Alþýðublaðið - 24.11.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.11.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐiP Föstudagur 24. nóvember 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- fréttaritari: Helgi Sæmundsson; augLýs- ingastjóri: Emilía Möller. Ritstjórnar- símar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgreiðslusími 4900. Ajðsetur: Al- þýðuhúsið. AlþýðuprenWn'ðjan h.f. Áfviimuásfandið ©I ríkissfjórnin ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur hvað eftir annað bent á það, hversu atvinnuástandio í kaup túnum og kaupstöðum landsins er orðið alvarlegt. Öryggi fólks ins er á hverfanda hveli og at vinnuleysið víða þegar komið til sögunnar. Þess vegna hefur Alþýðuflokkúrinn hreyft þessu máli á alþingi og lagt til að skip uð verði nefnd til að athuga þetta mál og gera tillögur um ráðstaíanir til úrbóta. En ríkis- stjórnin lætur sem hún viti ekki af þeim vanda, sem hér er á ferðinni. Hún hefur látið full trúa stuðningsflokka sinna í við komandi nefnd leggja til, að málinu verði vísað frá. Það ger ræði hefur vakið reiði allra hugsandi manna. Ríkisstjórnin mun þó ekki hafa í hyggju ao breyta afstöðu sinni og sjá að sér. En hún grípur til þess ráðs að draga afgreiðslu málsins á langinn, þótt það þoli enga bið. Forsætisráðherra afturhalds- flokkanna, sem ber meginá- byrgð á því, að stuðningslið rik isstjórnarinnar hyggst vísa þessu máli frá, hefur ekki einu sinni fyrir því að mæta á þing fundi til þess að ræða þetia tnál. Hann telur meiri þörf á því að sitja flokksþing Fram- sóknai-manna heldur en að ræða á alþingi atvinnuástandið í kaup túnum og kaupstöðum. Þess vegna var þetta mál ekki á dag skrá alþingis í fyrradag, enda þótt hlutaðeigandi nefnd hafi skilað áliti um það. Þett.a er glöggt dæmi um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Forsætisráð herrann telur meira skipta fyr ir land og þjóð, að hann eyði tímanum á þingi Framsóknar- flokksins heldur en að taka þátt í umræðum á alþingi um vandamál, sem snertir þúsund ir heimila í landinu og ekki þol ir neina bið. ■’fi Tillaga Alþýðuflokksins um nefndaskipun til að athuga at- vinnuástandið í kauptúnum og kaupstöðum landsins er studd af rökum fenginnar reynslu. At vinnuleysið er víða skollið á, og annars staðar vofir það yfir. Bæjarstjórnir tveggja kaup- staða úti á landi hafa skorað á alþingi og ríkisstjórn að láta þessa athugun fara fram. Full trúar heils landsfjórðungs hafa gert sams konar álvktun. Stjórn Alþýðusambands íslands hefur tekið rösklega í sama streríg. Verkalýðsfélög víðs vegar um land kref jast þess, að máli þessu sé. gaumur gefinn. En ríkis- stjórnin lokar eyrunum fyrir því að ræða málið á alþingi. Forsætisráðherrann þarf að sitja flokksþing Framsóknar- manna, og þá er auðvitað ekki hægt, að ætlast til bess, að hann sé að ómaka sig á því að ræða það á alþingi, hvort ástæða sé til þess að bægia atvinnuleysis- vofunni frá dyrum alþýðuheim ilanna í landinu! Alþingisfor- seti tekur málið ekki á dag- skrá, svo að forsætisráðherrann geti setið flokksþingið áhyggju laus. En ríkisstjórninni og stuðn- ingsliði hennar á alþingi er al- veg óhætt að gera sér það Ijóst, að alþýðan í landinu undir ekki slíku og þvílíku. Það er krafa verkalýðssamtakanna, að tillaga Alþýðufiokksins verði sam- þykkt og ráðstafanir gerðar td að forða landsmönnum frá yfir vofandi' böli atvinnúlevsis og skorts. Ríkisstjórnin og stuön- ingslið hennar á alþingi ber. ,á- byrgð á þeirri óheillaþróun, sem hér hefur átt sér stað undan- farna átta mánuði. Þessm aðil- ar komast ekki undan þeirri á- byrgð. Þeir verða sóttir til saka, hvaða undanbrögð sem þeir reyna að hafa í frammi. í þessu sambandi er athygl- isvert að rifja upp einu sinni enn hin gerólíku viðbrögð rík- isstjórnarinnar eftir því, hvaða þjóðfélagsþegnar eiga í hlut. Hún brást fljótt við, þegar erf iðleikarnir af völdum óþurrk- anna norðan lands og austars steðjuðu að bærídastéttinni í umræddum héruðum. Þá voru gefin út bráðabrigðalög um að stoð henni til handa nokkrum dögum áður erí alþingi kom sam an til funda og þingmaður og fallinn frambjóðandi úr viðkom andi landshluta gerðir út af örkinni til að miðla ríflegri fjár- fúlgu. En hverjar eru svo und- irtektirnar, þegar atvinnuleys- ið herjar kauptún og kaupstaði l.andsins? Ríkisstjórnin leggui til að athugun þess máls sé vís að frá og skorast undan að ræða það á alþingi. Það er því væg- ast sagt ærinn munur á því, hver í hlut á. En gera borgaraflokkarnir sér ljóst, hvert stefnir, ef á- fram verður haldig á þeirri braut, sem nú er fetuð? Imynda þeir sér, að hagsmunir bænda séu ekki einnig í hættu, ef at- vinnuleysið á að verða hlut- j skipti fólksins í kauptúnum og; kaupstöðum landsins? Muna þeir ekki ástandið á kreppu- árunum og atvinnuleysistím- unum, og sjá þeir ekki, hver /oði er á ferðum, ef þjóðinni verður búið sama hlutskipti á ný? Vissuiega er . tímabært fyrir þá að gera sér þessar stað réyrídir' ijósar. Og laúsnin á vanda samtíðarinnar finnst ekki iá þingi Framsóknarflokjíá irís. Forsætisráðherfanrí skal ekki ætla, áo hann ræ'kí skyldu sína með því að hímá þar. Vinnustaður hans er stjórnar- ráðið og alþingi. Þar ber hon- um að vera og starfa. Og ef hann heldur fast við það, að tillaga Alþýðuflokksins skuli felld, þá er honum sæmst að ganga hreint til verks strax. Eða er það kannski svo, að aft- urhaldið hiki við að kasta hanzkanum, meðan þing Al- þýðusambands íslands stend- ur yfir? LeiSfétting MEINLEG prentvilla, sem skylt er að leiðrétta, hefur slæðst inn í ítítt blaðsins í gær af umræðunum á alþingi um aukavinnu embættismanna. Þar stóð: „Var einnig upplýst, að jafnvel sjálfur útvarps- stjórinn tekur slíka þóknun fyrir aukavinnu, og fær hann 1500 krónur á mánuði, en aðvir háttsettir starfsmenn stofntm- arinnar allmiklu meira.“ Hér átti að standa „1500 krónur á ári“. Aukavinnuþóknun þula við útvarpið var einnig raríg- hermd í fréttinni; var talin 3000 krónur, en átti að vera 30 000. Bæklingurinn og menntamálaráðhcri'ann. — Kaffi og sígareítnr. — Bölamardropar og brennivín.--- Lágir arkskröfur tií ríkisstjórnarinnar. TVEIR bæjartogararnir eru, á leið út með ísfisk, en tveir að leggja upp hér. ÖLLU GAMNI fyllgir nokkur alvara. ,,B. S. skrifar. Þú gerð- lir að umtalsefni á miðvikuclag ínn verðið á bæklingi Helga Hjörvars. Það er rétt lijá þér, að verðið var hátt og því ekki ástæðulaust að minnast á það opinberlega og víta það. En veistu það. að útvarpsmálaráð- herrann sjálfur er einn aðaleig ancli útgáfufyrirtækisins? Ef verðið er haft svona hátt til þess að aðstoða höfundinn við greiðslu í væntanlegu mála- stappi, þá er það sjálfur útvarps málaráðherrann, sem þarna hef ur lilaupið undir bagga með höf undinum.“ (— Nei, ekki vissi ég þetta). JÓIIANN SKKIFAR. „Ég sé stundum á það minnsta að und- arlegt sé það, hve oft er skift um merki á sígarettum hjá Tóbakseinkasölunni og dynja getsakir á forstjóranum af þeim ástæðum. En ég vil spyrja. Finnst fólki það ekki undarlegt, að alltaf skuli þó vera til næg- ar sígarettur í landinu, en livaö eftir annað skuli kaffi þrjóta? ÞETTA FINNST MÉR bæði óskiljanlegt og þó um leið tákn- rænt fyrir allt okkar ástand. Það er vitað mál, að kaffi er auk mjólkurinn helzti drykkur þjóðarinnar, að fólkið, sem á heimilunum dvelur allt af drskkur kaffisopa og þykir gott. Hve langt nær spíllingin VISSULEGA er það ekki nema að vonum, þótt mikið sé nú bæði ritað og rætt um spill- ingu í opinberu lífi og við opinberar Stofnanir í sam- bandi við þær sakir, sem nú eru bornar á útvarpsstjórann, og upplýsingar, sem fram komu á alþingi í fyrradag um hálaunaða aukavinnu há- launaðra embættismanna við ýmsar opinberar stofnanir. Og víst er að mörgu að gá í þessu sambandi og brýn nauð syn á því, að auka aðhald að þeim, sem irúað er fyrir for- stjórn opinberra stofnana og fyrir meðferð opinbers fjár. VÍSIR gerir þessi mál að um- talsefni í ritstjórnargrein í gær, og telur þá spi-lingu og þær misfellur, sem hér er um að ræða, vera því að kenna, að stjórnarvöldin, eða nánar til tekig fjármálaráðuneytið, hafi ekki aðstöðu til, engin skilyrði og ekki heldur neina heimild til þess að hlutast til um stjórn opinberra fyrir- tækja; og leggur hann það helzt til, að þau verði nú, að gefnu tilefni svipt þeirri sjálfstjórn í fjárráðum, sem þau njóta nú, og gerð háð bæði fyrirmælum og eftirliti fjármálaráðuneytisins eða einhvers ennars hlutaðeig- andi ráðuneytis. VÍSIR vir.ðist hafa bjargfasta trú á því, að það geti aldrei verið neitt að athuga við fjár málaráðuneytið sjálft eða önnur hlutaðeigandi ráðu- neyti. Og hann tekur mönn- um vara fyrir því, að rugla spillingum.i við ríkisstofnan- irnar saman við heiðarlegan rekstur rikisins sjálfs. „Al- menningur“, segir hann, „ræðir nú mjög um spillingu í opinberu lífi, en þó einkum um margvíslegar framkvæmd ir og fjármálaplön opinberra fyrirtækja. Er bessu af al- mannarómi ruglað saman við rekstur ríkisins sjálfs, sem byggður er á heilbrigðum og eðlilegum grundvelli og nýt- ur hæfilegs aðhalds og eftir- lits“. ÞAÐ ER AUÐVITAÐ gott og blessað, að Vísir skuli benda fáfróðum almúganum á það, hve fráleitt það sé að rugla þessu tvennu saman. En hef- ur ekki, meðal annarra, tveggja ráðherra verið getið á miður viðkunnanlegan hátt í samban'di við þæ'r sakir, sem nú eru bornar á útvarpsstjór- ann? Víst hefur það ekki far- ið fram hjá mönnum, að Helgi Hjörvar segir Jónas Þorbei’gsson útvarpsstjóra hafa borið fyrir sig ,,leyfi“ Jóhanns.Þ. Jósefssonar fyrr- verandi fjármálaráðheíra, til þess að taka persónulegan hagnað af láni úr einum sjóði útvarpsins, þó að Helgi Hjörvar haldi því að vísu fram, að slíkt leyfi muni hafa verið falsað af útvarpsstjóra. Og er því ekki lýst í ákærum Helga Hjörvar, hvernig Ey- steinn Jónsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, eða „kirkjumálaráðherra", eins og hann kallar hann, og núver- andi fjármálaráðherra, hafi veitt útvarpsstjóranum „fyrir gefningu syndanna“, eftir að útvarpsstjórinn var búinn að skila aftur hinum persónu- lega hagnaði sínum af láninu, — og síðan látið málið kyrrt liggja? MENN GETA EKKI varizt þeirri hugsuii, eftir slíkar upplýsingar, að fleiri séu, á einn eða annan hátt, bendlað- ir við mál útvarpsstjórans, en hann einn. Það virðist að minnsta kosti engin ástæða til þess að þvo stjórnarvöldin með öllu hrein af því máli, fyrr en rannsókn hefur íarið fram í því, og leitt í ljós sák- leysi þeirra. Og' þegar kraf- izt er aukins va'ds einstakra ráðherra yfir hinum opin- ( beru stofnunum, eins og Yís- ' ir gerir, væri að minnsta kosti viðkunnanlegra að hafa einhverja tryggingu fyr ir því<, að spillingin næði ekki c.lla leið inn í embætíi þeirra. Það er' eir.skonar hátíðadrykkur eSa tilhaldsdrykkur. Sígarettu- reykingar eru allt annars eðlis. Allir tala um sígarettureyking- ar unglinga og allir te-lja þær skaðlegar. Vitað er líka að vnjög margir unglingar vilja gjarna hætta reykingum. Mundi bað ekki hjálpa þeim til að hætta sf skortur væri á sígarettum? ÉG VIL skora á innflytjendur að draga úr innflutningi sígar- etta, en gæta betur að því í stað inn að kaffi þrjóti ekki alltaf við og við. í raun og veru geta gjaldeyrisyfirvöldin séð um þetta. .Það er ástæðulaust að svifta fólk kaffinu á sama tíma sem flutt er kynstrin öll af síg- arettum. Mér skilst að ríkið tolli kaffið mjög hátt. Það toll- ar vitanlega sígaretturnar. Svo að ekki getur þetta stafað ein- göngu af því að ríkið græði meir á sígarettum en lcaffi, jafn vel þó að það verzli sjálft með tóbakið. En ef til vill er þó þar að leita skýringarinnar. MAÐUR MINNIST EKKI á brennivínið. Það er alltaf til, en það fást ekki bökunardropar. Þó sér sami, innflytjandi um inn flutning á efni í brennivín og efni í bökunardropa. Er efnið í bökunardropana svo stór liður í innflutningi spírituss til brennivínsframleiðslu, að það geti ekki fengið að fljóta með? Ég skil það ekki. MÉR FINNST að fyrst og fremst þurfi að sjá þjóðinni fyr- ir kaffi, kornvöru og slíkum nauðsynjum. Allt annað kemur í annari röð. Sú stjórn, sem ekki getur séð um þetta, á að hætta að reyna að stjórna málunum og segja af sér, því að hér er vitanlega um lágmarkskröfur að ræða og ef þær eru ekki upp- fyltar þá er ekki um annað' að ræða, en að sleppa völdum og Karlseíni leggur upp á Akranesi TOGARINN Karlsefni lagði afli sinn upp hjá beinamjöls- verksmiðjunni á Akranesi um miðja vikuna og voru það milli 370—380 lestir. Akranestogarinn Bjarni ÓI- afsson er á karfaveiðum, og er það fjórði túrinn eftir verk- fallið. Togárinn er væntanleg- ur um helgina. K. F. U. M. og K. F. U. K. Samkoma í kvöld kl. 8.30. Þórður Möller læknir tal- ar um „lama mapninnT Allir velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.