Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. janúar 19-51. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ 5 í DAG er liðinn hjá fvrri íielmingur 20. aldarinnar. Það gæti gefið tilefni til þess að renná augum yfir og rifja upp þá atburði, sem orðið hafa á fyrri helmingi aldarinnar á landi voru og með þjóð vorri. Ég skal þó ekki orðl.engja mik- íð um þau efni. Sumt er á vit- orði allra, sumt rifja aðrir upp annars staðar. En um það þarf engum blöð- tim að fletta að með þjóð vorri , liafa. orðið viðburðir og fram- farir á nýliönum aldarhelm- ingi. meiri og mikilsverðari en á mörgum öldum þar á undan samanlögðum. Árið 1904 flutt- íst aðalumboðsstjórnin um svo- nefnd sérmál vor, sem áð.ur hafði verið í Danmörku, til ís- lands. Árið 1913 viðurkenndu Danir fullveldi íslands í kon- tmgssambandi við Danmörku. Árið 1944 varð ísland lýðveldi með sérstökum innlendum þjóð höfðingja, kjörnum af þjóðinni sjálfri. I kjölfar allra þessara stjórn- arfarsbóta fóru miklar framfar ir á mörgum sviðum. Það var eins og þjóðin tæki nýjan fjör- kipp við hverja þessara stjórn- farsbóta. En aðalspretturinn er arfarsbóta. En aðalspretturinn er og verður ekki um þegar far vera framundan. í stað þess að reyna að telja upp framfarir síðastliðinnar hálfrar aldar, framfarir á sviði atvinnuveganna, framfarir um tækni, framfarir um heilsu og hollustu þjóðarinnar og um alla aðbúð og bættar lífsvenjur, vil ég benda á þetta: Að vísu höfum vér á þessum 50 árum stokkið, svo að segja í einu stökki úr miðalda- myrkri í dagsbirtu nútímans. Það hafa fáar aðrar menning- arþjóðir gert, máske . þó af þeirri einföldu ástæðu, að þær voru flestar um síðustu aída- mót komnar miklu lengra en vér Islendingar. En — £að er varlegra að leggja réttan mælikvarða á þetta. Að venja oss ekki á það að telja oss sjálfum tru um og reyna að fá aðra til að trúa því, að vér séum yfirleitt vitr- = ari, gáfaðri, duglegri og fram- sæknari en aðrar þjóðir án þess þó að vanmeta hæfileiká vora. Einnig með öðrum þjóðum hafa orðið stórkostlegar framfarir á sömu eða líkum sviðum sem . með .oss. Það mun hafa verið árið 1928. Ég var viðstaddur setn- ingu þings norrænna verkfræð- ínga í Kaupmannahöfn. Slíkt - þing hafði þá ekki verið haldið þar í 30 ár, ekki síðan árið 1898. I setningarræðu sinni rifj aði forseti þingsins upp stutt- lega þær tækniframfarir, sem orðið hefðu almenningseign að meira eða minna leyti á undan förnum 30 árum, og bætt lífs- kjör fólks á ýmsan hátt. Árið 1898 var óþekkt eða lítt þekkt, á Norðurlöndum að minnsta kosti það, sem nú skal talið og ég man eftiru Bílar, mótorar, dieselmótorar, útvarp, flugvél- ar, röntgengeislar, radium, Talsímar voru af mjög skorn- nm skammti, rafljós og bað- tæki í íbúðum sjaldgæf. Mið- stöðvarhitun í húsum sama sem óþekkt. Grammófónar og kvik- myndir á byrjunarstigi. Raf- magnsnotkun til eldunar, hit- unar og sem aflgiafi véla varla þekkt og rafmagn til Ijósa frem ur sjaldgæft. — Ég var sjálfur 17 ára þetta ár, 1898. Ef ég hitti í dag 17 ára ungling og segði honum, að svona hefði það verið í heiminum þegar ég var á hans aldri, mundi hann varla trúa mér. Og hve mikið af nýjungum, sem voru óþekkt ar árið 1928 hafa ekki komið fram síðan? Af slíkum nýjung- um síðustu áranna nefni ég að- eins kjarnorkuna og öll undra- lyfin til læknisdóms. Þessi aukna tækni og þessar nýjungar eru flestar ekki sér- eign einstakrar þjóðár. Það dreifist um löndín á líkan hátt og hringmyndaðar bárur, sem koma fram er steini var varpað í vatn. Bárunum fjölgar eftir því, semjfjær dregur staðnum, sem steinninn féll, hringirnir ná yfir stærra og stærra svæði, en bárurnar deyfast líka að sama skapi. Það erholltaðminn ast þess, að þær framfarir, sem hér hafa orðið hafa einnig orð- ið í öðrum löndum. Ef ég held mér við samlíkinguna um stein inn, erum vér' íslendingar máske, um sumt, staddir þar, sem hringbáran er fjærst staðn um sem steinninn féll í vatnið, og minnst fer fyrir bárunni. Er vér gerum oss þetta ljóst, skulum vér heldur miklu frem ur 'einbeita huga vorum að því, að dragast. ekki aftur úr öðrum, heldur fylgjast vel með og reyna að láta það ekki koma fyrir aftur, að segja megi með sanni að vér séum langt á eftir öðrum þjóðum. Ég hygg að ohætt sé að segja, að skilyrði fyrir þessu eru til frá náttúrunnar hendi, ef oss vantar ekki vilja, vit og þekk- ingu til þess að notfæra þau á réttan hátt. Atvinnuvegir vorir eru nú fjölbreyttari en áður var, og margt mætti um þá þróun segja og framtíðarmöguleika ýmissa atvinnugreina. En ég hygg, að fiskveiðar og landbúnaður muni í framtíðinni eins og hing að til verða höfuðatvinnuveg- ir vorir og því megi ekkert láta ógert til þess að auka þessa atvinnuvegi og bæta. Kringum ísland og allt upp í landsteina hafa verið, eru enn, og verða væntanlega áfram, einhver auðugustu fiskimið heimsins. íslendingar eru dug- legir og áræðnir sjósóknarar. Vér höfum nýtízku skip og báta til fiskfanga, mjög góð frystihús, þar á meðal hrað- frystihúsin, þurrkhús og verk- smiðjur af ýmsu tæi. Nú mætti halda, að með þeirri að- stöðu sem það veitir, að ísland liggur svo vel við til þess að nytja þessi auðugu fiskimið við strendur landsins, og góð tæki eru. fyrir hendi, ætti oss að vera vel borgið. Eru það þá ó- höpp eða tilviljun, að fiskút- gerðin íslenzka berst nú í bökkum? Er það verðbólga, dýrtíð og gengisfelling krón- unnar, sem er eina orsökin til þess? Ef vel er að, gætt mun það koma fram, að enn er á- bótavant um þekkingu, og hag sýni og fleira á þessu sviði. — Eftir því, sem mér skilst, hafa vísindin þó á seinni árum ver- ið tekin meira í notkun af sjáv arútveginum en fyrr, með góð- um árangri, það, sem það nær enn þá. Útgerðarmaður sagði mér einhverntíma að hann hefði góð an hagnað’ af útgerð sinni, en nágranni hans með samskonar impar, 1 og 2 ljósa, kr. 135,00 og 182,25. Véla- og raftækjasalan, Tryggvagötu 12, Sími 81279. Sveinn Björnsson forseti. skip hefði tapað á sinni útgerð, þótt aflamagn skips hins síðar- talda væri meira. Er ég spurði hann um það, hver væri lausn þessarar gátu, sem þetta var í mínum augum, svaraði hann: Meiri hagsýni um olíueyðslu, veiðarfærameðferð ög á fleiri sviðurn. Eigum vér ekki eitt- hvað ónumið land hér? í vor, sem leið, komu hingað amerískir menn til þess að at- huga fiskveiðar vorar, meðferð á afla á sjó og landi og gefa leiðbeiningar um umbætur. í skýrslu, sem þeir gáfu ríkis- stjórninni að loknum athugun- um, kemur fram nokkur gagn- rýni á meðferð sjávarfangsins. í henni er hvatt til meiri vöru- vöndunar, leidd athygli að því að ekki séu nýttar nógu vel sumar fisktegundir, sem góður markaður sé fyrir erlendis, bent á, hvernig hagnýta mégi vinnuaflið betur en gert hefur verið til þessa, og meiri véla- notkun. Fylgjást mætti betur með margskonar nýjungum og notfæra sér betur þekkingu manna, sem hafa fengið sér- menntun. Ég sá einhversstaðar í blöðum, að of mikil gagnrýni væri í skýrslunni og að menn- irnir hefðu ekki borið oss nógu vel söguna. Ég get ekki neitað því, að það vakti athygli mína er ég las þessa skýrs’u, hve margt þó væri óbótavant um fiskveiðar vorar og meðferð sjáyarfangs. Frá mínum bæjar dyrum séð virtist mér aðallega áfátt um tvænnt: Þekkingu og nóga vandvirkni. Ég minntist þess, að upp úr síðustu alda- mótum var það einn maður sem með þekkingu .sinni og kröfuhörku um vandvirkni tókst að ávinna aðalútflutnings vöru vorri þá, saltfiskinum, það álit erlendis, að hann væri betri vara en saltfiskur annarra þjóða. Jafnvel þeir, sem þá voru óánægðir með kröfuhörku Þorsteins heitins Guðmunds- sonar yfirfiskimatsmanns um vandvirkni, urðu þó síðar að viðurkenna, að hann hefði unn ið íslandi ómetanlegt gagn með starfi sínu. Ég óska þess að bæði þessi gagnrýni, sem ég nefndi, og önnur gagnrýni, sem- á rökum er reist, megi frekar verða oss áminning og hvöt um að auka þekkingu yora og vandvirkni en orsök til óánægju. Þá vil ég minnast nokkuð á hinn aðalatvi.nnuveginn, land- búnaðinn. Ég gerði hann sér- staklega að umtalsefni í síð- asta áranxjtaávarpi mínu og skal því vera fáorðari nú en ella. Þá benti ég m. a. á það, hve frjó væri gróðurmoldin ís lenzka og. önnur góð skilyrði fyrir því að reka landbúnað hér á landi, hve farsæll atvinnu- vegur og hve mikill undirstöðu atvinnuvegur landbúnaðurinn hefði reynzt með flestum þjóð- um. Ég minnti á það, hve þekk ingu vorri er skammt á veg kom ið, jafnvel um sum undirstöðu atriði búskapar. Að hér þyrfti úrrbóta, með því að taka vísind in meira í notkun við landbún- aðinn en verið hefur til þessa, og um nauðsvn tilraunabúa. Reynslan með öðrum þjóðum hefur sýnt, að nú á tímum ,eru .vísindalegar rannsóltnir, sem reyndar séu á. góðum tilrauna- búum, eini rétti grundvöllurinn , undir góðri og hagnýtri jarð- rækt. Vísindin og tilraunabúin j leysa úr mörgum þeim vanda- máíum, sem . bændur þurfa að fá leyst úr, ef ræktun og önnur jarðyrkja á að verða gerð með þeirri beztu niðurstöðu, sem völ er á. Að vísu rná fræðast um margt í þessu efni af er- lendum bókum og tímaritum, i sem. byggja á reynslu í öðrum jlöndum. En, þótt ýmsar grein- i ar vísindanna séu alþjóðlegar, verða þessi vísindi að vera nokkuð þjóðleg. Jarðvegur, landshættir, veðurfar og fleira er svo misjafnt í löndunum, og öðruvísi hér en víða annars- staðar._ Og þetta er einpig mis- jafnt innanlands eftir. lar.ds- hlutum í svo víðáttumiklu landi, sem ísland er. M. a. þess vegna verða tilraunabúin og að vera mörg, víða um landið, svo að gagni komi. I þingræðu fyrir einni öld minnist Jón Sigurðsson á „vís indalega kennslu“ bænda. Þetta voru að vissu ieyti spádóms- orð þá. Því þá var ekki komið fram eins vel eins og nú hve mikils vert það er í öllum lönd- um, að landbúnaðurinn byggist á vísindalegum grundvelli. Það er mín skoðun, að meö því að flytja til innan þeirra fjárhæða, sem veittar eru af opinberu fé til landbúnaðarins, mætti skapa íslenzkum vísind- um aligóð skilyrði til þess a3 verða undirstaða allrar jarð- vrkju á íslandi. og einnig.koma upp á nokkrum árum hæfileg- um tilraunabúum á mörgum stöðum á landinu. ,.Ég hj'gg að þetta mundi á næstunni hag- nýtasti stuðningurinn,' sem hægt væri að veita íslenzkum bændum af opinberu fé. Einn af forustumönnum bún- aðarmála á íslandi kynnti sér síðastliðið sumar landbúnaðar rnál Breta. Hann segir svo frá, að þegar brezka þjóðin barðist fyrj^ lífi sínu og tilveru, í síð- asta ófriði, uppgötvaði húa skyndilega hin vanræktu auo- æfi enskrar moldar. Hann bæt- ir við: ,,Og það var ekki neia vanmáttug þjóðfélagsstétt, sem nú lagði hönd á plóginn, held- ur heil þjóð og einhuga“. I þessu mættum vér íslendingar fara að dæmi Breta, því auð- æfi íslenzkrar moldar eru til, en hafa verið vanrækt. Ég get ekki stillt mig um a'ð minnast á atriði, sem vakti eft- irtekt mína í sumar, sem leiS. í smágrein í aðalbúnaðarblaðí voru um ráðningastofu land- búnaðarins las ég þessi um- mæli: „Framboð af unglingum var mjög mikið, en þar eð stór hóþur reykvískra unglinga heí ur takmarkaða leikni í sveits- störfum, voru bændur ekki gleypigjarnir við tilboðum af því tæi“. Ég held að hér sé einhver misskilningur eða van- mat á ferðinni. Hér á Bessa- stöðum hafa unnið unglingar úr bæjum undanfarin ár. Reynslan er sú að þeir, þótt óvanir séu í fyrstu, verða furðu fljótt leiknir í sveitascörfum. Bændur munu yfirleitt telja þjóðinni hollt, að sem flestir vinni sveitastörf; ,,að strauro- urinn hverfi aftur frá bæjuh- um til sveitanna." eins og það er orðað stundum. Eru um- mælin „framboð af unglingum var mjög mikið“ ekki einmitt gleðilegur vottur um að straumurinn sé að snúast? Er það ekki að vinna á móíi þess- ari straumbreytingu, ef bænd- ur almennt vilja ekki gefa bæj- arunglingum tækifæri til þess að læra sveitastörfin, með því að' ráða þá til vinnu, þótt þeii hafi einhverja fyrirhöfn af þvi að kenna þeim fyrstu hand- brögðin? Ég tel, að á sviði landbún- aðarins beri einnig að vera . 'i Framhald af 7. síðu. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.