, lagt líf sitt i hættu í því skyni að gerbreyta þjóðfélagsháttum þeirra og lífs venjum. Nú sýndu þeir dg að þeir hefðu til að bera göfgi og góðsemi og væru að mörgu leyti aðdáunnar verðir, — stað reynd, sem hann hafði reynt að gleyma. Hann gat ekki var- izt þeirri tilfinningu, að bahtt niðurlægði siálfan sig, er Jiann neytti sem gestur beirrar faoðu,, :em bær konur urðu nú sjálf- ar að matreiða, er áður höíðu haft yfir hundruðum ánauðugra hjúa að ráða; er hann borfði á þá hina sömu óðalsbændur, sem áður höfðu riðið eins og auðugir og tignir-drottnarar um víðar ekrur, stöltir og vbldug- ir'/'teri' Ijéngii :riÚ '-síáMhú'ábSftii} ;plóginn um litla:'kkúrskák og ótfuku svitann þreyttum hönd- um áf hvörmum, sem Svitadrop ar erfiðisins höfðu aldrei fyrr döggvað. Þessi tilfinning hans var þó ekki sprottiny af því, að hann teldi þá ekki eiga það skil ið hvernig högum þeirra var nú komið, eða hann áliti ekki að brælahaldið hafði verið smán- arblettur á menningu þeirra, heldur af hinu, að þeir tóku niðurlægingu sinni og ósigri með slíkri djörfung og stolti, að það hlaut að vekja aðdáun. Þeir voru staðráðnir í því að láta skki bugast, staðráðnir í því að sigrast á örlögum sínum og erfiðleikum, og trúðu því statt og stöðugt, að þeim myndi tak- ast það. Það var þetta, sem snart Laird ónotalega og ólli honum heilabrotum. í Opelousas gistu þau í gisti- húsi einu. í Alexandíu fengu bau næsturgistingu hjá börn- um ekrueiganda, sem áður fyrr hafði meira en þúsund þræla í sinni þjónustu, en nú voru að- eins þrjú herbergi íbúðarhæf í rústum hins mikla óðalsset- urs. Þegar norðar dró veittisx þeim auðveldara að fá gist- ingu, -þar eð setur baðmullar- ekrueigandanna höfðu yfirleitt orðið fyrir tiltölulfega litlum skemmdum, enda þótt herir Norðurríkjamanna hefðu brent og eyðilagt ekrurnar sjáifar Og loks kom að því, að ísak beindi hestunum inn á afbraut hjá þjóðveginum, — heim til Plaisanee. Laird sett.i hljóöan, og honum þótti sem svipir for- tíðarinnar kæmu til móts við sig. Hérna hafði hann leikið sér sem barn; klifið upp í lim eikanna, sem slútti yfir braut- ina; hérna hafði ísak eitt sinn dregið hann upp úr tjörn, að drukknun komnum. Þarna á enginu hafðj honum orðið á að skjóta beztu mjólkurkú föður níns, og enn var ekki laust við, að- hann fyndi til sviðans eft- ír flenginguna, sem hann hlaut fyrir það tiltæki. Hérna hafði hann notið vingjarnlegrar um- onnunar og aðdáunar af hálíu ánauðugra hjúa föður síns. Hér hafði hann átt góða daga og gott atlæti, og hér hafði hann beðið það skipbrc.ú, sem ger- grey.tti lífskjörum hans og lífi. Hvað beið hans nú á þessum sömu slóðum? Honum: varð • litið á brúði cína. Hú-n virtist! hin > ánægð- asta. Það lá við sjálft að and- lit hennar bæri gleðisvip. Hún hressist, hugsaði hann. Hún nær aftur hreysti sinni og börn okkar munu leika sér í bernsku heimkynnum mínum. Og allt mitt líf, hverja einustu stund, hvert andartak, verð ég að hafa það hugfast- að leyna hana því, að ég hafi aldrei unnað henni. Þau beygðu nú fyrir hæð eina og byggingarnar á búgarðinum blöstu við sjónum þeirra, í skjóli stofnbeinna limfagurra trjálunda. Sabrína rétti úr sér í sætinu, stolti brá fyrir í svip hennar og minnti Laird ónota- lega á svip Hugh frænda henn- ar. Síðan sneri hún sér að Laird og lagði höndina á arm hans. ,.Ó, Laird“, hvíslaði hún. „Hér er unaðslega fagurt“. Og hún hafði rétt að mæla. Að vísu var setrið ekki jafn reislulegt eða ríkmannlegt og óðalsetur sykurreyrsekrueig- endanna sunnar í ríkjunum, þó voru þar sextíu herbergi undir einu þaki. Að vísu var húsið farið að láta á sjá eftir langa bið. Vafn ingsviðarjurtirnar, sem þakið höfðu svalir og súlur, voru orðnar að laufvana flækju; kalk húðunin hafði víða flagnað af veggjunum og skein þar í rauð- brúnan múrsteininn. Það var eins og húsið hefði látið eftir þeim, er sýna vildi því um hyggju unnandi handa, ög Laird hnyklaði dökkar brúnirnar og bað brá fyrir glampa í gráum augum hans, þegar hann leit það aftur. „Það er ekki sem verst!“ ragði hann‘„ enda þótt hitt og þetta þurfi lagfæringar við“. Já, það var margt, sem beið hans. Akrarnir voru grónir ill- gresi; hann varð að ráða til sín starfsmenn og plægja og sá. Hann varð að hefja ættaróðal sitt tíl fornar virðingar, og ætt- aróðalið mundi aftur verða bú- staður lífsins; heimkynni og fjörmikilla, glaðra barna af kynstofni Fournoisanna Hann hrökk við. Kynstofn Fournoisanna? Ekki átti Philp verður haldið í Reykiavík um miðjaíi nóvember- mánuð næstkomandi. — Nánar upplýst síðar ura •fundartíma og fundarstað. VILHELM INGIMUNÐARSON, FORSETI. JÓN HJÁLMARSSON, RITARI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.