Alþýðublaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1950. HVOR ENDINN? c . sw&umhubshísí Deila mikil og alvarleg virð- ist nú vera að rísa um það, hvernig fólki beri að snúa, þeg- ar það gengur inn milli bekkja- raða. Hirðsiðameistari höfuð- borgarinnar og kollega vor, Vík vsrji, heíur að vísu gefið sinn.úr skurð í málinu, en mánudags- blaðið, sem upp frá sinni fyrstu göngu hefur jafna einnkennst af gorgeir og uppreisnaranda gegn öllum viðurkenndum autoritetum, vill að sjálfsögou ekki hlíta slíkum dómsorðum; hefur jafnvel í hótunum að hafa þau að engu. Hin gamla, þjóðlega venja, þegar þannig stendur á, er í því fólgin, að sá, er inn í bekk vill ganga, hvort sem það er nú í kirkju eða leikhúsi eða á öðr- um samkomum þar. sem fóik situr á bekkjum, drepur á öxl þess, er yztur situr, eitt eða fleiri högg og laust eða fast eft- ir atviku.m, og biður hann upp standa. Hleypir þá sá, er fyrir situr, brúnum fyrir augu, tuldr ar eitthvað í barm sér, er ráða má af svip hans, að ekki séu nein blessunarorð, iyftir síðan þeirri augnabrúninni, er nær veit friðspillinum, nægjfega mik ið til þess, að hann geti skotið auganu iililega á skjálg til hans, og hiundi mar-gur maðurinn hníga dauður fyrir slíku augna- tilliti, ef sá er sendir hitti á óska stund. Að því loknu ekur sá, er fyrir situr, sér á herðunurn, klórar sér jafnvel lítilsháttar á annarri hvorri síðunni, neðar- lega, gýtur síðan auganu aftur á friðspillinum, ekki útaf eins illilega og fyrr, — enda er það augnatillit einna fr-ekast sent til þess að sannfæra sig um, að frio spillirinn sé þarna ennþá; sé semsé mennskur maður en ekki einhver helvízk sending, við- komanda ætluð til refsingar fyrir það frábæra brot á öllum þjóðarvenjuih að mæta sæmi- lega stundvíslega. Að öllum' þessum formsatriðum loknum, er fyrst ltominn tími til þess fyr ir þann er situr, að hnvppa í hjásetu sína, og vara hana við hættunni, og njóta þess vitan- lega um leið, að hann verði ekki einn fyrir ónæðinu; hefst svo lokaþáttur þess aðilans, þoi andans, að mjaka sér upp úr sætinu; fylgja því atriði venju- lega stunur og hósti, — einnig snýtur og hnerrar á stundum. Þegar hér er komið máli hefst eiginlega hinn raunverulegi þáttur íriðspillisins, gerandans. Hefst hann á því, að garandi hieypir sér öllum í herðarnar, ranghvólfir augunum og setur undir sig hausinn eins og naut eður hrútkind, sem býst tii ár- ósar, gýtur siðan augunum lil þolandans ei.ns og hann vilji hóta lionum öllu illu, telji hann og alls iils maklegan; snýr síð- an að honurn áæðri endanum nieð allri þeirri fyrirlitningú, sem hægt er að túlka og tjá með einni hreyfiiigu — • • Og þá, — en heldur ekki fyrr, — hefst lokaþátturinn: hin ægilegu, dramatisku átök yer- andans og þolandans, —- gerand ínn ryðst inn í bekkinn, magnað ur fítonsanda meinfýsinnar og hefnigirninnar, nuddar þjóun- um fast og fruntalega að kvið- holi þolandans unz um hann finnur til hryggjaliða hans í gegn um innyflin, stígur um leið báðum hælum ofan á lík- þyrndar tær hans. fylgjandi á eftir með öllum sínum líkams- unga, þykist síðan ekki mega lengra komast, sem er oftast að eins yfirskvn og látalæti til þess að geta fullnægt sínum sad- istisku hneigðum til hlítar með þjóhnykkjum og hælastappi, enda gerir hann enga alvarlega tilraun til þess að komast áfram, fyrr en hann gerir ráð fyrir, að tiifinning þolandans í líkþorn- um, tám og innyflum, sé tekin að dofna svo mjög, að engin veruleg unun geti verið í því fólginn að kvelja það fornardýr lengur, og sé þá mál til kom- ið að hefja sama leik við þann næsta. Og þannig gengur það koll af kolli. Ég þykist hafa veitt því at- hygli, að það sé oftastnær sömu mennirnir, sem eru gerendur í þessum harmleik. Ég þykizt líka hafa veitt því athygli, að þeir eigi venjulega sæti á miðjum bekk; einnig, að þeir láti ekki sjá sig fyrr en eðlisávísun þeirra segir þeim, að allir aðrir muni seztir. Ég er mánudagsblaðinu sam- mála í þetta skiptið. Við eigum ekki að afnema gamlai', þjóð- legar venjur, hvorki á þessu sviði né öðru. Þær eru ven julega til orðnar fyrir ianga reynslu og fela oft í sér djúplæga speki. Hver veit hvað þessir ménn, — gerendur liarmleiksins, — tækju sér fyrir hendur. ef þeira gæfist ekki kostur á að svala nadisma hneigð sinni á þennan hátt? Og það verður þó að teijast á ýmsan hátt heppilegra að mað- ur fái að ráða í endalykt ann- arra um stundarsakir endrum og eins, heldur en aðrir ráði enda- lykt manns að fullu og öllu og fyrirvaralaust —------- Saumavélamóforar Tékkneskir. Véla og raftækjaverzlunin. Tryggvag. 23. Sími 81279. j F r ank Yerby HEITAR „Þú ætlast til að ég gaúgi á furid Iiaird Fournois og þjóði honum tuttugu þúsund dali sem mútfé, ef hann vildi greiða umsókn okkar atkvæði sitt, og auk þess fimm þúsund dali, sem verði hlutabréf á hans nafni í fyrirtækinu. Setjum svo, að hann se^i nei?“ „Hann segir ekki nei“, svar- aði Hugh með sömu ró. „Þessa stundina skortir hann nefni- lega peninga meir en nokkuð &nnað“. „Og ef hann þiggur mútféð, hvað þá?“ „Þá komum við þeirri fregn á framfæri við blöðin og Clokkstjórn hans, að hann hafi ekki aðeins gert sig sekan um það að þiggja mútufé, heidur hafi hann og gerzt meðeigandi og meðstjórnandi í nýstofnuðu hlutafélagi, sem hyggst ann- aSt flutninga sláturfjár til borgarinnar og starfrækja slát- urhús og kjötsölu“. „Það er þá sakargift“, hróp- aði lágvaxni maðurinn. „Hvaða þingmaður skyldi fjrrirfinnast i báðum flokkunum, sem ekki er hægt ag bera á brýn mútu- þægni og annað verra?“ „Satt er það“, svaraði Hugh „En varðandi þessa sakargift, er það að segja, að við getum sannað hana. Við getum bent á það, að hann hafi undirritað iög félagsins, sem einn með- eigenda og meðstjórnenda, og við getur einnig bent á hluta- féð, sem skráð verður á hans nafn. Honum verður vikið úr flokknum þegar í stað'1. „Ég þori samt sem áður að fullyrða, að þetta tekst ekki. Þeir breiða yfir þetta, vegna samsektarinnar, þegja það í hel og láta eins og ekkert hafi gerzt . . .“ Hugh lyfti grannri hönd sinni í mótmælaskyni. „Láttu ekki svona, Smalls. Vertu ekki með þennan mót- þróa. Það hendir mig ekki oft, að ég misreikni mig. Það veizt þú. Þeir í flokknum hafa ver- ið sáróánægðir með framkomu Laird, allt frá því, er hann tók sæti á þingi. Hann er fjandanum þrárri og fer jafn- án sínar eigin götur. Hann er hataður bæði af flokksmönn- um sínum og andstæðingum. Flokksmenn hans munu því síður en svo halda hlífiskildi fyrir hann, heidur munu þeir grípa tækifærið fegins hendi . . . losa sig við óþægan flokks- mann og hvítþvo um leið sjálfa sig í augum almennings með yfirskinsvandlætingu, vegna þessa svívirðilega afbrots hans Þeir verða sárfegnir og við sömuleiðis, svo að þetta kemur öllum í góðar þarfir“. „En- tuttugu þúsundirnar?“ „Við látum hann ha’da þeim. Ég efast um að hann hfi það tð njóta þeirra. Síðar getum við svo gert eignarnáinskröfu til búgarðsins; það er að'segja1, arfshluta konu hans. Hún,“ bætti Hugh við og brosti, „verður þá sennilega úrskurð- uð í mína umsjá, þar sem.ég er nánasti ættingi hennar, auk þess sem hún er ekki fyllilega með sjálfri sér.“ „Þú hugsar fram í tímann,“ varð bankastjóranum að orði. „Það dugar ekki annað,“ svaraði Hugh. „ Jæja, - þú held- ur þá hið bráðasta á fund hans.“ „Það geri ég,“ svaraði lág- vaxni náunginn. „En mér fell- ur þetta samt sem áður ekki. Mér er ekki einu sinni ljóst, hvers vegna við eigum að beita Laird slíkum fantabrögðum,“ | „Hann stendur í veginum fyrir mér,“ mælti Hugh ’águm rómi. „Það er allt og sumt.“ Laird sat á rúmi sínu. Hann handlék áfengisflösku, sem hann hafði þó enn ekki tekið tappann úr, þegar Júníus vísaði gestinn og ekki sem blíðlegast, gestinn, o gekki sem blíðlegast, en bankastjórinn fór allur hjá cér við augnatillit hans. Þessi maður er hættulegur viður- eignar, hugsaði hann méð sér. „Herra Fournois?“ spurði gesturinn. „Já,“ svaraði Laird. „Hvað viljið þér mér?“ Smalls bankastjóri leit hýru auga til flöskunnar. „Gott whisky er goðadrykk- ur,“ mælti hann kurteislega. Laird fékk honum glas og rétti honum flöskuna, og það var ekki laust við að glettnis- svipur kæmi á andlit hans. „Gjörið svo vel,“ mælti hann. „Skammtið yður drykk- inn sjálfur." Bankastjórinn tók boðinu allshugar feginn, skenkti sér í glasið og tæmdi það í einni svipan. Þegar hann hafði tæmt annað glas, gerðist hann þegar hugrakkari og hýrari í bragði. Laird bað hann drekka meira, og bankastjórinn fyllti glas sitt í þriðja sinn, en hikaði þó við að bera það að vörum sér. „Hvers vegna drekkið þér ekki?“ spurði hann ,og það var tortryggnishreimur í rómnum. „Ég hef þegar tæmt eina flösku í kvöld,“ svaraði Laird og glotti við. ,,Þess utan höfum við enn ekkert rætt væntanleg viðskipti.“ „Hvað kemur til, að þér haldið að ég komi í viðskipta- erindum?“ spurði Smalls. „Þér berið það með yður, að þér fáist við það starf,“ svaraði Laird. „Sjálfstraust, góð klæði, vel í skinn komið. Þér eruð af beirri manngerð, sem vekur fraust og tiltrú.“ Hann veitti nána athygli þeim áhrifum, sem orð hans höfðu á bankastjór- ann, og sá, að honum þótti iofið gott. Laird var skemmt Slíkan mann var óþarft að óttast. Það var jafn auðvelt að lesa hann og opna bók. Gráðugur sem úíf- ur en einfaldur sem geitarkið, hugsaði Laird. Það verður nógu fróðlegt að heyra erindi hans. Smalls brosti, og bros hans var þrungið sjálfsánægju. Laird var að því kominn að skella upp úr. „Ég kem sem fulltrúi fyrir- tækis, sem fyrir nokkru hefur sent þinginu mikils varðandi umsókn. Fari svo, að meirihluti þingsins greiði henni atkvæði sitt, græðir fyrirtækið of fjár í náinni framtíð." Laird leit á bankastjórann, brosti og virtist fýsa að heyra meira. „Ha’dig þér áfram,“ mælti hann. „Þér hafið án efa heyrt get- ið um Sameinaca sláturhúsa og biifjárflutningafélagið?" mælti Smalls. „Jú,“ svaraði Laird. „Og þá grunar yður eflaust hvert takmark okkar muni vera með þeim félagsskap?“ „Já, — þér viljið ná einokun á allri kjöt- og slátursölu, ekki aðeins í New Orleans, heldur og öilum nálægum héruðum og þorpum eftir þann 1. júní þessa árs.“ „Ekki aðeins þ£ð,“ mælti bankastjórinn drýldinn. „Við ætlum okkur að ná undir fyrir- tækið löndunarréttindum við hverja einusíu bryggju við fljót ið milli Common og Grafiers- flóa, og heimtum síðan bryggjú gjald af hverju skipi, sem fær þar afgreiðslu.“ ,,Þá fáið þið rág yfir allri um- ferð við þriðja hluta strand- lengjunnar við fljótið,“ tuldr- aði Laird. „Þið græðið milljón- ir.“ „Rétt er það,“ svaraði Smalls;,, en þetta getur því að eins orðið, öð umsókn okkar verði samþykkt.11 Laird var að því kominn að geispa og bar höndina fyrir munn sér. „Ég er hræddur um,“ svaraði hann, „að ég skilji ekki enn hvað þetta mál snertir mig“. „Ég hef hlerað það,“ sagði Smalls, „að þér hafið forust-u uro andstöðu gegn umsókn okk- ar. Satt bezt að segja þá kæmi okkur það taetur, herra Four- nois, að þér snerust á sveif með okkur. Þá yrði ekkert úr mót- p.pyrnunni og öruggt, að um- cókn okkar væri, s£.mþykkt“. Laird glotti framan í hann. ,,Og hvað er það, sem þið ætl- ist til að ég geri?“ Smalls beygði sig að honum og reyndi allt hvað hann gat ,til þess, að ekki sæjust nein svipbrigði á andliti hans. „Ég hef heimild til að bjóða y.ður fimm þúsund dali í hluta bréfum fyrirtækisins, og auk bess fimmtán þúsund dali í reiðufé, ef þér viljið veita okk- ur liðsinni,“ hvíslaði hann. „Og 1 GOL, ÍAT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.