Alþýðublaðið - 14.10.1950, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 14.10.1950, Qupperneq 8
Börn og ungílngar. i Komið og seljið Alþýðubiaðið. Allir vilja kaupa Albýðubiaðið. Laugardagur 14, okíóber 1950 Gerízt askrifendur að Albýðublaðinu. . Alþýðublaðið inn á bvert heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4906J joriis- eriasafsi eflir Bes Bók dr. Becks flytiur ræður um b«óðern- ísm^Í og ritgerðir um skáld og rithöfunda fil Honolulu Mun hitta Mac- Arthur í dag. TBUMAN Bandaríkjafor- seti kom í gærkvöidi flug- íei&is til Honolulu. höfuð- horgar Hawaii, og mun hann hitta MacArthur hershöfð- ingja í dag. Er búizt við, að fundur þeirra fari fram á smáeyju skammt frá Haw- aii, en ekkert er enn vitað um, hvað hann muni standa lengi. I fylgd með Truman er ' Omar Bradley, formaður herforingjaráðs Bandaríkj anna. og ýmsir háttsettir herforingjar og ráðunautar. BÓKAÚTGÁFAN NORÐKI sendi. á bókamarkaðinn í gær uýja skáldsögu eftir Jón Bjjirnsson, og nefnir höfundurinn liana , Oagur fagur prýðir veiröld a!:a”. svo og safn af ræðum og rit- gerðum. eftir dr. Kichard Beck, íiinn ötula og kunna forustu- mami þjóðernisbarátta Isiendinga i Vesturheimi, Nefnist bók Bfecks „Ættland og erfðir4- og skiptist í tvo meginflokka, ann- aœs vegar ræður um þjóðræknis- og menningarmál, hins vegar ritgerðir og erindi um fflenzk skald og rithöfunda. , „Dagur fagur prýðir veröld alla“ er fimmta skáldsaga Jóns Björnssonar, en önnur skáld- sagan, sem hann frumsemur á íslenzku, en Jón dvaldist lengi erlendis og gat sér góðan rit- höíundarorðstír í Danmörku á ófi'iðarárunum. Fvrri skáld- sögur Jóns eru: „Heiður ætt- arinnar“, ,,Jón Gerreksson“, .,Búddhamyndin“ og „Máttur jarðar“. Bók Richards Becks, „Ætt- land og erfðir“, flytur annars vegar sextán ræður um þjóð- ernis- og menningarmál, en hins vegar fimmtán ritgerðir og erindi um íslenzk skáld og rithöfunda. Þá hefur Norðri enn fremur gefíð út bækurnar „Gyðingár koma heim“, eftir dr. jur. Björn Þórðarson, og „Skamm- degisgestir“ eftir Magnús F. Jónsson. Fjallar hin fyrri um Palestínumálið, en hin síðari flytur þjóðlegan fróðleik. Rautt Ijós" yfir anddyri þjóð- leikhússins i dag RAUTT LJÓS logaði yfir anddyri þjóðleikhúsgins í fyrsta sinn í gær, og, mun gera það aftur í dag. Þetta rauða ljós er merki þess, að uppselt sé á leiksýningu kvöldsins. og var í gær upp- selt á sýninguna á „Pabba“ og er aftur í dag. Það er alþjóða leikhússið- ur, að láta rautt ljós lcfga vf- ir anddyrum leikhúsanna, þegar uppselt er á sýningar, svo að menn þurfi ekki að ónáða sig inn í leikhúsið, þegar miðar eru ekki til, og geti séð, hversu oft er rautt ljós, þegar eitthvert ákveðið leikrit er sýnt. Slík ljós hafa ekki tíðkazt hér á landi fyrr en nú. íðnnsóknin á Raufarhöfn hef- engan árangur borið enn --------*-------- Hver maöur úr þorpinu rannsakaðor. ---------------------«-------- KANNSÓKN heldur stöðugt áfram út af þjófnaðarmál- jinu á Eaufarhöfn og má segja að unnið sé að henni nótt og dag. Ekki hefur rannsóknin þó enn ’eitt neitt í ljós, og ákveð- inn grunur hefur ekki failið á neinn, að því er hreppstjórinn á Kaufarhöfn skýrði biaðinu frá í viðtali í gærkvöldi. -----------------------♦ Að rannsókninni vinnur full trúi sýslumanns Þingeyinga, Ari Kristinsson, ásamt rann- sóknarlögreglumönnununi frá Reykjavík, þeim Sveini Sæ- mundssyni og Axel Helgasyni. Fjöldi fólks í þorpinu hefur verið yfirheyrður, og leit hefur verið gerð í bátum og gert er ráð fyrir umfangsmikilli hús- rannsókn á staðnum, ef réttar- höldin leiða ekkert í Ijós, sem upplýst getur þjófnaðinn. Strangt eftirlit er haft með öllum, sem úr þorpinu fara, hvort helaur er á sjó eða landi, og er allur farangur rannsakað ur, sem fluttur er burtu frá Raufarhöfn. Vaxandi aðsókn að ameríska bókasafninu Veirarstarf Alþýðu- flokksféiaganna . á Akureyri hafið AÐSÓKN að ameríska bóka- safninu á Laugavegi 24 fer mjög vaxandi, og sóttu 1499 manns safnið í septembermán- uði, en 750 manns fengu tíma- rit að láni hjá því. Um 137 manns hafa sótt safnið það eina kvöld vikununar, sem það hefur verið opið, og verður það því framvegis opið tvö kvöld í viku, þriðjudaga og fimmtu- daga. Tímaritin, sem lánuð eru, eru mörg frá starfsfólki á Keflavíkurvelli, sem sendir þau fyrir atbeina flugvallar- blaðsins, sem nefnist Miðnæt- ursólin. Menningarfulltrúinn, sem safninu stjórnar, hefur með að stoð blaðafulltrúa utanríkis- ráðuneytisins og ferðaskrifstof unnar undirbúið ferðalag til bæja norðan lands og hefur í hyggju að lána þangað bækur í vetur. AKUREYRI. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN hófu vetrarstarfið síðast liðinn föstudag rneð fjölrnennri sam- fcomu að Hótel Norðurlandi. Steindór Steindórsson flutti ávarp. Spiluð var félagsvist og oo lokum dansað. Kvenfélag Alþýðuflokksins hélt fund á þriðjúdaginn og Aibýðufiokksfélagið í gær, og kaus fúndurinn fulltrúa á al- þýðuflokksþingið. Kosnir voru þeii Steindór Steindórsson, Þersteinn Svanlaugsson og Bragi Sigurjónsson, og vara- menn: Stefán Snæbjörnsson, Hafsteinn Halidórssoir og Er- lingur Friðjónsson. FIAFR. Tilraun gerð fil að komast út í Bjarnarey í GÆRDAG lögfSu menn af stað frá Vopnafirði og ætluðu að gera tilraun til þess að kom- ast út í Bjarnarey, þar sem á- litið er að róðrarbáturinn, sem týndist á dögunum, hafi brotn- að við, en ekki er talið óhugs- andi að maðurinn, sem í bátn- um var, hafi kunnað að komast lifandi upp í eyna. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk frá slysavarna félaginu, voru komnar fréttir um það, að tekizt hefði að kom ast út í Bjarnarey, en leit leið- angursmanna reynst árangurs- ?aus. » Um 50 menn vinna nú vil Laxárvirkjunina nýju ------*----- Unnið að sprengingum, vegargerð og öðrum undirbúningsframkvæmdiim, UM 50 manns vinna um þessar mundir við undirbúnings- framkvæmdir við nýju Laxárvirkjunina fyrir norðan og mið- ar verkinu vel áfram. Verið er nú að vinna víð vegargerð og: sprengingar. Verkfræðingurinn, sem stjórnar verkinu, er Ey- vindur Valdimarsson. Síðla sumars gerði Akureyr-* * arbær samning við byggingar- félagið Stoð um framkvæmdir við Laxárvirkjunina, en eftir- litsmaður af hálfu bæjarins er Rögnvaldur Rögnvaldsson verk fræðingur. Er nú að mestu lokið við að sprengja fyrir vatnspípu, sem á að koma úr háum vatnsturni að stöðvarhúsinu. Verður píp- an frá uppistöðunni svo víð og hallinn svo mikill, að nauðsyn er talin á því að byggja háan stálturn til þess að taka á móíi þrýstingnum. Enn fremur er um þessar mundir verið r.ð sprengja fyrir sjálfu stöðvar- húsinu. Þá er og verið að gera bráðabirgðastíflu til þess að undirbúa aðalstífluna. Loks er unnið að vegargerð og öðrum undirbúningi. Vetrarhörkur byrjað- ar fyrir norðan Frá fréttaritara Alþýðublaðsins AKUREYRI VETUR virðist vera lagstur að hér nyrðra. Snjór er yfir öllu hátt og lágt. Enn þá er Ley bænda úti í stórum stíl —■ jafnvel yfir 100 hestar á sumum bæjum. Víða eru kar- töflur niðri í görðum. *; Fénaðarfækkun sýnist óhjá- kvæmileg sums staðar. HAFR. Leikfélag Reykja- víkur í fullu fjöri LEIKFELAG REYKJAVÍK- UR mun á næstunni hefja leiksýningar í Iðnó og hefur blaðið fregnað að fyrsta leik- ritið, sem félagið sýni á þess- um vetri, sé bandaríski sjón- leikurinn „Elsku Rut“, en leik rit þetta hefur víða verið sýnt við miklar vinsældir. Æfingar standa nú yfir á leikritinu, og munu sýningar hefjast innan skamms. Leik- stjóri við þetta leikrit verður Gunnar Hansen, danski kvik- myndastjórinn, sem hér er nú staddur til þess að stjórna kvik myndun Leynimels 13, sem kvikmyndafélagið Saga og Tjarnarbíó eru að láta gera. Ekki er blaðinu fullkunnugt um hvaða lefkarar leika í „Elsku Rut“, en meðal þeirra munu vera Sigrún Magnús- dóttir og Gunnar Eyjólfsson. Alexander Jóhann- esson og Pálmi Hannesson komnii úr Ameríkuför ÞEIR Alexander Jóhannés- son, rektor háskólans, og Pálmi Hannesson, rektor mennta- skólans, komu í fyrrakvöld! heim úr för um Bandaríkin,, sem þeir hafa farið hvor í síma lagi í boði Bandaríkjastjórnar.. Hafa þeir báðir ferðazt víðap um Bandaríkin og kynnt sér sérstaklega skólafyrirkomuiag,, en einnig þjóðlíf allt, svo og annað, er þeir hafa áhuga á. Dr. Alexander heimsótti fjölmarga háskóla, og gérðí hann sér sérstaklega far um að> kynnast stjórn skólanna, skipu lagi þeirra, skipulagi skóla- bókasafna, stúdentalífi og öðru viðkomandi þessum mennta- stofnunum. Rektor flutti tvo> fyrirlestra í ferð sinni, við há- skólann í Winnipeg og í Har- vard, og fjölluðu þeir um upp- runa turrgumála. Pálmi Hannesson var fyrst fulltrúi Islands á landnámshá- tíð Vestur-íslendinga, en íór að því loknu til Bandaríkj- anna. Hann heimsótti einnig marga skóla, en fór svo all- mikla ferð vestur að Kyrrahafi og skoðaði vesturhluta lands- ins, sem er merkastur frá jarð- fræðilegu sjónarmiði. Fór hanns allt frá Seattle í norðri suður undir mexíkönsku landamær- in. Báðir ljúka þeir lofsorði á alla fyrirgreiðslu af hálfu. bandarískra yfirvalda. sem buðu þeim í kynnisferðir þess- ar. Slysavamafélaginu berst gjöf írá sjötugum sjómanni EYJÓLFUR VILHELMS- SON sjónríaður, Hverfisgötu 90, Reykjavík, færði Slysa- varnafélaginu 1000 krónur að> gjöf í gær til minningar umi fyrri konu sína, Þóru Bjarna- dóttur, og seinni konu sína, Kamelu Sigríði Valdemars- dóttur. Sjálfur átti Eyjólfur sjötugsafmæli í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.