Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 8
Börn og unglingar. Komið og seljið AlþýðublalSiö. Alir viljakaupa AlbýftublatSið. Gerlzt áskrifendui'j að Alþýðublaöinu. . Alþýðublaðið inn H bvert heimili. Hring- ið í síma 4900 og 4900* iergfloúnn í höfn Það er oft stormasamt á Norðursjó að vetrarJagi, — stundum svo að fiskiskipin verða að Ieita hafnar. Hér sést fiskiflotinn í Esbjerg á Jjtiandi aiiur í höfn. Það er stormur úti fyrir. Verður sfofnaður sjóður fil að lána íslenzkum námsmönnum erlendis? VIÐ AFGREIDSLU fjáilaganna samþykkíi alþingi tillögu frá ráðurieytinu um 200 þúsund króna hækkun -styrkja íil ís- lenzkra námsmanna erlendis. Þá var einnig samþykkt breyt- ingarti laga frá Birni Ólafssyni menntamálaráðherra, þess cfn- is, að allt að 400 þús. kr. af hcildarupphæð styrkjanna skyldi ganga til þeirra ísl. námsmanna, sem byrjað höfðu náni sitt ytra 1949 eða fyrr, þ. e. á'ður en gengi íslenzku krónunnar var fellt hið fyrra sinn. ?79 vistmenn á Elli- isimilinu um áramót UM ÁRAMÓTIN voru sam- tals 279 vistmenn á hj”ukrunar- og elliheimilinu Grund, þar af 204 konur og 75 Karlar, Um áramótin 1949—'50 voru vist- mennirnir 254, og hefur aukn- ingin á árinu því verið 25. Á árinu komu samtais 96 konur og karlar á heimilið, 34 fóru og 37 dóu. Meðalaldur dáinna á árinu 65 ára og eldri var sem hér segir: Konur 80 ára og 7 mánaða. Karlar 79 ára og 1 mán. Meðalaldur 79 ár, 7 mánuðir. Meðal dvalartími 2 ár og 177 dagar. Máifundur FUJ í kvöld MÁLFUNDAHÓPUR FUJ kemur saman í kvöld í Brciðfirðingabuð ld. 8,30. Umræðuefni vcrður: Áfeng- ismálin. Framsögumenn: Oddgeir Þorleifsson og Jón Ilaukur Stefánsson. Leið- heinandi er Gylfi Þ. Gísla- son. Meðlimir eru minntir á - að mæta stundvíslega. ♦ Með þessari afgreiðslu máls- ins er námsmönnum þessum veitt mikiisyerð aðstoð. I erindi, sem umboðsmenn námsmannanna höfðu sent menntamálaráðherra og alþing ismönnum, lögðu þeir einnig j til að stofnaður yrði sjóður, i sern gæfi íslenzkum náms- 1 mönnum erlendis, sem langt væru komnir í námi sínu, kost á að fá hagstæð lán til að Ijúka náminu. Á stúdentsárum sín- um, fyrir nálega þrjátíu árum, stofnaði Lúðv. Guðmundsson skólastjóri slíkan sjóð við há- skólann hér. Vextir af lánum úr sjóðnum eru 3,5 L. I greinargerð sinni með till. þessari leggja flutningsmenn til og óska þess, að ,,alþingi nú leggi fram allt að 1 millj. kr. stofnframlag til slíks sjóðs“. Enn fremur segja þeir: ,,Er það jafnframt álit. okkar, að í fram- tíðinni mætti að verulegu leyti draga úr veitingum óaftur- kræfra námsstyrkja, ef náms- mönnum yrði gefinn kostur á a.ð fá hjá slíkum sjóði nátnslán með hagstæðum kjörum. Reynsla sú, sem fengizt hefur af starfsemi lánasjóðs stúdenta hér á landi, í Noregi og Dan- mörku, sýnir, að til hreinna und.antekninga má telja, að slík námslán endurgreiðist eigi skilvíslega og að fullu.“ Tillaga þessi hefur mælzt mjög vel fyrir meðal þing- manna og má líklegt telja, að ¥arar við, að ráðið sé aðkomufólk lil Sandgerðis á kom- B B 1 A'ðalfundiir verka- íýðsfélagsins þar haldinn 30. f. rn. AÐALFUNDUR Verkalýðs- og sjómannafélags Miðnes- hrepps, Sandgerði, var haldinn laugardaginn 30. desember 1950. í stjórn voru kosnir Páll O, Pálsson íorrfiaður, Margeir Sigurðsson ritari, Elías Guð- mundsson gjaldkeri, Jón Júlí- usson og Karl Bjarnason með- stjórnendur. Aðalfundurinn samþykkti einróma að fara þess á leit við atvinnurekendur, að þeir réðu ekki aðkomufólk á komandi vetrarvertíð nema þá í fullu samráði við verkalýðsfélagið. Fjölgað hefur í félaginu um fjörutíu manns á árinu. Eru fé- lagsmenn nú 170 talsins. Róleg áramót á Ákureyri Frá fréttaritara Alþýðubl. AKUREYRI. ÁRAMÓTIN voru mjög ró- leg hér fyrir norðan. Á gaml- ársdag var hríðarveður og setti niður mikinn snjó í logni. Á nýársnótt var lítil umferð á götum úti og engar óspéktir. HAFR. Rólegasía gamlár: Pó var eiils'samt hjá síökkviliðiuy. ----------------------^---------- GAMLAÁRSKVÖLÐ 1850 var rólegasta gamlaarskvöld, sem lögreglan í Reykjavíkur hefur áíí í þrjátíu ár. að því er hún sjálf telur. Engin teljandi spellvirki vom framin og óeirS- ir voru hverfandi titlar. ASeins fjórir menn voru látnir í kjall- ara lögreglustöðvarimiar vegna ölvunar á nýársnótt, en hina vega tók lögreglaji um 20 unglinga og hélt þeim irmi í lögreglu- stöðinni um kvöldið, en þeir höfðu reynt að cfna til óláta í miö- bænum. innan skamms verði borið fram á þingi frv. um stofnun sjóðsins. S’ökkviliðið var hins vegar mikið á ferðinni um nóttina, og var kvatt út samtal.s nfu sinnum frá kl. 10,30 um kvöíd- ið til kl. 5,30 á nýársdags- morgun, en hvergi var um al- varlegan eldsvoða að ræða og í þrjú skipti var það gpbbað. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær hjá Guð birni Hanssyni varðstjóra, en hann hefur verið í lögreglu- liðinu yfir þrjátíu ár. var þetta rólegasta gamlárskvöld, sem hann man eftir. Sagði hann, að sáralítið hefði verið um óknytti, að undanteknu því, að fyrripart kvöldsins hefði dálítið af unghngspiltum safnazt saman í Miðænum og gert sprengitilraunir. Hefði lögreglan því tekið forsprakk- ana, sem hefðu verið um 20, og síðan hefði þeim verið hald- ið inni á lögreglustöðinni fram vfir miðnætti, en þá var þeim sleppt aftur. Að minnsta kosti ein sprengja sprakk í Austur- stræti, en hún Varg engum að meini. Enn fremur voru nokkr ir'piltar með grjótkast, og lenti steinn inn um bílrúðu, og skarst bílstjóxinn nokkuð. Eng in rúðurot. urðu í Miðbæn- um, eins og oft hefur borið við á gamlárskvöld, að undan- teknu því, að rúða brotnaði í Bókaverzlun ísafoldar og mun það fremur hafa stafað af ó- happi en ásetningi. Ekkert var um íkveikjur i Miðbænurn, og taldi Guðbjörn pað því að þakka, að efnt var til þriggja brenna í úthverfum bæjarins, en þær drógu að sér gjölda manns. Fyrir það varð líka mun færra fólk í rniðbæn- um, en annars hefði orðið. Brennurnar voru á þessum stöðum: Hagatorgi, Klambra- túni og á mótum Sigtúns og Laugarnesvegar. Komu þús- undir manna að þessum brenn um, bæði börn og fullorðnir, og flestir hurfu heim á leið f ð þeim loknum, enda var kalt í veðri. Um tólfleytið var allmargt fólk niður við höfn, en þó mun færra en venjulega, og mun það nokkuð hafa stafað af kuldanum. Þar fór allt fram meg mestu prýði. I samkomuhúsum bæjarins var ekkert um óeirðir, og drykkjulæti voru mjög lítið áberandi, eins og sést bezt á því, að einungis fjórir menn j?istu . kjallara lögreglunnar á nýársnóttina. ERÍLSSAMT IIJÁ SLÖKKVI- LIÐINU. Þótt lögreglan hafi haft ró- legt gamlárskvöld, varð aller- ilsamt hjá slökkviliðinu. Alls var það kvatt út níu sinnum. I fyrstu tvö skiptin var það gabbað út og það frá bruna boðum sér í miðbænum og sícS ar um nóttina var þag gabbað í þriðja sinn. Ein kvaðningin var út af eldi sem var í hitaveitustokk við Bústaðaveg, og er talið líklegt, að þar muni hafa verið kveikt í rusli. Þá var slökkvi’iðið tví- vegis kvatt að húsúm, þar sera svo hafði borið til að flugeldar höfðu farið inn um glugga og kveikt í gluggatjöldunum. í báðum tilfellunum var þetta í mannlausum íbúðum, tn fólk í sömu húsum varð eldsins vart og slökkti hann áður en slökkviliðið kom. Á einum stað hafði kviknag í kolakassa und ir eldavél, en litlar skemmdir urðu þar. Og yfirleitt varð ekk- ert tjón á þeim stöðum, sem í kviknaði þessa nótt. Dr. Karl Renner. DR. KARL RENNER, hinra frægi jafnaðarmaður og forseti Austurríkis, lézt í Vínarborg daginn fyrir gamlársdag, átt- ræður að aldri. Karl Renner var í tölu mik- ilhæfustu og virtustu stjórn- málamanna Evrópu. Hann var kanzlari Austurríkis tvisvar sinnum, upp úr fyrri og síðarl ! heimsstyrjöldinni, og kosinn forseti landsins 1947. Blöð og stjórnmálaleiðtogar lýðræðisríkjanna hafa farið miklum viðurkenningarorðum um dr. Karl Renner og störf hans í tilefni af andláti hans. Renner var einn af afkasta- mestu og áhrifaríkustu rithöf- undum jafnaðarstefnunnar, og liggur eftir hann fjölda gagn- merkra bóka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.