Alþýðublaðið - 24.11.1950, Blaðsíða 1
Veðurhorfur:
Norðan gola eða kaldi. Víð-
ast léttskýjað.
Forustugrein:
Atvinnuástandið og ríkis-
stjórnin.
* ■>
XXXI. árg.
Föstudagur 24. nóvember 1950
2G1. tbl.
Irúar Peking-
lórnar koma Si
FULLTRÚAR kínversku
konimúnistastjórnarinnar, sem
eru á leið til Lake Success til
|jess að vera viðstaddir um-
rœður öryggisráðsins um For-
mósumálið, komu loftleiðis til
London frá Prag í gærmorgun
og héldu áfrarn vestur um haf
síðdegis í gær og koma tíl Lake
Success árdegis í dag.
Fulltrúarnir eru níu, sjö
karlmenn os tvær konur, og
tók embættismaður úr utan-
ríkismálaráðuneyti Breta á
móti þeim á flugvellinum í
London.
Churchill vill víla
brezkui stjórnina
Tillaga, sem Sitið er
á sein vaotraust.
CHURCHILL hefur borið
fram þingsályktunartillögu um
að víta brezku jafnaðarmanná-
stjórnina fyrir að halda áfram
að senda Egyptum vopn, sem
jþeir hafa kevpt á Bretlandi,
þrátt fyrir deiluna, sem upp er
komin með Bretum og Egypt-
Um.
Morrison varaforsætisráð-
herra lýsti yfir því á þingfundi
í London í gær, að stjórnin
hefði látið stöðva sölu skirð-
dreka til Egyptalands í bili
vegna deilunnar, en þetta
nægði Churchill ekki og heldur
hann fast við hingsályktunar-
tillögu sína. Jafnaðarmanna-
stjórnin lítur hins vegar svo á
að samþykkt tillögunnar væri
sama sem vantraust á stjórn-
ina: og er nú mikill viðbúnaður
undir urnræður og atkvæða-
greiðslu um hana. Tveir ráð-
herrar, annar þeirra Hector
McNeil, sem ætluðu að bregða
sér vestur um haf, hafa hætt
við förina vegna vantrauststil-
lögunnar.
Ivær samþykkfir Aiþýðusambandsþingsins í gær:
særðusl ¥i járn-
braularslys í New
York í lyrrakvöld
HRYLLILEGT járnbrautar-
slys vildi til á Long Island í
New York í fyrrinótt, er tvær
járnbrautarlestir rákust á.
Eústuðust mai-gir járnbrautar-
vagnar og biðu 76 manns bana,
en 300 særðust, þar af um 150
svo alvarlega, að þeim var í
gær vart bugað líf.
Slysið vildi til af því, að einn
farþegi annarrar járnbrautar-
innar, sem komizt hafði að
raun um að hann hafði stigið
(Frh. á 7. síðu.)
Sveinbjörn Oddsson frá Akranesi, forseti Alþýðusambands-
þingsins, að störfum. Það er Guðmundur Vigfússon, ,,maður-
ínn, sem íór“, sem er á tali við hann. Á bak við forsetann situr
annar ritari sambandsþingsins, Ólafur Jónsson frá Hafnar-
firði; hinn ritarinn, Gunnar Steindórsson frá Ólafsfirði, er
lengst til hægri á myndinni.
Hirða einsiakir menn umboðslaun
innflutningi fóbaks og áíengis ?
--------------*.-----
Af hverju er flutt til landsins tóbak,
sem vitað er að fólkið vill ekki?
GYLFI Þ. GÍSLASON spurðist fyrir um það á alþingi í
gær, hvort áfcngis- og tóbakseinkasölurnar kaúpi erlenda vöru
fyrir milligöngu íslenzkra umboðsmanna, sem oft geri ekkert
nema hirða umboðslaun. Vildi Gylfi að einkasölurnar reyndu
sjálfar áð komast yfir umboð fyrir þau fyrirtæki, sem þær
verzla mest við. Þá gat hann um það, að forstjórar og starfs-
menn þessara fyrirtækja hefðu af almannarómi og jafnvel í
blöðum verið bendlaðir við slíka umboðssölu, en Gylfi kvaðst
engan trúna'ð á slíkt leggja um þá menn. Hins vegar taldi hann
eðlilegt að ríkisstjórnin upplýsti þetta mál, og væri þá ef til
vi ! ástæða til að breyta lögunmn um einkasölurnar.
Gylfi Þ. Gislason gerði þessa , um nánsri upplýsingar um
athugasemd í sambandi við
frumvarp um sameiningu tó-
baks- og áfengiseinkasalanna.
Eystein Jónsson fjármálaráð-
herra fylgdi málinu úr h’aði.
gat þess að sparnaður mundi
ag þessu, en ræddi málið ekki
nánar. Eysteinn kvað sér ó-
kunnugt um umboðsverz’un í
þessum fyrirtækjum og taldi
eðlilegt að nefnd, sem um
málið fjallaði, athugaði þetta.
Björn Ólafsson lýsti furðu
sinni yfir því, að annað eins
skyldi koma fram á þingi og
Gylfi hélt fram. Taldi hann,
að fjöldi erlendra fyrirtækja
seldi vöru sína fyrir atfaeina
umboðsmanna og breytti það
engu um verð’ag, og væri
Gylfi að leggja til að íslenzkir-
kaupsýslumenn væru „boy-
cotteraðir" á bessu sviði, ef
einkasölur mættu ekki við þá
skipta. Taldi hann fráleitt að
minnast á slíka umboðssölu i
lögum.
Erlendur Þorsteinsson bað
þann sparnað, sem vafalaust
vrði af sameiningu umræddra
fyrirtækja, og vildi fá vit-
neskju um það, hvernig rekstri
þeirra yrði háttað, til dæmis
yfirstjórn.
Þá kvað Erlendur fulla
ástæðu til að ræða rekstur
þessara verzlana. Benti hann
á, að keyptar væru til
landsins vörur, sem vitað er
a'ð almenningur ekki vill,
samanber sígarettukaupin.
Taldi Erlendur mjög vafa-
samt af ríkisfyrirtækjum að
taka ekki fullt tiliit til þess,
sem fólkið vill. Þá benti
hann á, að núverandi stjórn
arflokkar hefðu ekki ríkis-
einkasölur á stefnuskrám
sínum, og hvarílaði það að
-Riönnum, hvort þeir væru
að fyrirskipa einkasölunum
kaup á óvinsælum vörum til
að gera þær óvinsælar.
Eysteinn Jónsson sagði, að
stjórn hins sameinaða fyrir-
Framhald á 7. síðu.
Segir sig úr albjóðasambandinu,
sem klofnaði í fyrra og kommún-
istar mega nú heiía einir eftir í
ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGIÐ samþykkti í gær með 158
atkvæðum gegn 75 að staðfesta ákvörðun sambandsstjórnar um
það, áð Alþýðusamband íslands segi sig úr alþjóðasambandi
verkalýðsfélaganna, %orld Federation of Trade Unions, Einn-
ig samþykkti það með 150 atkvæðum gegn 91, að Alþýðusam-
band íslands gengi í alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga,
International Confederation of Free Trade Unions.
Alþjóðasamband verkalýðs-
félaganna, WFTU, er nú eins
og kunnugt er, að heita má ein-
vörðungu skipað verkalýðssam
böndum, sem kommúnistar
ráða, síðan verkalýðsambönd-
in á Norðurlöndum, Bretlandi,
Hollandi, Belgíu og fleiri lönd
um, svo og CIO í Bandaríkj-
unum gengu úr því í fyrra og
stofnuðu nýtt alþjóðasamband.
Samþykktin um úrsögnina
hljóðar svo:
„22. þing A’.þýðusambands
Islands harmar það, að sú
tilraun, sem gerð var til þess
að sameina allan verkalýð í
alþjóðasamband verkalýðs-
félaganna (WFTU) skyldi
misheppnast svo lirapallega
sem raun er á orðin. Telur
þingið, að málum sé nú þann
ig komið innan alþjó'ðasam-
bandsins, að Alþýðusam-
band fslands eigi þar ekki
lengur heima og staðfestir
þá ákvörðun miðstjórnarinn-
ar frá 11. apríl 1949 að segja
Alþýðusamband ísfands úr
alþjóðasambandi verkalýðs-
félaganna (World Federation
of Trade Unions).“
Samþykktin um að sækja
um upptöku í alþjóðasamband
frjálsra verkalýðsfélaga hljóð-
ar svo:
„22. þing Alþýðusambands
íslands felur væntan’egri
miðstjórn að sækja fyrir AI-
þýðusambandið um upptöku
í alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfclaga (Internatiou-
al Confederation of Free
Trade Unions).“
Jón Sigurðsson reifaði þetta
mál af hálfu meirihluta skipu-
lags- og laganefndar, en sú
nefnd hafði fjallað um það á
þinginu. Sýndi hann fram á, að
WFTU væri ekkert alþjóða-
samband lengur, og úr því
væru gengin öll þau verkalýðs
sambönd, er Alþýðusambannd-
ið þyrfti nokkug til að sækja.
Hins vegar væru þau nú öll í
hinu nýstofnaða alþjóðasam-
bandi frjálsra verkalýðsfélaga,
og gæti Alþýðusambandið því
haft hinn mesta hag af því að
ganga í það.
Framhald á 7. síðu.
Hefgl Hannesson endur-
kosinn forseli A.S. I.
------+-----
Fékk 169 atkvæði, en forsetaefni
kommúnista ekki nema 96
ÞEGAR blaðið fór í prentun í nótt stóð enn yfir fund-
ur á Alþýðusambandsþingi og var kosning sambands-
stjórnar nýbyrjuð. Fyrsta fréttin af henni var komin:
Helgi Hannesson var endurkjörinn forseti sambandsins
með 169 atkvæðum; forsetaefni kommúnista, Guðgeir
Jónsson, fékk ekki nema 96 atkvæði.
Búizt var við því, að kosning sambandsstjórnarinnar
•nyndi standa langt fraiti á nótt; en frá lienni mun verða-.
ikýrt nánar á morgun.