Alþýðublaðið - 24.11.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.11.1950, Blaðsíða 3
Föstuclagur 24. nóvember 1950 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1 DAG er föstudagurinn 24. nóvember. Látinn Björn Jónsson ráðherra árið 1912. : : Splarupprás í ivRej-kjgylh er 'ícf.’9'23, soí háest 'á Íöfti kl. 24,14; EÓlarlag , ,kl. 15,05, á.rdegis|iá |i ílæéur' kl. 4,55, ’ síðtíegisháflæð ! tir kl. 17,12. \ : !l "• ' NfeturvarzlaV' 'lrigðlfsápótelk, sími 1330. Flugferðir FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Innanlandsflug: Ráðgert er að íljúga í dag frá Reykjavík til Akureyrar, Vestmannaeyja. Kirkjubæjarklausturs, Fagur hólsmýrar og Hornafjarðar, á morgun til Akureyrar, Vest mannaeyja, ísafjarðar, Blöndu óss, Sauðárkróks; frá Akureyri til Reykjavíkur, Siglufjarðar, Austfjarða, á morgun til Reykja víkur og Siglufjarðar. LOFTLEIÐIR: Innanlanclsflug: í dag er áætl að r.ð flj.úga til Akureyrar kl. 10.00 og til Vestmannaeyja kl. ' 14.00, á morgun til Akureyrar kl. 10,00, til ísafjarðar kl. 10,30 til Vestmannaeyja kl. 14,00 og til Hólmavíkur. Skipafréttir Einiskipafélag ÍSlands. Brúarfoss er í -Hamborg, fer þaðan til Gautaborgar og Kaup niananhafnar. Dettifoss fór frá Reykjavík 20/11 til New York. Fjallfoss kom til Gautaborgar 22/11 frá Álaborg. Goðafoss fór. frá New York 20/11 til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Bordeaux 22/11 til Casablanca. Lagarfoss fór frá Gdynia 22/11 til Hamborgar. Selfoss fór frá Reykjavík í gærkveldi til Aust- ur- og Norðurlandsins og út- landa. Tröllfaoss er í Reykja- Vík. Laura Dan væntanleg til Jlalifax í byrjun desember, lest íar vörur til Reykjavíkur. Heika kom til Reykjavíkur 18/11 frá Rotterdam. Ríkisskip: Hekla var á Akureyri í gær. Esja var á Akureyri í gær. Herðu breið er í Reykjavík. Skjald- breið verður væntanlega á Skagaströnd í dag. Þyrill var á Siglufirði í gær. Straumey var Við Horn í gærmorgun á austur leið. Ármann var í Vestmanna eyjum í gær. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla kom til Lissabon 22, þ. m. Skipadeild SÍS. M.s. Arnarfell er í Piræus. M.s. Hvassaféll er á Akranesi. Fundir Blaðamannafundur. Blaðamnnafélag íslands held UTVARPIÐ 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Útvarpssagan: „Við háa slter“ eftir Jakob Jónsson frá Krauni; IV. (höfund ur les). 21-00 Synfóníuhljómsveitin flyt ur létta klássíska tónlist; I Róbert Abraham Ottós ■son stjórnar. 21.35 Erindi: Gróandi jörð (Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri). 22.10 Tónleikar: Lög úr óperum (plötur). ur fund að Hótel Borg á laug- ardga kl. 2 síðdegis stundvís- lega. Launamál til umræðu. Söfnrog svningar I 1 ffcQföf i - 11 ■'t; f| LandsbókUSíifilið: 8 Opið kl. 10—12, 1—7 og 8— 10 alla virka daga nema laúgaf tíaga kl. ÍÖ—12 óg lr—7. . Þjóðskjalasafnið: Opið kl. 10—12 og 2—7 alla virka daga. Þjóðminjasafhið: Opið frá kl. 13—15 þriðjú- daga. fimmtudaga og sunnudaga. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13.30—15 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Safn Einars Jónssonar: Opið á sunnudögum kl. 13,30 íil 15. Bókasafn Alliance Franeaise er opið alla þriðjudaga og föstudaga kl. 2—4 síðd. á Ás- vallagötu 69. Or ölium áttum Trúmála og félagsmálavikan. Erindi í kvöld í fyrstu kennslu stofu háskólans: Ingimar Jóns son skólastjóri: Stjórnmálin, þingið og þjóðin. r Ottó Árnason: Æ'\ S* il að vinna að menning- Islands og Noregs í DAG verður haldinn fund- ur í Sjálfstæðishúsinu kl. 5.30 með það fyrir augum að stofn- að verði hér félag, er vinni að kynningarmálum og menning- artengslum milli íslands og Noregs, á öllum þeim sviðum, er til gagns mega verða fyrir frændþjóðirnar og viðskipti þjóðanna á sviði menningar, atvinnu- og fjárhagsmála. Allir eru velkomnir á fund- inn, en boðendur hans eru eft- irtaldir menn: Agnar Kl. Jóns- son, Kjartan Thors, 'Ólafur Lárusson, Sigurður Norðdal, Árni G. Eylands, Kristján Guðlaugsson, Ólafur Thors, Valtýr Stefánsson, Bjarni Jóns son, Ólafur Hannesson, Páll ísólfsson og Þorkell Jóhannes- Gon. Á stríðsárunum kom til mála að efna til félags hér á landi, er hefði það að hlutverki að vinna að auknum menningar- kynnum frændþjóðanna, Norð- manna og íslendinga. Var um ;þetta haldinn fundur vorið 1943, æn af frekari fram- .kvæmdum varð ekki. í Noregi var þessu máli einnig hreyft að stríðslokum, og leiddi það til bess, að slíkt félag var stofnað þar 1948. Stjórn félagsins þar skipa þjóðkunnir menn á sviði menningarmála og efnahags- mála í Noregi. í stjórninni eiga sæti: Prófessor A. W. Brögger, for maður, Osló. Redtktör S. Á. Friid, varaformaður, Osló. Cand. phil. Hákon Hamre, Bergen. Overrettssakförer OI- af R. Bjercke, Osló. Prost Knut Eik-Nes, Sparbu. Konsul M. Kalland, Bergen. Fru Profess- or Paasche, Osló. Fyrirspurn RAFMAGN er orka, sem mik ið er notuð í nútímaþjóðfélagi, og- sérhy.ert, þyggðarlag .leggur áherzlu á, að koma upp fyrir ;;ig rafórkuStöðvun,' ef náttúru rkilyrði erú fyrir hendi. Ólafs víkurbúar hafa lengí barizt fyr-| ir raforkumálum sínUm. Korn það mál fvrst fram á alþingi fyrir nálega 10 árum, flutt fyr ir þeirra hönd af þáverandi bingmanni Dalamanna, Þor- eteini Þorsteinssyni. Þá var það, að Bjarni Asgeirsson, alþingis-1 maður, kvað brag nokkurn um jretta mál, þar sem hann sagði m. a. að „mór mjór“ væri á utanverðu Snæfellsnesi. Ekki man ég, hvort hann gat þess, að „sjór stór“ og „GJÖFULL“ j lægi að Nesinu, enda kannski minna atriði. En kvæði þet.ta kom mönnum undarlega fyrir, og þótti sem höfundur liti smá- ( um augum á erfiðleika þessa dre.ifbýlishéraðs. Ená næstu árum fór fram at- hug.un á -virkjunarskilyrðum við Ólafsvík, og kom í ljós, að virkja mætti 2400 ha. í Fossá,. sem er .r.étt innan Ólafsvikur, en 700 ha. þótti nægja fyrir bæði þorpin Iiellissand og Ólafs vík, eins og þau voru þá. Virkjun í Fossá við Ólafsvík var samþy.kkt á alþingi 1947 sem ríkisrafvirkjun nr. 1, en nr. 2 og 3 í sömu logum var virkj- un fyrir Sauðárkrók og bá- spennulína til Reykjaness, og er nú þegar framkvæmt. og kom ið í notkun. Var nú hljótt um málið um hríð, en sumarið 1949 (kosnir.gaárið) virðist öll -um undirbúningi vera lokið. Liggur afrit af bréfi hjá hrepps nefndaroddvita Ólafsvíku- hrepps, sem mér sem hrepps- nefndarmanni hefur gefizt kost ur á að kynna mér (frá skrif- stofustjóra rafveitumála ríkis- ins). í bréfi þessu er raforku- málaráðherra tilkynnt, að fjár- festingarleyfi hafa verið veitt 22. apríl og nauðsynleg gjald- eyrisleyfi til þess að festa kaup á vélum þann 16. júní þ. á. Þessar pantanir hafi verið gerð ar af Innkaupastofnun ríkisins og móttaka þeirra staðfest af firmunum: 1. Túrþína, tilbúin, til af- greiðslu frá verksmiðjunni í febrúar 1951. 2. Rafall og rafbúnaður, til búinn til afgreiðslu frá verk- smiðjunni í júlí 1951. 3. Þrýstivatnspípa úr tré til búin til afgreiðslu frá verk- gmiðjunni í júlí 1951. Beðið væri eftir fleiri tilboð um í þann hluta þrýstivatns- pípunnar, sem er úr stáli, og okki talin vandkvæði á að fá hæfilegan afgreiðslutíma á henni, miðað við afgreiðslutíma á öðru efni. Þá stendur orðrétt: „Með hliðsjón af framan- ■greindum afgreiðslutíma hef ég •hugsað mér framkvæmd verks- ins sem hér segir: Vorið 1950 er byrjað á stöðv arhússbyggingur/ii og um sum arið á undirstöðum undir þrýsti vatnspípuna. Báðum þessum verkum lokið um haustið. Vorið 1951 er stíflan byggð og vélar og þrýstivatnspípa sett niður. Tel ég ekki rétt að byrja á neinum framkvæmdum í haust, enda algjörlega óþarft með til- liti til afgreiðslutímans á vél- um. rafbúnaði og þrýstivatns- ' pípu. I Hváð .fjármálunum yiðyíkur geri ég ráð. fyffr að .á þessu ári .þtú-fi :.2Ö,0 — aOQ' þú«. kr. (Þar. með (táli.nn uhdirbúnings- kosfnaður; :sem þSjjíar er orð- : niájf til ■ gre£$sSlu- á -e|lendú' efiii. Hefur, eins og vður er kunriugt. | raforkusjóður þegar lánað 200 þúsund kr. og enn fremur má reikna með, að kauptúnin ÓJafs vík og Sandur kaupi skuldabréf "yrir 100 þúsund kiónur eins og ég hef skýrt yður frá áður. Fiármálum þessa árs ætti þvi að vera borgið. i Eins og yður er enn fremur kunnugt, er ráðgert að raforkn sjóður láni á næstu tveimur á - um allt að 12 milli. krónur t',1 viðbótar við þær 200 þús. kr., f-em áður eru nefndar. Eftir er bá að útvega 4.5—1.5 millj. kr.. því virkjunin mu.n væntanlep'a kosta um 4.5 millj. krónur eöa tæpar 1900 krónur á hvert hestafl.“. Þá má geta þess, að þáver- andi raforkumálaráðherra. I Bjarni Ásgeirsson, gat þess í þingræðu við afgreiðslu fjár- iága 1949, að byrjað yrði á virkj un það á. Og síðar um sumarið . — rétt fyrir kosningarnar —'| kom - fréttatilkynning um það írá raforkumálaráðuneytinu, að b-yrjað yrði á virkjun Fossár. við Ólafsvík á næsta ári (1950). Tilkynning þessi og umrætt bréf var óspart notað í kosn- ingahríðinni, m. a. lesið upp á framboðsfundi í Ólafsvík. Fór bá í hart milli frambjóðenda Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna um það, hverjum bæri að þakka, að máli þessu væri nú tryggður framgangur. Var frambjóðenda Sjálfstæðis- manna ekki ánægur með að bjarmi af máli þessu félli á Framsóknarflokkinn, sem þýddi e t. v. nokkurra atkvæða tap. En þorpsbúar voru ánægðir yf ir að svo langt var komið mál- inu, hverjum, sem bar að þakka, og treystu fullum efnd- um. Kosningar fóru fram á til- settum tíma og nú hljóðnaði um málið. í marz í vetur kom Einar Bergmann, kaupfélagsstjóri heim til Ólafsvíkur frá Revkja vík, og hafði þær fréttir heim með sér, að raforkumálið hefði verið dautt, en þingmanni kjör dæmisins og nokkrum Sjálf- stæðismönnum hefði tekizt að blása lífi í það á nýjan leik. Hvatti hann hreppsnefndina til rað hefjast handa í málinu. Hreppsnefndir beggja þorpanna Hellissands og Ólafsvíkur skrif uðu þá ,þegar raforkumála- stjóra svo og ráðherrum þeim, sem líklegir voru til að hafa .-áhrif á mál þetta. og kröfðust efnda.á gefnum loforðum. Þing Köld borð og heif- ur veizlumafur Síld & Fiskur. manni kjördæmisins var sent afrit af bréfi þessu og hann beþinn .liðsinnfsl-jOddv’ili .Ólaís víkúrhíepþs'ifúr síðar. una. vor- ið þessara erinda til -ReykjavíJc ur og átti tal við forráðamenji. þessara mála, án sý'niíégs áif- angurs. Næst heyrist um mál þetta á leiðarþingi, sem þingmaður kjördæmisins hélt í Ólafsvík í ágúst s. -1. og tilkvnnti þingmað urinn þá, að síðar í þeirri viku yrði háldinn fundur í ráðuneyt inu og þá tekin ákvörðun ,uin það, hvort hefja skyldi verk þetta á þessu sumri. Hv'ort þessi fundur hefur farið fram eða ;kki, skal ósagt látið, en elck- ert hefur af honum fr.étzt og okki er enn farið að hreyfa reku til byggingar vatnsvirkjunar í Fossá vdð Ólafsvik, og er þó komið fram í mið.jan .11. már-- uð ársins 1950, þess árs sem sta>5 föst fyrirheit og ráðuneytistil- kynningar lágu fyrir um að byrja ætti á þessu verki. I daglegu lífi er litið smáum augum á þá menn, sem ganga bak orða sinna, og ekki að á- stæðulausu. Þeini er ekkr treystandi. í þessu máli hafa fyrirheitin v'erið sniðgengin — vægsst sagt, en málið óspart notað til pólitísks framdáttar, en efnd irnar vitna um virðinguna fyr- ir kjósandanum og gefnum lof- orðum. Nú vildi ég mega spyrja hína háu og virðulegu menn, senv þessum málum stjórna fyrir rík isins hönd: Hvað hefur skeð, sera ekki var hægt að sjá fyrir þegar umrædd fyrirheit voru géfm og réttlætir þann drátt, sem á þessu hefur orðið? Og enn fremur þetta: Hvernig stendur mál þetta i dag, og er í ráði að hef ja þetta verk og þá hvenær? Ottó Árnason. Skólasundmótið í Sundhöllinni í kvöld HID ÁRLEGA sundmót skólanna fer fram í SundhcJl Reykjavíkur í kvöld. Bæði karla- og kvennasveitir keppa. Búizt er við að eftirtaldir 10 skólar sendi sveitir til keppn- innar: Gagnfræðaskóli Austur- bæjar, Gagnfræðaskólinn við Lindargötu, Gagnfræðaskóii Vesturbæjar, Iðnskólinn í Reykjavík, Kennaraskóli ís- lands, Kvennaskólinn, Laugar- vatnsskólinn, Menntaskólinn í Reyk j aví k, Rey kholtsskóli n n. og Verzlunarskólinn. Sundmót- ið hefst kl. 20.30. Minningarspjöld Dvaíarheimilis aldraðra sjómanna fást í skrifstofu Sjómannadagsráðs, Eddu- húsinu, sími 80788, Irl. 11—12 og 16—17, Bóka- búð Helgafells í Aðalstr. og Laugavegi 100 — og í Hafnarfirði hjá Valdi- mar Long.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.