Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. janúar 1951. Frank Yerby HEITAR Lei£«r Leirs: TIM ÁRAMÓT Á vorri jörðu hring snýst allt í hring, sem hjól í rokki, af dularfæti knúiS; og því er lif vort eilíf umbreyting á eixdurteknu spani rúnt um kring, þars annað hefst þótt hitt sé varla búið. Og hlaupastelpan hamst öld og dag, og hjólið snýst, — en dísir forlög spinna. Að spinna og tvinna, það er þeirra fag, og þeirra spuni svo- nefnd fagmannsvinna. Og sumir hljóta úr þeli æviþráð, ■en þakka hinir fyrir loðband mega. Slíkt fer sem annað eftir líku og náð, og aðstöðu við nefndarmenn og ráð — ■eii hnökra og hláþráð hirða þeir, sem eiga. Og pílárarnir seða í feigðarfl'eng að falli sínu og risi, nótt og daga; og fyrr en varir fyllt er sænlda að keng, sá farsi slútt, er nefnist lífs vors saga. Um áramót er hreyfður hnokki í tré í hvers manns ævi, — klukkan tóif að nóttu. þá gerir dís á starfi stundarhié, og strýkur sárum fingrum lær og kné, og lætur dofann líða .■ úr mjaðmarþjóttu. Þá opnast lífsins undraþjóðleikhús, og álfaskarina kann. sér hvyergi læti. Þá drekka menn við máttarvöldin dús á Miklubraut-vors lands og Hafnarstræti. Og gamla árið gengur fram ó svið, með glotti kveður áhorfendaskar a, og reruiir augum upp og út 4 hlið, rétt eins og sá, er kfimur snöggvast við, án erindís og aðeins tiLað fara. Þá stöðvar lífið allt sinn andadrátt. Og allar klukkur lands vors hætta að tifa, unz gamla árið hvíslar hljótt og lágt: Sjá, — hér er ég og neita þvi að lifa. Leifur Leirs. (Poet con festum.) GENGIÐ UNDIR LKKA. Uiulanfarirt jól voru þau ró- legustu, sem yngri menn muna í Reykjavík, gamla árið þó enn rólegra. Telur lögreglustjóri öl- æði hafa verið með langminnsta móti og um heillavænlega hug- arfarsbreytingu muni vera að ræða með Reykvíkingum. Ef áfengisvarnanefnd kynni að vera í vandræðum með að þakka þetta einhverju eða ein- hverjum, viljum vér skjóta því að henni, að beinast virðist liggja við að þakka það drykkju mönnum. Krýningarsteinninn svonefndi er enn ófundinn. Slæddu leyni lögreglumenn og kafarar Serp- entinetjömina í Hyde Park, en fundu þar ekkert annað en gaml an myllustein, sem einhvert brezkt góðskáld hafði snarað af hálsi sér í tjörnina, er það las kvæði Snæbjarnar um þetta fagra stöðuvatn hérna um árið, — og svo tóman peningaskáp. . . Væri ekki reynandi fyrir þá á Raufarhöfn að slæða eftir ein- hverju grjóti á nálægum mið- um, svona pro forma? Spurning er lika- hvort ekki væri athug- andi fyrir leynilöggurnar á báð um stöðum, hvort nokkrir mann flutningar gætu hafa átt sér stað milli Raufarhafnar og Westminster Abbey, síðastliðna mánuði. Annars erum við enn þeirrar skoðunar, að Raufariiefningar eigi enn þá sitt met, mlðað við fóiksfjölda ,að minnsta kosti jafnvel þótt þessi 400 ensku pund, sem snillingamir höfðu á brott með sér frá snillingunum í klaustrinu væru umreiknuð á svartamarkaðsverði í íslenzka valútu. Hamiknafíteiks- fneisfaramóf íslands 1951 innanhúss fyrir meistara- flokk karla hefst í Reykja- vík 15. jan. n.k. Tilkynning- ar um þátttöku ásamt 25,00 króna þátttökugjaldi sendist til Þórðar Þorkelssonar c/o Gámmíbarðinn, Skúlagötu, i síðasta lagi fyrir miðviku- , dagskvöId lO. þ. m. Tilkynn- ingar, sem berast eftir þann tíma, verða ekki teknar til greina. Mótanefndin. Denísa bar bikarinn að vör- um sér. Geislar sólarinnar blik uðu í víninu og ilmur þess fyllti vit hennar. Þegar hún lét bikarinn aftur á borðið, varð hún þess vör, að Hugh starði á bana, ekki á andlit hennar, heldur líkamann. Og um Ieið og hún leit glóðina í augum hans, varð henni það skyndilega ljóst, að hún átti enn yfir vopni að ráða, þar sem líkami hennar var. Hættulegu vopni, sem hún mátti auðveld- lega beita til sigurs. Og hún leit á Hugh Duncan og brosti. TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAFLI. Þann 10. apríl 1873, þrem dögum fyrir páska, var skól,- anum í Lincoln lokað. Það þýddi hvort eð var ekkert að vera að myndast við að kenna; nemendurnir voru annars hug ar og eirðarlausir sökum ótt- ans og kvíðans, er hvíldi eins og mara á öllum þorpsbúum. Forráðamenn skólans, þeir ís- ak og Inchcliíf/voru og önn- um kafnir við fundarhöld og ráðstefnur, og Nimrod var stöð ugt látxnn halda vörð. Það var síðla þennan dag, að Laird Fournois reið inn í þorp- ið. Hann var í æstu skapi, al- varlegur á svipinn og þung- brýnn, og það var af honum brennivínsþefur. Um leið og bann stöðvaði hest sinn, mælti hann við Incheliff, án þess að gefa sér tíma til að kasta á hann kveðju: „Þið vitið hvað er að gerast? Ég vona, að þið séuð við öllu búnir?“ „Já“ svaraði hinn grann- vaxni, aldurhnigni svertingi. „Við erum við öllu búnir, enda þótt við böfum enn aðeins óljós ar fregnix af því, sem er að gerast Hvað er það eiginlega, sem þeir hafa á prjónunum, þarna í Colfax, ,Laird?“, Laird leit á bann, svipur hans varð enn alvarlegri, og svo þimgbrýnn var hann, að vart sá í grá augu hans. „Það veit vlst enginn nema guð einn og þessir svörtu stríðs menn, og þeir stríðsmenn munu aldrei haía frá sigrum að segja, — eða neínu öðru“, maehti hann lágt. „Hvað veldur því, Laird?“ spurði Inchcliff. „Það eitt, að enginn þeirra verður eftír á lífi til frásagnar, þegar átökunum lýkur. Verði nokkur svertingi eftir tórandi í Colfax »ð viku liðinni, þá er hann annað hvort sá heppnasti maður, sem enn hefur faeðzt í þennan heim, eða sá fótfráasti .... sennilega hvort tvegg}a.“ „Hamingjan góða!“ hvíslaði Inchdiff. „Hvar er ísak?“ spurði La- ird. ,,Ég verða að hafa tal af honum. Verð að tala svo um fvrir honum, að.hann kalli alla sína áhangendur á brott úr borginni og fái þeim annan dvalarstað um mánaðarskeið eða jafnvel mun lengur.*' „Hvers vegna, Laii-d .... Hvers vegna?“ „Þeir leggja á svikráðin, þeir Etienne Fox og bölvaður litli refurinn hann Victor Lascals. Þegar þær vábeiður sjást ein- hvérs staðar saman á ferli, er ævinlega hins vesta von.“ „Etienne og Lascals", hvísl- aði Inchcliff. „Og það boðar „Höndin hefur þegar ritað boðslcap tortímingarinnar á Vegginn, Inchcliff. Og höndin er Hugh Duncans, þess göfuga manns. Hinar ótrúlegustu sög- ur eru komnar á kreik meðal borgarbúa. Lygar og þvætting- ur frá rótum, en hverju breytir það, þegar þær ganga samt sem áður mann frá manni og allir leggja trúnað á þær. Það er sagt, að negrarnir í borginni hafi myrt hvíta menn. Hversu marga, veit enginn með vissu, en tala þeirra fer að mestu leyti eftir ímyndunarafli þess, sem söguna segir í það og það skiptið. Og að sjálfsögðu eiga negrarnir einnig að hafa nauðg- að hvítri stúlku. Þó það nú væri. .... Þegar ég geiði til- raun til að rannsaka málið, freistaði að afsanna allan þvættinginn, ef það mætti verða til þess. að eyða ófriðar- blikunni, þá hafði enginn, sem ég átti tal. við, minstu hug- mynd um það, hvað stúlka þessi hefði heitið, ekkj heldur hvers kona eða dóttir hún vaeri eða. hvar hún ætti heima. jHins vegar fullyrtu allir, að Jxagan væri sönn: það gat ekki j hjá því farið; þeir höfðu hana eftir trúverðugustu mönnum. Þú veizt bvaða brögðum þessir nóungar beita, InchcHff. Og enn ganga sögur meðal borgar- búa, sera eru svo ljótar og sóða legar, að ég- gei ekki haft þær eftir. Hið eina, sem ég yeit með vissu, er það, að þessif svertingjaheimskingj ar í borg- inni hvggiast láta hart mæta hörðu; er til átaka dregur. Þeir hafa myndað með sér vopnaða hersveit í því skyni, en vopnin, sem þeir hafa yfir að ráða, eru vitanlega verri en engin. Byss- ur svo kolryðgaðar, að skot kæmist díki fram hjá þeim; fallbyssuómynd. gorð úr járn- röri, sem springur framan i þá og stórslasar eða drepur. ef.þeir gera ályöru úr því að hleypa af henni skoti. Og fullir eru þeir, daginn út og inn, háværir og láta mikið. Þetta er allt það, sem ég veit. Hvar í fjandanum getur hann ísak verið? Ég verð að hitta hann að máli.“ - „Hann er inni við. Við höf- um setið á ráðstefnu í allan dag,“ svaraði Inchcliff. „Við skulum ganga inn til hans.“ „Einmitt það, já,“ urraði í Laird. „Þið hafi5 setið .á ráð- stefnu og eytt tímanum í mas og ræðuhöld. En nú er ekki heintugur tími til þess að tala og halda ræður á ráðstefnum. Nú eru athafnir meira aðkall- andi en umræðurnar og alít það.“ Hann steig af baki ög gekk ásamt Inchcliff að húsinu, þar sem ísak bjó. Laird æddi inn, án þess að gefa sér tíma til að berja að dyrum. „Laird!“ hrópaði ísak. „Góð- um guði sé lof fyrir, að þú ert heill á húfi og öruggur um líf þitt.“ „öruggur!“ tuldraði Laird. „Þú heldur það. Ég get sagt þér, að ekki einn einasti negri og ekki heldur einn einasti re- públíkani — er öruggur um líf sitt í Grantfylki þessa dagana. Þeir hinar hyggjast sýna Kel- logg fylkisstjóra í tvo- heimana. — Hvaða varúðarráðstafanir hafið þið gert? Hafið þið skip- að menn til að halda vörð? ekki varð ég var við neinn, þeg ar ég kom.“ ísak brosti við. „Já,“ svaraði hann. „Ég hef skipað varðmenn, en okkur þykir hyggilegra að láta ékki mikið á þeim bera. Við ætlum að gera allt til -þess, að fjand- meim okkar megi sjá, að hér býr aðeins friðsamt fólk, sem er önnum kafið við vinnu sína og gefur fáu öðru gaum. Samt sem áður hef ég vopnað hvern einasta mann, að Nimrod und- anskildum. Qg ég hef skipað menn til þas að hafa gát á hon- um.“ „Hamingjan hjálpi okkur,“ varð Laird að orði. „Hann gæti komið ybkur í óviðráðan- leg vandræði, ef hann gengi laus. Veit hann hvað er á seiði?“ „Svona undan og ofan a£,“ svaraði Inchcliff. „Hann veit að minnsta kosti nóg til þess, að•það' gæti gert hann brjálað- an. Við hofum boðið öllum unglingum að halda sig í húsum, inni, Við höfúm eng- ar áhyggjur vegna ö.ldunganna. Þeir eru hræddari en svo, að þeir fari að abbast upp á þá hvítu að fyrra bragði.“ „Gott/‘ svaraði Laird. ,,Ég hefði átt að geta sagt mér það s.iálfur,“ oð óþarfi yæri að ótt- ast það, að þið sæuð ykkur ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.