Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. janúar 1951.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
FRA MORGNITIL KVOLDS
í DAG er miðvikudagurinn
3. janúar. Fæddur rómverski
ræSusnillingurinn Cicero árið
106 fyrir Krists burð.
Sólarupprós er r Reykjavík
kl. 10,18, sól hæst á lofti kl. 12,
32. Sólarlag kl. 14,46, árdegis-
Iiáflæður kl. 0,30, síðdegishá-
flæður kl. 13,15.
Næturvarzla: Reykjavíkur-
apótek, sími 1760.
Flugferðir
FLUGFÉLAG ÍSLANDS:
Innanlandsflug: Ráðgert er að
fljúga í dag frá Reykjavík til Ak
ureyrar, Vestmannaeyja, ísa-
fjarðar, Hólmavíkur og Hellis-
sands, á morgun til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Reyðarfjarðar,
Fáskruðsfjarðar, Norðfjarðar,
Seyðisfjarðar og Sauðárkróks,
frá Akureyri í dag til Reykja-
víkur og Sigluf jarðar, á morgun
til Reykjavíkur, Siglufjarðar og
Kópa.skers.
jPAA:
í Keflavík á miðvikudögum
kl. 6.50—7.35 frá New York,
Boston og Gander til Óslóar,
Stokkhólms og Belsingfors; á
fimmtudögum kl. 20.25—21.10
frá Helsingfors, Stokkhólmi og
Ósló til Gander, Boston og New
,York.
Skipafréttir
Ríkisskip:
Hekla var væntanleg til
Reykjavíkur í morgun að vest-
an og norðan. Esja verður vænt
anlega á Akureyri í dag. Herðu-
breið var á Hornafirði í gær á
suðurleið. Skjaldbneið fer frá
Reykjavík annað kvöld til Snæ
fellsneshafna, Gilsfjarðar og
Flatcyjar. Þyrill er í Reykja-
vík. Ármann fer frá Reykjavik.
á morgun til Vestmannaeyja.
SÍS:
Arnarfell lestar saltfisk á
Vestfjörðum. Hvassafell fór frá
Kaupmannahöfn 1. þ. m., áleið-
ís til Akureyrar.
Afmæli
Fimmtugur varð á nýársdag
Einar Guðbjartsson, stýrimaður
á togaranum Karlsefni, Lang-
höltsveg 90, Reykjavík.
Söfn og sýningar
Landsbókasafnið:
Opið kl. 10—12, 1—7 og 8—
10 alla virka daga nema laugar
daga kl. 10—12 og 1—7.
NáttúrugrrpasafniS:
. Opið kl. 13.30—15 þriðjudaga,
fimmtudaga og sunnudaga.
Fjóðskjalasafnið:
- Opið kl. 10—12 ög 2—7 alla
virka daga.
I'jóðminjasafníS:
Lokað um óákveðinn tima.
Safn Einars Jónssímar:
Opið á sunnudögum kl. 13,30
til 15.
Úr öiium áttum
Stjórnarkosning í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur.
Stjórnarkosning stendur nú
yfir í Sjómannafeiagi Reykja-
víkur. Skrifstofan er opin alla
virka daga frá kl. 3—6.
Myndlistarskóla F.Í.F.
byrjar aftur fimmtudaginn 4.
janúar 1951. Nýir nemendur
skulu mæta milli kl. 8—10
sama kvöld eða næstu kvöld.
Unglingadeildin byrjar aftur
mánudaginn ' 5. febrúar. Eiga
börnin þá að mæta á sömu dög-
um og á sama tíma og áður.
------------«.--------
Eigendur Bústaða-
vegshúsanna ekki
krafðir afborgana
fyrr en 1. júlí
ÚTVARPID
19.25 Tónleikar: Óperulög (plöt
ur).
20.30 Jólatónleikar útvarpsins,
V.: Sigurður Skagfield ó-
perusöngvari syngur; við
í hljóðfserið Fritz Weiss-
liappel.
21.05 Kvöldvaka:
a) Eiríkur Hreinn Finn-
►. bogason cand. mag. Les
bréf til Gísla Brynjólfss.
og £rá honum.
b) Hallgrímur Jónasson
kennari flytur frásögu-
t þátt: Skaftafell í Öræf-
B/EJARRÁÐ hefur sam-
þykkt að fresta til 1. júlí í sum-
ar að innheimta vexti og af-
borganir af láni því, sem bær-
inn veitti kaupendum Bústaða-
vegshúsanna.
Ætlunin var í upphafi að
kaupendur íbúðanna byrjuðu
að greiða afborganir og vexti
um áramótin, en þá var ráðgert
að húsin yrðu tilúin. Raunin
hefur hins vegar orðið sú, að
húsin hafa tafizt mjög vegna
efnisskorts og eru langt frá því
að vera íbúðarhæf ennþá.
-----------<p----------
Sekt fyrir verð-
lagsbrot___________
NÝLEGA hafa eftirtalin fyr
irtæki og einstaklingar verið
sektuð af Verðlagsdómi Reykja
víkur fyrir verðlagsbrot:
Verzlun Önnu Gunnlaugsson,
Laugaveg 37, kr. 700.00, Verzl
unin Þorsteinsbúð, Snorra-
braut 61, 100,00 sekt. Slægæt-
isgerð Soffíu Sigurjónsdóttur
100,00. Einar Sveinsson,
Hverfisgötu 16 A, 400,00. Vöru
veltan, Hverfisgötu 59, 300.00
sekt, kr. 500.00 ólöglegur á-
góði.
Hann les
Samkvæmt vísitölu janúarmánaðar verður ieigugjald fyrir vörubifreiðar í tímav
sem hér segir, frá og með 1. janúar 1951:
innu
Alþjrðuhlaðið
Dagv. Eftirv. Nætur- og helgid.v.
Fyrir 2J/2 tonns bifreiðar Kr. 35.12 41,30 47.48 pr. kl.st.
Fyrir 2Vá til 3 tonna hlassþunga Eír, 39,04 45,22 51,40 pr. kl.st.
Fyrir 3 til 35/2 tonna hlassþunga Kr. 42.94 49.12 55,30 pr. kl.st.
Fyrir 3'/2 til 4 tonna hlassþunga ICr. 46,85 53,03 59,21 pr. kl.st.
Fyrir 4 til 4Vá tonna hlassþunga Ivr. 50,75 - 56,93 63,11 pr. kl.st.
Framyfirgjald hækkar í sama hlutfalli.
Vörubílastöðin Þróttur,
Reykjavík.
Vörubílastöð Hafnarf jarðar,
Hafnarfirði.
Bílstjórafélagið Mjölnir,
Arnessýslu.
Kaupir fegrunarfélagið „Uíilegu-
manninn” eftir Einar Jónsson ?
Aðalfundur þess var haídinn
------ó-------
áærkvöldi
AÐALFUNDUR Fegrunarfé-
lags Reykjavíkur var haldinn í
gærkveldi í Verzlunarmanna-
heimilinu. Formaður félagsins,
Vilhjálmur Þ. Gíslason, ílutti
skýrslu stjórnarinnar, og gat
hann þess meðal annars, að
stjórnin hefði ákveðið að
kaupa listaverk Einars Jóns-
sonar, „Útilegumanninn“, og
setja það upp á góðum stað í
borginni. Enn fremur las hann
upp bréf frá menntamálaráði,
þar sem þeirri fyrirspurn er
beint til félagsins, hvort það
vilji taka því að kostnaðar-
lausu við reliefmynA Sigurjóns
Ólafssonar, „Saltfiskþurrkun“,
og er það nú í athugun. Árbók
félagsins kemur út innan
skamms.
•SiltHljpr
I! 1U J.1 MW l JJ ^ |jp,l
Ráðning mynda-
gátunnar
RÁÐNING myndagátunn-
ar í Jólahelginni (Jolablaði
Alþýðublaðsins) er þessi:
Sprettur lön g unn -— n
komma í unga a verja
bvciti haf -f- h þ (þora) v í
a ð friðardúfan þrír -f- r
fis teinungur -f- ur gis — g
á kom inn -f- n form kora
i ? “ Spreltur löngun
komma í ungverjahveiti af
því að friðardúfan þrífist að
eins á Kominformkorni?
Ráðning gátanna tveggja
neðst á sömu síðu og mynda
gátan í Jólahelginni er á
þessa leið: Fyrri gátan: Mill
ur í upphlut og nál; síðari
gátan: Tyrfingur.
Endurkosnir voru í stjórn
félagsins: Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, Ragnar Jónsson og Jón
Sigurðsson, en nýir menn í
stjórninni eru Sveinn Ásgeirs-
son og Björn Þórðarson. Stjórn
in skiptir sjálf með sér verk-
um.
Varastjórn skipa: Soffía
Ingvarsdóttir, Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson og Sigurður Óla-
son. Endurskoðendur eru Knút
ur Hallsson og Gísli Sigur-
björnsson.
Afhugasemd
HERRA RITSTJÓRI' í til-
efni af grein í heiðruðu blaði
yðar 29. des. 1950 með fyrir-
sögninni „Jólagestur frá ís-
landi í Kaupmannahöfn“ og
undirskrift Þorfinns Kristjáns-
sonar, leyfi ég mér að taka
fram, að ég hef oftar en
einu sinni, meðan ég dvaldi
í Kaupmannahöfn, haft sam-
band við formann íslend-
ingafélagsins, herra Ilöjberg
Petersen, og að hann vinsam-
legast hefur látið mér í té
tilsögn viðvíkjandi stai'fsemi
minni. Meðal annars var það
hann, sem benti mér á ýmsa
þeirra manna, sem ég át.ti við-
tal við. Mikil hjálp var mér
lika veitt í íslenzka sendiráð-
inu.
Þar sem formaður íslend-
ingafélagsins vissi um heimil-
isfang mitt og símanúmer, og
þar sem ég dvaldi úti, þegar
herra Þorfinnur Kristjánsson
skrifaði bréf sitt, finnst mér, að
það hefði veríð réttara oð snúa
sér beint til mín. Mér hefði
Jólafrésiagnaður
AlþýSuflokksfé-
lags Reykjavíkur
á fösfudag
JÓLATRÉSFAGNAÐ
heldur Alþýðuflokksfélag
Rcykjavíkur í Iðnó á föstu-
daginn, svo og sþila- og
skemmtifund þá um kvöld-
ið, einnig í Iðnó.
Jólatrésfagnaðurinn liefst
kl. 3.30 eftir liádegi. Verða
aðgöngumiðar að honum
seldir í skrifstofu Alþýðu-
flokksins og afgreiðslu AI-
þýðublaðsins í Alþýðuhús-
inu og Alþýðubrauðgerð-
inni, Laugavegi 61, í dag og
á morgun.
Spila- og skemmtifundur-
inn hefst kl. 8.30 um kvöld-
ið. Verður nánar getið' um
skemmtiatriði og annað hon
um viðvíkjandi í Alþýðu-
blaðinu á morgun eða föstu
daginn.
Aðgöngumiðar að
þjóðleikhúsinu lækka
VERÐ aðgöngumiða í nokkr
um hluta þjóðleikhússins lækk
ar um fimm krónur nú um
'áramótin, það er að segja dýr
iustu sætin í húsinu. Miðar í
þau sæti, sem áður kostuðu 35
krónur kosta nú 30 krónur og
miðar að sætum er kostuðu 40
krónur kósta nú 35 krónur.
Er þetta gert með tilliti til
minnkandi peningagetu al-
mennings.
verið ljúft að verða við ósk
íslendings.
Reykjavík, 2/1. ’51.
Inger Larsen.