Alþýðublaðið - 25.02.1951, Side 8

Alþýðublaðið - 25.02.1951, Side 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðubfaðinu. Aliþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- ið í sími 4900 og 4906 Sunnudagur 25. febrúar 1051 Börn og unglingat* Komið og se'ljið Alfjýðublaðið Allir vilja haupa A I þ ý ð u b I a ð i ð íogaranum, lem ral á land í Eiðiivík, náS út ígær TOGARINN HELGAFELL, sem rak á land í Eiðisvík fyrír nokkrum dögum, náðist á flot um sjöleytið í gærmorgun, en þá var flæður. Dráttarbáturinn Magni ,náði skipinu á flot og dró það til Iteykjavíkur, en þar verður bað tekið upp í slipp og gert að skemmdura. Ekki eru þær þó taldar miklar. AÐEINS EINN LISTI kom fram til kjörs stjórnar og trún- aðarmanna.ráðs í Verkalýðsfé- lagi Vestmannaeyja, og urðu því þeir, er á listanum voru, sjálfkjörnir í trúnaðarstöður fé- lagsins. Fráfarandi stjórn og trúriað- armannaráð báru listann fram og voru á honum’lýðræðíssinn- ar eingöngu. Kommúnistar treystu sér ekki til að bera fram lista. Hina nýju stjórn skipa þess- ir menn: Pétur Guðjónsson Kirkju- bæ, formaður, Jón Stefánsson Bárustíg 11, varaformaður, Ást bjartur Sæmundsson Heiðar- vegi 57, ritari, Jón Magnússon Kirkjuveg 64, gjaldkeri, Árni Stefánsson Faxastígt fjármála- ritari. Varastjórn skipa, Sig- urður Magnússon Vesturveg 19, ritari, Bjarni Bjarnason Vestmannabraut 52, gjaldkeri og Gunnlaugur Gunnlaugsson Hörpugötu fjármálaritari.' Elías Sigfússon.- fyrrverandi formaður félagsins baðst mjög eindregið undan endurkosn- ingu. _________ Lélegasta línuver- líð, seni menn muna íjyjum Frá fréttaritara Albýðubl. VESTMANNAEY JUM. LÍNUVERTÍÐIN í Vest- mannaeyjum er sú lélegasta, sem menn muna eftir hér, og eru bátar nú sem óðast að bú- ast á netaveíðar. Mótorbáturinn Lundi lagði þorskanet sín í fyrsta sinn í fyrradag og fékk þá ekki nema 750 stykki, mest ufsa. í gær aflaði hann hins vegar um 2600 stykki og var um helmingur af því þorskur og hinn helming- urinn ufsi. Aðrir bátar eru nú sem óðast að búast á netaveiðar. Ægir er nú kominn til Vest- mannaeyja og á að annast þar eftirlit á vertíðinni. PÁLL. Keiscirabrúðkaupið í Iran Mobamed Reza Pahlevi, shah eða keisari í Iran, kvæntist fyrir nokkrum dögum í annað sinn og gekk að eiga Soraya Efandi- arri, hefðarmey, sem er persnesk í föðurætt, en þýzk í móður- ætt. Það er sagt, að það hafi ekki verið r.ein smáræðisviðhöfn, en brúðkaupið fór fram í Teheran; sérstaklega var brúðar- kjólnum við brugðið og öðru skarti brúðarinnar, sem meðal annars bar hring, er kostaði um 200 þúsund krónur. — Hér sjást þau keisarahjónin saman á myndinni. Hann er 31 árs, hún 19 ára. Hann skildi við fyrstu konu sína, systur Farouks Egiptalandskonungs, 1948. Yörn Kínverja á miðvígsföðv- unum fer affur harðnandi --------------»------ FranrivarÖasveitir, sem komust inn í Ho* engsong í gær, urðu að hörfa þaðan aftur HERSVEITIR KÍNVERJA veittu aftur harðvítugt viðnám á miðvígstöðvunum í Kóreu í gær; og framvarðasveitir sam- einúðu þjóðanna, sem brutust inn í Hoengsong, án þess að verða varar við nokkurn her í borginni, urðu a'ð hörfa þaðan aftur fyrir stórskotahríð Kínverja af hæðunum umhveríis. Hvengsong er borgin, sem mest var barizt um og Kínverj ar tóku í byrjun gagnsóknar sinnar á dögunum. Undanfarna daga hafa hersveitir sameinuðu þjóðanna aftur verið að nálgast hana og kom í gær í ljós að Kín verjar eru farnir úr borginni sjálfri ,en hafa búizt vel fyrir á hæðunum umhverfis hana. FJÓRÐI HERSHÖFÐINGINN, SEM BÍÐUR BANA Moore hershöfðingi, hinn ameríski yfirmaður hersveita sameinuðu þjóðanna á miðvíg- stöðvunum í Kóreu, beið bana í gær, er þyrilflugvél hans hrapaði niður í Hanfljótið. Moore hafði fyrir skömmu síðan verið skipaður yfirmað- ur hersins á miðvígstöðvunum. Hann er fjórði hershöfðinginn í liði sameinuðu þjóðanna, sem bíður bana í Kóreu. Sfjómarfcjörið í Iðju Framhald af 1. síðu. manns kjörstjórnarinnar, Þor steins Péturssonar, að hann bryti í bága við reglur og venjur. Þessi tilmæli hafði binn kommúnistíski meirihluti kjörstjórnarinnar að engu, og hélt stjórnarkosningin því á- fram tilsettan tínta í gær, og mun vera ætlunin að Ijuka henni í kvöld eins og auglýst var. . Efu allir lýðræðissinnar í Iðju hvattir til þess að láta, þrátt fyrir holabrögð komm- únista og lögleysur, ekki und ir höfuð leggjast að koma á ÚmmæSi efengisvarnaoefodars Seyíi til að selja vín á samkomum -------------#----—. ÚíHokað aÖ féíögio fái framvegis vínveit- ingaleyfi, eftir yfirlýsingy nema reg^Iugerðarbrot komi til. ---------------•-------- ÁFENGISVARNANEFND telur nú, að lögreglustjóri hafi ekki gefið út vínveitingaleyfi í þeim tilgangi a’ð einstakir menn eða félög græddu á þeim, —• það hafi þeir, sem Ceyfin fengu, tekið upp hjá sjálfum sér. Þessi ummæli áfengisvarnanefndar eru fram komin vegna yfirlýsingarinnar á þingi j.B.R., þar sem vínveitingar íþróttafélaganna eru réttlæítar með því, a$ félögin verði að afla sér fjár til starísemi sinnar með því aS hafa vínveitingar á opinberum samkomum, er þau lialda. Þet'ta telur áfengisvarna- nefnd skýlaus lagabrci, og varp ar fram þeirri spurningu, hvað myndi t. d. gert við bílstjóra, sem auglýsti hvað eftir annað, að hann seldi áfengi til þess að hafa ofanaf fyrir sér. Fara hér á eftir ummæli á- fengisvarnanefndarinnar: „Birt hefur verið ályktun frá ársþingi ÍBR „vegna þeirra al- varlegu og ómaklegu árása, sem íþróttahreyfing höfuðstaðarins hefur orðið fyrir af hálfu Á- fengisvarnarnefndar Reykja- víkur“, eins og það er orðað. Þar til er því að svara, að á- fengisvarnarnefnd hefur ekki gert neinar árásir á íþrótta- hreyfinguna, heldur á það ó- sæmilega framferði sumra í- þróttafélaga að hafa vínveit- ingar á skemmtunum og sam- komum sírium, en það hljóta allir heiðvirðir menn að for- dæma. Áfengisvarnanefnd aðvaraði forráðamenn íþróttanna í tíma, og vænti þess að þeir mundu sjálfir kippa þessu í lag. En er það varð ekki, varð áfengis- varnanefndin, skyldu sinni sam kvæmt, að benda yfirvöldun- um á þennan ósóma. Þá er því borið við að á- kvæði reglugerðar um undan- bágur til vínveitinga séu mjög óljós — og var við sat. En nú hefst nýr þáttur í þessu máli, og að honum stend ur ekki Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur, heldur íþrótta- mennirnir sjálfir. Þ>eir lýsa því yfir hiklaust, bæði í blaði sínu „Sport“ og þessari ályktun ÍBR, að íþróttafélögin hafi haft þess ar vínveitingar til þess að græða á þeim fé. Hvað sem sagt verður um reglugerðar ákvæðin viðvíkj- andi útgáfu vínveitingaleyfa, þá orkar varla tvímælis hvað átt er við í 16. grein reglu- gerðarinnar: þ.Lögreglustjórar geta ekki neytt heimildar þeirrar, til að leyfa að áfengi sé um hönd haft í félagsskap, sem ræðir um í 17. gr. 2. mgr. áfengislaganna, nema í veizlum, samsætum, og öðrum slíkum samkvæmum, þar sem sýnt er, að félagskap- urinn í heild eða einstakir þátt kjörstað og krefjast þar rétt- ar síiis til að kjósa, hvort sem þeir hafa verið strikaðir út af kjörskrá eða ekki. takendur í honum hafa ekki fjárhagslegan hagnað af. Slík íeyfi til vínnautnar í sam- kvæmum, sem haldin eru á veit ingastöðum, ef ætla má, að til þeirra sé stofnað í tekjuskynl fyrir veitingahúsið11. Lögreglustjóri hefur ekkl gefið út vínveitingaleyfi tií bess að einstakir menn eða fé- lög græddu á heim. Það hafa þeir, sem leyfin fengu, tekið upp hjá sjálfum sér. Vér vit.um ekki hvað gert vrði við bílstjóra, sem auglýsti hvað eftir annað. að hann seldi áfengi til þess að hafa ofan af fyrir sér. Vér vitum heldur ekki hvað gert verður við íþróttafélögin eftir þessar yfirlýsingar beirra. En mikið er frjálsræðið í því landi, þar sem menn þykjast að ósek.ju geta lýst á hendur sér verknað, sem varðar refsingu samkvæmt lögum eða öðruí® fyrirmælum.“ 18 000 þrýsfilofls- hreyflar á mánuðl og 35 000 skrlð- drekar á ári CHARLES E. WILSON, forseti hergagnaframleiðslu- ráðsins í Bandaríkjunum, lét svo um mælt í gær, að Banda- ríkin yrðu að verja 150 millj- örðum dollara til vígbúnaðar á næstu tveimur árum til þess að búa her sinn betri vopnuna en nokkurt annað ríki í heim- inum. Wilson sagði að markið væri meðal annars að framleiða 1S þúsund þrýstiloftshreyfla á mánuði og 35 þúsund skrið- dreka á ári. Sllérnarkosning i Miraraféfafi Reykjavíkur SJÓRNARKJÖR stendur yf- ir í Múrai'afélagi Reykjavíkur að viðhafðri allsherjaratkvæða greiðslu. Kosið er í dag frá kl. 1—9 síðd. og er kosningu þá lokið. Kosningin fer fram í Kirkjuhvoli.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.