Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 3. janúar 1951. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán PjetursEon. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Auglýsingastjóri: Emilía Mölier Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902 Auglýsini'asími: 4906. Afgreiðslusími 4900. Aösetur: Alþýðuhúsið. Alþýouprentsmiðjan h.f. Qttiitn fi dém þjéðartimar HERMANN JÖNASSON er einstaklega ófarsæll stjórnmála foringi., enda taekifærissinnað- ur úr hÓfi fram. Verk hans vitna gegn þeim orðum, sem hann sjálfur hefur taláð og skrifað. Um síðustu áramót komst hann svo spámanniega að orði, að ,.það væri alveg sama hvort sér- hagsmunastéttirnar færu þá leiðina að skera niður eða lækka gengið. Stuttu eftir gengisfal'- ið eða aðrar aðgerðir í þess stað yrði allt komið í enn þá meiri botnleysu“. Nokkrum vikum síðar íók Hermann Jónasson höndum saman við íhaldið urn að framkvæma stórfellda geng- islækkun. Þannig varð hlut- skipti hans að framkvæma það, sem hann hafði varað þjóðina við í áramótaboðskap sínum. Afleiðingar gengislækkunav- innar hafa að sjálfsögðu orðið þær, sem Hermann Jónasson boðaði í hugvekju sinni um síð ustu áramót. Þær hafa meíra að segja orðið margfalt háskar legri en Iiann óraði fyrir. Það er ekki aðeins, að efnahagur og atvimiulíf Islendinga sé nú í sömu botnleysu og óður en ráðizt var í gengislækkunina. GengisLækkunin hefur beinlín- is og óbeinlínis orkað þvi að góðæri hefur verið breytt í halíærL íhaldið hefur hlutazt til um þessa óheillaþróun af því að það taldi hana hagkvæma gæðingum sínum, enda hef- ur hún gerí þá fátæku fá- tækari og þá ríku ríkari. En þó er þáttur Hermanns Jónas- sonar sýnir lakari. Hann sá hin ar illu afleiðingar gengislæ-kk- unarinnar fyrir. Þó samfylkti hann íhaldinu og réðist í þá ráð stöfun, sem ■ hann vissi fyrir- fram, að yrði þjóðinni til bölv- unar. Og þetta er stjóramálafor inginn, sem talaði digurbarka- lega fyrir síðustu kosningar um nauðsyn þess, að gróði sérhags munastéttanna jtÆí skertur. Hvernig heíur Hermann Jónas- son, formaður Framsóknar- flokksins, rækt það hlutverk? .Verkin sýna merkin. * Nú m» áramótin birtir svo Hermann Jónasson þjóðmni boðskap einn í nýrri Tímahug- vekju. Þar staðhæfir hann, að núverandi stjórnarsamstai’f hafi verið eina leiðin til að komast hjá uþplausn. En hann veit, að þjóðin fordæmir rík- isstjóra afturhaldsins og verk hennar. Þess vegna segir hann, af ótta hins tækifærissinr.aða flokksforingja víð fylgishruri og álítshnekki, að hitt sé annað mál, hvað þetta stjórrxarsam- starf eigi að standa lengi. En honum líður vel í ílatsænginni hjá íhaldinu og vill eiga þar sem Iengsta vist. Þess vegna spýr hann hina óánægðu flokks menn sína, hver geti bent á aðra lausn eins' og ástatt sé. Svo kemur staðhæfing, sem er tákn ræn fyrir virðingu Hermanns fyrir lýðræðinu. Hann segir: „Engár minnstu líkur .e.ru til þess, áð kosningar undir nú- verandi skipulagi breyti neinu í þessu efni“. Og í áíramhaldi af þessu túlkar hann gamlan og nýjan draum sinn og svaidasta afturhaldsins í landinu. Orðin, sem éermann Jónasson lætur falla í þessu sambandi, eru skýr og skorinorð og verða ekki misskiiin: ,,Með eðlilegustum hætti mundi það sennilega vera, að þessu samstarfi lyki með nýrri stjómarskrá (og' kjör dæmaskipun). Með því móti eru líbur til þess, að samstarfslitin og kosningar þurfi ekki að valda upplausn heldur taki við starf- hæfur meirihluti eins fiokks eða flokkasamsteypu“. Meo öðrum orðum: Hermann Jónasson er svo hræddur við dóm þjóðarinnar, að honum má ekki verða til þess hugsað, að efnt verði til kosninga, þar sem stjómmálaflokkarnir hafi jafna aðstöðu. Fyrir honum vak ir, að meirihluti núverandi aft urhaldsstjórnai’ á alþingi taki höndum saman um að setja landinu nýja stjórnarskrá og ákveði jafnframt nýja kjöv- dæmaskipun. Það er aðalatrið ið í draumi Hermanns Jónas- so-nar, enda þótt það sé sett fram innan sviga. Og þegar þessu hefur verið komið í kring og afturhaldið fynrfram tryggt sér áframhaldandi völd í landinu, þá fvrst og fyrr ekki vill Hermann Jónasson, að kjós endum gefist kostur á að kveða upp sinn dóm. Þaö leynir sér svo sem ekki, hvar formaður Framsóknarflokksins hefur numið fræðin. En þetta er síður en svo nýr boðskapur úr þessari átt. Fyrir síðustu kosningar var bað krafa Framsóknarflokksins, að land- inu yrði sett ný stjórnarskrá á sérstökum þjóðfundi, en full- trúana á hann átti að kjósa með þeim hastti, að landinu yrði skipt í einmenningskjördæmi jafnmörg og fuíltrúarnir á þjóð fundinum væru. Þannig ó.tti að tryggja það, að borgara- flokkarnir hefðu fyrirfram tryggan pieirihluta á þjóð- fundinum, þar sem geng- ið yrði frá stjórnarslxrá og kjördæmaskipun landsins. Og Hermann Jónásson vildi fús lega vinna það til, að íhaldið hefði jafnvel möguleika á því að ná hreinum meirihluta á slíkum þjóðfundi. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvernig samstarfsflokki Hermanns Jónassonar lítist á þetta nýja tflboð hans. Vafa- laust væri það grinilegt fyrir báða borgaraflokkana að tryggja sér þannig áframhald- andi völd me<5 því að gera al- þýðu bæjanna með úreltri kjördæmaskipun áhrifalausa eoa að minnsta kosti óhrifa- litla á skipun alþingis. En ætli þeim hrjósi þó ekki hug- ur við, að segja lýðræðinu, sem þeir þykjast þó allajafna vilja halda í heiðri, svo opinberlega stríð á hendur? 9 íslendingar sæmdir riddarakrossi fálkaorðunnar FORSETI ÍSLANDS hefur í dag sæmt þessa menn riddara- krossi fálkaorðunnar: Árna Tryggvason, hæstai’étt ardómara, Reykjavík, Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfufltrúa, Reykjavík, Gunnar Viðar, bankastjóra, Reykjavík, Gunn- laug Þórðarson, fyrrverandi forsetaritara, Reykjavík, Jó- hannes Sv. Kjarval, listmálara, Reykjavík, Rafn Sigurðsson sldpstjóra, Grindavík, Sigurþór Ólafsson, oddvita, Kollabæ, Svövu Jónsdóttur, leikkonu, Akureyri. Gunnlaug Pétursson, sendiraðunaut, London. Ummæli yfirlögregluþjónsins. — Hugarfars- breyting? — SkemmdarverkiS á lútaiveitunni. — Skemmtileg gluggasýning. — Engin kæra til lögreglunnar? — Ósannindi borin til baka. UMMÆLI ÞAU, sem ríkisút- ’ varpxð hefur eftir yfii’iögreglu- j pjóninum um ástandið á gaml- j árákvöld, munu hafa glaíí marga. yfirlögregluþjónninxi1 segir, að hugarfarsbreyting hafij orðio hjá almenningi, og maður verður að bæta því við, að það hafi ekki orðið vonum seinna. — Nú brá svo við að mjög frið- samt var á gamlárskvöld og fáít af fólki í miðbænum. Hér mna háfa valdið um það ágæta tiltæki að setja upp brennur á nokkrum stöðum í bænum, enda var þar mikið fjölmenni þrátt fyrir kuídann um kvöldið. EN ÞRÁTT FYRIR það, þó að nú væri friðsamara en flest eða öll önnur gamlárskvöld í áratugi, þá var þó framið skemmdarverk, sem hefði geí- að valdið gífurlegu tjóni og vandræðum. fkveikjan í hita- veitustokkunum var stórhættu- leg, enda barðist slökkviliðið við eldinn í tvær klukkustundir áð ur en það réði niðurlögum hans. Eldurinn hefði getað læst sig eftir stokkunum ef slökkviliðinu hefði ekki tekizt eins giftusam- lega og raun varð á. ÞAÐ ER EKKI annað sjáan- legt en að hér hafi v-erið að verki annað hvort ótýndir glæpamenn eða vitfirringar og er illt -ef lögreglunni tekst ekki að hafa upp á sökudólgunum, en við skulum vona að það tak- ist. Lögreglan handtók nokkra Með kápuna á báðum öxlum s ÞRÁTT FYRIR uggvænleg við horf, sem nú blesa við hér innanlands og skapazt hafa fyrat og ffemst af gengislækk- un krónunnar og öðrum skyldum ráðstöfunum núver- andi ríkisstjórnar, er óhætt að fullyrða það, að ekkert hafl verið mönnum eins ríkt í huga um þessi áramót og á- tökin úti í heimi og þær af- leiðingar, sem þau kunna fyrr eða síðar að hafa fyrxr land okkar og þjóð. Þetta kom og mjög greinilega fraxn í áramótahugleiðingum, sem blöðin birtu, bæði eftir for- ustuxnenn á sviði stjómmál- anna og frá eigin hrjósti, í ritst j ómargreinum. TIL DÆMIS um þetta má bénda á áramótahugieiðingar Stefáns Jóh. Stefánssonar, formanns Alþýðuílokksins, sem gerði hinar ískyggilegu horfur í alþjóðamálum mjög ítarlega að umtalsefni, svo og öryggi íslands, ef til ófriðar kæmi. Fór hann og ekkert dult með þá skoðun sína, sem og vissulega er nú orðin skoð un mikils meirihluta allrar þjóðarinnar, að öryggi lands- ins útheimti, að við skipum okkur ákveðið í sveit með þeirn lýðræðisþjóðum, sem standa að Atlantshafsbanda- laginu og viðbúnaði öllum til varnar gegn yfirgangi ein- ræðisríkjanna; því að í svo- kölluðu hlutleysi sé ekkert öryggi lengur að finna, eins og dæmin sanni. ÞA£> MÁ SEGJA, að í áramóta hugieiðingum Ólafs Thors, for manns Sjálfstæðisflokksins, hafi verið mjög í sama streng tekið.. En því meiri athygli vakti það, að í áramótahug- leiðingum Hermanns Jónas- sonar, formanns þriðja lýðræð ísflokksins hér á landi, Frarn- sóknarflokksins, voru þessi mál sniðgengin svo mjög, að um þau var aðeins farið örfá um orðum, og það á þann hátt, að menn er engu nær um afstöðu þess stjórnmála- manns til átakanna úti í heimi. „Þróunin í þá átt, að skipta heiminum j tvær and- stæður hefur orðið örari en flesta óraði fyrir. Á þetta má aðeins minna . . .“, segir Her mann; og „ríkisstfirnin getur vitanlega ekki kornizt hjá að gefa þessu gaum og draga af því sínar ályktanir . . . þetta eitt tel ég þörf að segja“, bæt ir hann við. Þetta er í raun- inni allt og sumt, sem formað ur Framsóknarflokksins hef- ur um alþjóðamálin og öryggi íslands að segja um þessi ára- mót! ÞAÐ FER EKKI IIJÁ ÞVÍ, að margur spyrji, hvort slíkt stefnuleysi eða „hlutleysi“ í þeim átökum, sem nú eiga sér stað mifli einræðis og lýð raéðis í heiminum og fyrr en varir geta náð til íslands, sé í samræmi við afstöðu Fram sóknarflokksins? Eða fer for maður hans hér sínar eigin götur, eins og hann gerði, er hann sat hjá við atkvæða- greiðsluna á alþingi um aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu? Og ætlar hann máske að lialda áfram að bera káp- una á báðum öxlum í þessum málum, og bíða átekta þar til séð er, hver ofan á verð- ur? Þessar spurningar leggja menn fyrir sig í dag, eftir að, hafa lesið áramótahugleiðing ar Iiermanns Jónassonar. Og það er samiarlega enginn furða. Þjóðin.vill fá að vita, hvar formaður Framsóknar- flokksins stendur í barátt- unni milli lýðræðis og ein- ræðis og í öryggísmálúm þjóðarinnar á þessum hættu- tímum. unglinga í miðbænum, sem höfðu kastað Krjóti, brotið rúð- ur og voru grunaðir um að hafa kastað stórujri sprengjum, ann- ars mun ekki hafa orðið, svo að vitað, sé, vart við sprengiefnið, sem stolið var frá bænum. RÖRNUM ÞYKIR GAMAN að bifreiðum, enda var oft fjöl- menrit af þeim að gluggum ,,Ræsis“ við Skúlagötu, en þar hafði verið komið upp sjálf- virkri hifreiðabraut og óku margar tegundir bifreiða við- stöðulaust eftir brautinni allt frá jóluni og til dagsins í dag. Krakkarnir klifruðu upp í glugg ann, tylltu sér á tá og báðu um að sér yrði lyft og voru smá- strákarnir fjölmennastir og að- gangsfrekastir. Þetta var góð gluggasýning og gladdi börn- in. ÁHORANDÍ skrifaði mér bvéf fyrir nokkru, þar sem hann gat um að maður hefði ráðizt á telpu og að árásin hefði vsrið kærð, en ekkert hefði verið gert í mál inu. Nú hefur það komið í Ijós að engin slík kæra hefur bor- izt til rannsóknarlögreglunnar svo að hér <er rangt frá skýrt. Lögreglan tekur einmiti mjög stranglega á slíkum málrtm. — Það er ekki nóg fyrir fólk að snúa sér til einhvers lögreglu- þjóns er það vill kæra’yfir ein- hverju fyrir lögreglunni. Það verðux að snúa sér beint til rann sóknarlögreglunnar. Hannes á horninu. Þtnglð í Nýja-Sjá- laodi verður hér B B EFRI DEILD ÞINGSINS í Nýja Sjálandi hélt síðasta fuild sinn í gær, en samkvæmt á- kvörðan tekinni ú liðnu sumri var ákveðið, að þingið í Nýja- Sjálandi skyidi hér eftir aðeihs vera ein málstofa. Fufltrúarnir í efri deild þingins í Nýja Sjálandi voru skipaðir, en ekki kosnir, og er Nýja-Sjáland fyrsta samveld- island Breta, sem tekur upp þá skipun, að þing þess sé aðeins ein málstofa. Allt með lyrrtim kjörum í Lhasa FULLTRÚI INDLANDS í Lhasa, liöfuðborg Tíbets, hefur lýst yfir því, að þar í borginni sé allt með kyrrum Icjörum. Lét hann enn fremur svo um mælt, að för Dalai Lama til Indlands eigi ekkert skylt við flótta, enda komi honum ekki til hugar að yfirgefa borgina, þrátt fyri'r innrás kínversku kommúnistanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.