Alþýðublaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐÍÖ Þriðjudagur 21. nóv. 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- iréttaritari: Helgi Sæmundsson; auglýs- Ingastjóri: Emilía Möiler. Ritetjómarr símar: 4901 og 4502. Auglýsingasími 4S06. AÍfgreiðslusími 4900. Aðsetur: Al- þý'öujsúsið. Alþýðuprent*miðjan h.f. Universka hveifli ÞJÓÐVILJINN reynir mjög að sannfæra lesendur sína um það, að vöruskiptaverzlun sé bjargræði íslenzku þjóðarinn- sr. og hvetur komúnistablaðið óspart til þess, að slík viðskipti séu tekin upp í síórum stíl við íöndin austan járntjaldsins. Fé- lagasamtök, sem kommúnistar ráða eða hafa sterk ítök í, taka undir- þennan áróður og gera samþýkktir um, að við eigum að hverfa að vöruskiptaverzl- un eftir því sem við verði kom- ið. En hver er svo sannleikur- inn um þetta mál? Er vöru- skiptaverzlunin eins hagkvæm og kommúnistar vilja vera láta? Þeir, sem fylgzt hafa með utanríkisviðskiptum íslendinga á liðnum árum, þurfa engum blöðum um þetta að fletta. Vöruskiptaverzlunin er svo ó- hagstæð, að það er mikill á- öyrgðarhluti að taka hana upp í smáum stíl, hvað þá í þeirri mynd, sem kommúnistar vilja. Enda er síður en svo þjóðar- hagur, sem vakir fyrir komm- únistum, þegar þeir krefjast vöruskiptaverzlunar Ástæð- urnar eru sannarlega allt aðrar. * Glöggt dæmi um þetta eru kaupin á ungverska hveitinu í ckiptum fyrir freðfisk, sem kommúnistar hafa barizt fyrir af miklu offorsi undanfarið. Þetta ungverska hveiti er 44,8% dýrara en hveiti frá Kanada, sem nú er hægt að Eesta kaup á vestan hafs. Þessi viðskipti verða því í raun og veru ekkert annað en ný dul- búin gengislækkun. Framleið- endur hér á landi geta að vísu selt vörur til Ungverjaiands á grundvelli þessara viðskipta. En varan, sem vig fáum í stað- inn er miklum mun dýrari en sams konar vara annars staðar t’rá. Verðmuninn á almenning- ur í landinu að greiða. Með þessum viðskiptum er þannig verið að leggja nýjar dyrtíðar- byrðar á herðar a’þýðu manna við sjó og í sveit á íslandi, og hveiti er vara, sem ekkert neimili getur án verið. En ekld nóg með þetta. Auk þess er fullyrt, að gæðamunurinn á hveitinu frá Ungverjalandi og Kanada sé svo mikill, Kanada- hveitið svo mildð betra en hið ungverska, að engum ' ltunn- áttumanni detti í hug að bera það saman. Það leikur því ekki i tveim tungum, hvað hér er að gerast: Kommúnistar eru að krefjast þess, að inn sé flutt frá Ungverjalandi miklun' mun dýrara og lakara hveiti en okkur stendur til boða að kaupa vestur í Kanada. Og' þessum vilja sínum eiga þeir að fá framgengt! Annað dæmi skal tekið þessu til enn g’eggri skýring- ar. Hér hefur verið mikill og tilfinnanlegur skortur á Ijósa- perum undanfarna mánuði. Nú mun von á því, að inn verði fluttar Ijósaperur frá Austur- ríki, keyptum á grundvelli vöruskiptaverzlunarinnar. En þessar ljósaperur reynast að minnsta kosti helmingi dýr- ari en þær, sem hér hafa feng- izt undanfarin ár og okkur standa vafalaust enn til boða. Þannig er allt á sömu bókina lært um vöruskiptaverzlunina. Varan, sem fæst.á grundvelli hennar, er undantekningar- laust stórfellt dýrari og auk þess sýnu lakari oft og tíðum. En hvað kemur þá til þess, að Þjóðviljinn, málgagn flokks, sem er í stjórnarandstöðu og þykist berjast gegn dýrtíð og verðbólgu, heimtar þessi við- skipti? Svarið við þessari spurningu er ofur auðvelt. Kommúnistar berjast fyrir sem mestum viðskiptum við lönd- in austan jáintjaldsins, en þau hafa yfirleitt ekki upp á ann- að að bjóða en vöruskipti. Jafn framt eru þeir í óða önn að 'tofna heildsölufyrirtæki, sem ná . að sjálísögðu greiðlega V'erzlunarsamböndum í ríkjum þeim, þar sem kommúnistar ráða. Þessi heildsölufyrirtæki eiga að raka saman gróða á vöruskiptaverzluninni við lönd Ln austan járntjaldsíns. Þau eru stofnuð af kommúnista- flokknum, og gróði þeirra á að renna til hans, svo að hægt sé að reka og efla rússneska Irúboðið á íslandi. Það er svo sem engin furða, þó að Þjóð- viljinn beiti sér fyrir vöru- skiptaverzluninni við ríki kommúnismans í Mið- og Aust ur-Evrópu. Hann er að berjast fyrir hagsmunum sínum og tekjustofni kommúnistaflokkn- um til handa. Slíkur er þá sannleikurinn um heilindi kommúnista í bar- áttunni gegn dýrtíðinni og verðbólgunni. Þeir lýsa þess- ari geigvænlegu hættu í ræðu og riti og telja upp afleiðingar hennar. En jafnframt eru þeir sjálfir að hlutast til um að stórauka dýrtíðina og verðbólg una, þegar þeir sjá sér þann leik á borði að græða á því. Þeir hafa eldlegan áhuga á að nýjar álögur verði lagðar á al- menning í landinu, aðeins ef þeir hreppa sinn gróðahlut. Þetta er sannleikurinn um bar áttu kommúnista fyrir vöru- skiptaverzluninni við löndin, þar sem samherjar þeirra drottna. Hér er um að ræða stjórnmálaspillingu á háu stigi. Og va’.dhafarnir eru með und- anlátssemi sinni við kröfu kommúnista.um kaupin á ung- verska hveitinu og önnur, slík viðskipti að skattleggja íslénd- inga itil þess aö tryggja Þjóð- viljanum og rússnesku trú- boðsstöðinni á íslandi reksturs fé úr vasa alls almennings í iandinu. 10 rniðynársföi Slýsa- varnaieiagsins i luar Þjóðræknisféfag Islendinga heldur skemmtifund í Tjarnarcafé í kvöld kl. 8.30. Til skemmtu-'.ar verður einsöngur (Sigurður Ólafs- son), dans og fleira. — Hversdagsklæðnaour. — Aðgöngumiðar á kr. 20 selðir við innganginn meðan húsrúm leyfir. FORMAÐUR Kvennadeildar Slysavarnafé’ags íslands í Reykjavík, frú Guðrún Jónas- srio, og frú Gróa Pétursdóttir, varaíormaður deildarinnar, komu nýlega í skriísíoíu slysa- varnafélagsins og afhentu f. h krónur til greiðslu á leigu I 10 tærra og meira en áður, þar ár fyrir radíómiðunarstöð þá, sem slysavarnafélagið hefur á- kveðið að koma upp'á Garð- skaga í samvinnu við vitamála- stjórnina. En það er landssím- inn, sem leigir félaginu radíó- miðunarstöðina fyrir ákveðið gjald á ári. Kvennadeildin mun og greiða allan kostnað við upp ,em skrifsfofustjóri útvarpsráðs, ..naður, sem starfað hefur við út varpið frá stofnun þess, hefur iiafið haírammar átleiiur á fjár nagslegan.rekstur þess og ctreg- nr sannarlega ekki af. í»JÓÐIN FYLGIST af áhuga með þessum umræðum, án þess Síyr vakinn um ötvárpið. — Hvao gerir mennta- málaráðherra? — Sýning íslenzkra listavcrka erlendis — og hér. STYK HEFUR nú verið vak- listamönnum boð um að senda inn um ríkisútvarpið meirí en út til Noregs sýningu. Listaménn nokkru sinni áður. Oft heíur irnir þáðu þetta góða boð. Nú verið um það tíeilt, en aldrei hef ég heyrt, að í óða önn sé kvennadeildarinnar 12 þúsund , eins og nu, enda er nú tílefnið vsrið að velja verk á sýningu þessa, og væri óskandi að ein- ungis góð listaverk yröu íyrir valinu, svo sýningin mætti verða þjóð okkar til sómá. í sam bandi við val listaverkanna má hvorki ráða um vinskapur né klikuskapur. Aðeins verk sem hafa listgildi eiga að koma til greina, en á sýningum undanfar ið hefur því miður raunin orðið önnur. Má þar t. d. nefna mál- verkasýninguna, sem haldin var í sambandi við Reykjavikursýn ínguna, en á benni voru margar myndir, sem lítið, jafnvel ekk- ert listgildi höfðu. setningu tækjanna. Verður ( þó að hún hafi tekið afstöðu til tækjunum komið fyrir í sér- þeirra, en enginn getur faríö í stakrl viðbyggfngu, er vita-1 neinar grafgötur með það, að málastjórnin lætur reisa við1 hús vitavarðarins á Garðskaga, og munu byggingarfram- kvæmdir í því sambandi hefj- ast nú á næstunni. Á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum, þar sem Slysavamafé- lag íslands einnig lætur setja upp radíómiðunarstöð, er nú lokið undirbúningi, og munu tækin verða sett þar upp innan skamms. menn telja ekki fært eftir það, sem nú hefur komið fram, að þegja við þessu og að hið opin- bera láti eins og ekkert orð hafi verið sagt. Hið eina, sem hægt er að gera er að fyrirskipa rann sókn svo að úr því fáist skorið hvort hér sé í raun Qg veru um saknæmar misfellur að ræða. LISTUNNANDI SKRIFAR: „Fyrir nokkrum vikum sendu frændur okkar, Norðmenn, ís- lenzkum höggmynda- og myml- Thomas Mann og ^friðarþingiðu FJÖLDINN allur af mönnum, sem undirrituðu Stokkhólms ávarp kommúnista í þeirri góðu trú, að það væri stuðn- ingur við málstað friðarins, hafa nú gert sér Ijóst, að þeir voru blekktir. Styrjöld- in í Kóreu hefur orkað mestu í þessu efni, svo og sú stað- reynd, að kommúnistar hafa óspart flokksnýtt hina svo- kölluðu friðarhreyfingu. Þetta hefur orðið til þess; að margir eínlægir friðarsinnar hafa aftuikallað undirskrift sina undir Stokkhólmsávarp- ið, en aðrir una því stór- illa, að hafa látið blekkjast til að skipa sér í sveit með kommúnistum, mönnunum, sem nú hafa kastað grímunni og standa frammi fyrir ger- vöhum heiminu’m sern frið- rofar og níðingar. ÞYZKA Nóbelsverðlaunaskáld- Vð Thomas Mann var í hópi þeirra, sem undirrituðu Stokk hólmsávarpið í góðri trú. Hann mun ekki hafa aftur- kallað undirskrift sína, en nú er komið í Ijós, að hann hef- ur gert sér ljóst, að honum skjátlaðist, þegar hann lagði trúnað á fagurgala kommún- ista. „Friðarþingið" í Varsjá kaus hann heiðursforseta, þótt hann væri þar ekki mætt ur. En í tilefni af því hefur hið heimsfræga skáld lýst yf- ir því, að hann afþakkaði það, hefði neitað að sækja þingið, te’di það sér óviðkomandi og miklu líklegra til að skaða málstað friðarins en styrkja hann. í ÞESSU SAMBANDI vekur það athygli, að Thomas Mann hefur í bréfi til forseta hinn- ar kommúnistísku „heimsfrið- arnefndar“, Fréderíc Jolioí- Curie, neitað að sækja „frið- arþingið11 cftir að honum barst boð' um að sitja það. Fcrráðamenn „friðarhreyf- ingar“ kommúnista hafa ekki haft fyrir að skýra frá þessu. Þess í stað hafa þeir óspart flíkað því að Thomas Mann hafi undirritað Stokkhólms- ávarpið og reynt að nota hið fræga nafn hans sér til póli- tísks framdráttarí Heiðurs- forsetakjörið á Varsjárþing- inu, sem auðvitað var móðg- un við Thomas Mann eftir áð hann hafði afneitað þinginu við forseta „heimsfriðar- nefndarinnar", hefur hins vegar leitt til þess, að nú er kunnugt, að hið heimskunna ská’d hefur tekið afstöðu gegn friðarskollaleik komm- únista. Þetta er þó kommún- istum líkt. Þeir hafa reynt að leyna því, að fjölmargir beir, sem undirrituðu Stokk- hólmsávarpið, hafa afturkall að undirskrift sína. IFSTAÐA Thomasar Mann er sannarlega lærdómsrík fyrir þá, sem í góðri trú og blekkt- :r af kommúnistum hafa und irritað Stokkhólmsávarpið. Það er mannlegt að skjátl- ast. Hitt er hverjum manni til minnkunar, að láta mis- nota nafn sitt eftir að hon- um er yfirsjónin ljós og halda áfram að vera í sveit blekkj- enda sinna, sem kastað haía grírnunni. Thomas Mann hef- ur gert hreint fyrir sínum dyrum. Og vissulega er ástæða til þess að ætla, að afstaða hans veki mikla at- hygli og verði mörgum for- dæmi, því að enginn mun dirfast að draga heiðarleik hans og drengskap í efa. ÐG EFAST EKKI DM, aS dómnefnd sú, sem hefur þao vandasama starf með höndum, að velja verk á sýningu þessa, sé starfi sínu vaxin. Aldrei er eins áríðandi að val listaverka takist vel eins og þegar kynr.a á íslenzka list erlendis. En aðal- tilefni mitt með þessum línum er þetta: Er ekki möguleiki á, að við fáum að- skoða þessa sýn ingu áður en hún verður send héðan? Það er margir, sem myndu fagna því mjög, að sjá yfirlitssýningu yfir það bezta í höggmynda- og myndlist okk- ar. Við eigum þess alltof sjatd- an kost á að kynnast verkum jistamanna okkar. Megnið af þeim er lokað inn í einkaíbúð- um, og þau sem ríkið hefur keypt hefur almenningur ekki aðgang að. ÞAD, sem blasir daglega við sjónum rnanna er málverkaiðn- aður, sem fraleiðir afkárategar myndskræpingar, og seldar eru í hinum og þessum verzlunum fi'rir okurverð. Oft eins dýrar og eftir góða listamenn. Fóllc lætur glepjast á að kaupa þenn an varning. ÞaS á ekki kost á að kynna sér, og læra ao meta það sem vel er gert af ísienzk- um listamönnum. ÞAÐ UNDRAR MARGA, að ekki skuli vera búið að byggja listasafn ríltisins fyrir löngu. Vísir að listasafni á að vera í þjóðminjnsafninu, en það er að eins bráðabirgðalausn. Nú beg ar búið er að byggja safn yfir forngripi og gömul listaverk, er næsta skrefið að sjá nýrri lista- verkum okkar fyrir rúmgóðum og fullkomtium húsakynnum". A u q I ý $ i ð í áiþ fðubiaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.